Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.02.2005 at 00:25 #516300
Sko… ég held að það sé alveg sama hvaða boddy eða árgerð af pattrollu þú ert með, þeir koma aldrei til með að drífa baun.
Það er bara einn ríkisbíll og það er Toyota takk fyrir.
Kv.
Benni
07.02.2005 at 20:38 #516076Jahá.
Ég prufaði bara 1 sinni og lét það duga, tími trúnaðarmál…
Kv.
Benni
07.02.2005 at 02:32 #515872Sælir
Okkar hóp gekk mjög vel þ.e engar festur og engin vandamál.
Við vorum hinsvegar rúma 3 tíma ef ég man rétt að þræða leið upp á Hveravelli sem við ökum oftast á ca 10-20 mínútum.
Toyotan sem þú ert að spá í er HD80 44" gerðar og ég held að hann sé ættaður frá Hólmavík eða einhverju sambærilegu.
Þessum hóp var reindar bjargað af norðanmönnum og húsvíkingum."Þeir fóru svo frá Hveravöllum um svipað leyti og við til að aðstoða þá sem voru að koma að norðan"
þeir reindar fóru ekki langt og komust að því að mikill krapi var í kringum Hveravelli og urðu frá að víkja með brotinn bíl (Toy DC hrútshorn), við keirðum fram á kappana og tókum þá í fóstur.
Kv.
Benni
07.02.2005 at 00:22 #515868Ætlar þú virkilega að halda því hér að við Ofsi séum eitthvað að hliðra til sannleikanum hér á netinu í þeim tilgangi einum að búa til krassandi sögur? Ó, nei, allar uppl. er hér koma fram eru fengnar annarstaðar, hvort sannar eða ósannar er ekki okkar að fullyrða um þar sem við erum ekki á staðnum.
Að Lúther hafi verið að festa sig í krapa, þá kjaftasögu kaupi ég ekki heldur undir neinum kringumstæðum. Lúther er nefnilega mjög gætinn ökumaður og venjulega spáir hann mjög vel í svæðið sem framundan er áður hann rýkur á stað eða hvort þetta var öfugt þ.e. rýkur af stað og spáir svo, breytir kanski ekki öllu…
Kv.
Benni
06.02.2005 at 02:55 #195421Var að koma úr Hveravöllum af þorrablóti (höfðum ekki barnapíu næturlangt :(.
Við Hveravelli ar gersamlega allt á floti og voru hópar búnir að lenda í vandræðum og það oftar en einusinni með brothljóðum og öllum pakkanum… (ég braut ekkert Hlynur!)
Norðanmönnum og konum hefur gengið misvel og sama má seigja um sunnanmenn sem komu á blótið og komu Langjökul og sögðu hann frábæran í alla staði.
Blótið á Hveravöllum var frábært í alla staði og geggjuð stemming á liðinu.
Nú er ég sko farinn beinnnnnt í bólið!
kv.
Benni
05.02.2005 at 02:09 #515884Það hefur ekki náðst í þá í allt kvöld??? alltaf utann þjónustusvæðis…
Kv.
Benni
04.02.2005 at 22:20 #515880Núna kl.22:10 voru kapparnir við kiðagil og allt í góðu.
Engin snjór enþá en vænta má krapa eftir ca 1 klst hehehe…
Kv.
Benni
04.02.2005 at 22:12 #515836Lúther og Óskar voru að koma í Setur núna rétt áðan.
Þær fréttir komu frá Lúther að pæjunum gengi illa og að Gísli og Reynir hefðu skilið þá þ.e. Lúther og Skara eftir með þeim en það gekk ágætlega hjá þeim.
Hefði ekki verið nær að gefa þeim frí frá frekari basli þar sem þeir eru búnir að vera á ferðinni frá því í gær og þeir óþreyttu látnir um að aðstoða pæjurnar við að komast restina? Ég kanski er eitthvað öðruvísi en mér finnst að svo hefði átt að vera.
Annars sæmilegt hljóð í þeim.
Kv.
Benni
04.02.2005 at 20:14 #515878Núna kl.20:20 eru þeir komnir af stað aftur og eru við Íshólsvatn og í góðum gír.
Kv.
