Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
31.03.2006 at 14:25 #547980
þú átt væntanlega við þá þvingun sem verður þegar bíllinn misfjaðrar, því þá þarf í raun að snúast upp á stífurnar í 4 linkinu. En fóðringarnar taka þetta á sig.
Ég veit ekki hvort það er bara tilfinning hjá mér, eða leggjast bílar með A-stýfum meira út úr beygjum heldur en vel upp sett 4-link?En ég er allavega sáttur með 4linkinn í bílnum mínum, fjörðunarlengdin verður ekki meiri nema ég skeri restina af aftur brettunum í burtu, svo ég skil ekki hvað menn eru að eltast við meiri misfjörðun. Nú eða þá að dúndra hásingunni niður, en þá væri bíllinn orðinn of hár að mínu mati.
en Rúnar; skrifaðu endilega grein.
30.03.2006 at 00:10 #547770mæli með að byrja á að skoða hvort allir skynjarar séu ekki örugglega í lagi. Sérstaklega ef þér finnst hann eyða miklu. Athuga þá eina helst súrefnisskynjarann.
En svo má hressa þessar vélar eins og aðrar með flækjum, síu, pústi, svo er víst hægt að fá heitari ás í þær
25.03.2006 at 16:46 #547322svona tölvur ættu ekkert að klikka frekar en annar rafmagnsbúnaður í bílum. Þessar tilteknu tölvur sem ég er að tala um (mini-itx) ættu meira að segja að þola hristing og raka betur en margur annar rafeindabúnaður.
En það ætti ekki að vera of flókið að búa til svona active-a loftpúðafjörðun, bara nokkra þrýstimæla og loka, smíða rás og tengja við tölvuna með serial eða paraleall, og skrifa svo forrit sem stjórnar þessu. Gallinn væri auðvitað að það tekur alltaf smá stund að starta tölvum.
25.03.2006 at 13:56 #547316vissulega væri það overkill, en það er bara svo gaman að grúska í einhverju svona. Menn hafa víst mismunandi áhugamál 😀
En burt frá því þá var ég nú aðallega að benda á það hversu sniðugar þessar tölvur eru, því vissulega eru margir okkar sem viljum hafa tölvu í bílunum fyrir kort, tónlist og þannig. Og svo eru þær alls ekki dýrar miðað við fartölvur
25.03.2006 at 01:02 #547312besta lausnin er að fá sér ‘mobil’ tölvu. Ekki fartölvu heldur tölvu sem er hönnuð til að vera í bíl, bát, flugvél og þannig. Og tekur 12 VDC inn á sig, þá losnar maður líka við invertor og þannig. Svo bara eins og einhver benti á; Skjá í mælaborðið.
Þetta er allavega það sem ég stefni á.
[url=http://www.mini-itx.com/:11icxkgr][b:11icxkgr]hér er linkur á síðu með svona tölvum[/b:11icxkgr][/url:11icxkgr]
Svo má auðvitað nota þessar tölvur í meira, sérstaklega þar sem maður myndi fasttengja þær. Svo maður gæti skrifað forrit til að stýra ljósum, loftpúðum, úrhleypibúnaði og allt mögulegt 😀
21.03.2006 at 19:12 #547218ég er nokkuð viss um að það séu sömu kantarnir. Munurinn á þessum skúffum liggur nú aðalega í hvort það eru krókar eða ekki utan á henni. held að resti sé eins. Annars er það mjög svipað, og þessir kanntar eru nú ekki nákvæmasta smíði í heimi.
16.03.2006 at 18:48 #546626þú ert örugglega búinn að athuga þetta, en sum dekk eru voðalega viðkvæm fyrir því að vera rétt ballanceruð. Hef lent í því með patrol og 44 tommu
15.03.2006 at 14:04 #543820við komum við í setrinu á sunnudaginn af því að við vorum svo fljótir yfir sprengisand, fórum svo klakksleið til byggða. Það er skemmst frá því að segja að það var allt á kafi í snjó á þessu svæði, sérstaklega í brekkunum við kisubotna og þar suður af. Víða snjór uppá stuðara á 44 tommu pjattrollum. Enda vorum við dágóða stund þarna niður úr.
kv
Baldur
10.03.2006 at 13:13 #546080ég sé enga ástæðu til þess að skipta þessu úr fyrir loft, ég er búinn að lenda í því að mótorinn festist. Ég tók hann einfaldlega í sundur, pússaði upp seglanna og rotorinn, smurði, setti saman og þétti og dótið hefur virkað síðan. Og það kostaði bara eins og 2 tíma í vinnu.
