Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
05.04.2010 at 23:21 #689426
Ég held að það hafi verið að ganga svokölluð bílaflensa uppá Fimmvörðuhálsinum um Páskana því ég lenti í nákvæmlega sömu vandræðum með Pajero sem er víst ekki unglamb lengur.
Það var komið hleðsluljós og A/T oil ljós í eitt skiptið þegar ég kom í bílinn, en ég lét hann vera alltaf í gangi. Hann virtist hlaða smávegis ef hann var á miklum snúningi og ég hafði mig niður af jöklinum en hafði engan straum afgangs á geyminum til að dæla í dekk og fékk góðviljaðan björgunarsveitarmann til að dæla fyrir mig. Ég varð svo stopp tvisvar á leiðinni heim um nóttina vegna straumleysis, en góðviljaðir ferðalangar björguðu mér og gáfu svolítinn straum inná geyminn svo ég gæti haldið áfram.
Og að lokum keyrði ég ljóslaus og með slökkt á öllu inní bílnum á eftir einum frá Þjórsá og í bæinn var ég kominn um kl. 5 um morguninn.
Kveðja Bjarni
15.03.2008 at 18:11 #617674Ég vil þakka öllu samferða fólki okkar fyrir frábæran dag. Ég er viss um að allir hafi skemmt sér vel og er auðvitað ekki annað hægt í svona góðu veðri, en við pöntuðum það fyrir þessa helgi. Þetta voru góð sýnishorn af ýmsu sem upp kemur í jeppaferðum. Menn urðu að fara í dótakassana til að klára verkefnið og er það nú aldrei leiðinlegt.
kveðja Bjarni og Pálína
R 2712
30.04.2007 at 22:16 #589910Þetta voru slæm tíðindi þegar ég heyrði að Benni ætti ekki kost á að halda áfram sem formaður og kem ég til með að sakna hans úr forsvari, því mjög gott hefur verið að vinna með honum. Óska ég honum og hans félaga velfarnaðar og þakka fyrir gott samstarf.
En það er í þessu eins og öðru að maður kemur í manns stað og ánægjulegt var að sjá að Agnes væri tilbúin að bjóða sig fram til formanns. Styð ég hana fullkomlega í þessu og veit ég að þar kemur manneskja sem þekkir sögu klúbbsins mjög vel og störf stjórnar þar sem hún hefur verið starfandi með þremur stjórnum.
kv. Bjarni
06.11.2006 at 21:11 #566794Ég óska öllum sem komu að undirbúningi fyrir þessa árshátíð til hamingju með frábæran árangur og ekki má gleyma honum Ofsa gamla sem útbjó sérlega góða myndasýningu og þar voru allir sýndir í sínu eðlilega ástandi og rétta umhverfi og engu bætt við eða logið enda maðurinn ekki vanur slíku. ( Ég á reyndar eftir að tala við þann skratta út í horni. ) Ég er enn með magaverki eftir hláturinn sem veislustjórinn var valdur af.
Takk fyrir okkur. Bjarni og Pálína
31.08.2006 at 21:50 #198473Gaman væri ef menn settu inn smá ferðasögur í kringum ófarir og bilanir sumarsins til að sjá hversu bilanagjarnir þessir bílar okkar eru eins hvort menn eru að lenda í miklum óförum að sumri til.
Ég lenti í smá hremmingum þegar ég var að koma ofan úr Lakagígum í sumar að annað afturhjólið með öxli yfirgaf mig með tilheyrandi látum og skemmdum. Það er alltaf spurning þegar skroppið er til fjalla hve mikið af varahlutum á að taka með sér en í þetta sinn var ég sem betur fer með legu og pakkdósir með því það fór allt í hakk. Eins hélt ég að öxulendinn væri ónýtur, en þá voru rillurnar fullar af svarfi innan úr hásingunni sem hann skóf upp þegar hann var að ganga út.
Allt hafðist saman aftur og með bremsur á þremur því borðarnir voru ónýtir og tíndir gormar.
Kveðja BjarniÉg kem þessari fj…. mynd ekki inn
27.04.2006 at 21:05 #551256var það heillin. Ekki er auðvelt að plata þaulvana jeppakarla sem þekkja næstum hverja hundaþúfu. Mér fannst þetta skemmtileg mynd af Baulu svona með huliðskraga.
Kv. Bjarni
26.04.2006 at 23:29 #197860Hvaðan er þessi mynd. Áhugasamir svari. Engin verðlaun.
kv Bjarni
26.02.2006 at 01:00 #544548Við vottum öllum þeim sem eiga um sárt að binda í þessu hörmulega slysi okkar dýpstu samúð.
Bjarni og Pálína
19.02.2006 at 22:44 #543428Þetta er flott framtak hjá Jóni Snæland og full ástæða hjá okkur til að standa þétt saman þegar áföll verða.
Búinn að leggja inn.
Munið að margt smátt gerir eitt stórt.
