Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.05.2004 at 15:33 #194340
Nú leikur mér forvitni á að vita hvort einhverjir sem hafa sett diskabremsur að aftan á D/C vilji miðla af sínum þekkingarbrunni, og hvort einhverjir eigi jafnvel myndir eða jafnvel skapalón af brakketinu fyrir bremsudælu ættaða úr t.d. subaru.
Kveðja.
Helgi Ö-1299
29.04.2004 at 19:00 #500679Ég stamaði á músinni 😀
29.04.2004 at 18:59 #500675Þetta svæði hefur nú samt undanfarin ár verið vinsælt hjá t.d. kananum og þónokkrum íslendingum til að fara í drullumallaakstur. Kanski ekki akkúrat þarna en samasem handan við hornið.
Hver man ekki eftir könunum sem settu jeppana sína á svartakaf fyrir svosem einu eða tveim árum síðan og mikið var talað og skrifað um það.Bara minna á að við eigum okkar svörtu sauði líka, þótt svo að það hafi verið drullumallarar í þetta skiptið.
Kv.
Helgi
29.04.2004 at 18:58 #500671Þetta svæði hefur nú samt undanfarin ár verið vinsælt hjá t.d. kananum og þónokkrum íslendingum til að fara í drullumallaakstur. Kanski ekki akkúrat þarna en samasem handan við hornið.
Hcer man ekki eftir könunum sem settu jeppana sína á svartakaf fyrir svosem einu eða tveim árum síðan og mikið var talað og skrifað um það.Bara minna á að við eigum okkar svörtu sauði líka, þótt svo að það hafi verið drullumallarar í þetta skiptið.
Kv.
Helgi
15.04.2004 at 17:15 #498285Ég hef nú ekki tölu á því hve oft ég er búinn að koma í blessaða Mörkina, oft á ári síðustu hátt í 40 árin síðan maður leit þennan heim fyrst.
Ég er alfarið á móti þeim náttúrhamförum (lesist manntúrhamförum) sem um er rætt. Eins því sem er byrjað á á leiðinni, s.s. Varnargarður við Stakkinn og ræsi þar við, Uppbyggingin sem komin er við stórumörk. Meira að segja börnin eru á móti þessu öllu og þau eru hundfúl yfir því sem er komið og halda því fram fullum fetum að þetta sé hriðjuverk sem eigi ekki að fá að vera og þau vildu helst moka þessu öllu í burt sem komið er. Það eru nú einu sinni blessuð börnin sem eiga að erfa landið að okkur gengnum og því ættum við að skemma þetta sem eftir er?
Stór hluti af Þórsmerkur rómansinum er að þurfa að hafa fyrir því að komast þarna innúr, Rólegheita skakstur á hlikkjóttum, holóttum og rykugum vegum, vatna sull, stoppa og mýkja í dekkjum, spjalla við ferðafélagana og svo ekki sé nú talað um að þurfa að leita af vaði yfir blessuð jökulföllin, sem er orðið frekar sjaldgæft í seinni tíð, eftir að það var farið að hefla öll vöð á leiðinni innúr.
Það hljóta flestir að þekkja einhvern sem á jeppa og væri til í að fara með í mörkina og selflytja félagana sem eru á fólksbílum, og ef ekki þá eru nokkuð tíðar rútuferðir á sumrin í mörkina og sumar fara meira að segja all leið úr Reykjavík.
Því segi ég látum staðar numið með það sem komið er, og engan uppbyggðan veg í Þórsmörk.(Né á aðrar náttúruperlur á landinu)Þórsmerkur kveðja
Helgi Ö-1299
12.02.2004 at 22:46 #488490Ef þú ert með lokurnar á og EKKI í spóli þá á ekki að þurfa að stoppa en af þú ert með sjálfvirkar lokur eða lokur ekki á þá þarftu þess. (Hef reyndar ekki reynt að stökkva út á ferð og setja lokurnar á 😉 )
Kv. Helgi
12.02.2004 at 22:46 #493980Ef þú ert með lokurnar á og EKKI í spóli þá á ekki að þurfa að stoppa en af þú ert með sjálfvirkar lokur eða lokur ekki á þá þarftu þess. (Hef reyndar ekki reynt að stökkva út á ferð og setja lokurnar á 😉 )
Kv. Helgi
03.02.2004 at 07:54 #487292Ég hef heyrt að menn noti fóðringar úr Land krúser í þessar þverstýfur.
Kv. Biering
23.01.2004 at 15:51 #485662Það er í raun aðins tvent sem gæti verið í stöðunni,
annað er að það gæti verið að spilmótorinn sé að fá jörð í gegnum tromluna vegna þess að það sé skemdur rafmagsvír að spilinu (mínusinn)
Hinsvegar sem ég er hræddur um er að það sé spilmótorinn sjálfur gætu verið farnar legur/fóðringar sem hugsanlega gætu valdið því að ankerið í mótornum rekist einhverstaðar í og þetta sé bara hrein og klár útleiðsla og krafturinn fái útrás í tromlunni (+ og – ná saman). Það þarf ekki að vera að mótorinn sé ónýtur fyrir það.Kv.
Helgi Ö-1299
19.01.2004 at 07:56 #484804Sæll Pave.
Líklegasta skýringin er sú að sjálfvirku driflokurnar séu að hrekkja þig. Þær vilja stundum svíkja og koma svo inn með látum.
Ég mæli með að þú fáir þér handvirkar lokur á bílinn og þá er mjög líklegt að þetta vandamál sé úr sögunni.
Kv. Helgi
30.12.2003 at 17:34 #483032Ef þú ætlar að setja 33 tommu dekk undir þarft þú engu að breita nema kanski að breikka brettakantana.
