Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.02.2014 at 23:30 #452028
Einhversstaðar las ég nú að amerískir bílar væru undanskyldir hliðarstefnuljósum, ég er allavega bara með logandi glitaugu sem eru tengd parkljósum á bílnum mínum og bara stefnuljós fram og aftur. Hann hefur fengið fulla skoðun í sín 18 ár.
-Bjarni
05.11.2013 at 19:01 #437265Svona, núna ætti þetta að sjást betur
-Bjarni
05.11.2013 at 00:37 #437160Mig langar til að deila með ykkur verkefni seinasta mánaðar
Ég tók mig til og sprautaði loksins súkkuna mína sem átti nú að gerast fyrir sýninguna en bara gekk ekki, þetta er semsagt litla súkkan sem var í horninu með hundasleðan.
Svona var hún semsagt á sýninguni
[img]https://fbcdn-sphotos-a-a.akamaihd.net/hphotos-ak-frc1/q77/s720x720/1176143_650448724978864_236774045_n.jpg[/img]Og svona er hún í dag
[img]https://fbcdn-sphotos-h-a.akamaihd.net/hphotos-ak-prn2/1375908_677377852285951_1599523704_n.jpg[/img][img]https://fbcdn-sphotos-d-a.akamaihd.net/hphotos-ak-prn2/1455076_677377868952616_182717663_n.jpg[/img]
Albúmið í heild má sjá hér en þar er hægt að sjá ferlið frá upphafi til enda
05.11.2013 at 00:25 #437159Þessi síða er mikil framför frá þeirri fyrri, til hamingju með þetta
-Bjarni
05.09.2013 at 13:26 #378851Gaman að sjá hvað þessi umræða er jákvæð, ég var skíthræddur um að ég væri að byrja einhvern fýluþráð.
Ég ætla nú að gera gott betur en að mæta á sýninguna, súkkan mín verður til sýnis hjá litlunefndinni Eina súkkan á 33″ samkvæmt töflunni sem var sett inn á spjallið fyrir stuttu. Ég vildi vera örðuvísi og mæta með lítið ryðgaðan en nokkuð góðan bíl á sýningu
-Bjarni
05.09.2013 at 07:38 #378847Sæll Matthías
Engar áhyggjur, ég kláraði skráninguna fyrir nokkrum mánuðum síðan og er mjög spenntur fyrir vetrinum og sjá hvað súkkan mín getur á sínum 33″ tuðrum með öllum hinum trukkunum.
-Bjarni
05.09.2013 at 00:39 #226488Opið bréf til allra félagsmanna:
Hæhæ,
Í kjölfar umræðunnar um meðalaldur klúbbsins á mánudagsfundinum langar mig að koma minni skoðun á framfæri. Ég hef mikið hugsað útí þetta og langar núna að deila því með ykkur afhverju ég var tregur við að skrá mig.
Eins og gefur auga leið þá er meðalaldur klúbbsins frekar hár og er það eitthvað sem þarf að fara að pæla í. Þegar ég byrjaði í jeppasportinu núna í febrúar var ég mjög spenntur fyrir því að fá að taka þátt í einhverri hópastarfssemi og lágu þar allir vegir hingað. Ég byrjaði á að kynna mér starfsemi klúbbsins og leist mér bara frekar vel á þetta alltsaman, þangað til að ég kom að spjallinu. Þar sem félagsmenn eru nú allflestir á spjallinu og þeir sem eru virkir á netinu eru flestir virkir í ferðum líka svo spjallið ætti að gefa nokkuð góða mynd á því hvernig klúbbastarfið er í raunveruleikanum. Mér til mikillar undrunar tekur við mér mikið röfl og miklu fleiri neikvæðar umræður heldur en jákvæðar, allt svona gerir starfsemina mjög óaðlaðandi fyrir nýja meðlimi eins og mig, á tímabili ætlaði ég að hætta við skráninguma. Eins og kom fram á fundinum er jeppaspjallið komið langt frammúr F4x4 hvað varðar umræður á netinu, þar tekur við manni frekar jákvæður andi og „allir eru vinir“ en hér eru nokkrir aðilar sem finna alltaf eitthvað neikvætt við allt sem sett er hér inn á spjallið.
