Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.09.2004 at 19:20 #505722
Það sem ég hugsaði við að sjá þessa mynd var tvennt. Hvað ætli bílstjórinn hafi sagt eða hrópað þegar hann keyrði í þessa líka risa sprungu/svelg?
Og hvernig í helvítinu fóru þær að ná honum upp? Ekki eins og þú setur bara í bakk.Ætli það sé hægt að nálgast þessa bók af leiðangrinum á bókasafni?
kv
12.04.2004 at 23:13 #475534Utanvegaakstur er vandamál bæði meðal jeppamanna og mótorhjólamanna.
Þetta er hlutur sem það þarf að hamra stanslaust á, held að 4×4 og VÍK ættu að taka höndum saman og sameinast í áróðrinum gegn utanvegaakstri.
4×4 voru með öflugan áróður fyrir nokkrum árum en síðan þá hefur eitthvað minna farið fyrir honum.
VÍK eitt og sér held ég hafi ekki bolmagn né getu til að halda úti öflugum áróðri, þessi tvö félagasamtök gætu jafnvel fengið ferðaþjónustufyrirtæki eða hagsmunaaðila í ferðaþjónustu í lið með sér til að herja á útlendingana líka.
Einnig finnst mér að þetta gæti snert hana, okkar "ástkæru" Siv og hennar ráðuneyti.Utanvegaakstur er orðið mikið vandamál, sérstaklega eftir þessa snjólitlu vetra, aukna mótorhjólaeign almúgans, aukna umferð fávísa útlendinga og þverrandi upplýsingaflæðis um utanvegaakstur.
31.03.2004 at 13:00 #459412Frábært! Maður getur dundað sér lengi í þessu.
Legg til að dagaffi verður gerður að aðstoðarmanni vefstjóra.
30.03.2004 at 22:53 #459386Er eitthvað að gerast með leitarvélina?
Það er komið svo mikið af þráðum hérna að það er útilokað að finna einhvern einn sérstakan með upplýsingunum sem maður þarf.
Mikill þekkingarbrunnur sem er týndur í þráðunum, leitarvél myndi kippa þessu í liðinn.
kv
28.03.2004 at 22:10 #194095Gætu einhverjir frætt mig um Ford Ranger?
Og þá sérstaklega vélina, eru þessar 4.0l 6cyl vélar eyðsluhákar, kraftlausar og bilanagjarnar? Eða er hún allt í lagi?Hvernig er með annað í þessum bílum?
Maður hefur eiginlega aldrei heyrt neitt um þá.
Þakkir
21.03.2004 at 08:48 #492508Það er alrangt hjá þér að Landcruiser séu lélegir bílar, átti einn 60bíl árg 88 og það var einn albesti bíll sem ég hef átt, setti á hann 850.000 þegar ég var að selja hann núna um áramótin og lét ég hann svo frá mér, mér tárin í augunum, á rétt tæp 700.000.
Er sannfærður um að ég hefði getað fengið allt að 850.000 ef ég hefði sýnt þolinmæði.Nokkurra ára gamlir cruiserar eru hinsvegar nokkuð dýrir sem sýnir gæði þessara bíla því afföllin af þeim eru með því minnsta sem gerist, sem gerir Landcruiser að mjög góðum kosti til kaups.
Þykir leitt að þú, mazdarx7, skulir ekki eiga pening fyrir einum því það skín í gegn í þessum þræði að þig langi í einn.
kveðja
21.03.2004 at 08:48 #499773Það er alrangt hjá þér að Landcruiser séu lélegir bílar, átti einn 60bíl árg 88 og það var einn albesti bíll sem ég hef átt, setti á hann 850.000 þegar ég var að selja hann núna um áramótin og lét ég hann svo frá mér, mér tárin í augunum, á rétt tæp 700.000.
Er sannfærður um að ég hefði getað fengið allt að 850.000 ef ég hefði sýnt þolinmæði.Nokkurra ára gamlir cruiserar eru hinsvegar nokkuð dýrir sem sýnir gæði þessara bíla því afföllin af þeim eru með því minnsta sem gerist, sem gerir Landcruiser að mjög góðum kosti til kaups.
Þykir leitt að þú, mazdarx7, skulir ekki eiga pening fyrir einum því það skín í gegn í þessum þræði að þig langi í einn.
kveðja
20.01.2004 at 02:37 #484990Börn eru líka fólk.
Verst bara hvað þau geta verið pirrandi.
17.01.2004 at 00:08 #484624Eru menn vangefnir, farið á idol.is ef þið viljið ræða idol keppnina.
