Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
05.12.2006 at 15:10 #570240
ég hef oft lent í því að læsa mig útí í hiluxnum mínum. En mér var kennt af fyrrverandi starfsmanni hjá Krók hvering er best að gera þetta.
1. taka svarta listan við rúðuna af.
2. fá sér stífan vír og beygja hann allveg til baka þannig að hann liggji niður, taki svo krappa u-beygju upp aftur, þaðan þarf hann að vera svona 20 cm upp og að lokum beygja hann út á við í tæplega 90 gráður og hafa þann enda svona 1-2 cm. (erfitt að lýsa þessu)
3. þræða þetta niður með rúðunni þar til endin sem stendur út er komið niður fyrir hana. þá er bara að tog upp svo þetta endinn sem var beygður alveg til baka fara inn fyrir rúðuna. svo er smá maus að koma þessu inn fyrir þéttilistan sem er á innan verði rúðunni.
4. nota stutta endan til að ýta takkanum upp.
Ég gæti nú hugsanlega teiknað mynd af þessu og sent þér á tölvupóst ef þú gefur mér netfang
kv
Baldur
01.12.2006 at 19:06 #569964ég lækka alltaf í verkinu á hiluxnum mínum áður en ég fer í skoðun. Samt er hann nú ekki að reykja neitt miðað við marga bíla, og ég reyni að halda reyknum í lágmarki þar sem diesel vélar eiga víst að ná varma og vélfræðilegu hámarki sínu rétt áður en þær fara að reykja (skv. bók um turbo diesel tuningar).
svo gæti líka verið nóg að skipta um loftsíu 😉 þar sem sótið kemur vitanlega þegar öll olían sem fer inn á vélina nær ekki að brenna. Og það þýðir of hátt hlutfall olíu miðað við loft. Svo þá er bara að minka olíuna eða auka loftið.
29.11.2006 at 19:41 #569752ég verslaði við þá í sumar fyrra útaf vinnunni, það var bara alltof dýrt. Töluvert hærri taxti en á venjulegu bílaverkstæði. En vinnubrögðin voru mjög góð
22.11.2006 at 16:49 #569134kærar þakkir
Ég náði sambandi við Rúnar og þetta er hið besta mál.Ég kom nú þarna í sumar og gat ekki betur séð en þetta væri ágætis skáli, en það má alveg vera kalt okkar vegna 😉
kv
Baldur
22.11.2006 at 15:54 #199024daginn
getur einhver bent mér á við hvern ég á að tala til að fá gistinu í stóra skálanum í Veiðivötnum?Baldur
Þ-455
22.11.2006 at 15:44 #569064ég fékk mér einfaldlega bara 3 stöðu rofa, inná hann kemur þá svissaður straumur og straumur frá háuljósunum. og frá honum fer þá straumur í relayið sem kveikir á ljósunum. Þannig get ég valið hvort þau loga stöðugt eða elta háuljósin. helsti gallinn við þetta er það að það er erfitt að finna 3 stöðu rofa með ljósi. En ég leysti það bara með því að setja ljós við hliðina á rofanum.
kv
Baldur
18.11.2006 at 18:31 #568186hvering er gúmmíið í þessum nýju DC? slitna þau jafn hratt og önnur DC dekk? Ég verð nú að segja að ég kann vel við að keyra á DC, sérstaklega á malbiki, og þau eru fín í þurrum snjó. Reyndar aldrei verið almennilega sáttur við þau í blautum snjó og krapa. En samt hef valdi ég nú að kaupa mudder, einfaldlega vegna þess að mér finnst DC slitna alltof hratt. Og en mér finnst það eiga við 31-32", 38" og 44", hef ekki reynslu af millistærðunum.
En hver er annars munur á stífleika á þessum nýju super swamper dekkjum og þeim eldri? Félagi minn á eins bíl (hilux) var nefnilega á super swamper af eldri gerðinni og náði engu floti útúr þeim þó svo allt loftið væri farið. Eru þessi nýrri eitthvað mýkri?
18.11.2006 at 16:38 #568628sælir
ég nota steinolíu útí græna dieselinn sem ég nota í fjallaskálanum sem ég sé um. Virkar alveg príðilega með svona 20% steinolíu. En ég er vanur að kaupa þetta á dælu hjá Olís við álfheima/suðurlandsbraut. Maður væri nú fljótur að fara á hausinn við að kaupa þetta á 5 lítra brúsum.kv
Baldur
18.11.2006 at 16:31 #568690sælir
ég fór uppá Heiði í gærkvöldi til að opna fyrir skátakrökkum sem voru að fara í skála sem ég sé um þar. Keyrði upp með Skarðsmýrarfjalli og þar er bara 20 punda færi. Ekkert til að leika sér í. Gæti reyndar verið eitthvað meira inn í Fremstadal en finnst það ólíklegt. Einna helst að finna snjó í Innstadal.kv
Baldur Skáti
16.11.2006 at 19:19 #568064þetta er nú örugglega fínasta vél, en þetta dyno chart er handónýtt, sýnir ekkert nema það snúningssvið þar sem mesta torkið er. Hún heldur reyndar torkinu nokkuð vel, en tilgangurinn með svona ritum á nú að vera að geta sýnt manni hvenær torkið fer að aukast og hvenær það dettur niður aftur.
virkar reyndar fyrir race kallanna sem taka af stað á 3000 snún. En tæplega fyrir okkur sem höfum snjó en ekki malbik undir hjólunum 😉
gangi ykkur vel með þetta
16.11.2006 at 19:12 #568368já mig minnir það. Man eftir að hafa sé svona græjur í arctic trucks, eitthvað sem Freysi smíðaði ef ég man rétt.
