Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
18.04.2003 at 15:29 #472584
Sæll Heimir
Ég hef verið með Mudder á 16" felgum og það var í lagi.
Notaði þetta undir Patta.
Kv.
Benni
Akureyri
17.04.2003 at 17:42 #472576Sæll Ármann.
Það var allt á floti þarna um dagin.
Við ættluðum á Vatnajök. í dag en það var svo slegið af.
Erum að spá í dagsferð uppúr Skagafjörð á morgun ef það hentar þér þá ertu velkominn með.
Við erum hér nokkrir sem erum tilbúnir að fara á mánudag ef það er fært.
Kv.
Benni
896 6001
854 4617
16.04.2003 at 17:14 #192496Sælir félagar.
Erum að fara á morgun fimmtudag frá Akureyri í Snæfell og þaðan upp á Vatnajökul.
Gist verður í Snæfelli.
Pláss er fyrir nokkra í viðbót, skilyrði 38″+, óhemju gott skap og óstjórnleg ferðagleði. Færi á þessum slóðum er annars mjög gott og nægur snjór
(vorum þarna síðustu helgi).
Kv.
Benni
896 6001
854 4617
11.04.2003 at 19:24 #192476Erum að fara nokkrir frá Akureyri og ætlum inn á Hveravelli og þaðan upp á jökul ef færi leyfir.
Ef einhverjir norðanmenn eru að spá í að hreyfa djásnin sín á morgun þá er pláss fyrir fleiri með.
Fari verður frá Akureyri Kl-8 og er stefnan að vera kominn niður að Blöndulóni ekki seinna enn um Kl-21 þannig að um dagsferð er að ræða.
Kv.
Benni
461 4075
896 6001
854 4617
02.04.2003 at 23:19 #464956PS.
Svo þessi lýsing er ein sú magnaðasta sem ég hef séð og fær mann til að brosa.Heiti:
XXXFullt nafn:
XXXFélagsnúmer:
Lýsing bíls:
Patrol 2000, 2,8 Turbo Intercooler(hrikalega öflugur mótor með 6 strokkum, glænýr mótor beint úr kassanum) er með Vegagerðina á hælunum vegna alls malbiksins sem ég spæni upp þegar ég spóla af stað, rafmagnsmiðstöð með fjórum hröðum, rúðupiss framan+aftan, orginal tjakk sem búið er að lengja og mála í sama lit og labtop tölvan, drullusokka úr svörtu sérvöldu gúmmí með innbrenndum stöfum, 44" dekk með sér hertu gúmmí sem er lungamjúkt en gríðarlega endingargott, sjálfskiptur með bakkgír sem virkar aftur á bak, Piaa kastarar og rándýrir takkar (sérpantaðir) til að kveikja á þeim, Xenon perur í stefnuljósunum, leðursæti úr íslensku nautsleðri, veltibúr úr titanium, 500 lítra áltankur úr sérvöldu flugvéla áli sem er svo létt að það svífur nánast, úrhleypilokar á felgum, aukaventlar á felgum, króm grill (með ekta krómhúðuðu krómi) krómhúðaðar felgurær( sex á hvert hjól) og margt fleira af rándýrum búnaði. Magniltöflur og þolinmæðispillur í sjúkrakassanum fyrir Toyotakalla og ýkta Landrover menn sem ég tek fram úr á fleygi ferð þegar ég þeysi um fjöllin blá. Það nýjasta sem ég er með í bílnum eru fjögur stk. glæný niðurskorin 35 tommu dekk notuð sem viðgerðartappar fyrir aðra sem ég bjarga á fjöllum.
02.04.2003 at 23:14 #464954Já það er ótrúleg vittleisa sem dettur stundum út úr mönnum og endar hér á þessum magnaða spjallvef sem á klárlega eingan sinn líkan, ég hef oft gert það mér til gamans þegar tími hefur gefist að rúlla yfir suma þá þræði sem hér hafa litið dagsins ljós og haft mikkla skemtun af.
Kv.
