Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.12.2007 at 14:55 #606324
ertu viss um að hann læsi ekki? Búinn að tjakka upp og sjá hvort að hann fari í læsinguna með því að snúa hjólunum?
Það getur nefnilega alveg verið að ljósið blikki bara, en læsingin fari samt á. Því það er lítill kúlurofi ofan á læsingunni sem segir ‘tölvunni’ að læsingin sé kominn á, og þá á ljósið að loga stöðugt.
Þessi rofi á það hinsvegar til að hætta að virka. Ég er amk búinn að skipta um hann einu sinni og liðka hann upp einu sinni eftir það.
12.12.2007 at 18:19 #606386Nú veit ég að við megum ekki senda á 2790 KHz með amatörstöðvunum, en geta þær móttekið og sent á þessari tíðni?
11.12.2007 at 22:03 #606356þetta eru ljómandi upplýsingar.
Sniðugt að vera mað 2 loftnets innganga á multibandstöðvum.En hvering er það Snorri, varla getur IC-7000 hlustað á bæði HF og VHF í einu? Læturðu þessa stöð duga fyrir allt, eða ertu með aðra fyrir VHF?
Verð að segja að þessi stöð er flott, en eitthvað hlýtur svona græja að kosta
11.12.2007 at 19:12 #605024sælir
Þar sem ég er nú með amatör réttindi, þá hef ég svolítið verið að spá í því að fá mér HF stöð. Mér þætti gaman að heyra hvering stöðvar og loftnet þið eruð með á jeppunum ykkar.Eruð þið með einhverjar multiband stöðvar eða eru þessar stöðvar bara fyrir HF?
Þarf autotjúnner með þessu?Og svo er það spurning um verð, væri gaman ef einhver gæti bent mér á síðu þar sem gott er að panta svona græjur. Þó held ég nú að ég verði að láta þetta bíða þar til náminu líkur, maður er svo djöfull auralítill þegar maður þykist geta rekið jeppa með háskólanáminu 😛
Baldur
TF3BL
11.12.2007 at 17:46 #606308ég verð að vera sammála Rúnari, dreg það stórkostlega í efa að mótorinn sé ónýtur. Ég veit ekki hvað ég að búinn að laga minn mótor oft. Hann er 16 ára gamall, og ég hef alltaf komið honum í lag án þess að þurfa varahluti í hann.
Það er til mikið af upplýsingum hérna á síðunni hvernig það er best að standa í svona viðverðum.
06.12.2007 at 16:35 #604960Við í Hjálparsveitinni minni erum að bíða eftir þessari nýju bílastöð sem Friðfinnur talar um. Hún heitir að mér skilst MTM 850. Hefur sömu fídusa og Cleartone stöðin en hefur þann kost að vera með sama viðmót og handstöðvarnar sem við notum, en þær heita MTP 850. Það sjáum við sem mikinn kost, því þá er nóg að kunna á handstöðin, því þá kann maður líka á bílstöðina.
Við erum með eina svona cleartone stöð, og ég verð að segja að mér finnst viðmótið í motorolla handstöðvunum mikið betra.
En það skiptir jeppakall kannski ekki eins miklu máli að hafa þetta eins og í einhverri handstöð, sérstaklega ef hann ætlar bara að eiga eina stöð.
Þetta er bráðsniðugt kerfi, amk fyrir björgunarsveitir. Ég ælta nú samt að bíða þar til NMT dettur endanlega út til að ákveða hvað maður fær sér í staðinn, sjá hvað verður til þá.
16.11.2007 at 02:15 #603406það sem er venjulega að þegar læsingin hættir að virka hjá mér er það að rótorinn er ryðgaður við seglanna í mótornum. Við þannig aðstæður virkra mótorar oft illa. Einnig hafa seglarnir losnað. En það hef ég bara pússað upp og límt seglanna fasta aftur.
En farið varlega með að rífa mótorinn sjálfan í sundur. það eru litlir gormar þarna sem þrýsta kolunum að rótornum og þeir mega ekki týnast. Svo þarf maður eiginlega 3 hendur til að koma þessu saman.
Ég veit ekki hvað ég er búinn að gera þetta upp oft í bílnum mínum, amk 1 sinni á ári síðan ég keypti hann. En alltaf fer þetta í gang aftur, svo ég hef efasemdir um það þegar menn segja að þetta sé ónýtt.
03.11.2007 at 20:33 #601778lúxinn er svo sterkur að það þarf ekkert að beygja frá, bara keyra helv… elginn niður, þannig að þetta próf er tilgangslaust. Allavega hef ég aldrei nokkrun tíman beygt Hiluxnum mínum frá til að forðast árekstur við elg 😀
12.10.2007 at 15:20 #599672dekk geta alveg hoppað þó þau séu rétt jafnvægistillt. td. ef þú vírslitna eða þá að gatið sé hreinlega ekki í miðjunni. Þó er þetta óalgengara með minni dekkin. Ef þú finnur ekkert útúr þessu þá ættirðu að prófa að láta ‘hunter testa’ dekkin. En þá er hoppið í þeim mælt.
