Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
02.06.2015 at 21:32 #780055
Mín handstöð, Standard Horizon, MX370E, ekki amatör, virkar þokkalega á milli bíla ef menn eru að keyra saman og allir í sjónlínu. Mælir sig náttúrulega ekki með bílstöðinni.
73de,
ft3ps
22.05.2015 at 23:25 #779910Skráning í ferðina hefst næstu daga.
22.05.2015 at 23:17 #779909Landgræðsuferð 2015
Frá stofnun Ferðaklúbbsins 4×4 hefur klúbburinn leitast við að starfa í sátt við náttúruna. Frá vori 1991 hefur verið starfandi umhverfisnefnd innan hans samkvæmt lögum klúbbsins.
Í samvinnu við Hekluskóga fékk Ferðaklúbburinn 4×4 úthlutað svæði vorið 2008 í Þjórsárdal við Þórðarhöfða og Núpsskóg til að vernda, hefta fok, rækta og endurheimta birkiskóg. Undir leiðsögn Hreins Óskarssonar hjá Hekluskógum hefur þar verið sáð grasfræi, áburður borinn á og gróðursettar þúsundir trjáplantna síðan þá með frábærum árangri.
Landgræðslu og baggaferðir hafa stundum verið með vel sóttustu viðburðum ferðaklúbbsins 4×4.
Ferðin að þessu sinni, eins og undanfarin ár, er helgina 5-7. júní.
Hvort fólk kemur á föstudag eða laugardagsmorgun er fólki frjálst, en öll vinnan fer fram laugardaginn 6. júní. Þá er byrjað snemma dags eða kl 09:00 og unnið vel fram eftir degi. Þá er stefnt á sundferð í Árnes að loknum góðum vinnudegi. Um kvöldið er grillveisla í boði umhverfisnefndarinnar. Gisting og aðstaða á tjaldsvæðinu er frí þessa helgi.
Tjaldsvæðið frábæra í Sandártungu er rétt norðan við brúna yfir Sandá, við Ásólfsstaði.
Það er mikilvægt að skrá sig þar sem við þurfum að áætla magn fyrir grillveisluna. Skráningarfrestur rennur út fimmtudagskvöldið, 4. júní kl. 23:00
Smá fróðleikur um okkar vinnu í Þjórsárdalnum :
Þar sem við byrjuðum eru bara orðin ágæis tré víða og virðist sem aö því sem er sáð í Lúpínuna vaxi með meiri krafti en það sem er sett á berangur. Mörg trjánna voru gróðursett 2009 og eru því aðeins fjögurra ára. Í brekkunni var byrjað 2008 – 2009 í sandi og eins og sést eru trén orðin mörg hver ansi efnileg kynþroska og allt á meðan önnur eru minni. Þegar trén eru orðin kynþroska og farin að sá sér sjálf er tilgangnum náð. Það heitir kven Rekklar (kven blóm) og karl Rekklar ( karl blóm ) karlarnir eru stærri og lafa meðan kvenfólkið stendur blýstert og bíður þess að frjóvgast. http://www.jakinn.is/?album=landgraedsluferd-2013&mynd=Landgraedsla_097.JPG
Manni finnst alveg magnað hversu miklum árangri þetta starf okkar hefur skilað !!!
Sagnfræði
Árið 1882 var aftakaveður hér í Þjórsádalnum og Landeyjunum Sandfellisveðrið mikla. Bæði í Gnúpverjahreppi og á Rangárvöllum var búið að vera léleg ár og þess vegna var fé úti þegar veðrið skall á. Allt fé sem var inn á afrétt bara skóf í kaf skaflar af sandi kæffærði allt, eina sem lifði var það sem var í Búrfellsskógi og niðri á Ásólfsstöðum og Skriðufelli. Þá fóru 20 bæir í eyði í Landssveitinni og Rangárvöllunum og yfir 2000 fjár drapst og 2000 hestar og eitthvað af nautfé, þá eyddist allur Landsskógurinn sem var til eitthvað hér í Þjórsárdalnum. Þá voru árnar á ís og þess vegna óð sandurinn viðstöðulaust yfir árnar í staðinn fyrir að ef þær hefðu verið opnar hefði talsvert af sandinum farið í þær, en hann óð alla leið niður í Þykkvabæ í þessu Norðanbáli sem stóð frá 25 apríl ti 19 maí. Bálið var svo svart að fólk sá ekki úr augum allan tímann og fylltust öll hús sem á þeim tíma voru mjög óþétt, þau bara fylltust af sandi. Úr einhverjum var grafið en þetta varð til þess að um 20 býli fóru í eyði. Eins voru öll tún ónýt. Ef litið er yfir Rangárvellina nú sést að þar er búið að gera helling, þetta var ein eiðimörk fyrir um 70 – 80 árum.
Matthías Jockumsson var niður í Odda og skrifaði hann eitthvað um þetta og einnig voru skrifuð eitthvað af bænabréfum til Bretlands og fengust styrkir út á þau.
Myndir
http://www.jakinn.is/?album=landgraedsluferd-2013&mynd=Landgraedsla_095.JPG
http://www.jakinn.is/?album=landgraedsluferd-2013&mynd=Landgraedsla_108.JPG
26.12.2014 at 21:41 #775392Tökum okkur saman, finnum þessa menn og vísum til lögreglu. Svona fólk er ekki í klúbbnum.
kv,
Bergur Pálsson
21.09.2014 at 17:12 #771798Mjallarbón. Svipað og Jón segir. Svo þegar ég þarf að flýta mér og ná inn í samskeyti þá nota ég sonax hardwax spray.
kv,
Bergur
09.09.2014 at 10:20 #771546Var að sjá í fréttablaðinu að það er hægt að keyra að bílastæði við vestari sauðahnúk (vestur af Snæfelli) og ganga þar 20 mínútur upp á hnúkinn til að sjá gosið í kvöld og næturbirtu. Þegar veður er gott. Það er allavega eitthvað.