Benni
Ak
29.03.2003 at 13:50 #471654Búið að redda þessu.
Kv
Benni
29.03.2003 at 00:44 #192416Vantar hægri (eða farþegam.) öxul í LC90 með flugi norður í kvelli ásamt hosu út við hjól.
Var á leið til fjalla í kvöld ásamt genginu og brotnaði hann upp úr þurru!
Ekki veit ég hvern á að hringja í hjá Toyota þannig að vonandi les þetta einhver sem þar vinnur eða getur hjálpað.
Númer á dolluni NU196Kv
Benni
Akureyri
461 4075
896 6001
23.03.2003 at 16:35 #471338Er eitthvað vesen á konunum í kvennaferðinni?
Mín ágæta frú var á ferð í Skagafirði og telur sig hafa heirt í þeim ráðgera ferð í Svínadal???
Hvað er að frétta af þessum elskum?Kv.
Benni
Akureyri
16.03.2003 at 22:43 #192362Hvað er svo að frétta af nýja 37″ dekkinu?
Veit einhver eitthvað um þetta 40″ dekk?
http://www.goodyeartires.com/catalog/products/WRLMTRSize.htmlKv.
Benni
AkureyriPS.
Til gamans.
Setti 39.5 Trxus undir Barbí ekki fyrir löngu og fór í smá ferð núna um helgina. Lentum við í smá krapa ásamt því að pompa nokkrum sinnum niður um ísilagða á, dýpt ca 70-90cm. Reyndust þessi dekk mjög vel og komu vel út í rökum snjó og slabbi. Svo er bara að keyra á fullu í sumar og prufa þau frekar næsta vetur og spennandi verður að vita hvort þau mýkjast það mikið að þau virki við aðrar aðstæður líka. Mér finnst það ekkert ólíklegt þar sem gúmmíið virðist vera mjög mjúkt og gott í þeim. Fín í hliðarhalla líka eftir að búið er að skera þau aðeins til.
16.03.2003 at 22:40 #469618Hvað er svo að frétta af þessu dekki þ.e. þessu nýja 37"
Veit einhver eitthvað um þetta 40" dekk?
http://www.goodyeartires.com/catalog/products/WRLMTRSize.htmlKv.
Benni
AkureyriPS.
Til gamans.
Setti 39.5 Trxus undir Barbí ekki fyrir löngu og fór í smá ferð núna um helgina. Lentum við í smá krapa ásamt því að pompa nokkrum sinnum niður um ísilagða á, dýpt ca 70-90cm. Reyndust þessi dekk mjög vel og komu vel út í rökum snjó og slabbi. Svo er bara að keyra á fullu í sumar og prufa þau frekar næsta vetur og spennandi verður að vita hvort þau mýkjast það mikið að þau virki við aðrar aðstæður líka. Mér finnst það ekkert ólíklegt þar sem gúmmíið virðist vera mjög mjúkt og gott í þeim. Fín í hliðarhalla líka eftir að búið er að skera þau aðeins til.
10.03.2003 at 15:22 #461364Já, þetta er misjafnt álit manna á þessu greinilega og er það eðlilegt, menn þurfa ekki alltaf að vera sammála en menn þurfa að bera skynsemi til að horfa á málið frá fleiri sjónarhornum og virða óskir annara.
Ég til dæmis borgaði minn seðil í gegnum heimabanka og hef þar að leiðandi ekki stimpil á seðilinum.
Eitt væri til dæmis hægt að gera, það er hægt að bjóða mönnum skírteini og þá gegn aukagreiðslu þ.e. menn borga fyrir skírteinið þann aukakostnað sem fylgir því að búa það til.
Nú ef félagið hefur ekki metnað fyrir því að gera þetta betur en raun ber vitni þá er það slæmt þessi kostnaður við að gera þessi skírteini er nefnilega svo lítill að hann getur ekki talist gild ástæða fyrir því að þetta sé ekki gert, gerð á skírteini þarf ekki að kosta nema 5-10 krónur! þ.e ef við búim þau til sjálfir sem við nátúrlega gerum og ætti jafnvel hver deild fyrir sig að sjá um sína.