Svo hefur það auðvitað líka komið fyrir að ný dekk snúist aðeins á felgunum þegar þau eru nýlega komin undir, þá fer jafnvægisstillingin auðvitað úr skorðum.
Þú skalt allavega ekki útiloka dekkin bara af því að þau eru ný 😉
28.09.2007 at 17:45 #598060AT er með umboðið í það minnsta:
[url=http://www.arctictrucks.is:2kyp9qyx][b:2kyp9qyx]www.arctictrucks.is[/b:2kyp9qyx][/url:2kyp9qyx]
24.09.2007 at 12:24 #597656… er því miður ekki til, ég er alveg sammála því. Þessir reikingar sem ég benti á eru með töluvert af einföldunum, og þar er líka bara verið að horfa á einn þátt. Vissulega er það margt annað sem kemur inní þetta heldur en þessi sýndarsnúningspunktur.
Það er rétt sem Kristján segir það skiptir ekki máli hvort það er 4-link, 3-link eða radíus armar, þessi litla jafna virkar á þetta allt. En ef ég ætlaði td. að ná sömu (eða svipuðum) eiginleikum og eru í bílnum mínum fram með radíusörmum, þá þyrftu þeir að vera ansi langir og festast í grindina frammi við gírkassa u.þ.b. Ég hugsa að engum manni myndi detta það í hug.
Ég viðurkenni það nú fúslega að ég veit það ekki fyrir víst hvort þessi fræði virka nákvæmlega eins og þeim er lýst í bókunum okkar. Gummi segir að svo sé ekki, en mér þætti þá gaman að fá einhver rök með því, og hvað þarf að gera örðuvísi. Þessi dæmi sem hann nefnir myndi ég nú líta á sem sértilvik af þessari litlu jöfnu, man nú reyndar ekki hvort það var tekið fyrir í bókinni (ég er ekki með hana við hendina). Það er nú þekkt í raunvísindum að það eru til sértilvik af nánast öllum jöfnum, þeir sem kunna eitthvað í stærðfræði þekkja td. hvað það er alltaf mikið vesen á núllinu
Hins vegar er bull að jepparnir okkar fái ekki hröðun. Maður keyrir nú reyndar oftast með jöfnum hraða í snjó, en vissulega tekur maður stundum af stað. Svo er það líka svolítið sem jeppasmiðir vilja oft gleyma, en það er dags dagleg not á jeppunum. Ég keyri jeppann minn sennilega 90% á auðum vegi og ég vil hafa hann góðan og öruggan þar. Ef þetta skiptir ekki máli í snjó, þá myndi ég halda að það væri best að reyna að setja þetta upp þannig að bíllinn sé sæmilegur á vegi, hvort sem þessi fræði virka eða eitthvað annað.
En þetta er skemmtileg umræða, og ég vona að Gummi segi okkur hvering hann fór að með rallýbílana fyrst þetta virkaði ekki.
23.09.2007 at 20:13 #597640já ég er hjartanlega sammála því að radíus armar eiga ekki heima í afturfjörðun. Ég myndi mæla með 4-link með panhard rod (en það kalla sumir 5-link). panhard rod er það sem er stundum kallað hliðarstýfa á íslensku. Hins vegar þarf að passa hallann á henni, hún þarf að vera sem næst lárétt þegar bíllinn stendur á sléttu plani. Annars kemur fram bumpsteer í bílnum.
Hins vegar eru sumir ánægðir með complete rover system að aftan. þ.e. radíus arma og A-stífu. Gefur frjálsari misfjörðun og vissulega hægt að stilla það þannig að bíllinn hafi það anti-squat sem maður heldur að sé best, líkt og með 4-link.
Ef maður veit hæð massamiðju bílsins er hægt að reikna út hver afstaða stífanna á að vera. En það er gert með jöfnunni;
e/d = A*(h/L)
Þar sem A er anti-squat hlutfallið. td. 0.5 fyrir 50%
h er hæð massamiðjubílsins
L er hjólabil
e og d má sjá á meðfylgjandi mynd. Það sýnir sem sagt staðsetingu sýndarsnúningspunkt stífanna.[img:2id7wuvp]http://www.skatinn.net/4link.jpg[/img:2id7wuvp]
Helsta vandamálið er að ákveða þetta anti-squat hlutfall. Ég hef satt að segja ekki enn getað fundið út hvað það á að vera til fyrir snjóakstur.
Heimild: Gillespie, Fundamentals of Vehicle Dynamics
nördakveðjur
Baldur
13.08.2007 at 20:33 #594566ég lenti í þessu einu sinni, þá var það O-hringur með magnskrúfunni á olíuverkinu.
ps. mundu bara að ef þú ætlar að taka lokið ofan af verkinu, þá þarftu að skipta um pakkninguna á því 😉
25.07.2007 at 22:39 #593980ég tel það næsta víst að það sé búið að eiga við magnskrúfuna á olíuverkinu, en það þarf oftast að gera það ef vélin á að skila meiru eftir að túrbínu er bætt við (ekki nema hún hafi fengið of mikla olíu fyrir).