Svo var annað sem truflaði mig. Flestar ferðir eru miðaðar við 38″+ og mikinn útbúnað, mér finnst vanta nýliðahóp fyrir fólk sem er að byrja, hópur þar sem ungir sem aldnir gætu farið í ferðir með reynsluboltum og fengið kennslu í því hvernig maður hagar sér í ýmsum aðstæðum. Svona ferð þyrfti að miðast við litla dekkjastærð þar sem fæstir byrja á 38″+ bílum.
Svona stórt félag á ekki bara að fylgja hópnum sem byrjaði með félaginu heldur þarf að vera stöðug þróun og stöðugt flæði af nýjum meðlimum. Það sem skiptir öllu máli er líka að nýjum meðlimum langi að koma inn, ekki fælast í burtu vegna neikvæðra umræða og „Aðeins stærri bílar“. Margir sem ég þekki borga aðeins í félagið til að fá afslátt af varahlutum og fleiru en vilja ekki taka þátt í neinu þar sem þeir mæta oftast neikvæðni.
Kveðja. Bjarni
18 ára krakkabjáni með miklar skoðanir á öllu 😉
15.08.2013 at 00:22 #378614Sá boddýið koma þjótandi framhjá mér á Melabrautinni í dag, þetta greinilega gengur vel
-Bjarni
05.07.2013 at 17:47 #766719[quote="AgnarBen":2cg8l49r]Flottur frágangur á þessu hjá þér. Þarf nokkuð aflestun á AC-dælur, er þeim ekki alveg sama þó þeim sé startað undinr þrýstingi. Eru það ekki aðallega rafmagnsdælur sem eru viðkvæmar fyrir því ![/quote:2cg8l49r]
Þakka þér fyrir.
Ég held að þær séu nokkuð safe með að starta undir þrýstingi, það er nú ekki nema 10 bör á A/C kerfum. Spurning samt með það að núna er enginn þrýstingur á inn hliðinni sem gæti haft áhrif.[quote="hobo":2cg8l49r][quote="bjarni95":2cg8l49r]Hvernig hafa menn þá verið að tæma freonið af kerfinu?[/quote:2cg8l49r]
Einfalt, það er sett á risastóran tank sem er með tímastilltum losunarbúnaði. Þegar jörðin verður ónýt af völdum mengunar frá skipum, flugvélum, bílum, vinnuvélum, skriðdrekum, eldflaugum og öðrum mengunarvöldum, þá opnast fyrir tankinn og freonið kemst örugglega út.[/quote:2cg8l49r]
Það er ein lausn haha!
En samt, að eyða tíma sínum í að röfla yfir leiðbeiningum er frekar lélegt. Nú er ég stoltur skáti og vil því vernda náttúruna eins og ég get og fer varlega með hana í öllu sem ég geri. Mesti áhrifavaldurinn á eyðingu ósonlagsins er hársprey og beljur, ætlum við þá líka að hætta að nota hársprey og útrýma beljum?! Auðvitað er ekkert gott fyrir náttúruna og umhverfið að losa freon svona en eins og í mínu tilfelli, með 16 ára gamlan bíl, þá var allt freon farið af kerfinu vegna lélegs rörs, ef einhver ætlar í svona framkvændir býst ég við því að það verði á gömlum bíl með lítið sem ekkert freon á kerfinu.
-Bjarni
05.07.2013 at 09:52 #766713Hvernig hafa menn þá verið að tæma freonið af kerfinu?
05.07.2013 at 09:51 #766711[quote="Ulfr":2h43i30x][quote="erlingur":2h43i30x][quote="bjarni95":2h43i30x] en ef það er ennþá á kerfinu hjá þér skaltu fara varlega í að opna kerfið og gera það í vel loftræstu rými.
-Bjarni[/quote:2h43i30x]
Hvað er að, þú sleppir ekki þessu út í loftir maður, þvílíkt bull. "Í vel loftræstu rými". Í fyrsta lagi þá eyðileggur maður ekki loftkælingu í bíl. Hverskonar ráðu eru við höfð hér. SBS, hvar ert þú núna?
