Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.10.2008 at 01:51 #631570
það er blóðugt stríð frammundan, nú verður sko tekið á þessum patrol köllum og þeir fá það óþvegið enda er þetta hinn mesti óþverra líður upp til hópa og alveg með ólíkindum að þessir menn fái að búa hér á þessu skeri, það ætti fyrir löngu að vera búið að senda þá í útlegð ég segi nú ekki annað.
23.10.2008 at 23:47 #631562hélt að menn væru alveg hættir að breyta þessum bílum.
22.10.2008 at 17:24 #631508búinn að tala við Kjartan?
s:824 8004
12.10.2008 at 04:04 #630586að freta því hér inn að Kaupfélag 4$4 hefur verið með HID-Xenon kastara frá bæði IPF og Hella á undir 50þ parið, einnig hefur Kaupfélagið líka verið með Lightforce HID ljós. Allt topp ljós. Kaupfélagið gefur kreppu grílu langt nef….
12.10.2008 at 03:02 #630938þetta er öruglega rétt hjá þér Andri minn.
Rosalega gott að ég og þú höfum enn vinnu ekki satt og lausir við bílalán og húsnæðislán sem eru gengistryggt…En já þetta má samt sem áður ekki verða of mikil drama ég er sammála því.
10.10.2008 at 17:04 #630928Hvet menn að til að fara gætilega því mjög margir eiga mjög erfitt núna skiljanlega. Við skulum líka hafa það að leiðarljósi kæru félagar að það mun koma sá dagur að það birtir til aftur en þangað til skulum við vera hughraust og standa saman !
06.10.2008 at 15:52 #630580þau eru það ekki, 4300k sem mest hefur farið sem dæmi er bara hvítt en svo er til 6000k og þá er komin blár tónn og alveg upp í 12000k sem er mjög blátt. Það er í raun hækt að velja alveg frá gulu og upp í blátt. Mér líkar ekki þessi bláu ljós og fannst ekki gott að aka með þau það sem mer líkar best við er 4300k (hvítt) og 3000k (gullt) annars er þetta svolítið smeks atriði hvað mönnum finnst best að vera með.
06.10.2008 at 12:06 #630574Eins og Agnar bendir á þá eru IPF 930 mjög góð ljós en það eru fleiri möguleikar. IPF 900 (S-9M12) er mjög gott ljós sem og Hella Luminator Metal (1F8 007 560-041). Lauma því einnig að hér að Kaupfélag 4$4 er með oktober tilboð á IPF 900 stóru krómuðu ljósunum og þar kostar par af HID-Xenon útgáfunni 44.000,- með öllu, köplum reley og takka. IPF 170w er eins og lítið vasaljós í afli við hliðina á því þótt gott sé svona til samanburðar.
30.09.2008 at 11:22 #629988held að þú ættir að taka þessar felgur hjá nafna og skoða 46" frekar en 47" nema þú ættlir að halda áfram að hanga í spotta á eftir okkur sem ég held að þú sért orðin frekar leiður á, kom reinda pása í það meðan þú áttir Toyotuna en hún var víst ekki nógu góð fyrir þig eða hvort það var liturin sem var ekki réttur á henni?
Nafni ef þú sendir einhverja í kaffi til mín þá lætur þú mig kannski vita bara með smá fyrvara…
28.09.2008 at 23:18 #629928skal skoða þessi LED mál aðeins fyrir okkur (njósna). Til gamans en þá er líka komið led fyrir heimili og er það til í öllumstærðum og gerðum bæði 220v og í stað 12v halogen.
28.09.2008 at 21:05 #629924ég held að það þurfi að vanda svolítið um val þarna eins og í svo mörgu öðru, kannski er þetta bara ekkert að endast yfir höfuð? en ég hef séð á verðum frá framleiðendum að það getur munað allt að 300% á verðum.
28.09.2008 at 14:36 #629920var búið og er að skoða þetta frekar en það eru fl. möguleikar í led ljósum, einn er t.d sá að það eru fáanlegar í dag led perur með mörgum led díóðum sem þýðir að þú getur notað sömu vinnuljós áfram,bara skift um peru og ótkoman er sú sama…
svona led ljós eru ekki að kosta mikið frá Kína þar sem þetta er hvort eð er allt framleitt…kaupfélags meðlimir munu fá frekari frétti í fréttapósti er þetta varðar. Að sama skapi er svilítið til í því sem haldór segir er varðar hitan en hann er mjög lítill og gæti valdið vandræðum.Kv.
Stjórinn
22.09.2008 at 20:16 #629766maður þá stingsög ef maður vill fá grenri rákir?