Lækkaðu bara í verkinu, og ef þú veist ekki hvar skrúfan er, þá eru til myndir af þessu hér:
[url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=breytingar/5416/42179:bsfa8jqd][b:bsfa8jqd]https://old.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=breytingar/5416/42179[/b:bsfa8jqd][/url:bsfa8jqd]
22.05.2007 at 21:13 #591370Ég verð að verja skálann minn…
Jóhann K. Kristjánsson skrifaði:
"skálarnir að hruni komnir… Ekkert sem mælir á móti því að spóla þetta norður og niður."Ég er nú svo lánsamur að hafa gengt starfi skálavarðar í Þrym undanfarin ár. Og ég verð nú bara á mótmæla þegar þú segir að skálarnir séu að hruni komnir. Reyndar rétt að Bæli er ónýtur, og einhver mætti bjarga Kút. En Þrymur er í toppstandi, og hefur verið það í nokkur ár, enda búið að eyða mikilli vinnu í uppgerð, og það eru fáir skálar á sjötugsaldrinum hér á landi sem eru jafn góðir Þrymur.
Og reyndar er Hreysi í fínu standi líka. En það er rétt, þetta er ekkert á við hvering þetta var áður fyrr. Og borholurnar eru nú full nálægt, en þó sér maður þær ekki frá skálanum, en þó það sé búið að leggja rör og vegi um allt þarna, réttlætir það ekki utanvegarakstur á svæðinu. Frekar ætti maður að spóla á vegunum sem búið er að leggja þarna í staðinn fyrir skemma landið meira en nú þegar er búið að gera. Utanvegaraksturinn fer næstum meira í taugarnar á mér en borholurnar, svona á meðan ég sé þær ekki útum stofu gluggan í það minnsta. Spurning hvað það endist lengi, en Hellisheiðin er ekki alveg ónýt til útivistar ennþá, allavega geta skátarnir mínir notað hana enn.
kv
Baldur Skáti
20.05.2007 at 18:48 #591354Það er nú líka búið að fara illa með Hellisheiðina í vor. Vélhólamenn eru búnir að spóla upp allar brekkur í nálægt skátaskálunum við Skarðsmýrarfjall, og það á þessum fáu blettum sem hafa gróður þarna. Mjög ljótt að sjá, alveg nóg af slóðum þarna til að elta.
Einnig eru jeppar búnir að fara illa með slóðan uppí fjallshlíðinni við skálanna Bæli og Kút, þar er lægð sem bleytan liggur lengi fram eftir vori. Þar er búið að grafa slóðan mjög mikið með með því að spóla í drullunni, og það sem verra er að menn hafa greinilega keyrt út fyrir slóðan til að sleppa við drullunna, og búið þannig til nýtt drulluflag. Hvernig væri að snúa við og fara venjulegu leiðina í stað þess að fara út fyrir slóðann?
06.05.2007 at 01:18 #590464en þegar svona stór hluti þjóðarinnar er orðinn toyota-trúar, má þá ekki segja toyota-trú sé þjóðartrúin og hinar trúnnar sértrúarsöfnuðir?
bara að pæla.
29.04.2007 at 19:17 #589694ég lenti í þessu nákvæmlega sama, en spennan sem heldur örygginu fyrir þessi ljós var svo slöpp að hún hélt ekki örygginu. En spennan er einmitt líka contact fyrir öryggið svo það var eigin leiðni í gegnum öryggið. Ég setti leathermanninn á þetta og kramdi spennuna aðeins saman, og þetta hefur verið til friðs síðan þá.
Ég myndi allavega byrja á því að skoða svona einfalda hluti. Öryggið getur vel verið í lagi, hægt að prófa þetta með því að ýta örygginu til hliðar.En þetta öryggi er bakvið kickpanelinn bílstjórameginn, og gott ef það er ekki efsta öryggið í fremstu röðinni (en mig gæti misminnt)
kv
Baldur
30.03.2007 at 22:57 #586630ég lenti í þessu nákvæmlega sama og þú. Ég fór með startarann í Rafstillingu og þeir græjuðu hann. Aðal málið snýst um að skifta um snertur í startpungunum og kol í startanum. Þeir í rafstillingu sjóða þetta í með einhverri spes suðu sem ég kann ekki að nefna, en menn hafa líka lóðað þetta í og það endist víst ekki eins vel. Þeir settu stærri snertur hjá mér líka og startarinn vikar sem aldrei fyrr. Mæli eindregið með þeim. Þetta kostaði eitthvað um 20 kallinn, sé ekki eftir því.
hilux baráttukveðjur
Baldur
01.03.2007 at 14:18 #582546Hafsteinn, ég lími contactanna ekki saman, heldur aðeins smá lím á litar skrúfur sem ganga þvert á netið svo leiðni inn í spólurnar verður óbreytt.
-
AuthorReplies