Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.02.2007 at 21:56 #582532
þetta er fín lengd. Ég er með 7/8 net á toppnum á bílnum mínum það er svolítið langt (158cm) ég keyri td. ekki með það innanbæjar, set það bara á toppinn þegar ég fer eitthvað. En mikið djö… dregur það.
Ég hef reyndar rekið mig á það með þetta blessaða loftnet mitt. Það eru nefnilega nokkuð margar samsetingar á því og það hefur átt það til að losna upp á þeim við hristingin í fjallaferðum. Ég ælta þó að prófa að setja boltalín á skrúfurnar fyrir næstu ferð og sjá hvering það gengur.
En þetta er eitthvað sem menn ættu að hafa í huga þegar kaupa á gott loftnet. Mobil netin eru nefnilega ekkert endilega hönnun með offroad í huga.
28.02.2007 at 17:46 #582522já ég verð nú eiginlega að segja að loftnet eru nú ekkert voðalega einföld fyrirbæri fræðilega séð. En vissulega rétt sem Benni segir, ekkert við Dual band loftnet að gera fyrir ‘venjulega’ stöð þar sem hún notar bara vhf. En fyrir okkur hina sem notum líka uhf er þetta voðalega þægilegt.
En Benni, hvað eru þessi 130 cm net mörg dB?
kv
Baldur
verðandi radíó amatör
07.02.2007 at 23:20 #579672já ég var nú búinn að skoða þetta. En takk samt
07.02.2007 at 22:39 #199615sælir
Ég er að byrja á verkefni í skólanum sem felst í að vinna með tölvulíkön af 4-link fjörðun. En mig vantar heimildir og fræði, og datt því í hug að spyrja ykkur hvort þið vissuð um einhverjar vefsíður sem fjalla um fræðin við uppsetningu á 4-link. Flest allar sem ég hef fundið eru of almenns efnis. Mig vantar eiginlega dýpri greinar.Reyndar er ég búinn að panta mér bók um bílaverkfæði, en ég þarf bara að fara að byrja á þessu og bókin kemur víst ekki fyrr en í næstu viku í fyrsta lagi.
Allar ábendingar vel þegnar.
með fyrirfram þökk,
Baldur Skátips. ég sýni ykkur svo kannski verkefnið þegar það verður tilbúið, svona ef það verður eitthvað vit í þessu.
25.01.2007 at 18:27 #577166mér var tjáð af toyota að þessar ‘tölvur’ klikka víst nánast aldrei. En það sem ég hef gert til að athuga víra lúmmið er að fara í tengið sem er undir farþegasætinu. Þar er allt lúmmið sem fer í læsinguna og afturljósin tengt við lúmmið í mælaborðinu. Svo hef ég bara mælt hvort það sé leiðni í hverjum vír fyrir sig. Reyndar hafa þessir vírar bara klikkað einu sinni hjá mér (eða voru í ólagi þegar ég fékk bílinn). Þannig að núna fer ég beint í að taka mótorinn í sundur, hreinsa, smyrja og pakka hann. Þarf að gera það svona einu sinni á ári og þá er allt í góðu. Best þykir mér reyndar að gera þetta áður en læsingin hættir að virka, td á haustin svo þetta sé klárt fyrir veturinn. Er fyrirbyggjandi viðhald ekki annars besta viðhaldið?
11.01.2007 at 19:38 #574914ég held ég fari rétt með það að þeir bílar sem eru á gulum númerum og mega keyra á litaðri olíu vegna þess að þeir eyða megnið af olíunni sinni þegar þeir eru stopp, séu með kílómetramæli. Og því borga þeir þungaskatt með gömlu aðferðinni.
11.01.2007 at 19:29 #574934þessar vélar sem menn telja upp hérna, 3L, KZ-T 13B-T og fleiri er helst að fá frá ástralíu. Og það kostar auðvitað töluvert að ná vélum heim þaðan.
Ég fann nú reyndar eitthvað af þessu í UK, allavega 13B-T. En þá vél langar mig mjög mikið í. Hún er 3.4 lítra turbo en þó mekanísk (hvort sem menn líta á það sem kost eða galla)
En ef maður ætlaði að vera flottur á því væri það auðvitað 1KD-FTV (nýja 3 lítra vélin sem er í LC120 og hilux). Örugglega hægt að finna hana í nágrannalöndum okkar, en hugsa að hún sé helvíti dýr.
kv
baldur skáti
07.01.2007 at 02:41 #573554MMC sagði:
"En þetta hlýtur að vera líka spurning um dekkjastærð inn í formúluna. 3tonn á 31" brjóta væntanlega frekar ís heldur en 3 tonn á 49"."Það má held ég horfa á þetta á tvennan hátt. Annars vegar hvort ísinn þoli þrýstinginn undan hverju hjóli, og hinsvegar hvort hann þoli massan á öllum bílnum.
