Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.07.2003 at 14:22 #192700
Ég rakst á þetta á veraldarvefnum 46″BajaClaw frá Mickey Thomson.
Þetta er kanski eitthvað fyrir stóru krúserana.
Hvernig líst mönnum á?
http://www.off-road.com/jeep/news/2003_07/bajaclaw.html
Kv.
Helgi Ö-1299
02.07.2003 at 15:33 #474612Ég var þarna innfrá um síðustu helgi og þá var ekki mikið í ánnum. Það var slatti af óbreittum bílum og súkkum í mörkinni þá.
Kv.
Helgi
26.06.2003 at 09:15 #474488Hvað er það sem þig vantar. Ég á eitthvað smá slátur úr toyota d/c ’89
Kv Helgi
14.05.2003 at 16:08 #473356Þú víxlar rörunum. Þ.e. þú tekur hægra rörið og setur vinstramegin og öfugt. þá þarf ekkert að vera að velta kúlunni á hvolf með tilheyrandi vandamálum. Slípa suðuna þar sem rörið stingst inní drifkúluna og dregur rörið út úr kúlunni, bara passa að skera ekki rörið í sundur.
Kv.
Helgi
29.04.2003 at 16:02 #472980Linkurinn klikkaði svo þið verðið bara að gera coppy og paste.
Kveðja Helgi Ö-1299
29.04.2003 at 16:00 #472978Ég skrapp á páskadag og það var bara tóm hamingja. Hér eru nokkrar myndir sem ég tók þann daginn.[url:]http://frontpage.simnet.is/valdimarvb/fjolskyduferdir.htm[url:/]
Góða skemtun
05.02.2003 at 14:15 #467908Sælir.
Til þess að eiða auglýsingu er byrjað á því að skrá sig inn.
Síðan smellir þú á notendanafnið þitt, og færð þá upp myndina þar sem þú getur breitt notenda upplýsingum. Þar getur þú séð hvaða auglýsingar eru virkar frá þér. Þá á að smella á þá auglýsingu sem þú villt eyða, og velur BREYTA, þarnæst flettir þú neðst á síðuna og velur að GERA AUGLÝSINGUNA ÓVIRKA.
Þetta er nú allt og sumt.Kveðja
Helgi Ö-1299
05.02.2003 at 11:15 #192122Hér er spurning til vefstjóra.
Er ekki hægta að setja upp myndasíðu sem er fyrir þá sem eru að selja eitthvað?
Hún gæti verið þannig útfærð að þegar viðkomandi er búinn að selja, nú eða hætta við þá gæti sá hin sami farið inn aftur og eitt myndinni út.
Það er alveg óþolandi að fara inná núverandi myndasíðu og sjá bara auglýsingar í stað fallegrar pjattdollu festu.Kveðja
Helgi Ö-1299
27.01.2003 at 14:05 #466972Takk kærlega. Þetta er komið og virkar flott.
Kv. Helgi Ö-1299
25.01.2003 at 16:55 #192050Hvernig stilli ég saman garmin gps III og nav trek 97.
Ég væri ævinlega þakklátur ef ég fengi þessar upplýsingar.Kveðja
Helgi Ö1299
08.01.2003 at 12:03 #466162Meira að segja dekkin undir þessu minna óþægilega mikið á múrvegg.
01.11.2002 at 19:44 #463974Það sem er að er líklega það að 1 eða fleiri kerti eru ónýt.
Þú getur prófað kertin með því að aftengja öll kertin þ.e taka + skinnunna / tengið af kertunum. Fáðu þér svo vír og settu á + á rafgeiminum. Láttu síðan hinn endann koma við endann á kertinu þar sem skinnan / tengið var, og ef það kemur neysti þá er kertið í lagi.Dísel kveðja
Helgi Ö-1299
08.05.2002 at 08:58 #460936Sælir félagar.