Kveðja til þín Gísli frá okkur hér
Bjarni Kristinsson
25.12.2005 at 22:51 #536974Ég mæti og vona að sem flestir sjái sér fært að koma því það er virkilega ástæða til að fagna slíku afreki með Gunna
09.05.2005 at 22:26 #522446Ég fór þessa leið seinnipartinn í júlí fyrir tveimur árum og með mér í för var óbreyttur LC 90. Þetta var ekkert mál fyrir hann og fórum við líka flæðurnar, en það var mjög lítið vatn í þeim.
Hann hafði líka farið áður hraunið meðfram flæðunum á sama bíl og engin stórvandamál en mjög seinfarið.kv
Bjarni
04.02.2005 at 18:43 #515818Ég var að tala við Reynir og Gísla skálanefndarmenn rétt áðan og gekk þeim vel þar til þeir komu að Lúther og Óskari en þeir voru á sama stað og seint í gærkvöldi.
Þeir hittu á þá rétt eftir að kemur yfir Sóleyjarhöfða. Núna voru þeir að nálgast Hnífárbotna og gengur mjög hægt því Lúlli og Skari eru alltaf á kafi.
Þegar ég hringdi áðan voru þeir báðir á bólakafi.
Bras og brölt kveðjur
Bjarni skálanefnd
02.02.2005 at 22:00 #515308Sæll Lúther minn
Ég veit að þig langar mikið til að ég komi með á þorrablótið en það verður nú samt ekki að þessu sinni. Ég sé að ég er skráður á listann hjá þér og með vitlausu símanúmeri að auki.
Ég kem bara í björgunarleiðangur, he he
Kveðja
Bjarni
12.11.2004 at 22:55 #508038Var að tala við Gísla áðan og sagði hann að D hópur væri að nálgast sléttuna undir Loðmundi. Snjórinn er það lítill að þeir þurfa að fylgja sumarslóðinni því steinarnir standa töluvert uppúr. Bjuggust þeir við að sjá Setursfara þá og þegar, en þeir voru búnir að gera við flakið hans Lúthers, en eithvað var önnur felga hjá honum að gera honum lífið leitt.
Er D hópurinn víst með varahluti, dekk og eldsneyti til að gera við flesta hluti í bílum C hópsins.En spurningin er "HVAÐ VERÐUR LÚTHER BJARGAÐ OFT Í VETUR"
Legg ég til að opnaður verði veðbanki hér á netinu og veglegar upphæðir lagðar undir.Ferðakveðja
Bjarni
26.10.2004 at 18:11 #507082Ja ekki er ég hissa þótt þig langi til að sjá annálinn því ég kalla gott ef þú mannst hvort þú varst á árshátíðinni. Hver var svo góður að segja þér frá annálnum?
Kveðja Bjarni
14.07.2004 at 00:05 #194540Veit einhver hérna á spjallinu um vél í Isusu Troper ´99 á hagstæðu verði. Hún þarf að vera í góðu standi og ekki útkeyrð.
Kveðja
Bjarni R 2712
11.01.2004 at 18:15 #483828Ég spurði hér á netinu á fimmtudagskvöldi hvort einhverjir ætluðu upp í Setur um helgina. Engin viðbrögð eða skrif urðu í framhaldi af því svo að halda má að enginn hafi farið eða menn hafi læðst þangað í skjóli myrkurs og farið huldu höfði. Einn aðili hafði samband við Skálanefnd á föstudag og lét vita að þeir hefðu verið 6 saman um síðustu helgi og gist í Setrinu og greitt í kassann. Kunnum við honum bestu þakkir fyrir það.
Með ferðakveðju
Bjarni í Skálanefnd
08.01.2004 at 23:22 #193410Sælir félagar. Eru einhverjir sem ætla að fara í Setrið um helgina? Gott væri að menn létu vita af því hér svo hægt sé að sjá hvort skálinn sé fullur eða ekki. Það er miklu eðlilegra að það komi fram hér á vefnum hvort menn séu að gista þar heldur en það sé að fréttast út um allan bæ hverjir hafi verið þar. Og þá er líka spurt, borguðu þessir menn eða ekki, ef enginn mátti vita um ferðir þeirra. En það er örugglega enginn svo nískur í klúbbnum að hann tími ekki að borga þessar 800 kr. fyrir nóttina.
Með ferðakveðju
Bjarni í Skálanefnd.
25.08.2003 at 23:35 #475796Vífill, síminn hjá mér er 695 1522 þegar þú vilt sækja skóna sem urðu eftir í Setrinu.
Kveðja Bjarni
08.07.2003 at 23:43 #474772Já það er rétt hjá þér Jón, það er búið að vinna að því í síðustu vinnuferðum að losa Setrið og búa það til flutnings og er verið að leita að lítið notaðri borholu með heitu vatni í til að staðsetja það ofaná. Mun það leysa margan vandann að sögn þar til sérfróðra manna. Hægt verður að hafa heitt vatn í öllum krönum, heita potta bæði úti og inni og fl.
Vinnukveðja Bjarni
-
AuthorReplies