Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.12.2012 at 12:35 #760911
Var uppi í Bláfjöllum um helgina. Aftur búið að spóla upp brekkurnar við Eldborgargil og um svæðið þar norðuraf. Það í hörðu færi þegar hægt er að keyra allstaðar – annarstaðar, á snjó. Frekar hvimleitt og vanhugsað hjá viðkomandi. Sameinumst um að láta Bláfjöllin í friði. Nóg af öðrum svæðum til að keyra, td. litlu lengra inn á Lyngdalsheiði og mikið flottari leiðir. Fyrir utan Hengil/vatnaleiðina og Mosfellsheiði.
Jeppakveðjur,
Bergur Pálsson
10.12.2012 at 13:08 #761531Grænavatn og Grænavatnseggjar?
10.12.2012 at 09:54 #761359Ég skráði minn ‘á síðasta ári sem fornbíl. Hann er árgerð ’85. Hann hefur verið 15 ár á 38-39,5 dekkjum, breytingaskoðaður. Ekkert mál.
//BP
06.12.2012 at 13:19 #761437Múlafjall í Hvalfirði?
05.12.2012 at 13:09 #761141Þessi póstur barst til okkar í vefnefnd:
Góðan daginn
Ég fékk spurnir af því að það væri verið að leita eftir nöfnum á myndinni sem var tekinn í skálastaðsetningarferðinni frægu, við hjónin fórum með og erum númer :
39 – Steinunn I. Stefánsdóttir og
40 – Gunnar ÆvarssonP. S. til fróðleiks vorum við á Suzuki fox jeppa, lengri gerðin, svartur og hvítur á 31“ dekkjum.
Kveðja, Gunnar Ævarsson
11.11.2012 at 09:00 #760387Við höfum þekkinguna á hvernig skáli er byggður á hálendinu – fyrir örugga vetrarnotkun. Við erum ennfremur með mjög öflugan mannafla í þetta. (án þess að meira sé sagt)
//BP
09.11.2012 at 09:24 #760371Við höfum tekjurnar á okkar tímabili.
Erfitt mál. Ég held að við eigum að leggja af stað og skoða þetta vel í vetur. Taka góða greiningu á ástandi húsanna, taka saman áætlun um kostnað við viðunandi endurbætur og greina hvernig sá kostnaður fellur á FÍ og Klúbbinn. Einnig hvernig yrði að standa að framkvæmdum miðað við að líklega er lítið framkvæmt á sumrin þarna. Endurskða svo stöðuna.
Setrið er einn laaang flottasti skáli á Íslandi og þessi framkvæmd má ekki draga tennurnar úr Setrinu. Held reyndar þegar grannt er skðoað að þetta geti styrkt Setrið gagnvart leiðum og ferðavali, á hálendinu, en spurning hvort gistinóttum í skálum klúbbsins fjölgi.
05.11.2012 at 21:45 #760287Víðerni, er það ekki eitthvað nálægt salerni? (…erni – nei djók)
Skv. einni orðabók er :
Víðerni = vastness.
Vastness þýtt í hina áttina í sömu orðabók:
Vastness = feiknasærð, víðátta, flæmiEf þessu er flett upp hjá VG þá er þetta:
[url:2flb4zuh]http://www.vg.is/frettir/eldri-frettir/nr/1145[/url:2flb4zuh]
…eða allavega skilgreint þannig þá. Þeir eru þarna með formlega skilgreiningu. Hún er ekki neitt endilega sama og hjá öðrum flokkum – af prinsippástæðum. Þetta eru allt nýjar skilgreiningar, engin hefð.Umferðaflækjur, td. concorde torgið í París er víðerni fyrir mér þegar ég keyri þar, -þó er ekki 25 ferkílómetrar.
Einvera er í sömu orðabók:
Einvera = privacy, solitude, aloneness, seclusion
Þetta er persónuleg upplifun sem maður fær td. inni í helli eða einn í blindbyl. Jafnvel þótt einn í jeppa sé, á slóða.Held að þetta allt snúist ekki um orðin heldur viðhorf til ferðamáta og hvernig menn vilja nýta landið, það að vera meðal félaga sem sækjast eftir því sama og skilja eða hafa virðingu fyrir hvernig aðrir nýta það sama – óbyggðirnar. Það er ekki lengur nein virðing eða traust milli flokka eða hagsmunasamtaka. Það þarf að búa hana til aftur og samstarf og samvinna er leiðin til þess. Til þess að búa til virðingu þarf einnig að sýna tennurnar eða afl. Við getum gert það betur samhliða samstarfi, held það eigi td. eftir að koma í ljós í Nýjadal að FÍ félagsmenn eigi eftir að meta hvað við getum verið öflugir í uppbyggingu.
…nei, ég er ekki enn að eftir árshátíðina
//BP
04.11.2012 at 22:21 #760045Hvaða fyrirtæki eða aðilar standa að þessu?
kv,
Bergur
04.11.2012 at 22:19 #760239check. Búinn að kaupa.
kv,
Bergur
16.10.2012 at 22:36 #758353og það heitir?
16.10.2012 at 21:06 #758711Einn félagi minn lenti einnig í þessu en þetta getur svosem gerst í flestum bílum.
//BP
13.10.2012 at 22:25 #758929whatever, vertu allavega velkominn Agnar.
kv,
Bergur
12.10.2012 at 20:49 #758977Bara Vertex og SH MX370E.
73 de TF3PS
12.10.2012 at 20:46 #758919Einn félagi minn setti 35" undir súkku og fór hvað sem er í snjó, eftir það. Svo var hún svo létt að þótt hann festi sig eitthvað í krapapyttum þá var aldrei neitt vesen að draga hann upp. (foxy)
//BP
09.10.2012 at 12:03 #758443Bergur og Bragi í vefnefnd þakka fyrir sig. Skálanefnd og stjórn brilleruðu þarna enn einusinni. Góð umræða, matur og allur viðgjörningur. Takk kærlega fyrir okkur, vonandi að við höfum lagt eitthvað í púkkið. Komum heim með margar góðar ábendingar f. vefinn.
kv,
Bergur og Bragi.
04.10.2012 at 10:41 #758411Hvort eru menn að fara Gljúfurleit eða Kerlingafjöll? Hef hug á að fara sömu leið og flestir fara.
03.10.2012 at 10:08 #224546[vimeo:20sty159]http://vimeo.com/28872735[/vimeo:20sty159]
02.10.2012 at 22:35 #758343Slyppugil?
24.09.2012 at 22:43 #758003Nokkrar fleiri myndir, úr ferðinni hafa borist. Sjá nýjustu albúmin neðst á forsíðu vefins – nú eða inni í "nýjast", inni í myndaalbúminu.
kv,
Bergur
-
AuthorReplies