Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.11.2006 at 21:28 #567758
Ef lengdin á aftur skaftinu er ca. 100 cm eða lengra þá ætti skjekkjan vera það lítil við að fara frá miðjum millkassa niður í það sem úrtakið er á LC millikassanum ekki að vera vandamál fyrir bíl með drifið í miðri hásingu.
Erum með vél og kassa úr LC 80 til sölu, sjá mynd og upplýsingar undir Birdie.
Kv. Villi og Halldór
09.03.2006 at 22:31 #546066Sæll!
Hvenær á að fara þessa ferð? Má það vera 44" bíl, get sett hann á 38" ef það er kvöð.
Halldór 892 0080 (faðir Vilhjálms)
01.01.2006 at 23:37 #537456Sælir!
Takk fyrir mig. Tók einhver myndir sem hægt væri að fá inn á myndasafnið. Væri gaman að fá að sjá þær séu þær til.
Með kveðju frá DK.Villi
30.12.2005 at 00:08 #537446Sælir.
Ég er spenntur fyrir því að kíkja með ykkur, eitt sem mig langar að vita og það er hvenær er áætluð heimkoma um kvöldið?
Kv. Vilhjálmur Ingi
23.09.2005 at 21:33 #527748Takk fyrir það, þetta tókst loksins. Aðallega er þetta pabba að þakka, ég hef ekkert gert í bílnum síðustu 2 mánuðina, fluttist út til Danmerkur en fæ þó að njóta bílsins um jólin þegar ég kem heim, á meðan verður sá gamli að leika sér. Verður gaman að sjá hvernig allt heila klappið virkar.
Kv. Vilhjálmur Halldórsson
15.07.2005 at 13:09 #524942Sæll Sveinn
Ég fór núna um síðustu helgi upp á heiði, fór upp úr Húsafelli. Vegurinn upp að Álftakrók er bara lélegur en þó fær. Við fórum á Hilux á 31" fórum á nokkrum stöðum upp undir en ekkert sem eyðilagði. Ég hef ekki farið yfir Leggjabrjót síðan í fyrra sumar og hann stendur alveg undir nafni. Þar eru beittir steinar sem geta skorið og hann er frekar illfær en þó hægt að komast yfir hann. Og þá ertu kominn að Arnarvatni stóra og þaðan hef ég alltaf farið niður í Miðfjörð þannig að ég veit lítið veginn sem eftir er en vegurinn niður í Miðfjörð er mjög góður.
Frá Húsafelli og upp að Álftakrók(skáli) er það 1 1/2 tími það er fallegt þarna upp frá og ekki leiðinlegt að taka stöngina með.
Kv. Villi
09.06.2005 at 23:35 #523882Hásingarnar eru Dana 60 reverse úr ford ´79.
Svona er þetta þegar maður þorir að vera öðruvísi þá eru alltaf einhverjir sem fíla það ekki alveg. Ég og pabbi tókum þá ákvörðun að sprauta hann öðruvísi og þetta er útkoman. Sjáumst á vegum landsins í sumar.
Kv. Villi
09.06.2005 at 20:18 #523872Jæja þá er hann loksins búinn úr sprautun og þetta er útkoman. Vetrarfelulitur var valinn.
Ég er ótrúlega sáttur við útkomuna bara flott. Mjög ánægður með störf sprautarans. Núna er það sem eftir er að setja hann saman að innan, nýjar græjur og klára að smíða vegna úrhleypibúnaðarins.
Kv.Villi R3522
07.06.2005 at 00:27 #523866Ástæðan fyrir því að ég hef ekki sett neinar nýjar myndir eru þær að ég hef alltaf fengið einhverjar villumendingar þegar ég hef reynt það.
Annars er allt gott að frétta af bílnum, búið er að sprauta hann allann og er verið að setja hann saman núna. Á eftir að fara með hann í hjólastillingu og það verður farið í það í vikunni. Þannig að eftir helgi nk. verður hann vonandi tilbúinn. Ég veit að liturinn á bílnum á eftir að koma óvart en ég REYNI að setja myndir af honum þegar hann er tilbúinn.
Kv. Villi
14.02.2005 at 12:49 #509670Sælir félagar
Var að setja inn myndir. Hef ekki getað sett inn myndir núna lengi, var sjálfur stattur í Túnis (handbolti) og pabbi gamli fór á skíði í Austurríki. Lítið hefur verið unnið í bílnum núna nýlega en samt eitthvað. Allt loft og sem við kemur því er komið í bílinn og erum við byrjaðir á rafmagninu núna.
