Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.09.2004 at 13:18 #505400
skemmtilegt hvað þeir á þessari síðu sem Rúnar benti á gefa Land Roverunum hátt
En ef grant er skoðað þá er þetta síða sem haldið er út af fyrirtæki í London, kemur mér ekkert á óvart
en líka gaman að sjá hvað Land Cruiserinn kemur vel út hjá þeim
toyotakveðjur
Baldur
20.09.2004 at 19:09 #506082ætli það verði þá ekki þannig að amerísku bílarnir verði flokkaðir sem jepplingar?
en í alvöru tala, þetta er eitthvað sem klúbburinn þarf að skoða. Ætlast þeir til að fólk í 101 selji jeppanna? eða flytji?
þetta er nú farið að flokkast sem algjört rugl, er ekki einhver félagi í 4×4 stjórnmálamaður? ef ekki þá er það eitthvað sem ætti að skoða! senda einhverja í framboð!! Allavega reyna að vinna einhverja þarna á okkar band!sennilega best að flytja aftur norður…
Baldur
Þ-455
20.09.2004 at 18:34 #506114skoða hvort dælurnar eru ekki örugglega að hreyfa gaffalinn til nægjanlega mikið. Svo eru víst einhverjir gormar þarna inní sem geta losnað og heft draslið.
reyndar sennilega eitthvað þannig að bílum mínum akkúrat núna, hann bara vill ekki kúpla frá ;( Og menn er helst að horfa á einhverja gorma þarna inní.
kv
Baldur
20.09.2004 at 17:17 #505970sælir
ég er með túrbó intercooler á 38" bíl á 5.29 hlutföllum, orginal sía, 2.5 tommu púst undir miðjan bíl, orginal þar af efir. Bíl sem reykir ekki nema undir miklu álagi, enda er eyðslan eftir því;
allt niður í 9 lítra utan bæjar
svona 12 innan bæjar
og svo eitthvað í kringum 11-12 í blönduðum (með lágadrifskeyrslu)en samt kvarta ég nú ekki undan aflinu! um að gera að stilla bílanna þannig að þeir reyki sem minnst, ég er búinn að prófa þetta á 98 bíl sem faðir minn á, og mér tókst að minnka eyðsluna á honum um svona 1,5-2 lítra/100km í blönduðum. og ég held að krafturinn hafi ekkert breyst, fer bara betur með vélina, umhverfið, budduna, og svo er ekki lengur olíuslettur á fellihýsinu
reyklausarkveðjur
Baldur
16.09.2004 at 00:48 #505840sæll, ég hef einmitt verið að velta því fyrir mér hvort þetta væri sniðugt. sportbílastrákarnir nota þetta með góðum árangri, svo af hverju ætti þetta ekki að virka á diesel jeppa líka?
Þú mátt alveg endilega prófa og láta mig svo vita hvort ég eigi að fá mér svona þegar ég skipti súbbanum útkv
Baldur
14.09.2004 at 22:05 #505804sæll
ég fór í gegnum sama pakka, komst að því að bestu kaupin væru í breyttum bíl með amk gorma að aftan! menn enda hvort sem er alltaf með gorma (eða loftpúða) ef þeir eiga bílanna eitthvað. Passaðu bara að fjörðunin sé ekki bara eitthvað bílskúrsmix sem í vantar alla hugsun. þeas að stífur séu ekki út og suður!
En þetta með gormana er ég að segja vegna þess að ef þú ætlar að LÁTA setja gorma undir eftir á, og þá er ég að tala um viðurkennt breytingaverkstæði, kostar ógurlegar upphæðir.gangi þér vel, og fáðu þér hilux og vertu ánægður
luxarakveðjur
Baldur
Þ-455
13.09.2004 at 13:37 #505696það á að vera hægt að fá milli stykki svo garrettinn passi á toyotu pústgreinina, en hvar? Ég myndi allavega prófa að tala við bæði toyota og Túrbó
kv
Baldur
12.09.2004 at 23:48 #505688sæll
Það eru náttúrulega til orginal túrbínur fyrir 2L-T vélina (sem er nánast eins bara með túrbó) þær virka alveg pottþétt vel, fást uppgerðar hjá Blossa í hafnarfirði. Nema þú viljir kaupa hana nýja á 200 kalla
svo eru þær sem mér finnst einna skemmtilegastar, en það eru túrbínur frá Garrett, þær fást einnig í Blossa ef ég man rétt, og svo líka hjá fyrirtæki sem heitir Túrbó. Kostuðu eitthvað um 80-90 þús nýjar þegar ég skoðaði það síðast.
svo er hægt að fara ódýru leiðinni; ná sér í subaru túrbínu. Það er svoleiðis í bílnum hjá mér, og það virkar alveg. Hef reyndar ekki mælt hana enn, en hún blæs eitthvað og bíllinn virkar alveg ágætlega, og eyðir litlu.
en ég stefni á Garrett, ætla bara að klára þennan súbarú fyrstEn ég er nú samt ekki viss um að ég hefði keypt subaru í hann, fékk bílinn með henni. Hugsa að það sé sniðugra að sleppa milliskrefinu og fara beint í eitthvað alvöru
vona það þetta hjálpi
luxarakveðjur
Baldur
Þ-455
08.09.2004 at 23:41 #505544en þú notaðir áldótið var það ekki?