10.03.2006 at 00:10 #546074þetta er uppáhald allra hilux eigenda.
En reyndar er það þannig að ljósið á að blikka þegar læsingin er að fara á og þegar hún er að fara af. Og loga þegar hún er á. Hins vegar getur læsingin alveg virkað þó ljósið logi. Því að er lítill rofi ofan á hásingunni (alveg sér, ekki áfastur mótornum og því) sem skynjar stöðuna á læsingunni.
En þetta er voðalega einfaldur búnaður og auðvelt að halda þessu í lagi, bara fylgjast með þessu. Ég hef það fyrir reglu að taka þetta upp á vorinn, því ef það kemst vatn inn í draslið þá festist þetta allt, en það er auðvelt að laga.
09.03.2006 at 23:58 #546058já það er einhver snjór þarna, ekkert mikill en eitthvað. Svo það er bara um að gera að mæta á tækjamótið 😉 Við Davíð verðum þar, svo þetta verður bara gaman 😀
09.03.2006 at 14:18 #546006Einar minn, er ekki nóg pláss undir bílnum þínum? Ég held nefnilega að gangbretti séu það sem er algengast að skemmist á jeppunum okkar, þeir leggjast á þetta í krapa og á ísskörum. Svo ég myndi allavega ekki vilja sjá svona á mínum bíl, frekar vil ég hafa tanka undir bílnum og vel varða fyrir hnjaski.
08.03.2006 at 12:56 #545878mér finnst þetta góð grein. Hugsa að þetta sé nokkuð rétt hjá honum. Svona námskeið ætti nú ekki að vera mikið mál að fá landsbjörgu til að halda fyrir klúbbinn. Allavega tók ég svona námskeið á sínum tíma í nýliðaþjálfun í björgunarsveit, og ég gat ekki séð annað en að leiðbeinendurnir hefðu bara gaman að því að kenna þetta.
En ég er hins vegar alltaf með allar græjur til sigs og klifurs í bílnum þegar ég fer á fjöll, þetta þarf ekki að vera dýr búnaður, miðað við annað sem við eyðum í bílanna. Alger óþarfi að kaupa það lang flottasta.
07.03.2006 at 14:54 #545808það er ekki mælt með því að nota spil þegar það er verið að láta mann síga, sérstaklega ekki til að koma honum upp. Spil eru nefnilega gríðarlega öflug og maður er fljótur að tjóna sigmanninn ef eitthvað kemur uppá.
Karabína er hinsvegar nokkurs konar lás eða lykkja, ekki ósvipuð því sem maður sér notað með keðjum.
05.03.2006 at 21:44 #545336mér finnst þessi
[url=http://www.f4x4.is/new/profile/?file=3606:1v2adeu8]https://old.f4x4.is/new/profile/?file=3606[/url:1v2adeu8]koma sterklega til greina
02.03.2006 at 22:12 #538320mér þætti nú bara eðlilegt að hafa BB-code á þessari síðu. En það er mjög einfalt kerfi til að setja inn myndir, linka, bold og fl… Þetta er notað á hugi.is meðal annars og á flest öllum open source spjallkerfum.
Það kom mér reyndar verulega á óvart þegar þessi vefur var tekinn í notkun að þetta væri ekki til staðar. Hefur reyndar ekkert böggað mig, þar sem ég get alveg sett inn myndir og linka með gömlu aðferðinni.
EN ég skora á vefnefnd að gera eitthvað í málinu.
02.03.2006 at 22:01 #545250Hlynur minn, það má örugglega smala saman þeim sem voru að vinna í rækjunni, parket verksmiðjunni, kíselduftinu og víðar, ekki eru þeir að vinna á svæðinu núna. Svo flytja ungu menntamennirnir sem ég var að tala um aftur heim, með maka og börn. Það verður nefnilega að taka inn í dæmið að börn og heimavinnandi húsmæður teljast víst líka með sem íbúar.