Annars fínar myndir og hvernig skal gera þetta en þú mátt ekki viðhafa svona ráð með freon![/quote:2h43i30x]Verð að vera sammála Erlingi með freon, það má aldrei undir neinum kringustæðum sleppa útí andrúmsloftið.
Fyrir það fyrsta er það eitrað, 11% exposure við freoni getur valdið alvarlegri eitrun.
Í öðru lagi étur það upp ózón lagið, og án ózón lags verður afar lítið líf á jörðinni (ekki það að eitt skipti geri herslumunin, en dropinn holar steininn)
Um þetta má finna helling af lesningu á internetinu.Hitt er svo annað mál að loftkæling á heima á Florida, ekki á Íslandi að mínu mati, og finnst mér ekkert að því að eyðileggja loftkælingu fyrir loftdælu, nema ætlunin sé að fara með bílinn suður á bóginn. ;)[/quote:2h43i30x]
Alltaf gaman þegar fyrsta svar við pósti hjá manni er röfl…
Algjör óþarfi að æsa sig! Kerfið mitt var ónýtt fyrir og allt freonið lekið út um brotið rör svo ég var ekki að skemma neitt, ég sem 17. ára gutti vissi þetta bara ekki um freonið þar sem ég þurfti ekki að aflofta það úr kerfinu hjá mér. Ég sá miklu fleiri plúsa við að breyta þessu heldur en að laga rörið og setja freon á kerfið aftur.
[quote="Ulfr":2h43i30x]Töff. Þetta lúkkar vel hjá þér og flottur "how-to" þráður!
Ein spurning, græjaðir þú einhverja aflestun á pressuna? Þeas að hún fari ekki í gang með fullan þrýsting á "út" hlið?Það er mjög mikilvægt uppá endingu pressunnar að hún fái að fara í gang undir litlum þrýstingi. Á hefðbundnum pressum sér pressostatið sjálft um aflestunina en á svona mixi er náttúrulega engin aflestun.
Hjá mér gerði ég rétt tæplega millimetra svert gat á slönguna rétt út af pressunni minnir mig, það dugar til að fella þrýstingin á milli þess sem hún fer af og á. En ég er reyndar ekki með neina olíuskilju á minni pressu. (Enda er hún með smurpönnu)
Svo getur verið ágætt að setja einhverskonar hitavörn á pressuna.[/quote:2h43i30x]
Svona svör eru hinsvegar skemmtilegri.
Ég er ekki með neinn búnað til að aflesta þrýstingnum, dælan sér um það sjálf, þessvegna er einstreymilokinn þarna. Það er original hitarofi í botninum á pressunni sem spennan á kúplinguna fer í gengum svo að hún slær sjálfri sér út við mikinn hita, kom sér vel þegar ég var að stilla smurglasið.
04.07.2013 at 12:09 #226268Hvernig ég breytti A/C dælunni minni í loftpressu
Ég byrjaði á því að rífa allt gamla A/C dótið úr bílnum (nema pressuna) og var því hent. Freonið var horfið af kerfinu mínu en ef það er ennþá á kerfinu hjá þér skaltu fara varlega í að opna kerfið og gera það í vel loftræstu rými.
Þar næst fór ég í Landvélar og keypti smurglas, vatnsskilju og olíuskilju, einstefnuloka, 0-12bar mæli fyrir panel, slöngu fyrir mælinn og nokkur fittings. Heima átti ég fleiri fittings, flýtitengi og pressostatið. Í byko og Húsasmiðjunni keypti ég standard loftverkfæraolíu (ég myndi samt fá mér loftpressuolíu frekar) og 8mm glæra slöngu.
Þetta var svo allt sett saman svolítið eftir hendinni. Hér fyrir neðan eru svo myndir af öllusaman með texta.
—
Smurglasið sem ég setti loftsíu á og festi svo við vatnskassan.
Hér má svo sjá pressuna sjálfa, inntakið til vinstri og úttakið hægra megin.
Hérna er svo flest hitt, loftið kemur frá pressu í gegnum einstefnuloka, þaðan í pressostatið og inná vatnsskilju, þaðan inná olíuskilju, gegnum þrýstiminnkara og loks út í fittings sem skipta loftinu niður í kútinn, úttakið frammí grilli og svo mæli í mælaborðinu.
