Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.07.2008 at 21:20 #625656
Hmm, mér dettur strax í hug að aftengja loftsíuna frá inntakinu svona rétt á meðan vaðið er, en ég hef svo sem ekki vit á þessu. Kannsi að barkinn af gamla Nilfisknum og gaffer-teip dugi til að búa til snorkel.
09.07.2008 at 20:32 #625652Ef ferðafélagið er að auglýsa hlustun á 42 gætu þeir hugsanlega verið með hana öfuga þarna, fyrir beint loftlínusamband, ekki satt?
09.07.2008 at 17:54 #202645Ég verð á ferðinni um Sprengisand á morgun á óbreyttum Mússó og var að sjá að verið er að vara við vaði við Nýjadal og mönnum ráðlagt að vera í sambandi við skálaverði.
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/07/09/vad_vid_nyjadal_mjog_ooruggt/
Man einhver hvaða VHF-rás það er sem Nýdælingar hlusta á? Og verða einhverjir félagar þarna á ferð á morgun og hægt að hafa samflot við? Kallnúmer mitt er R-4110.
14.02.2008 at 15:38 #608782Kærkomið að fá tækifæri til að kynnast aðeins menningarkima bílastússins. Ég reyni að mæta.
04.01.2008 at 12:45 #608768Árni, ég fann þetta ágæta lesmál um vöð og aðferðir við að krossa ár:
http://www.gopfrettir.net/g_vinir/ferdir/_vod.htm
04.01.2008 at 09:07 #608764Sem nýliði og bleyjubarn fagna ég þessari umræðu. Sjálfur hef ég aldrei verið bíla- eða jeppadellukarl, en hef nýlega uppgötvað dásemdir hálendisins og spennuna við að þræða grófa slóða á 4×4-tóli. Jeppadellan er því að fæðast.
Maður er sorglega illa að sér í öllu sem lítur að viðhaldi og viðgerðum. Ég væri meira en til í að fá leiðsögn í flestu sem viðkemur því að halda jeppadruslunni minni í toppformi.
Í nýjasta Setri er t.d. minnislisti jeppamanna þar sem mælt er með því sem tékka skal á fyrir ferð. Þar stendur t.d:
* Smyrja alla koppa
* Athuga hjöruliði
* Athuga legurÉg hef aldrei smurt koppa, veit varla hvar hjöruliðir eru undir bílnum og þori ekki að fást við hjólabúnaðinn til að tékka á legum. Ég veit að þessi klúbbur er yfirfullur af speísalistum sem væru til að að leiða okkur smábörnin í allan sannleik um þessa hluti fyrir hóflegt verð.
Einnig mætti athuga að skrifa fræðslugreinar um þessi efni í næstu Setur handa okkur sem ekki höfum alist upp liggjandi undir bílum.
Er ekki um að gera að nota veturinn í svona námskeiðahald svo maður sé ekki hálf ósjálfbjarga þegar druslan byrjar að vera með leiðindi uppi á fjöllum í sumar?
15.12.2007 at 00:46 #604902http://www.fuelsaving.info/debunk.htm
Sérstakur kafli um Hiclone og skyldar vörur hér:
http://www.fuelsaving.info/turbulence.htm
10.12.2007 at 21:08 #606228Fyrir mér snýst þetta ekki um það hvort ég nái einhverju hér en ekki þar. Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort eitthvað geti verið athugavert við ísetningu loftnets, hvort standbylgja eða skortur á jörð valdi sendi- eða móttökuskilyrðum sem eru síðri en þau ættu að vera. Hlöðufell er semsagt bara aðferð til að reyna að meta þetta og greina.
Ef í ljós kæmi að almennt væri nóg af röfli á rásum félagsins í Reykjavík, en það færi allt saman framhjá talstöðinni minni, eða að allir næðu Hlöðufelli nema ég, gæti ég dregið af því skynsamlegar ályktanir. En mér sýnist miðað við svörin hér að þetta sé nú allt bara eins og það eigi að vera.
10.12.2007 at 18:31 #606220Takk fyrir þessi svör.
Það er þá væntanlega lítið á Hlöðufelli að græða við að ákvarða hvort eitthvað sé athugavert við búnaðinn. Prófaði Spöngina án árangurs.
En segið mér, er almennt ekki mikið líf á rásum 4×4 og veiðirásinni innan borgarmarkanna? Eru menn almennt að upplifa stöðina sína þegjandi langtímum saman og hugsanlega að pikka upp einhverjar daufar sendingar, þar sem maður heyrir aðeins í öðrum viðmælandanum og skilur varla hvað hann segir fyrir truflunum? Yfirleitt rétt ná þessar sendingar að rjúfa squelsinn, þótt hann sé á lægstu stillingu, og flökta svo út og inn. Á þetta bara að vera svona?
Svei mér þá ef CB-ið í gamla daga var ekki bara miklu betra, jafnt í móttöku sem tóngæðum.
09.12.2007 at 23:01 #201353Komiði sæl!
Ég er nýr félagi í þessum ágætu samtökum og var að enda við að fjárfesta í vhf-stöð og ísetningu. Eitthvað finnst mér móttakan vera undarlega léleg hjá mér, varla að maður nái öðrum signölum en daufum og flöktandi á beinu rásunum hér í Reykjavík.
Ég er búinn að flakka víða um höfuðborgarsvæðið til að reyna að kalla upp nýja endurvarpann á Hlöðufelli en hann svarar mér hvergi. Bláfjöll ansa hins vegar ágætlega en eru auðvitað alveg ofan í nefinu á manni og myndu eflaust gera það þótt loftnetið væri ótengt.
Ég sá einhversstaðar hér á spjallinu að menn væru að kalla Hlöðufell upp af höfuðborgarsvæðinu, jafnvel með handstöðvum og því spyr ég:
Eru aðrir hér í Reykjavík að fá Hlöðufell til að svara þessa dagana, eða er einfaldlega eitthvað athugavert við ísetningu stöðvarinnar? Þetta er hefðbundin 25 watta stöð og 5/8 loftnet aftarlega á toppi bílsins.
-
AuthorReplies