Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
02.06.2014 at 12:09 #769108
Skráning er hafin í ferðina. Sjá hér:
https://old.f4x4.is/event/landgraedsluferd-umhverfisnefndar/Ferðartilhögun
Farið er í Þjórsárdal, á sama svæði og í fyrra. Ferðin er 6. júní – 8. júní en fólki er í frjálst vald sett hvenær það kemur á svæðið en öll vinnan fer fram laugardaginn 7. júní. Þá er byrjað snemma dags og unnið vel fram að kaffileyti, eftir hádegi.Hvað þarf að hafa með, fyrir vinnuna?
Það eina sem þarf að koma með með sér, vegna vinnunnar, er hanskar og góða skapið. Allt annað verður á staðnum í boði Hekluskóga og umhverfisnefndarinnar.Sund
Eftir að vinnu lýkur fara þeir sem það vilja í sund í Árnesi. Sjá frekari upplýsingar um laugina hér:
http://is.visiticeland.com/Leitarnidurstodur/Skodaferdathjonustu/arnes-swimming-poolTjalsvæðið
Þeir sem að taka þátt í ferðinni fá ókeypis tjaldstæði á tjaldstæðinu frábæra í Sandártungu (rétt norðan við brúna yfir Sandá, við Ásólfsstaði). Sjá frekari upplýsingar hér:
http://www.tjalda.is/thjorsardalur/Grillveisla
Um kvöldið, laugardag, er grillveisla í boði umhverfisnefndar.Það er mikilvægt að skrá sig þar sem við þurfum að áætla magn fyrir grillveisluna.
Skráningarfrestur rennur út fimmtudagskvöld, 5. júní kl. 20:00.
Landgræðslukveðja frá Umhverfisnefndinni
27.05.2014 at 15:37 #768905Held Jón okkar Snæland hafi hnippt í vegagerðina.
09.10.2013 at 13:56 #379284EF þetta er aðstaða til að koma bíl tímabundið undir þak til að sinna eigin viðgerðum, með eigin tækjum og tólum, gegn vægu gjaldi þá held ég að þetta sé kjörið. Allavega fyrir mig.
Við erum allir að vinna viðgerðir sjálfir þannig að bílaverkstæði koma ekki til með að missa mikið frá sér.
Auðvitað verða starfsmenn bílaverkstæða á móti þessu.Það þyrfti að stilla þessu þannig upp að bílaverkstæðin sjái að þetta er ekki samkeppni.
Aftur á móti er spurnng hvort það sé hægt að fá leyfi fyrir svona rekstri og þeir sem myndu sjá um húsnæðið yrðu að hafa ansi öflugar reglur og stýringu á þessu.
Þetta myndi til dæmis styðja ungliðana í að komast í aðstæður til að vinna við bílinn.
Sjáið einnig fyrir ykkur hverskonar miðstöð þetta gæti orðið.kv,
Bergur
05.09.2013 at 16:49 #378853Mikilvægt að gefa yngri mönnum og hópum svigrúm til að vinna eins og þeir vilja vinna og hafa metnað til, án þess að reynsluboltarnir „detti út“. Það þarf frumkvæði, rétta einstaklinga og umboð til að skapa endurnýjun farveg. Set spurningamerki við að setja yngri í sér hóp, hleypum þeim sem flestum alla leið inn, það sýnir sig hverjir duga.
kv,
Bergur
25.08.2013 at 13:11 #378734Myndir af undirbúningi stikuferðar, komnar á vefinn.
https://old.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=329719
kv,
Bergur
25.08.2013 at 12:53 #767145Gaman að sjá aftur gáturnar þínar, Magnús.
Hvet þá sem pirra sig á þessum gátum að leiða þær bara hjá sér. Þykist viss um að endurnýjaður vefur verði með gátuhorni.
kv,
Bergur
22.08.2013 at 21:11 #378725Heilir og sælir félagar,
Skráning í stikuferðina er hafin, hér á vefnum:
https://old.f4x4.is/index.php?option=com_seminar&Itemid=285kveðja,
Bergur Pálsson
22.08.2013 at 20:51 #378724Sæll Elvar,
Ég smellti leiðinni á gpx formi, einnig inn í fréttina.
https://old.f4x4.is/index.php?option=com_content&view=article&id=1938:stikufere-umhverfisnefndar-2013&catid=62:umhverfisnefnd&Itemid=369
kv,
Bergur
20.08.2013 at 16:43 #226416Heilir og sælir félagar,
Það er komið að okkar árlegu stikuferð. Að þessu sinni verður hún föstudaginn 30. ágúst til sunnudags 1. sept.