En þessi tala 700 var nú bara eitthvað sem ég las einhvers staðar, ekki heilög tala fyrir mér, og sennilega var þetta allt að 700. Allavega hefur fækkað um nokkur hundruð þarna frá því að ég man eftir mér. 10 árgangar af grunnskólanemum sem flytja burt eftir menntaskóla eða þegar þeir misstu vinnuna í rækjunni eru nú bara hátt í 400-500 manns fyrir utan maka og börn. Og ég er viss um að stór hluti þess fólks væri til í að flytja aftur HEIM. Allavega flest allir sem ég hef talað við um að flytja aftur heim 😉
02.03.2006 at 18:02 #545244Já, ætli þú hafir ekki átt við mig Davíð minn. Ég er vissulega húsvíkingur. Reyndar er ég nú í höfuðstaðnum að nema verkfræði, en ég hef spurnir að því að flestir séu jafn ánægðir með þetta og ég. Reyndar veit ég persónulega bara um einn húsvíking sem er ekki hlyntur þessu.
Varðandi Þeystareykjasvæðið, þá finnst mér því alveg fórnandi fyrir öll þau störf sem svona verksmiðju fylgja. Þetta svæði er nú vissulega eitthvað notað af okkur jeppamönnum, og hestamönnum á sumrin. En ég veit ekki hvað er langt síðan 4×4 menn frá Húsavík gistu í skálanum. Böggar mig allavega ekki að þurfa að keyra við hliðina á vegi þegar ég er að jeppast þarna. Maður fer hvort sem er alltaf upp í Hnjúkanna og svo beint strik uppá Bungu. Og þetta eru nú bara svona eftirvinnu túrar
En þetta verður vissulega mjög gott fyrir svæðið, talað er um að þetta gæti aukið íbúafjölda Húsavíkur um 700, því þessum nokkru störf í álverinu sjálfu fylgja helling af örðum störfum, ss. sjúkrahúsið, verslanir, skólar og fl.
Þetta verður líka til þess að ungt menntað fólk frá Húsavík getur frekar fengið vinnu heima hjá sér, en það er nokkuð almennt að fólk sem fer frá þessu svæði til að mennta sig er til í að flytja aftur norður að námi loknu. En því miður er lítið um vinnu fyrir háskólamenntað fólk á þessu svæði. En álveri, virkjunum og tilheyrandi fylgja alveg hellingur af áhugaverðum störfum fyrir menntað fólk.
Allavega kem ég til með að flytja aftur heim að námi loknu ef ég fæ vinnu sem hæfir menntun minni.
En hins vegar þætti mér verra ef þeir fara að virkja Fljótið. Reyndar finnst mér það ekki líktlegt að þess þurfi, miðað við alla þá orku sem er að finna í jörðinni á þessu svæði. Ég tala nú ekki um ef okkur tekst að bora svolítið dýpra og ná upp enn heitari gufu.
En svona í lokinn, þá finnst mér fáráðlegt að fara að stækka álverin hérna á höfuðborgarsvæðinu, nóg er nú af fólkinu og mengunni hér. Og ég get ekki séð að það sé erfitt að fá vinnu á höfuðborgarsvæðinu, allavega hef ég getað valið úr 2-3 stöðum þegar ég hef verið að leita að vinnu.
27.02.2006 at 00:56 #544886hér eru til ýmis konar skemmtilegir hlutir til að koma stærri vélum í toyota:
http://www.downeyoff-road.com/
26.02.2006 at 21:17 #544804ég keypti mudder bara beint af umboðinu (bílabúð benna) fékk meira að segja fínann afslátt á því að vera í 4×4. Þeir sáu um mírcoskruð og alles.
En með felgurnar, þá er ég með 12 tommu og er ekki alveg sáttur, þau krumpast fullsnemma. Ég hef samanburð af bílum sem eru á 13 og 14 tommu felgum á eins dekkjum og eins bílum, og þeir fara í neðar í þrýstingi áður en krumpan kemur.
Svo ef þú átt pening, þá myndi ég skipta felgunum út (getur eflaust sett þær eldri uppí). Í það minnsta ætla ég að skipta um felgur þegar ég á aur.
og það er mesta þvæla að mudder tolli illa á felgunum ef þær eru breiðari en 13 tommur. Þetta gæti reyndar verið rétt á álfelgum, en að mínum mati eiga álfelgur ekki heima á fjallajeppum hvort sem er.
kv
Baldur
-
AuthorReplies