Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
19.03.2013 at 15:24 #764681
Í framhaldi af ofangreindu mætti spyrja (svona fyrir leikmenn og til að læra eitthvað á æfintýrinu):
1. Hvernig er loftinntak varið gegn skafrenningi?
2. Hvernig er kveikjukerfi bensínbíla varið gegn raka?
3. Hvað eru góðar kallvenjur í VHF?
4. Þarf maður að hafa vara loftsíu?
5. ….
06.03.2013 at 06:13 #225701Eins gott að það kom strax fram í fjölmiðlum að þetta voru ekki jeppamenn. Voru víst starfsmenn við kvikmyndafyrirtæki. Mér er skapi næst að bjóða kassaf af björ til þeirra sem geta útvegað nafnið á fyrirtækinu og birt hér.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/03/06/utanvegaakstur_a_vinsaelum_ferdamannastad/
kv,
Bergur
24.02.2013 at 20:38 #225649Skemmtileg frétt og umfjöllun um undirbúning fyrir Suðurpólsferð, á Langjökli, í RUV fréttum áðan. Svo aftur umfjöllun í landanum. Verið að undirbúa ferð á traktorum. Þetta rifjaði upp fyrir mér skemmtilega umræðu á vefnum, um árið. Þá virkuðu menn sumir frekar neikvæðir á svona hugmyndir, fannst þetta minna virðulegur ferðamáti en sumt annað. https://old.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=7&t=29893&p=167419&hilit=traktor#p167281
kveðjur,
Bergur
23.02.2013 at 21:39 #748598Sæll Andri,
Rétt og rangt. Takk fyrir ábendinguna. Það er auðvelt að breyta stillingunni, sem slíkri, tekur um fjórar komma sjö sekúndur – eða svo – en það sem tekur tíma er að spjallið er hluti af auglýsingunum. Það er ekki hægt að hafa aðra stillingu á spjallinu öðruvísi en að skilja þetta að í tvo instances/borð. Allavega ekki á okkar útgáfu. Það er það sem kostar vinnu. Það er búið að nefna þetta í öðrum þræði hér á spjallinu. Þetta er svona eins og að skipta um hásingar, það er fljótlegt og einfalt en tekur samt smá tíma og nudd.
Ef þú vinnur í þessu fagi þá vljum við fá þig í vefnefndina, vefnefnd(hjá)f4x4.is.
kv
Bergur Pálsson
21.02.2013 at 11:00 #763299Heilir og sælir félagar,
Til skýringa:
Hægt er að breyta í 4 tíma eftir skráningu.
Eftir það er hægt að setja inn nýtt innlegg eins oft og vill, fyrir neðan auglýsinguna.Málið er að það þurfa að gilda sömu reglur fyrir spjallið og fyrir auglýsingarnar, í okkar tæknilegu lausn. Slatta vinna að skipta spjallinu upp. Þetta hefur oft verið skoðað og ávallt sama niðurstaða, síðustu ca. 5 ár.
Hugsanlega er þetta sveigjanlegara í nýrri útgáfum BB og við könnum það, var ekki síðast.Það eru yfirleitt að koma inn mikið fleiri auglýsingar á hverjum degi, heldur en maður sá á forsíðunni (þær hurfu niður af listanum). Ef þú vilt fylgjast með nýjum auglýsingum er engin góð leið önnur en að fara á innri síðurnar. Þær eru svipaðar öðrum spjallborðum. Önnur lausn er að við höfum meira á forsíðunni (sem er líka mjög áhugavert) en eitt af því sem menn hafa fundið að forsíðunni er að það þurfi að scrolla svo langt niður, eftir efni. Við viljum reyna að leiða notendur inn á þær síður sem gefa ríkar upplýsingar um valið efni, þess vegna er topp 12 nýjustu auglýsingarnar ekki lengur á forsíðunni. Gefum því séns eitthvað aðeins lengur
Vona að þetta skýri málin aðeins. Bið menn um að dempa orðaval áfram, það hefur verið vönduð umræða á spjallinu í vetur. Höldum því áfram,
Við auglýsum áfram eftir fleirum í vefnefndina. Vefnefnd(hjá)f4x4.is.
kv,
Bergur
21.02.2013 at 07:38 #763849Bendi Pajero mönnum á þennan snilldarþráð:
[url:1ow7enxi]http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=2484&start=260&hilit=pajero+breytingar[/url:1ow7enxi]
21.02.2013 at 07:34 #763867Fer eftir færi. 90 krúser þarf venjulega að vera á 38 tommu til að vera þokkalega öruggur.
