Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
02.07.2010 at 13:48 #697208
hm… ég er orðinn forvitinn. Enginn fróðari um þetta?
Yst á Snæfellsnesi?
//BP
27.05.2010 at 12:59 #212922Umhverfisráðherra er að kynna átak gegn utanvegaakstri í dag. Sjá vísi í dag : http://visir.is/adgerdir-gegn-akstri-utan-vega-/article/2010130036025
Þetta er þjóðþrifamál en hætt við, þegar kemur að slóðalokunum – og hugsanlega öðru – að við séum ekki sammála framkvæmdinni. Erum við með aðkomu að þessu átaki eða undirbúningi þess?
//BP
19.05.2010 at 18:18 #212792Hvað eigum við að gera við svona fólk?
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/05/19/toku_myndir_af_utanvegaakstri/
//BP
10.05.2010 at 16:15 #693254Lögberg?
23.04.2010 at 21:42 #212318Ég er að fara með erlenda ferðamenn að Langjökli í morgun, .augardag, aðeins að sýna þeim jökul. Er hægt að keyra að Skálpanesi ? Jaka? þá er ég að hugsa um veginn, hvort það sé mikil bleyta í honum. Er á fullbreyttum jeppa.
kveðja,
Bergur Pálsson
22.03.2010 at 13:42 #687792Skv. fréttum er Emstruleiðin lokuð, við Fljótsdal. Við veginn upp í Tindfjöll. Veit einhver hvort þetta sé alveg lokað, öllum bíltegundum?
//BP
22.03.2010 at 13:01 #687786Spurning hvort einhver eigi nýlegt trakk frá Sólheimajökli, í átt að gosstöðvunum?
Það er ekkert byrjað að skjálfa í Mýrdalsjökli……enn.
//BP
17.02.2010 at 09:37 #683386Við félagarnir höfum bara notað yr.no spána þegar hún er betri en hjá veðurstofunni.
//BP
13.02.2010 at 00:44 #682504Hvað er þetta? Hyundai ? Í sömu brekkunni og Cayenne komst svona flott upp?
13.02.2010 at 00:31 #682974Sjálfskiptir eru náttúrulega auðveldari, fyrir byrjendur.
😛
04.02.2010 at 11:19 #681528Það eru ekki mörg löndin þar sem menn fara framúr hægramegin. Eins og fólk geri sér ekki alltaf grein fyrir til hvers vinstri akreinin er.
//BP
01.02.2010 at 17:05 #679020Hef fengið fína þjónustu á Yaesu, Vertex og handstöð hjá N1, einnig varðandi ábyrgð. Stilltu reyndar scanið ekki rétt einusinni en það var lítið mál að laga það.
//BP
01.02.2010 at 14:55 #680304Við fjölskyldan vottum aðstandendum innilegar samúðar og óskum stráknum góðs bata. Við vorum á austurhluta jökulsins þegar þetta fréttist og það fór hræðilega um okkur að þetta væri að gerast.
kv.
Bergur Pálsson og fjölskylda.
26.01.2010 at 16:10 #679454Ég þurfti að velja. Valdi Maglok (Bedlock) og suðu og lím að innan.
//BP
24.01.2010 at 09:33 #679060Þessi tafla miðast við fullbúinn bíl, með eldsneyti:
[url:2enyfmrq]http://utivist.is/utivist/ferdaaaetlun/vidmidunartafla/[/url:2enyfmrq]
//BP
12.01.2010 at 14:20 #676318Þetta er hérna hjá okkur, í myndaalbúminu.
Þú setur bara Tag "mikið breyttur" á myndaalbúm, með myndum af flottum breyttum sjálfrennireiðum.Verkfærin eru þarna, fyrir félagsmenn.
//BP
24.12.2009 at 10:08 #672640Við getum ekki bara keyrt út fyrir veg, þó hann sé slæmur. Það endar bara með náttúruspjöllum, ef tíðin er þannig.
Ef vegur er lokaður – eða að hann liggur undir skemmdum ef hann er ekinn – þá á bara að drífa sig annað. Nóg af skemmtilegum leiðum.
//BP
14.12.2009 at 16:18 #671352Ég hef heyrt um slæmt slys þar sem bílar voru í á, með spotta á milli sín. Fyrri bíllinn átti að draga seinni bílinn yfir ef sá síðari yrði í vandræðum. Þetta endaði með að sá síðari flaut upp, niður á og var dreginn upp með látum yfir stokka og steina.
Einhverntíma varð slys í Markarfljóti þar sem bílar voru bundnir saman.
Ég held að ef mikið er í á, og hún straumhörð – hættulegar aðstæður – þá sé það sé ákaflega varasamt að hafa spotta á milli. Hið minnsta ef líkur eru á að áin taki annan hvorn bílinn.
Annað er að ég hef oft tekið litla bíla yfir ár litlar ár, með þá í togi, [b:1ejquj1i]þegar aðstæður eru ekki hættulegar[/b:1ejquj1i]. Það er varlegara heldur en að hætta á að minni bíllinn taki inn á sig vatn eða gefist upp í miðri á. Þá hefur maður þann aftari í hlutlausum, svissað á (enginn stýrislás) og slökkt á vélinni. Þetta er ekki hægt ef líkur eru á að bílinn byrji að reka.
//BP
08.12.2009 at 12:47 #670482Tek undir þetta, hvar er þetta keypt. Ég vil leigja þetta – ef einhver vill leigja.
//BP
04.12.2009 at 09:35 #670010Ágætur púnktur. Ef leitin, ofarlega á þessari síðu :
[url:sia6009x]http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228[/url:sia6009x]
er notuð þá er oft hægt að finna eldri þræði/umræðu um sama efni.Ef menn gefa sér augnablik til að finna eldri umræðu (flestallt á milli stuðara og púströrs hefur verið rætt á vefnum) þá liggur beint við að smella inn spurningu/umræðu þar. Sjá td. Pajeró tækniþráður.
//BP
-
AuthorReplies