10.01.2004 at 21:44 #483816Talsverður snjór og það var lærisdjúpt púður síðasta mánudag. Skemmtilegt sleðafæri en seinfært fyrir jeppa.
03.01.2004 at 21:50 #483246Að Pajero þoli ekki nema 35" og Subaru sé fínn á 44". Ert þú eitthvað klikkaður?
Hef reyndar séð þennan Legacy á ferð á fjöllum fyrir austan. Hann vekur allavegna athygli manns, og er snyrtilegur að sjá. En í mínum huga er þetta ekkert annað en grín hjá Groddagenginu.
05.12.2003 at 19:10 #482172Svona kommemnt eins og Jon kom með gefa klúbbnum, félagsmönnum hans og öllum jeppamönnum mjög slæmt orðspor, samkvæmt hans svari er öll náttúruvernd væl og vitleysa.
Vona að það séu ekki fleiri svona jeppamenn á landinu.
Ef jeppamann skyldi kalla
05.12.2003 at 10:28 #482148Mér sýndist það sama. Og gat ekki betur séð en barbí krúsinn sé búinn að spóla sig niðrí ófrosna jörð í afturdrifinu.
Einnig er þarna wrangler sem er að athuga fjöðrunarsviðið með því að keyra upp á rofabarð.
Þessir menn virðast vera alveg skynlausir á náttúruvernd.
24.11.2003 at 18:21 #481320Um síðustu helgi var um 30cm snjólag að jafnaði, nokkrir svelgir eru enn opnir en eru að fyllast eða lokast.
Það gæti enn brotnað undan bílum á sprungusvæðinu sunnan við Skriðufell.
Hef samt ekki farið þar um en held að menn ættu að fara þar um með gát.
Kveðja
Birkir
18.05.2003 at 23:36 #473580Einungis snaróður maður myndi skipta á fullkomnlega nothæfu hjóli og vélsleða á þessum síðustu og snjólitlu tímum.
Mér finnst að menn ættu að auglýsa í auglýsingahlutanum á þessari síðu, held að hann sé jafn mikinn lesinn og spjallið.
05.05.2003 at 22:46 #473100Þetta er mjög þörf umræða.
Ég hef talsvert spáð í það hversu mörg slæm hjólför hafa myndast á hálendinu í vetur eftir þennan snjó- og frostlitla vetur.
Menn velja margir melinn eða rofabarðið heldur en krapapyttinn, það hafa örugglega verið mörg svoleiðis dæmi í vetur að auðveldari leið hafi verið keyra eftir grónu landi sem staðið hefur uppúr heldur en krapapyttinum sem nóg hefur verið af í vetur.Ég er nú samt alveg viss um það að sannur Íslendingur keyrir ekki á grónu landi nema að mikla nauðsyn beri til.
En gæti það nú samt verið að í sumar, þegar jörð verður orðinn þurr og fjallvegir færir, að ljót sár verði á víð á dreif.Er ekki áróður gegn utanvegaakstri eitt af markmiðum klúbbsins, ætti ekki vekja upp umræðu um þetta aftur núna þar sem mikið er af nýjum félögum og snjólitlir vetrar virðast vera orðin staðreynd.
17.12.2002 at 17:59 #465526sammála þessu.
"Hvers virði væri landslagið ef það héti ekki eitthvað"...
28.11.2002 at 22:01 #464666Virkar líka svona fínt…
28.11.2002 at 17:53 #191828Sá gervihnattamynd frá Nasa af Íslandi, tekin þann 28 janúar síðastliðinn, eins og sjá má á myndinni er frekar lítill snjór á sunnanverðu landinu en eitthvað hvítt fyrir norðan, svo er sandstormur á Skeiðárársandi Þetta er allavegna skemmtileg mynd og gaman að skoða hana…
Spurningin er? Ætli þetta verði svona líka í ár?Nú veit ég ekkert hvort þetta spjall styður html svo ég prófa bara.
27.11.2002 at 17:27 #464660það var sumarið 2000 sem troðarinn fór niður.
Um síðustu helgi var komið efnilegt snjólag á jökulinn, en í gær og í dag hafa verið hlýjindi og núna áðan, Kjalar megin er jökulinn orðinn svotil sköllóttur upp í um 900mys.
Húsafellsmegin myndi ég ekki treysta jöklinum fyrr enn um meters snólag er komið í um 900mys, og fara þá nær Geitlandsjökli heldur en fjær.Annars getur þetta breyst hratt þessa dagana.
kveðja
-
AuthorReplies