Vitið þið hvort þurfi að fara þennan slóða á breyttum jeppa – eða hvort RAV/CRX eða viðlíka dugi?
09.09.2014 at 00:47 #771540Top Gear usa. var kl 19:30.
Kv.
Bergur
08.09.2014 at 20:51 #771531Top Gear – USA þáttur á Skjá einum rétt áður. Þeirra lokaþáttur fyrir seasonið, tekinn upp í heilu lagi á Íslandi.
Nokkuð góð skemmtun líklega fyrir heiminn – þeir hafa mikið áhorf um allan heim – en hæpið að útlendingar skilji hvað af þessu er forsvaranlegur akstur og hvað ekki. Var margt þarna vafasamt.
Finnst þetta vera enn ein viðvörunin um að við þurfum að koma mjög vel – betur – á framfæri hvernig á að keyra á hálendinu – áður en fleiri stórslys verða.
kveðjur,
Bergur Pálsson
01.09.2014 at 10:17 #771287Heilir og sælir félagar,
Það er búið að loka miklu af svæðinu norður af Vatnajökli af öryggisástæðum. Það ber að virða. En hvar eru helst möguleikar á að sjá til gosstöðvanna? …annarstaðar en í sjónvarpi og fjölmiðlum.
kv,
Bergur Pálsson
12.08.2014 at 20:11 #770623Ennfleiri myndir frá leiðangrinum, hér:
https://old.f4x4.is/myndasvaedi/umhverfisnefnd-i-adgerdum-i-setri/?updated=true
12.08.2014 at 20:09 #770622.
08.08.2014 at 13:41 #770380Mæti.
01.08.2014 at 11:16 #770219Ég var að koma úr bílferð um miðevrópu, í vikunni. Fyrsta stóra ferðin um evrópu í 15 ár. Þar tekur maður eftir – sérstaklega í þýskalandi – að það eru núna komnir miklir akrar af sólarpanelum og gríðarlegur fjöldi vindmyllna. Jafnvel stærri en þær við Búrfell. Ég þekki ekki hvort það hafi verið mikil umræða um þær – með eða á móti – í þessum löndum en vindmyllurnar eru mjög margar og þá sérstaklega ekki fjarr minni borgum og bæjum. Þær eru þó ekki í þjóðgörðum, það ég best sá en eru við þjóðgarða (sjáanlegar) en eru aldrei inni í byggð (líklega hljóðmengun). Sambærilegt á íslandi væri stórar vindmyllur ekki fjarri t.d. Selfoss. Ég er helvíti ánægður með þjóðverjana, þarna, að nýta þannig aðra orku en kol, olíu og kjarnorku. Þetta er framtíðin.
Það mætti vera meiri umræða um hvar ætti að staðsetja vindmyllur, eins og Jón vekur athygli á hér fyrir ofan. Ég held að þær eigi að vera þar sem orkan er notuð, nálægt iðnaði og byggð.
Þær standa yfirleitt ekki meira en 3-6 saman.
kv,
Bergur
02.07.2014 at 03:10 #769805Framsýnt, rétt og öflugt skref í sögu klúbbsins, ef af verður. Vonandi að takist að afgreiða þetta sem fyrst.
kv,
Bergur Pálsson
18.06.2014 at 22:07 #76952709.06.2014 at 21:39 #76936708.06.2014 at 22:50 #769311Landgræðsluferð ferðaklúbbsins 2014 var farin helgina 7-8. júní.
14 skráðu sig í ferðina. Veðrið var sól og blíða. 20 stiga hiti. Einhverjir gistu á tjaldsvæðinu í Sandártungu en aðrir létu duga að mæta í vinnuna kl. 11 á laugardagsmorningum.
670 birkiplöntum var plantað, um 4 kg af birkifræið dreift og 700 kg. af áburði dreift.
Síðdegis var slegið upp í grillveislu. Þetta var mjög ánægjuleg ferð á svæði þar sem má sjá mikinn árangur uppgræðslu.
Myndir úr ferðinni má sjá með að smella hér.
https://old.f4x4.is/myndasvaedi/2014-uppgraedsluferd-ferdaklubbsins-4×4/
06.06.2014 at 13:28 #769217Dagskráin er nokkurnveginn svona:
Föstudagskvöld 6. jún
– Tjaldsvæðið opið og frítt fyrir þá sem taka þátt.Laugardagur 7. jún
– Vinna hefst kl. 11. Keyrt frá tjaldsvæðinu rétt fyrir 11, á afleggjarann að Þórðarhöfða og keyrt þar inn á svæðið.
– Sund eftir að vinnu lýkur, í Árnesi.
– Grillveisla um kvöldið. Miðað við að ketið sé steikt um kl. 18Sunnudagur 8. jún
– Frjáls aðferð. Sumir stefna á mörkina.
04.06.2014 at 15:37 #76917302.06.2014 at 13:49 #769124Krækjurnar hér fyrir ofan virka ekki í öllum vöfrum. Hér er útgáfa sem virkar betur:
Sundlaugin í Árnesi:
http://is.visiticeland.com/Leitarnidurstodur/Skodaferdathjonustu/arnes-swimming-poolTjaldsvæðið í Þjórsárdal / Sandártungu:
http://www.tjalda.is/thjorsardalur/
-
AuthorReplies