Veit ekki hvernig færi er núna en ef þú ert vanur þá er bara að sjá hvað þú kemst langt, með stærri bílum.
kv,
Bergur
21.02.2013 at 05:38 #2247765:37
hægt að breyta til kl 9:37
.
.
Breytt aftur 7:30Hægt að bæta við þráðinn upplýsingum …endalaust.
20.02.2013 at 15:01 #763837hmm… hljómar ekki illa.
Hver selur svona fylliefni, JB weld eða samsvarandi?
Þarf ekki að fylla í honuna "báðum megin frá" eða heldur þetta vel ef eingöngu gert utanfrá?kv,
Bergur
19.02.2013 at 15:49 #225626Heilir og sælir félagar,
Getið þið bent mér á einhvern sem tekur að sér „holufyllingar“ a bensíngeymi?
Ég þarf að taka aukageymi, sem var smíðaður hér á landi, úr og logsjóða í ryðgöt á samskeytum. Eg veit af Gretti en væri til í að finna fleiri sem geta tekið að sér svona viðvik.kv,
Bergur
18.02.2013 at 10:41 #763705Poulsen virðist ekki fjarri 20% ódýrari miðað við Valvoline en breytilegt miðað við hve mikið maður kaupir.
Max 1 áttu sömu þykktir enn ódýrari en Poulsen en ég þekki ekki nafnið á olíunni.
Ætla að renna við hjá Benna og kanna hvort þetta sé sama tegund, ef svo er þá er þettaum 10% ódyrara þar en í Bílanaust, plús 4×4 afslátturinn.
15.02.2013 at 14:01 #225602Heilir og sælir félagar,
Þarf að skipta um olíu á fólksbílnum. Þarf að nota Mobil 1 eða eitthvað sem samsvarar því. Hvar er þetta selt ódýrast?
Bílanaust segir 11.200 fyrir 4 ltr.Baráttukveðjur,
Bergur
15.02.2013 at 04:36 #763327Tek undir með Gunnari, það er nauðsynlegt að skera kubbana mikið til af hliðunum, á 39,5", Sérstaklega þá sem eru fjærst barðanum.
Mjög góð keyrsludekk ekkert hopp, og gott, mikið grip í snjó. Voru erfið í fyrstu ferðunum en eftir að ég setti undir 14" felgur þá bælast þau án þess að krumpast.
Það þarf að valsa eða setja maglock fyrir þessi dekk.
kv,
Bergur
11.02.2013 at 04:25 #22556307.02.2013 at 12:21 #760917Var í Bláfjöllum á þriðjudaginn. Aftur búið að spóla upp svæðið frá Fram skálanum og í norður.
Endilega láta berast á milli allra að við höfum mörg önnur mikið meira spennandi svæði til að keyra um, á snjó, heldur en svona í brekkuknum á skíðasvæði.
kv,
Bergur
04.02.2013 at 03:52 #763195[url=http://f4x4.is/index.php?option=com_content&view=article&id=1849:vefmyndavelaskjattinn&catid=56:fereaupplysingar&Itemid=61:15s95ze0]Smellið hér fyrir Vefmyndavélaskjattann.[/url:15s95ze0]
Þetta er einnig finnanlegt undir Greinar – ferðaupplýsingar
31.01.2013 at 10:33 #762981Takk Ragnar. Gott að hafa svona innanbúðarmann.
Það væri gott ef spurningar og svör flæða eins og hægt og þægilegt er, í gegnum þennan þráð, til að dreifa þekkingu á viðfangsefninu.
kv,
Bergur
24.01.2013 at 16:40 #763029Sæll,
Ég hef ekki núna aðstæður til að kanna hvort þetta svari spurningunni þinni en hér er trakk grunnur klúbbsins:
[url:2b5r23hz]http://f4x4.is/index.php?option=com_content&view=article&id=1377&Itemid=304[/url:2b5r23hz]
Þetta eru sumarleiðir.
kv,
Bergur
28.12.2012 at 13:08 #761993ditto
//BP
24.12.2012 at 18:10 #761845Gleðileg jól, félagar1
Jólakveður frá Vefnefndinni, með óskum um gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.
kveðja
Vefnefndin
-
AuthorReplies