Þ.e. hvor það brotni undan hjólunum eða hvor það súkki undan öllum bílnum. En maður hefur vissulega séð hvoru tveggja gerast á fjöllum.
En vissulega er líklegra að 49" komist yfir heldur en 31" miðað við sama massa. En þó alltaf spuring hvort ísinn haldi öllum massanum.
Svona sé ég þetta alla vega fyrir mér, en það getur vel verið að þetta sé kolvitlaust hjá mér.
05.01.2007 at 13:38 #573810en Palli, þú veist kannski hvort þeir verða fáanlegir með rafmagnslæsingu að aftan?
kv
Baldur
05.01.2007 at 00:32 #573732arctic trucks eru sennilega þeir langbestu til að gera þetta. Allavega man ég ekki betur en þeir hafði smíðað coolera í þessa bíl og forritað einhverja kubba fyrir þá.
03.01.2007 at 22:37 #573396ég held nú að í mjög mörgum tilfellum séu menn hreinlega ekki með rétta gorma undir bílunum sínum. Og svo skipta þeir í loftpúða og geta stillt þá þannig að þeir passi við massa bílsins.
Í það minnsta held ég að menn séu oft með of stífa gorma, því ef loftpúði getur gert bílinn míkri hlítur gormurinn bara að vera stífari en loftpúðinn? Þá væri eins hægt að setja gorm sem er jafn ‘stífur’ og loftpúðinn. En ég hef svo sem ekkert fyrir mér í því annað en smávægilega þekkingu á eðlisfræði.En því er ekki hægt að neita að það er vissulega sniðugt að geta stillt þetta eftir því hvað er mikið á pallinum.
En ég vil samt frekar prógressífa gorma af réttri gerð. Þó það sé annað mál hvort gormarnir á mínum bíl séu réttir. Allavega eru þeir nálægt því, en það verður skoðað betur seinna.
kv
Baldur
03.01.2007 at 19:51 #573326ég man nú ekki betur en löggan á húsavík hafi SKILAÐ sínum trooper eftir innan við hálft ár í noktun. Þá var hann víst búinn að bila meira eðlilegt var talið.
Og svo átti frændi minn svona bíl, skilaði honum eftir að mótorinn gaf sig á fyrstu 20 þús km minnir mig. Fékk annan og hann gaf sig líka. Þó entist hann eitthvað lengur.Ég hef aldrei haft trú á þessum bílum, líka alveg skelfilega leiðinlegt að draga þá þegar þeir festast í förunum eftir mann 😉
26.12.2006 at 18:41 #572628er einhver snjór á þessu svæði af viti? Við feðgar fórum nefnilega uppá Reykjaheiði í dag og þar er lítill snjór, og það litla sem er þarna er grjóthart! Hleyptum ekki einu sinni úr.
En það væri gaman að heyra hvort það sé eitthvað að hafa þarna. Mig sárvantar nefnilega snjó til að leika mér í, búinn að vera í saltinu í borginni í allt haust og svo er snjórinn farinn þegar maður kemur loksins norður. Skelfilega erfitt líf.kv
Baldur
Þ-455
23.12.2006 at 16:19 #572310já ég verð nú að vera sammála Rúnari, Halla Gulla og fleirum. Ég hef ekki getað séð að drif og legur í hilux séu til stórra vandræða. Á þessum tæpu 3 árum sem ég hef átt bílinn minn hef ég ekki þurft að gera annað en að herða einu sinni uppá framhjólalegu örðu megin. Og ég er búinn að keyra hann um 50 þús km.
