Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.02.2006 at 15:38 #544104
ég er nú reyndar alltaf með hjálm í bílnum, en ég nota hann nú bara þegar broddarnir og ísaxirnar, eru teknar upp, eða þá sigbeltið og línan.
22.02.2006 at 22:56 #544038ég held að niðurstaðan úr þessu öllu sé að það ættu allir félagar að hafa bílanna sína tryggða fyrir öllum mögulegum tjónum á fjöllum, og svo ætti klúbburinn að sjá til þess að tryggingarfélögin greiði þegar tjón verður. Klúbburinn á nú einu sinni að vera hagsmunafélag jeppamanna.
Ef allir væru tryggðir og tryggingarfélögin myndu borga, þá þyftri ekki að hafa svona söfnun. Lærum bara af þessu!
baráttukveðja,
Baldur
sem er með gamla jeppahræið sitt tryggt í bak og fyrir og vonar að tyggingarfélögin borgi ef hann eyðilegur bílinn á fjöllum
21.02.2006 at 00:07 #543742ég hafði hugsað mér að smíða eitthvað svipað þessu; [url=http://www.allprooffroad.com/index.php?option=content&task=view&id=30:3llnxauv]http://www.allprooffroad.com/index.php?option=content&task=view&id=30[/url:3llnxauv]
reyndar hef ég verið að spá hvort maður gæti ekki útfært þetta betur þarna fremst, svo maður hafi meira pláss fyrir fæturnar. Svona stuttir menn eins og ég eru jú með sætið svo framarlega
En það eina sem stoppar mig í þessu er að hafa ekki aðgang að beygjuvél
17.02.2006 at 16:27 #543106Rúnar, liggur munurinn á patrolunum ekki bara í því hvort sé búið að færa efri aftur stífurnar niður eða ekki. Mig minnir nú að Hlynur hafi einhvern tíman sagt mér að það væri ekki búið að færa niður í bílnum hans. Hvering var þetta Hlynur?
kv
Baldur skáti
11.02.2006 at 03:16 #541518Einar þetta er rosalegt!
ég geri ráð fyrir því að þú verðir eitthvað í skúrnum um helgina 😉 kíki kannski á þetta hjá þér.
07.02.2006 at 22:31 #541908[i:2u75a4wr]ENGIN (VERKFRÆÐI) ‘ALIT takk fyrir.[/i:2u75a4wr]
hvað meinarðu? megum við verkfræðinördarnir ekki koma með álit á þessu ? Ég held þá bara kjafti 😉
01.02.2006 at 19:09 #541134líka langbesta verðið og heiðarlegir menn í viðskiptum þarna hjá BJB, þeir eru ekkert í þeim pakka að reyna að selja manni eitthvað sem maður þarf ekki, eins og aðrar ónefndar pústþjónustur á höfðuborgarsvæðinu
29.01.2006 at 22:53 #540706mér finnst þetta nú vera misjafnt eftir gerð ljósanna. t.d. sé ég ekkert að því að menn keyrir með þoku/skafrenningsljós sem lýsa mikið lægra en lágu ljósin og eru ekki skærari en þau, þegar það er þoka eða skrafrenningur. Hins vegar þegar menn eru með kastara í gangi innanbæjar (og kastari kalla ég ljós sem er ekki dreift).
Þessi parkljós í stóru kösturnum bögga mig ekki, en tilgangurinn í þeim? það er annað mál.
Ég nota stundum aukaljós á bílnum mínum á úti á þjóðvegi á vetrarnóttum, en ég er með þetta allt stillt inn á háuljósin og passa mig á því að lækka snemma. Það blindar mig ekki þegar vörubílarnir eru með þetta, svo ég geri ekki ráð fyirr því að ég blindi aðra. Hins vegar er ég viss um að það eru einhverjir þarna úti sem pirrast útí það að sjá mig með aukaljós. En háuljósin ættu nú frekar að blinda þá þar sem þau eru skærari en aukaljósin mín.
Reyndar eru til lögleg aðalljós sem mér finnst of skær, en það eru aðallega sportbíladrengir sem eru með mjög sterk xenon ljós, rosafínt ljós af þessu, en mér finnst betra að mæta mönnum með lítil þokuljós heldur en þessi úti á þjóðvegum í myrkri
En það er rétt, maður á að hafa gaumljós á öllum aukaljósum sem elta ekki háuljósin.
Baldur upplýsti
26.01.2006 at 22:05 #540370ég hef alltaf skilið þetta þannig að kelvin talan sé hitastigið á ljósboganum sem myndast í þessum xenon perum, og þá hitastigið á glóðaþræðinum í halogen perum. Og liturinn fer eftir því hverstu mikill hitinn er.