12.09.2008 at 13:32 #629214Hugmyndin um geiturnar er góð og skal ekki gera lítið úr prinsipinu sem liggur á bakvið þá pælingu.
Hiclone hinsvegar er að virka. svo kemur smáa letrið… það er ekki sjálfgefið að þetta virki í öllum bílum og þá síst í bensínbílum ef ég man rétt. Ég hef sett svona í og prufað í Hilux og patrol eins 6.2 GM og í þessum tilfellum var þetta að virka, ég pruaði þetta nokkuð "faglega" ók nokkrar ferðir upp ákveðna brekku fyrir og eftir eins tók ég eftir að vélin var þýðari með þetta. Hvernig þetta virkar, þetta í raun jafnar hlæðið inn á greinina þ.e hver pípa ef svo má orða fær jafnara flæði ef (ég man rétt). Það er nokkuð fróðlegt að sjá að m.a Benz ef farið að setja svona sambærilegt í mótora hjá sér í dag…Ekki gleima að það er 30 daga skilaréttur á þessu þannig að það kostar lítið að prufa menn finna strags hvort þetta virkar eða ekki hjá sér….
10.09.2008 at 17:17 #629146Þetta er mjög sniðug lausn sem þessir strákar eru að vinna að og verður flott hjá þeim. Þetta byggir upp á nemum sem eru í hverju hjóli sem svo senda merki á móðurstöð inn í bíl og þaðan fer merkið í tölvu eða sér skjá sem hækt er að fá með þessu. 12v GPS bíl tölvurnar með snertiskjánum sem kaupfélagið er að fara að taka inn (þegar gengið lækkar) vinna með þessu og geta menn þá verið með t.d samtímis GPS og loft á skjánum hjá sér ásamt fl. Varðandi verð þá er það enn sem komið er ekki alveg fyrirliggjandi en það má reikna með að nemar og móðurstöð kosti ca 80.000,- en ath þetta er gróf hugmynd á verð frá þeim, ef mikill áhugi verður á þessu gefast forsemdur fyrir betri verðum hugsanlega. En þetta er mjög spennandi.
10.09.2008 at 15:23 #628742stefni á að vera sami aumingji og pétur og koma á laugardag (ef nýji krúsi verður kominn út úr skúrnum?) og ég skal alveg vinna fyrir matnum og vera með óhóflegan skamt af leiðindum..
09.09.2008 at 20:41 #629120Ja ég veit ekki hvað orginal kostar né hversu legri dempara er hækt að fá hjá Toyota. OME er fínnt dót og gott að fá þetta í pari þ.e gorma og dempara fyrir akkúrat LC80 það virkar allavega fínnt finnst mér HT gormar frá Artic og Koni virka líka vel en er talsvert stífara dæmi þ.e gormarnir, allavega í LC80, græni LC hjá mér er með HT og koni og hann er hastur á þeim en mjög skemtilegur í akstri, þetta er mjög dýrt við hliðina á OME og er ekki endilega viss um að það sé þess virði…
09.09.2008 at 14:08 #629114Svo er Bílabúð Benna með þetta í settum OME, fínar vörur og verð. Veit ekki hvað þetta kostar í lúxa en ég var að versla í LC80 gorma og dempara 10cm lengri en orginal og það endaði í 115þ ef ég man rétt undir öll 4 hjólin. Ekki vera að spar í fjöðrun það marg borgar sig að gera þetta aðminnilega og vera með alvöru dót í þetta jepparnir verða bara betri við það!
05.09.2008 at 13:05 #628952Þetta apparat er nauðsinlegt í allar breytingar, ég nota svona mjög mikið þar sem þetta er mikklu snyrtilegra en að nota rokk sem subbar allt, þarf reindar líka að nota sverðsög þar sem svona sög ræður við mjög takmarkað, einnig er hækt að fá frama á þessi tæki þjalir og ýmislegt. En það þýðir ekkert að vera með neitt nema alvöru græju ef þetta á að gera eitthvað að viti.
05.09.2008 at 12:58 #628724Þú getur náttúrlega líka sett coolerin ofan á vél og skóp á húddið ,þetta er náttúrlega ekki eins gott en betra en engin cooler. Einnig hafa menn sett viftu sett með til að auka flæðið inn á coolerin. Varðandi túrbínu þá setti ég manual bust controler í minn bíl sem er reindar Toyota en þetta ætti að virka eins í patta og hann er sniðugur að því leitinu að þú getur aukið og minkað þrýsting inn í bíl, þetta er í raun bara nálarloki og fer á milli bínu og membru með þessu fæ ég sem dæmi 5.8 psi á 1200 rpm og læt hana blása 15 psi, kostaði einhverja $35 í usa.
-
AuthorReplies