Í víkurfréttum á netinu undir fréttir ( http://www.vf.is/ ) eru myndir frá lögreglunni í keflavík af kanabílunum á svartakafi í drullu, og ég vildi óska að þetta væri eina tilfellið sem að þetta ætti sér stað. En því er víst ekki að heilsa, því að kanarnir fara þangað ansi oft til að spóla í drullu og ber svæðið þess glöggt merki. Og vafalaust fara líka margir íslendingar þangað í sömu erindagjörðum. Hver man ekki eftir fárinu með fjórhjólin á sínum tíma, og ég man ekki betur en að þá hafi komið myndir í sjónvarpinu af landskemdum eftir þau og það vill svo til að það var einmitt á svipuðum slóðum. Svæðið er illa farið þarna víða eftir jeppa og mótorhjóla umferð. Ég er sammála því að það ætti að sekta menn fyrir svona vísvitandi skemdir, og þá gildir einu hvort að það séu útlendingar eða íslendingar sem eru sökudólgarnir, því að þessir menn fara líklega ekki þangað til að laga gróðurskemdirnar eftir sig.
Reyndar sá ég síðastliðið haust ljót för eftir torfæruhjól skáhalt upp Hekluhlíðar og í nágrenni við Heklu og það var ekki eftir neinum slóðum, það var ljót sjón að sjá þessa djúpu skurði sem hjólin höfðu skilið eftir sig.
Tökum okkur á öll sem eitt og reynum að fá náungan, Íslenskan eða Útlendan, til að ganga betur um okkar viðkvæma land.Gleðilegt ferðasumar.
Helgi V. V Biering Ö-1299
26.04.2002 at 12:38 #458790Sá nýi yrði vafalaust djöfull flottur á 38".
En annars vitið þið hvort að það sé hægt að fá lægri hlutföll í ’91 módelið af pajero dísel.
kveðja Biering
21.03.2002 at 20:23 #459770Soffía, hversvegna skrifar þú ekki ferðasögu af Grímsfjalli? Ég frétti að þú hafir verið í þeirri ferð.
Kveðja Biering.
10.12.2001 at 12:07 #458074Ég átti stutta súkku sem var á 36"dekkjum og með dana 44 undir afturendanum og Dana 27 að framan. Ég setti gorma undir þetta og ég notaði framstífur undan eldgömlum bronco, og aftur gorma undan Lödu Sport (eina sem er nothæft úr þeim bílum) að eftan. Hann var á fjöðrum að framan. Þetta kom mjög vel út undir honum. En annars eru góðar stífur undir range rover sem er hægt að notaí svona lagað.
Kveðja
Biering
10.12.2001 at 09:01 #457918Það er ekki spurning að það þarf að taka upp heddið og láta þrístiprófa það til að finna út hvort að það sé farið að leka. Einkennin eru lýsing á sprungnu heddi, EN það er möguleiki að heddpakninginn sé ónít. Annars er frekar algengt að heddin fari í ca. 2-300þús. km.
P.S.
Þú getur látið plana og þrýstiprófa heddið hjá t.d. Vélalandi.Kveðja
Biering.
07.12.2001 at 08:51 #457904Það er ventill sem að hleypir lofti framhjá túrbínunni. Þessi ventill er vagúmstírður og hann hefur viljað festast opinn þannig að vélarnar verða frekar þreyttar (sérstaklega á lágum snúning). Síðan það sem að þarf að gera fyrir allar díselvélar fyrir rest er að láta yfirfara spíssanna (hreinsa og stilla) til að fá betri úða. Þetta slitnar með tímanum.
Pajero kveðja
Biering
04.12.2001 at 15:32 #457794Ég hef átt bæði Lödu og Súkku og það er ekki spurning að súkkan var betri. Ladan var á 33" og fór ekki neitt en súkkan var á 30" og fór meyra í snjó heldur en Ladan.
Þannig að ef þú ert að spá í öðrum hvorum þessara þá mæli ég með Súkkunni frekar en Lödunni. Svo er súkkan líka léttari. Annars er öruglega hægt að fá betri bíl en þessa fyrir þennan pening.Kveðja Biering
-
AuthorReplies