Kveðja
Helgi
05.11.2003 at 13:22 #479708Þessi er næstum eins ljótur og Fiat multiba eða hvað hann nú heitir eða þá renult megane.
Bætum honum (frambyggða willysinum)í jeppaflóruna og þá verður gamall riðgaður hilux flottur.
Jeppakveðja
Helgi
03.11.2003 at 12:03 #193106Sælir félagar.
Vitið þið hvort það sé hægt að nota gamla apple fartölfu til að tengja við GPS?
og ef svo er hvaða forrit hafa menn verið að nota? Eitthvað svipað navtrack?Kveðja
Helgi Ö-1299
20.10.2003 at 12:33 #478286[url=http://www.jeppi.is:31pgp1kj]hér[/url:31pgp1kj]
Undir félagatal á Ö-1299 er mynd af bílnum mínum sem ég er búinn að vera að breita í sumar.
Fjór(Fimm)liða fjöðrunað aftan með 50mm efnisrör í neðri stífurnar og 40 mm efnisrör í efri og þverstífum. Fóðringarnar sem ég notaði eru bens fjaðrafóðringar og hólkar fyrir þær. Þetta fæst hjá E.T. (E T ehf verslun Klettagörðum 11 104 Reykjavík S: 5682130)
Í þverstífuna notaði ég þverstífufóðringar úr 80 krúser.
Í eyrun notaði ég 4mm skipastál (rauðar plötur) Það efni er stífara heldur en venjulegt 4mm ógrunnað stál.
Gormarnir sem ég notaði eru Range Rover gormar sem ég fékk í BSA í Kópavogi. Dempararnir eru Stillanlegir Koni úr Bílanaust. Líklega hefði verið skinsamlegra að nota loftpúða að aftan því að þegar ég er búinn að hlaða bílinn er hann orðin heldur rasssíður og nær að slá saman á kröppustu hraðahindrununum. En það sem réði því að ég notaði gorma var verðmunurinn á (um 14.000 kr parið )gormum vs (um 15.000 kr stykkið) Loftpúðum.
Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við mig á e-mail. valdimarvb@simnet.isKveðja
Helgi Ö-1299P.S.
Ég er að vinna í því að koma teikningunum af þessu á netið.
13.10.2003 at 09:31 #477848Sæl/Sæll broncoll.
Einfaldast er að mæta á fund í þínu héraði og skrá þig, en einnig er hægt að skrá sig á netinu og þá smellir þú á bláa ferhyrninginn sem blikkar texta og spurningarmerki.Kveðja
Helgi Ö-1299
09.10.2003 at 08:19 #477634Þetta er breyting á fjöðrunarbúnaði bifreiðar og þar af leiðandi þarf breytingarskoðun
Helgi.
28.09.2003 at 21:47 #476872Sælir félagar.
Ég þakka fyrir góðar upplýsingar.
Létt verk og löðurmannlegt að tengja Hárblásarann. Sjáumst sprækir sem lækir í snjónum á fjöllum í vetur.Kveðja
Helgi.
26.09.2003 at 09:32 #476860ER enginn hér sem getur svarað þessu fyrir mig. Eða þarf ég að finna útúr þessu by the hard way???
Kveðja
Helgi
25.09.2003 at 08:48 #192903Sælir félagar.
Nú er ég að fara að setja turbo merki á bílinn.
Hvernig hafa menn verið að tengja smurninguna inná túrbínuna? Inná hvaða stút hafa menn verið að tengja smurninginn að túrbínu og hvert hafa menn tengt affallið frá henni aftur?
Ef einhver á myndir af slíkum tengingum þá væri fróðlegt að sjá þær. Það er hægt að senda mér netpóst á valdimarvb@simnet.is ef einhver lumar á myndum af slíkum tengingum.Turbo kveðja
Helgi Ö-1299
18.07.2003 at 01:43 #474918Sæll Óskar.
Við skulum athuga ódýrasta hlutann fyrst.
Ég mundi fyrst athuga vatnslásinn. Taka vatnslásinn úr og stinga honum ofaní pott með sjóðandi vatni og ath hvort hann opni sig. Ef þú ert ekki viss að hann opnist þá getur þú prófað að keira með engan vatnslás og séð hvað gerist, Hvort hann haldi áfram að hitna eða ekki.
Ef hann heldur áfram að hitna getur verið að vatnsdælan sé að svíkja.(Ég hef séð vatnsdæluhjól sem var alveg sundur tært).
Ef það vantar ekkert vatn á vatskassann er frekar ólíklegt að það sé heddið sem er að hrekkja.
Er bíllinn með reimdrifa viftu eða er hann með rafmagsviftu? Ef viftan er rafmagns er möguleiki að hún fari ekki í gang. Þú getur prófað að tengja saman pólanna á hitaskinjaranum og sjá hvort viftan fari af stað. Hitapungurinn fyrir rafmagnsvifturnar eru ýmist neðst í vatnskassanum eða uppi í heddi.
Svo er að passa að skipta reglulega um frostlög, því að þegar frostlögurinn er orðinn 2-3 ára gamall fer hann að hætta að veita tæringarvörn og fer að vinna þveröfugt, mynda síru sem smjattar á öllu áli í vélinni hjá þér.(Þekki það af eigin skinni. Tvö ónýt hedd á V6 pajero)Vonandi gagnast þetta þér eitthvað. Vonlaust að keyra miðstöðina alltaf á fullum hitta núna í sumarhitanum.(Hitinn fór í 29°C á Úlfljótsvatni í gær 17-7’03)
Kv.
Helgi Ö-1299
-
AuthorReplies