Og á bílnum hans pabba hefur þetta ekki verið til vandræða heldur, en það er ifs bíll. Held það sé búið að skipta um afturhjólalegur einu sinni og á núverandi bílnum hans og sá bíll er ekinn 215 þús. Aldrei þurft að eiga neitt við drifin, en þessir bílar eru báðir á 1:5,29 hlutföllum og sjaldan tekið mjúklega á þeim.En það er ég held að skipti mestu máli í þessu að við látum ekki gera viðgerðir og breytingar á svona hlutum annars staðar en á alvöru Toyota bílaverkstæðum. Þó ég kunni og viti allt þá læt ég vana menn um þetta 😉
20.12.2006 at 02:29 #571994ef ég man rétt þá er C202 með dana 44 bæði framan og aftan. Ólæstar að mig minnir, en væntanlega hægt að fá Arb lása í þær. Sjálfsagt einhverjar no-slip og þannig dót.
14.12.2006 at 20:17 #571522ég gerði þetta eins, nema ég tók tvo göt, eitt hvoru meginn. Öðru meginn tek ég rafmagnið og hinu meginn tek ég VHF kapalinn. En talstöðva snillingarnir mínir ráðleggja manni að hafa loftnetskaplanna sem minnst nálægt rafmagni.
En til að þétta götin má nota plastnippla sem eru notaðir á vatnsþétt rafmagnsbox. Og fínt að kítta í það líka. Reyndar prófaði að nota ‘hot glue’ úr límbyssu til að þetta gat um daginn. Það virðist virka vel, en á eftir að sjá hvering það endist.
13.12.2006 at 16:55 #571204Mér þykir 13B-T mótorinn einkar áhugaverður, verst að það eru ekki margir til hér á landi. En hann virðist vera svipaður og 3B eins og Hjörtur segir. En mér skilst að það sé annað hedd (og/eða stimplar) á honum. Í það minnsta er 3B með þjöppu 20:1 á meðan 13B-T er með 17,6:1. En slagrýmið er það sama í þeim; 3431 rúmsentimetar. Og það er akkúrat þessi tiltölulega lága þjappa sem gerir það að verkum að mig langar í svona mótor í Hiluxinn. Hægt að boosta hann töluvert fyrst þjappan er þetta lág.
En samkvæmt mínum heimildum hafa verið framleiddar í það minnsta 3 útgáfu af 13B-T, 118-122 hö. En þessar heimildir þurfa svo sem ekki að vera réttar.
En ég hef fundið svona vélar til sölu útí heimi, aðalllega í ástralíu, og þær nýjustu frá 1996. Reyndar fengið verð á þær, þar sem þetta eru ennþá draumórar hjá mér.
12.12.2006 at 16:37 #571036Þetta loftnet er reyndar fyrir amature bandið, og ég hef bara ekki haft tíma til að standbylgjumæla það á 4×4 bandinu. En um leið og ég verð búinn að gera það þá skal ég láta ykkur vita. En það er nú líka væntanlega hægt að tjúnna það ef það er of mikli standbylgja í því á 4×4 bandinu.
kv
Baldur Nörd
11.12.2006 at 21:41 #570972ég setti minn nú bara utan á spegilinn. Þá er mælirinn góður á ferð, en á það til að vera bjartsýn þegar bílinn er stopp og er heitur. Hiti frá vélinni.
06.12.2006 at 12:41 #570446mér var tjá af toyota að þessar ‘tölvur’ bili nánast aldrei. Enda var það svo raunin að mótorinn var bara fastur.
Ég held að þessar teikingar af búnaði í staðinn fyrir tölvuna séu nú fyrst og fremst fyrir þá sem eru að setja svona í bíl sem er ekki með þessum læsingum orginal.
Svo skemmtilega vill nú til að ég er akkúrat með mótorinn úr hiluxnum mínum uppi á borði núna, og það er voðalega einfalt að koma þessu í gang aftur. þarf bara að opna mótorinn, hreinsa hann og smyrja. Ég hef reyndar einu sinni lent í því að segull úr satornum var laus, lýmdi hann bara í aftur. Svo vilja vírarnir sem liggja niður að hásingu fara í sundur. Og það er akkúrat vandamálið hjá mér núna, en ég reif mótorinn nú samt í sumur til að smyrja svona fyrst þetta var komið úr.
Reyndar eitt sem ég vil benda á sem gott trick! Þegar maður er búinn að setja þetta saman aftur þá hefur mér reynst best að tenja mótorinn áður en ég hef skrúfað hann í, og ýti á læsinga takkann og tek hann svo aftur af. Þá stillir mótorinn sig rétt af svo hann passar miðið við stöðuna á læsingunni. Reyndar er hægt að stilla þetta rétt af þegar maður er að pússla saman, en ef það gleymist er hægt að gera þetta svona.
-
AuthorReplies