Ég læt slá kerfinu út við 9 bar svo ég fékk mér snyrtilegan 0-12 bar mæli í landvélum.
Hraðtengið í grillinu.
Kúturinn undir bílnum.
—
Allt í allt kostaði þetta mig um 35 þús, eitt sem ég á eftir að gera er að færa inntakið ofanaf vatnskassanum framaná hann til að kæla loftið inn aðeins, taka svo lofið útaf dælunni í gegnum koparrörahring framaná vatnskassanum til að kæla loftið útaf pressunni svo að ég nái rakanum og olíunni betur úr loftinu.
-Bjarni
22.06.2013 at 19:53 #766025Hvernig er samt með bíla á sýningunni? Meiga allir meðlimir koma með bíl á sýninguna? Þarna verður Súkkan mín nýsprautuð og fín, vel sýningarvæn.
20.06.2013 at 14:12 #226233Smá vesen… Nú í gærkvöldi tók Sidekickinn minn uppá því að sprengja öryggið fyrir inniljósin og þar með fer útvarpið líka út, sem mér finnst furðulegt. Svo fór hann líka að læsa og aflæsa sér þegar ég loka hurðum en svo ef ég slekk á hurðastillingunni í loftljosinu þá hegðar hann sér eðlilega. Þetta eru vandamál sem lýsa sér svolítið eins og léleg jarðtenging einhversstaðar. Ljósavesenið byrjaði þegar ég fór yfir hraðahindrun en læsingavesenið þegar ég setti hann inní skúr núna í kvöld.
Nú spyr ég, eru einhverjar aðaljarðtengingar sem eru gjarnar á að fara, þá sérstaklega í sidekick 1.8l?
-B
18.06.2013 at 13:03 #766499Ég lenti í því leiðinda veseni í gærkvöldi að slíta hægri afturdemparann hjá mér en þar endar húmorinn ekki, ég var að fara niður kant! Aldrei hef ég heyrt til þess að demparar slitni við það að fara niður kant.
[img:2ijoe5zs]http://i.imgur.com/lpxHUOsl.jpg[/img:2ijoe5zs]
-Bjarni
12.06.2013 at 02:10 #766497Já, þessi hefur reynst mér vel síðan ég eignaðist hann, aldrei bilað eða verið með vesen
11.06.2013 at 15:15 #766493Já það verður gaman að fá að fylgjast með og jafnvel fljóta með í einhverjar ferðir í sumar, kannski maður láti bara sjá sig einhvert fimmtudagskvöldið 😉
-Bjarni
11.06.2013 at 12:05 #226181Hæhæ,
Bjarni Freyr heiti ég og er nýr meðlimur í 4×4
Ég eignaðist minn fyrsta jeppa núna í febrúar, Suzuki Sidekick Sport 1996. Ákaflega skemmtilegur bíll þrátt fyrir smáleikan.Við pabbi höfum aðeins verið að vinna saman í jeppamálum undanfarin ár, áttum tvo Hilux veiðibíla og seinna G-benz sem við tókum og gerðum flottan. Annar bíll sem við eigum er ’45 módel af Willys CJ-2A með Volvo B-18.
Það sem búið er að gera fyrir Sidekickinn:
3″ Boddyhækkun og 2″ fjöðrunarhækkun
33″ dekk á 15″ felgu
A/C dæla í hörku loftdælu ásamt 20l kút
KastararÞað sem á eftir að gera:
Taka bílinn og heilsprauta í sept. Ætla að hafa hann háglans svartan
tilheyrandi ryðbætingar með sprautuninni.Ef einhver þekkir til bílsins má hann endilega segja mér eitthvað um hann
Myndir:
Svona var hann stuttu eftir að ég kaupi hann
Hafði gaman af því að leggja hjá óbreyttri hehe
Kastarafesting
Mjög fínt
Kúturinn kominn undir, hann er ekki lægsti punktur bílsins
Tveir góðir
Loftúttak sem á eftir að útfæra aðeins betur eftir sprautunina
-Bjarni
-
AuthorReplies