Ég er þó alls engin sérfræðingur í ljósfræðum, en ég gæti ýmindað mér að þetta væri eins og kertalogi, hann er blár neðst þar sem loginn er heitastur og svo hvítur og yfir í gullt ofar þar sem hitinn er minni. En þetta eru bara vangaveltur, hef ekkert fyrir mér í þessu
annars er ýmislegt áhugavert um þetta hérna:
[url=http://auto.howstuffworks.com/question387.htm:3paysvqh]http://auto.howstuffworks.com/question387.htm[/url:3paysvqh]
25.01.2006 at 19:25 #540270ég hef sagt það hérna áður, ef þetta væri einn af þeim vefum sem ég stjórna væru nokkrir hérna ekki lengur með aðgang, í það minnsta tímabundið.
23.01.2006 at 17:43 #197139hvar á ég að kaupa slökkvitæki í bílinn? Ég vil tæki með málmfestinu sem brotnar ekki. Veit einhver hvar þetta er hagstæðast?
kv
Baldur
21.01.2006 at 23:21 #539804er framdrifið ekki bara vitlaust innstillt? Þekki einn sem lenti í því með afturdrif, bíllinn var allur stífur og leiðinlegur, og svo eftir langan akstur var draslið ónýtt.
21.01.2006 at 16:15 #539656Það er rétt sem eik segir, dempunarstuðull styttist út þegar maður reyndar eigintíðni svo hann skiptir ekki máli í því samhengi, en hefur vissulega mikið um fjörðunareiginleika bílsins.
En ef eigintíðin framan og aftan er sú sama hreyfist bíllinn eins framan og aftan, þe. akkúrat öfugt við það sem þið segið. Þá fer hann frekar mjúklega upp og niður í staðinn fyrir að hendast fram og aftur.
Ef þið hafið séð Dakar rally bíla hreyfast þá er þetta nákvæmlega þannig. Enda er þessi hönnunar aðferð notuð þar.
Þetta er fræði sem ég hef beint úr Vélhlutahönnunarfræðunum sem ég er að stúdera, og ég ræddi þetta einmitt við kennara í fyrra sem er með með háar gráður í þessum fræðum og jeppakall.
Hins vegar hugsa ég að það sé nú aðallega horntíðni dekkjanna sem hefur áhrif á jeppaveikinna, er það ekki annars þegar stýrið djöfllast til? hefði haldið að það væri kerfið dekk-hásing sem hefur mest um það að segja. En það er nú eitthvað sem ég hef lítið stúderað.
20.01.2006 at 23:29 #539736þessir 3 hafa pottþétt ekki verið fjallamenn, þeir hefðu örugglega stoppað.
20.01.2006 at 22:43 #539648en sama hvað menn gera þá er það best að velja gorma í samræmi við hinn ásinn. Þ.e. ef maður er búinn að smíða eitthvað fínt að framan, þá fæst best fjörðun með því að hafa eigintíðni afturfjörðunar þá sömu og framfjörðunar.
Þetta er frekar auðvelt að gera, bara mæla þetta með því að finna út á hvaða tíðini bíllinn hreyfist mest, með því að djöflast á stuðurunum. Í sumum tilfellum væri ágætt að aftengja demparana til að gera þetta auðveldara.
Ég hef reyndar aldrei lesið neitt eða lært um loftpúða, en ég geri ráð fyrir því að þetta sé hætt að mæla og breyta þá þrýstingi eftir því sem þarf.
20.01.2006 at 14:30 #539636Gormar sem arctic trucks selur, minnir að þeir heiti HT, þeir eru fjólubláir. Prógressífir gormar sem eru held ég smíðaðir sem aukahlutur í 4runner.
18.01.2006 at 17:15 #539462jámm, maður ætti að smíða sér búr. mér finnst einmitt mjög sniðugt búrin sem bretarnir nota mikið á landrover og súkkur, en þau eru utan á boddýinu, ekki inn í því. Kannski frekar ljótt, en mjög sniðug þar sem þau verja boddýið líka, hef sé myndir af þessum ‘grasaksturs’ bílum þeirra tjalla fara nokkra hringi, og þeir máluðu veltibúrið eftir veltuna… allt og sumt sem þurfti að gera.
En þetta myndir nú örugglega ekki koma mjög vel út á straumlínulögunum bílum.
11.01.2006 at 20:31 #538450já þetta væri gaman að vita, ég veit reyndar að uppgefinn hersla á land cruiser 90 og 120 er 120 Nm, svo ef einhver getur gefið mér upp þvermálið á boltunum á þeim þá get ég reiknað út styrkinn, svona sirka allavega.
11.01.2006 at 20:06 #538622prófaðu að leita að toyota surf. 4runner heitir það víða.
05.01.2006 at 20:52 #5378823.0 lítra vélin sem er í Hiluxnum útí heimi heitir 1KD-FTV og er nákvæmlega sama vél og er í Land Crusier 120, svo mér finnst vægast sagt mjög ólíklegt að þeir banni þessa vél. Enda veit ég að arctic trucks í noregi er búinn að breyta svona bíl á 35 tommu og gátu allavega skráð hann þar.
Svo er líka mjög ólíklegt að þeir fari að banna svona hitech vélar.en ég bíð allavega spentur eftir því að hann komi með 3.0 lítra mótor
-
AuthorReplies