Að þessu sinni verður stikað nokkurn veginn hring í kringum Heklu. Stikað verður frá syðri Fjallabak um Langvíuhraun að Dómadalsleið í Sölvahrauni. Þetta um 41 km. Svo er verið að spá í að bæta kannski við stikum á einhverjum leiðum þarna í kring, eftir hvernig gengur.
Klúbburinn býður upp á gistingu í Áfangagili fyrir alla sem taka þátt. Það verður einnig sameiginlegur kvöldmatur í Áfangagili, laugardaginn 31. ágúst.
Stikað er í samráði og samvinnu við heimamenn. Langvíuhraunið var stikuð fyrir all nokkru og er þörf á að lagfæra og bæta við, á löngum köflum leiðarinnar.
Frekari upplýsingar, hér á spjallinu innan skamms.
fh. umhverfisnefndar
Bergur Pálsson
29.07.2013 at 21:42 #766957Svona "saklaus" för sjást ótrúlega lengi. Sjá t.d. sumstaðar á fjallabaki, og þá er ég ekki að tala um uppspóluð eða sokkin för. Frekar lélegt að keyra utanslóða þegar lítill pollur, grjót eða skafl er í veginum.
20.07.2013 at 14:01 #226333Er hægt að keyra á Eyjafjallajökul núna? Þá á ég einkum við hvort hægt sé að komast upp að ísnum, eftir slóðanum upp Hamragarðaheiði.
kv,
Bergur
20.06.2013 at 09:35 #766601Það smálekur úr þessu. Svona smá flaut. Loftdælan dælir öðru hvoru meira í hann.
19.06.2013 at 07:06 #226225Er með lekan loftpúða í fjöðrun að aftan, á Benz fólksbíl. Hvaða verkstæði eru góð í viðgerðum á loftpúðum? Er óhætt að tappa þetta bara?
kv,
Bergur
05.06.2013 at 11:44 #766401Virkaði líka hjá mér en ég var innskráður, ef ég man rétt.
kv,
Bergur
04.06.2013 at 15:16 #7663938 búnir að bóka sig nú þegar.
Vegna spurninga : þetta er fjölskilduferð fyrir þá sem það hentar.
fh. umhverfisnefndar
Bergur
04.06.2013 at 12:24 #766391Skráning er hafin, hér á síðunni. [url:1tjn92jw]http://f4x4.is/index.php?option=com_seminar&Itemid=285[/url:1tjn92jw]
fh. umhverfisnefndar
Bergur
03.06.2013 at 23:24 #226164Umhverfisnefnd 4×4 fer í árlega uppgræðsluferð í Þjórsárdalinn 7-9. júní 2013.
Dagskrá:
Margir úr hópinum koma á tjaldsvæðið að kvöldi föstudagsins 7. júní. Tjalsvæði eru ókeypis fyrir klúbbmeðlimi.
Aðal framkvæmdin er frá kl. 9:00 til um 17:00 á laugardeginum, 8. júní.
Eftir það fara þeir sem vilja í sund í Árnesi.
Um kl. 19:00 er Umhverfisnefndin með GRILLVEISLU fyrir alla þáttakendur, á tjaldsvæðinu í þjórsárdal. Lambakjöt, með því og rauðvín í boði Umhverfisnefndar.Athugið:
Það eina sem þarf að taka með sér, fyrir utan eigin útilegubúnað, sólgleraugu og stuttbuxur og mat – fyrir annað en kvöldmatinn á laugardagskvöldið – eru hanskar til áburðar og frædreifingar. Fínt að nota td. bensínstöðvahanska (þessa gulu).Hægt er að hafa samband í síma 895-1961 ef eitthvað er, hjá formanni nefndarinnar.
Skráning í ferðina hefst þriðjudag 4. júní. Æskilegt að skrá sig vegna fjölda í grillveisluna.Smellið inn spurningum ef einhverjar eru, hér á þráðinn.
fyrir hönd umhverfisnefndar,
Bergur
01.06.2013 at 22:00 #766271Steni vegna heildarsvips húsanna. Setrið er glæsilegt hús. Samt svolítið blóðugt með þennan kostnarðarmun.
kv,
Bergur
27.04.2013 at 01:20 #765391Sælir,
Ég skora á Hafliða að bjóða sig fram aftur.
kv,
Bergur
24.04.2013 at 05:01 #764819Vefnefnd:
Eftirtaldir gefa ekki kost á sér áfram :
Bragi Þór Jónsson
Bergur Pálsson
Nanna PétursdóttirGefur kost á sér áfram :
Sigurður B. SigurjónssonHvetjum félagsmenn sem hafa áhuga á vefmálum til að gefa kost á sér í vefnefnd. Kostur er kunnátta í Joomla og/eða reynslu af samstarfi við tæknimenn varðandi sérhæfða vinnu.
-
AuthorReplies