En það er nú bara þannig að í flestum tilfellum þarf að auka við olíumagnið ef loft inn á dieselvél er aukið. Þar sem afl dieselvéla er í beinu hlutfalli við olíumagnið. Það er ekki nema um sé að ræða vél sem er fyrir að fá of mikla olíu sem aukið loft bætið við einhverju verulegu afli.
En ég held að það sé bara best fyrir þig að tala við Arctic Trucks, þar eru strákar sem vita allt um þetta.toyotakveðja
Baldur Skáti
07.11.2006 at 21:56 #567200það hvein í þessu hjá mér fyrst, svo færði ég hann aftar og þá hætti hvinurinn. Það er eins og einhver loftstraumur af framrúðunni komist í bogann ef hann er of framarlega. Ég er með hann rétt fyrir aftan endan á framhurðunum.
og ef ipf bogi hjá einhverjum er hár, þá er hann ekki eins og minn, en hann er svo lágur að það liggur við að ég verði að taka hann af ef ég ætla að festa eitthvað á hann. þ.e. til að herða rær undir honum. En þessi tiltekni bogi sem passar vel á hilux/4runner heyrir LB3
07.11.2006 at 18:56 #567188benni var líka að selja boga frá IPF úr skínandi ryðfríu. Síðast þegar ég spurði um þá voru þeir til á eitthvað um 20 þús kallinn. En ég keypti svo svona notaðan. En veit ekki hvort þeir passa á pjatta. En eru góðir á Hilux
29.10.2006 at 17:58 #565710ef þetta er einsog í hilux, sem mig grunar, þá er mótorinn annað hvort fastur, eða rafmagnið að honum í ólagi. Það vill fara vatn þarna inn og þá festist mótorinn. En þeir virðast nú samt nánast ódrepandi, allavega hef ég alltaf komið mínum af stað aftur hingað til
28.10.2006 at 18:49 #565556hér er heimasíða diamond:
[url=http://http://www.diamond-ant.jp/eng_index.asp:2trb9pkq][b:2trb9pkq]http://www.diamond-ant.jp/eng_index.asp[/b:2trb9pkq][/url:2trb9pkq]
Félagi minn á NR22L sem er 2×5/8 mæli með því neti. Meira að segja hægt að fá það með ‘CUTTING CHART’
28.10.2006 at 18:39 #565554þetta átti að sjálfsögðu að vera SG-7900 😉
en þetta 7500 net er örugglega ágætt fyrir menn sem vilja ekki of langt net á toppinn.
28.10.2006 at 17:26 #565550ég var að kaupa loftnet sem heitir Diamond SG-7900. Þetta er dual band net (uhf/vhf) og ætlað fyrir amature. Þetta er 7/8 bylgja og gefið upp 5.0 dB á 144 MHz.
Ég er keypti tvö svona net og setti á bíllinn minn og bíllinn hans pabba. Hjá mér er það tengt við Kenwood TH-F6A amature handstöð og virkar mjög vel á þessum litlu 5 wöttum sem stöðinn sendir.
Hjá pabba er það tengt við Yeasu VX-2000 og virðist standa sig töluvert betur en svarta svipan sem hann var með áður. En það er svo nýlega komið á þann bíl að það er ekki búið að prófa það almennilega.
Það stendur til að standbylgju mæla þetta net á 4×4 tíðnunum, og það verður gaman að sjá hvering það kemur út. Ef það verður mjög slæmt er aldrei að vita nema maður tjúnni það aðeins til að passa betur þar.En þessi net eru alls ekki dýr, kosta svipað og svörtu svipurnar. En ég keypti þetta frá Bretlandi.
kv
Baldur Skáti
28.10.2006 at 17:18 #565626ég held að seglagerðin hafi verið að selja einhver efni til að vinna á lykt, myglu og fleira þess háttar fyrir tjöld og tjaldvagna. Gætir prófað að tala við þau þar.
27.10.2006 at 15:17 #559662er einhvers staðar hægt að nálags UPPFÆRT kort af endurvörpum landsins? Eina kortið sem ég finn er frá 16. sept 2004.
kv
Baldur Skáti
19.10.2006 at 23:31 #564314sæll Oddur, til hamingju með söluna.
En hvað á svo að fá sér í staðinn? Varla hægt að toppa þennan?
-
AuthorReplies