Mun vera duglegur að setja inn myndir við tækifæri.Kv. Vilhjálmur Halldórsson "Birdie"
p.s. Þakka Bílabúð Benna fyrir flotta sýningu um þar síðustu helgi.
11.01.2005 at 20:22 #509660Getur einhver hjálpað mér með þessar myndir. Ég fyllti plássið um daginn síðan var svæðið stækkað og ég setti nýjar myndir inn. Þær komu þá sem annað og alveg sjálfstætt myndasafn. Ef maður fer í myndaalbúm á aðalsíðunni þá er ég kominn með þrjú söfn undir sama nafni "Birdie". Er einhver sem getur aðstoðað mig með því að setja öll söfnin bara undir eitt nafn, setja nýju myndirnar með þeim gömlu.
Í sambandi við snorkelið þá kostaði það hingað komið um 28.000-30.000 (tekið með öðru dóti).
Kv. Vilhjálmur Halldórsson "Birdie"
09.01.2005 at 21:46 #509652Var að setja nýjar myndar. Búið að vera smá vesen að bæta við myndum vegna plássleysis. Vonandi að menn hafi gaman að þessu!!
Kv. Villi "Birdie"
07.12.2004 at 00:24 #509608Það er gaman að fólk sé að fylgjast með okkur í þessum breytingum. Vonandi á þetta nú allt eftir að virka sem skildi. Þó að mikið sé búið er mikil vinna eftir. Örugglega mikill hausverkur sem fylgir því
Ég reyni síðan að vera duglegur að setja inn myndir af þessu öllu saman. Góðgætið sem ég nefni í myndaalbúminu á kannski eftir vekja smá athygli en það kemur í ljós. Við stefnum á að klára allt í kringum áramótin. Þá verður farinn prufutúr. Í sambandi við reikninginn þá segji ég bara: allt þetta er þess virði og maður lifir bara einu sinni því ekki gera svona vitleysu og gera hana þá bara almennilega.
Vilhjálmur Ingi Halldórsson "Birdie".
25.11.2004 at 11:39 #194935Sælir félagar
Ég var að velta því fyrir mér hvort það ætti enginn myndir af Hummernum sem er fyrir norðan eða austan (veit það ekki sjálfur á hvorum staðnum hann er) sem er í hvíta felulitnum á litinn (camouflage). Endilega hjálpið mér að finna einhverjar myndir af honum, því ég þarf að sprauta dálítið í þessum lit.
Kv. Birdie
10.11.2004 at 22:15 #508250Ég kemst bara ekki inn á síðuna.
01.11.2004 at 19:31 #507330Þakka svarið. Fór og mældi Pólar LC 80 hjá Toyota og stendur hann í ca 320 mm á framan með 50-60 mm klossa. Þannig að það munar ca 60-70 mm. Á aftan er hann í 350 mm án klossa. Ég fer milliveginn.
Takk
Halldor R-59
29.10.2004 at 19:37 #194750Mig vantar upplýsingar um hæðina, bæði á framan og aftan á nýju Artic gormunum í bíl sem hefur verið ekið í ca 6 -12 mánuði. Væri mjög þakklátur ef einhver hefði þessar tölur handa mér.
Takk Villi og Halldór
28.10.2004 at 19:47 #507296Ég var að taka úr bíl loftdælu sem er um 65 Amp. Kostar ný um 27.000 Fæst á 15.000. Er ekki með l/mín en var snöggur með 4 stk 44".
Halldór 892 0080 eða Villi 862 0080
19.10.2004 at 21:09 #194691Sælir
Ég er að velta því fyrir mér að fá mér svona leitarljós á toppinn. Getur einhver gefið mér gróft verð á svona ljós eða á maður sleppa þessu því notagildið í þessu er ekki mikið? Endilega svarið þið til að miðla reynslu ykkar.
13.04.2004 at 14:30 #194191Sælir félagar.
Ég er að selja Golfinn minn sem er árg. 2000 1,6l ekinn 54500 km. Er með spoiler, spoilerkítt, kraftpúst, dökkar filmur og margt fleirra. Verðhugmynd er um 1300. þús. Staðgreiðsluafsláttur.
Ástæðan fyrir því að ég bið félagsmenn 4×4 um aðstoð er sú að ég ætla að nota peninginn í enn meiri breytingar á jeppanum mínum (Toyota LC 80 er á 44″).
Hægt er að ná í mig í síma 8620080 eða 5658092 (Villi)
brosid@nh.is
-
AuthorReplies