Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.11.2011 at 23:33 #741277
Sæll Tolli,
Getur ekki verið að festingarnar í mælaborðinu hafi gefið sig og það sé að skrölta á þessu snúningsbili?
Hvað með þegar þú keyrir í holur?Skilst það hafi verið og sé vandamál á 90 bílnum að mælaborðsfestingarnar brotni.
Kv,
Benni
04.02.2011 at 12:44 #718502Þegar bíllinn er hlaðinn fyrir ferð (með nóg af dóti í skottinu :-)) og 2 frammí finnst mér hann mjúkur og fínn. Eins ef ég bæti við farþegum afturí helst hann góður. Þannig að mér finnst þetta snilld þegar ég er að ferðast.
En þegar ég er með bílinn tómann finnst mér hann full stífur. Virðist sem það sé betra að hafa hann þá örlítið hærri en venjulega.
Það er sjálfsagt erfitt að hafa þetta fullkomið við allar aðstæður. Verður maður ekki að miða við einhverja eina gefna þyngd og stilla dempara út frá því ásamt hæð á púðunum. Sætta sig svo við að bíllinn sé ekki perfect þegar hleðslan er önnur?
Spyr sá sem ekki veit
03.02.2011 at 14:33 #718496Sæll Óskar,
Mælirinn var í bílnum þegar ég keypti hann. Þetta kom frá K2M á Akureyri held ég. Er með skynjara fyrir hvern púða fyrir sig ásamt skynjara fyrir kútinn sem ég nota til að trukka inná púðana. 5 tölur sem koma svo allar fram í einum mæli. Hér er mynd af mælinum þó reyndar sjáist nú ekki vel á honum tölurnar:
http://www.patrol4x4.com/forum/members/ … installed/
Dæli með ARB dælunni inná kútinn sem er 1 ltr. Stoppar sjálfkrafa í 55 psi. Trukka svo inná púðana, hvern fyrir sig. Er ekki hraðvirkasta kerfi í heimi ef ég hleypi alveg úr púðunum en virkar ágætlega fyrir mig. Er ekkert að fikta daglega í þessu. Svo er þetta unit með innbyggðu viðvörunarkerfi þannig að þetta fer að væla ef það er of mikill eða of lítill þrýstingur í púðunum.
Kv,
Benni
03.02.2011 at 13:44 #718492Sæll Kristján og takk fyrir síðast.
Pattinn minn, 2000 árg, 3.0L, er á loftpúðum. Ég er með hann venjulegast 38-42 psi að framan en að aftan 34-42 psi. Fer allt eftir hleðslu. Lægri þrýstingur því léttari sem bíllinn er. Þetta allavega segja mælarnir mér, er með digital mæli inni í bíl. Ég stilli einfaldlega bara hæðina á bílnum og þá gefur hann mér þetta. Púðarnir sem ég er með eru Firestone, 1200 kg frá Landvélum.
Kv,
Benni
23.09.2010 at 00:17 #703692Takk fyrir þetta Heiðar.
Gaman að svona brasmyndböndum héðan af skerinu
22.09.2010 at 03:06 #214696Sælir félagar,
Rakst á þetta á Youtube. Veit einhver hvar þessi myndbönd eru tekin?
Maður er svo grænn í þessu ennþáhttp://www.youtube.com/user/mobriha#p/u/11/aovJ5nqhTHk
http://www.youtube.com/watch?v=TSyra5QAgHM&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=c97aMPbXs2I&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=8BoxDZfjtz4&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=WQ3plG234E8&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=QuGgmwa7l0Y&feature=related
http://www.youtube.com/user/mobriha#p/u/13/AEuJ42qP9nw
http://www.youtube.com/user/mobriha#p/u/9/MEJHV6iteNMTakk,
Benni
31.03.2010 at 14:04 #688598Sælir,
Ég er að fara þarna upp líka. Er á 44" Patrol. Fer úr bænum um 16:00. Er einbíla.
Kv,
Benni
8963394
28.03.2010 at 13:16 #688418Sæll Frikki,
Langar endilega að kíkja með ykkur. Er á 44" Patrol.
Kv,
Benni
8963394
26.10.2009 at 01:56 #662190Borgþór Bragi Búnubbur.. Það var þá þér líkt að koma með persónuskot á opnum vef.. Hafði reyndar gaman að því.. En það er alveg magnað að þú sért nettengdur þarna lengst inní afdölum og annað sem kemur mér meira á óvart er að þú skulir eiga og kunna að nota tölvu.. Ertu búinn að útbúa rafal á reiðhjólið þitt gamla til að knýja tölvuna?? Ánægður með þig. Hélt þú kynnir lítið annað en að bera hey í garða. En vá, þetta er flott hjá þér. Hjálpa mér Boggi??? Hmmm… Kannski þú sýnir mér hvað þú ert flinkur að keyra Patrolinn þinn á þessum nýopnaða vetri. Ert vonandi orðinn eitthvað skárri undir stýri en þegar þú varst mikið yngri útlítandi og varst við það að keyra mig niður á Lödu Sport í hvert skipti sem okkar vegir mættust… Reikna með að þú takir mig á orðinu. Farðu nú út að æfa þig svolítið.. Bið að heilsa heimilisfólkinu. Kv, BA
18.10.2009 at 17:07 #662674Takk Kristján. Gott að vita af þessu.
18.10.2009 at 16:31 #207500Góðan daginn,
Getur einhver sagt mér hvers vegna ég get ekki sent einkaskilaboð, eða það allavega lítur þannig út. Ég hef skrifað skilaboð og reynt að senda þau en þau sitja eins og klessa í úthólfinu og engin leið að koma því þaðan. Hvað veldur? Á þetta ekki að fara í „Send skilaboð“ dálkinn þegar þau fara frá mér?
Kv,
Benni
17.10.2009 at 19:36 #662176Takk fyrir Elli.
Gott að fá input frá fleiri en einum.
Kv,
Benni
15.10.2009 at 22:52 #662172Þakka þér fyrir þetta Agnar.
Ætti að koma manni á sporið.
Kveðja,
Benni
15.10.2009 at 16:53 #207402Góðan daginn,
Er með Nissan Patrol á 44” Dick Cepek og er að byrja í bransanum. Langar að forvitnast hjá reynsluköppum hérna hvaða loftþrýsting þið hafið á þessari dekkjastærð við hinar ýmsu aðstæður. Ég reikna með að Pattinn sé svona 3,1-3,2 tonn tilbúinn í ferð.
Mig langar að setja upp nokkur tilfelli og ef þið nennið að commenta á þetta þá væri það afskaplega vel þegið. Auðvitað er þetta allt saman breytilegt en bara svona svo ég geti haft einhverja nálgun sem ég get unnið mig út frá. Geri mér grein fyrir að þið notið hugsanlega sama loftþrýsting við einhverjar af þessum aðstæðum en allavega.
Loftþrýstingur til keyrslu á:Malbiki:
Malarvegi:
Grófum malarvegi:
Torfæruvegi að sumri:
Snjó, sæmilegt til gott færi:
Snjó, erfitt færi:
Púður:
Krapa:Og ef ykkur dettur eitthvað meira í hug þá þigg ég allar athugasemdir
Með kærri þökk,
Benni
09.10.2009 at 14:03 #661212Sammála síðasta ræðumanni.
Kv,
Benni
-
AuthorReplies