Benni
04.02.2005 at 19:55 #195413Nokkrir Akureyringar lögðu af stað kl.17:00 frá Akureyri í átt að Laugarfelli og ætla þeir upp Bárðardal. Förinni er svo heitið á þorrablót á Hveravöllum á morgun.
Hér verður ferðasaga þeirra sögð í kvöld (og nótt ef með þarf)…
Núna kl.19:55 eru þeir staddir við Mýri í Bárðardal og strax búnir að brjóta eitthvað, það skildi þó ekki vera hásing …)
Nánari fréttir fljótlega.
Kv.
Benni
04.02.2005 at 19:21 #515820Núna kl.19:25 eiga þeir eftir 9.8 km í setur, gengur ekkert hjá þeim.
Kv.
Benni
04.02.2005 at 13:18 #515808Núna kl.13:20 eiga þeir enn 11 km eftir og gengur ekkert, báðir pikk fastir í krapa.
Kv.
Benni
04.02.2005 at 05:06 #515786Jæja núna kl.05 eiga þeir enn talsvert í vaðið og ekkert bendir til þess að það eigi eftir að breytast í bráð.
það er ekkert nema krapi upp fyrir haus og tómt vesen ýmist er annar fastur eða þá báðir samtímis oftast eru það baðir samtímis.
Síustu 4 tímana hafa þeir lagt af baki hvorki meir né minna en 7 metra afturabak…
Ég legg eindregið til að þeir sunnanmenn og konur sem ætla að fara af stað á morgun. föstudag eða laugardag fari kjalveg, það er mun styttra þá fyrir okkur norðanmenn að koma og bjarga ykkur. Ákveðið hefur verið að norðanmenn verði með sérstaka björgunarvakt ykkur til stuðnings alla helgina og munum við notast við alveg nýja gerð af 26,07" krapa spólu dekkjum á sérstökum 32" breiðum spól felgubotnum.
Kv.
BenniSíðasta staðsetníng hjá þeim Lúther og Skara kl.05.10
[img:2ufjqkie]http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/images/44-3095-20482.jpg[/img:2ufjqkie]
04.02.2005 at 04:01 #514020Sælir.
Miðað við hvaða aðstæður og notkum miða þeir við…
36" 12"felgur
38" 14" felgur og málið dautt…Kv.
Benni
04.02.2005 at 03:49 #515784Jæja helv… netið fraus enn eina ferðina.
Núna kl 03:50 eru þeir ennnnn 1 km frá vaði og bara bras og vesen og MEIRA BRAS! allt löðrandi í krapa og meiri krapa.
Kv.
Benni
04.02.2005 at 01:19 #515780Enn eiga þeir smá spotta eftir í vaðið og Lúther er kominn á bólakaf í krapa, allt pikkfast. Þeir eru búnir að prófa að kippa og draga og spottast og ekkert gengur. Eru núna þessa stundina að moka eins og óðir menn og reyna allt hvað þeir geta til að losa Pattann. Ekkert bendir til þess í augnablikinu að það takist…
Næstu fréttir eftir 15-30 mín.
04.02.2005 at 00:52 #515778Þeir eru núna 3 km frá vaði, erfitt færi (2pund)skari kominn í skriðgír og alless ohohohoo allt að gerast
04.02.2005 at 00:01 #515770Þeir ættla að beyja út af Kvíslaveituvegi eftir 5 mínútur.
Enginn snjó enþá en eitthvað af krapapollum á leiðinni.
næst fréttir kl.01. ættu að koma að vaðinu þá og verður "bein lýsing"
03.02.2005 at 23:23 #515768Sælir.
var að heyra í Lúther núna rétt áðan og voru þeir enn á Kvíslaveituveginum og Lúther búinn að keyra útaf…
Fréttir verða næst ritaðar kl.23:55.
Kv.
Benni
02.02.2005 at 20:49 #515272Sælir.
Við norðanmenn og konur verðum á þorrrrablóti á Hveravöllum þannig að við verðum ekki svo langt frá ykkur þannig að þið bara kallið þegar þið viljið að við komum og björgum ykkur.
Kv.
BenniPS.
Það þýðir ekkert að hringja eftir kl.21 á laugardagskvöldið færum við í leiðangur þá myndum við örugglega enda á Hlíðarenda…ósennilegt að menn verði allsgáðir…
-
AuthorReplies