You are here: Home / Eggert Bjarki Eggertsson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Þökk sé þessari síðu og frábærum 4×4 félaga hér þá er bíllinn fundinn.
Fyrir hönd eiganda bifreiðarinnar viljum við þakka fyrir veitta aðstoð en það liðu einungis fáeinir klukkutímar frá því að tilkynningin kom hér inn þar til bíllinn fannst.
Þetta sýnir hve öflug þessi síða og félagarnir hér eru.
Takk fyrir okkur
Bjarkinn
Bifreiðinni Toyota Hilux JS-497 var stolið af bílastæði í Grafarvogi aðfaranótt 30. ágúst.
Hiluxinn er dökkgrænn, double cab og er bensínbíll.
Talið er að hann hafi verið notaður í vafasömum tilgangi í Hveragerði í nótt en ekki er vitað hvar bifreiðin er niðurkomin núna eða í höndum hverra.
Kæru félagar, um land allt, endilega lítið í kringum ykkur og hjálpið okkur að finna bílinn. Ef þið sjáið bílinn, hafið strax samband við lögreglu.
Set inn mynd af bílnum í albúm og ítreka að sjáist til bílsins, vinsamlegast hafið STRAX samband við lögreglu.
Kærar þakkir.
Bjarkinn og fjölskylda.
.
Frábær samstaða.Vonandi verðið þið feðgar komnir á fjöll sem fyrst aftur á patrol.
Eddi.