Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.12.2007 at 18:15 #607978
Þessar vélar (22rte) komu í sumum hilux eða fourrunner á árunum 85 til 87. Ég setti svoleiðis vél í 90 módelið af xtra cap sem var orginal með 22re.
21.12.2007 at 19:19 #607404Hvernig kemur út að keyra bensín vél á steinolíu þeas blanda hana við bensín. Eða jafnvel að drýgja bensínið með litaðri dísil
19.03.2007 at 07:11 #585096Athugaðu með háspennukeflið, það gæti verið valdurinn að báðum vandamálunum því mig minnir að það fari snúra úr því og í snúningshraðamælinn. Einnig gæti kaldræsispíssinn ekki verið að virka hann er vinsta megin á soggreininni.
03.03.2007 at 13:04 #199837Hafa menn verið að fara einhverjar aðrar leiðir en að setja arm frá Árna Brynjólfs fyrir tog og millibilsstöngina á liðhúsið á hilux þegar þeir hafa verið settir á gorma í stað fjaðra
10.01.2004 at 02:05 #483794Við hefðum tekið myndir en höfðum engann kubb……………….
Að öllu gríni slepptu þá tók ég myndir til að sanna tilvist þessa bíls en viti menn og konur það vantaði filmuna í helv KODAK vélina sem ég fékk fermingargjöf. Næst fæ ég mér digital vél því að það virðist vera jafn erfitt að ná mynd af manninum og loch ness skrímslinu.REMEMBER THE TRUTH IS OUT THERE
10.01.2004 at 01:51 #483714Trúlega virkar hún ekki fyrr enn hún verður á móti sjálfri sér en það er eðlilegt af læsingu að vera því að að hún er trúlega vinstri spansgræn, hættu bara að vera sammála henni og þá mun ruslið virka
10.01.2004 at 01:06 #193423Hitti einn glaðan patrol eiganda um daginn í nágrenni skjaldbreiðar milli jóla og nýárs þegar að færið var sem þyngst ég var farþegi í 88″ model af cruiser með nýrri gormafjöðrun og á 44″ með 6,5turbo chevy sem að komst ekki rassgat. En sem betur fer kom þar að patrolman sem að hann kallaði sig og dróg okkur beinustu leið á lygndalsheiði sem að bjargaði okkar lífi enda búnir að sitja fastir í 12 tíma í grútarmökksvímu. Nema þá krúsaði patrolman til baka og upp á langjökul og yfir hann endilangann á Hveravelli sem að er mjög gott mál nema það að hann tók framúr okkur í hringtorginu við rauðavatn og lýkur þar með sannri og aðdáunarverðri sögu af alvöru fjallatrölli sem að enginn þá meina ég enginn getur keppt við
26.12.2003 at 04:57 #482766Hverju á ég að trúa! Ratar þú ekki um heimaslóðir vorra!
Þarf ég að leiða þig þangað?
Punkturinn á Heljarkinn er svona sirka handan við hæðina.
Kv Luxus
15.03.2003 at 19:25 #470868Að sjálfsögðu hafðir þú rétt fyrir þér Óli enda kemur þú af góðum ættum, þakka upplýsingarnar.
15.03.2003 at 19:17 #470864Ég hef grun um að þú hafir étið gömlu grútarsíuna í kaffinu áðan í misgripum fyrir það sem þú ætlar að hvolfa í þig í kvöld. Mjög algengt er að menn fái rugluna eftir að hafa eitt of löngum tíma einn með grútarbrennara í dimmum kjöllurum hænsnasláturhúsa, og trúlega hefur svarti kjúklingurinn ekki hjálpað þér að ná bata enda trúlega um seinann þar sem þú hefur fengið of mörg yfirliðaköst yfir gangtruflunum og mikilli grútareyðslu. Svona köst orsaka og hátt hlutfall af grúti miðað við loft inn á heila og fara menn því að misskilja OWNERSMANUL bókina.
Kveðja frá Beina sem lætur dæluna ganga.
15.03.2003 at 02:25 #192357Getur einhver frætt mig hvað stjórnar bensíndælunni í 2,4 toyota hilux Efi, þ.e hvað ræður hvenar hún fer í gang?
Með fjallakveðju, Beini
31.10.2002 at 21:54 #191761Mig vantar upplýsingar um hvað er gott að nota á milli húss og palls á toyota hilux sem er búið að opna á milli,og hvar efnið fæst?
-
AuthorReplies