Mér finnst líka slæm auglýsing að menn séu að taka upp úr veskjum sínum snjáðar og jafnvel rifnar kvittanir og veifa þeim. Má vera að ég sé einhver pjattrófa en þetta er bara mín skoðun.
Kv.
Benni
10.03.2003 at 01:38 #461336Sælir félagar.
Ég er ekki tilbúinn að greiða hærri gjöld í þessu blessaða félagi 4×4.
Á sínum tíma gekk ég í þetta félag að 2 ástæðum.
1. Góður félagskapur.
2. Afsláttur.Ég er einn af þessum "sveitamönnum" (Akureyri) og gerði mér ferð í höfuðstaðin ekki fyrir löngu og var ég að versla ýmislegt í minn vesæla jeppa og var neitað um 4×4 afslátt í nánast öllum þeim "jeppabúðum" sem ég fór í og viti menn afhverju jú vegna þess að þetta blessaða félag hefur ekki haft rænu á að senda félagsskírteini þó að ég sé að sjálfsögðu löngu búinn að greiða félagsgjald.
Það má vera að ég sé bara eitthvað þreittur eftir ferðir helgarinnar (sem reindar voru mjög góðar, fullt af snjó!) og pirraður þessvegna enn þetta er mín skoðun núna, ég ætti kanski bara að hipja mig í bólið og fara að sofa, kanski verð ég jákvæðari á morgun?
Benni
Akureyri
(A763)
01.03.2003 at 04:49 #469702Þið fáið prik fyrir þetta, ég gat ekki annað en hlegið.
Kv.
Benni
Akureyri
24.02.2003 at 14:21 #469208Sæll félagi.
Það fer allveg eftir hvernig þú ferðast.
Ef þú ert eða kemur til með að vera eitthvað einbíla þá er það spilið sem gæti reinst þinn besti vinur ásamt snjóankeri og álkarli.
Ef þú ert alltaf í för með öðrum (3 eða fleiri) þá er læsingar að framan, lolo gír er reindar spennandi kostur líka og erfitt að gera upp á milli þar, ég fékk mér fyrst læsingar og svo spil og svo lolo gír.
Vona að þetta hjálpi eitthvað.
Kv
Benni
Akureyri
18.02.2003 at 06:04 #467012Sæll Frosti.
Fyrigefðu hvað svar við spurningu þinni kemur seint.
"Hunter" er í stuttu máli sagt veghermir…og eru öll 4 dekkin ásamt felgum látin rúlla í einhverskonar vél/tölvu og það sem þessi vél gerir er að hún velur saman dekk og felgu, felgur geta verið mis réttar nefnilega líka! allavega þá er útkoman venjulega sú að eftir þessa meðferð verður þú verulega minna var við hopp.
Það eru eflaust margir hér sem geta útskýrt þetta betur, ég hef ekkert sérstakt vit á þessu tæki frekar annað en ég veit að þetta virkar!
Kv.
Benni
02.02.2003 at 00:51 #467432Hey….
Það hefur ekkert verið skrifað núna í 40 mín, ekki drepa mann alveg úr spenningi!!! Segið eitthvað….
Annars baráttukveðja að norðan
Benni
29.01.2003 at 20:53 #467192Jamm…. eitthvað til að velta fyrir sér!
Ég
27.01.2003 at 21:19 #467084Þessi fór í planka strekkjarann í Byko
Kv.
Ég
27.01.2003 at 02:05 #467064PS.
Þetta með "eldgömlum willys á fjöllum" finnst mér kjaftæði þú átt að vera áfram á þínum gamla ef þú ert ánægður með hann. Hvort dollan sé ný, gömul, barbí eða bara Patrol er ekki það sem skiptir mestu máli heldur að maður sé ánæg/ður með það sem maður á, drifgetan ræðst ekki á því hve dýr dollan er.
Ég hugsa að það yrði mjög leiðinlegt ef allir væru nú á eins bílum.Kv
Ég
-
AuthorReplies