08.09.2004 at 21:53 #505540ég mæli eindregið með kúluliða systeminu, ég hef notað svona dót frá prófílstáli, og mér finnst vanta möguleikann á því að halla borðinu. Kannski ekki vandamál ef það er alltaf sami bílstjóri, en ef þeir eru nokkrir og mis hávaxnir þá er gott að geta stilt meira. Ég ætla allavega að smíða svona úr kúluliðum. Ég ætla að fá mér rörbút í réttri lengd og snitta endan svo að kúlan frá R.S. passi á, festa rörið niður og stífa það í innréttinguna. Ég ælta ekki að nota tilbúna rörið frá R.S. það er úr áli og ég kann ekki að sjóða í það 😉 Borðið sjálft ætla ég að hafa úr plexiglerplötu (létt og gott) og festa tölvunna með nóg af frönskum rennilás og jafn vel strappa, og svo má ekki gleyma stuðning fyrir skjáinn, og það verður að vera stillanlegur stuðningur.
Kannski að ég heldi inn myndum þegar ég nenni loksins að smíða þetttalítur allavega rosalega vel út í hausnum á mér 😉
kv
Baldur
08.09.2004 at 12:10 #505498Einar! ég skal vera með!
Áttu ekki repair manual? þetta er allt saman þar, ef þú átt hann ekki skaltu kaupa hann. Fæst í bílanaust og reyndar líka á [url=http://www.haynes.co.uk:2g9cptdc]www.haynes.co.uk[/url:2g9cptdc] töluvert ódýrari þar, en það tekur örlítið meiri tíma að fá hann í hendurnar.kv
Baldur
07.09.2004 at 23:06 #194616Ég sé að það er verið að bæta síðuna okkar! og ég fagna því!!
En það sem ég var að velta fyrir mér er það hvort það væri ekki hægt að gera síðuna þannig að hún væri líka fyrir landsbyggðardeildirnar. Ekki bara hafa link á landsbyggðardeildirnar heldur hafa pláss fyrir dagskrá hverrar deildar fyrir sig, stjórn og allt það. Kannski eitthvað sem var búið að ákveða, en ég vildi allavega benda á þetta.Svo má kannski bæta því við að mér finnst menn miða landssamtökin alltof mikið við Reykjarvíkurdeildina! Er stjórn 4×4 nokkuð annað en stjórn Reykjarvíkurdeildar?
Ég vona að ég sé ekki að móðga neinn, það var ekki ætlunin, bara að velta þessu upp til umhugsunar. En svo getur verið að ég misskilji þetta allt saman, og ef svo er þá skulið þið bara leiðrétta mig
kv.
Baldur
Reykjvíkurarmi Húsavíkurdeildar
07.09.2004 at 22:57 #505482sæll
Ég er með dobblara, og hann er á einhverjum gormum fyrir 4runner. Þar sem þú ert með örlítið meira hjólabil, þá mætti eflaust nota stífari gorma, en það fer sjálfsagt eftir því hversu mikla þyngd þú ert með að aftan. Bíllinn hjá mér er nú oftast léttur og mér finnst hann bara fínn á þessum gormum.kv
Baldur
Þ-455
07.09.2004 at 00:06 #505438já ég á teikningu, en þú getur mjög líklega fengið hana á sama stað og ég; í varahlutaverslun toyota! Virkilega almennilegir starfsmenn þar (gildir reyndar um P. samúelsson companyið í heild að mínu mati… en það er önnur saga) Hann bauðst meira að segja til að prenta þetta út þegar ég kom þanngað til að spá hvað ég ætti að gera. Spurðu þá bara þeir gera þetta örugglega!
en af olíuverkinu mínu er það að frétta að ég skipti um þennan o-hring og inngjafaröxulinn núna í kvöld… en það lekur enn!! bara ekki með inngjafaröxlinum í þetta skiptið, lekinn er minni svo ég þarf bara að skipta um meira. Sjónir mínar berast helst til o-hrings á ádreparanum, en þar sem ég þarf að taka lokið að verkinu til að komast almennilega að honum, þá ætla ég að skipta um pakkinguna á lokinu sjálfu. Svo ég mæli eindregið með því að þú kaupir bara nóg af pakkingum í þetta og skiptir um allt draslið ef þú ferð að rífa þetta í sundur!!! ég græt það mjög að þurfa að rífa þetta aftur, ekki það skemmtilegasta sem ég hef gert!
mjög svo hráolíublautar kveðjur
Baldur
05.09.2004 at 18:23 #505434sæll vertu
það var sem ég var að kvarta um daginn, og eftir leiðbeiningum frá góðum mönnum komst ég að því að þetta er með inngjafaröxlinum sem fer ofan í lokið. Ég reif þetta í dag og nú vantar mig bara varahlutinaÞað er frekar auðvelt að sjá hvort það leki þarna, reyndar þarf maður að rífa inngjafarbracketið úr til að komast að þessu, en þá er bara ein ró sem heldur þessu, ég tók hana úr og sá að það var ‘fersk’ olía við öxulinn. svo setti ég vélina í gang og þá frussaðist þarna upp með.
Það er mikið auðveldara að laga þetta heldur en að skipta um verkið, allavega samkvæmt repair manualnum mínum þarf maður að eiga eitthvað við tímareimina til að geta skipt um verk, stilla allt inn og allt það, mikið rifildi og stillingar. En mér sýnist ég bara þurfa að skrúfa lokið af verkinu til að geta skipt um pakkninguna á þessum inngjafaröxli.
kv
Baldur
03.09.2004 at 23:53 #505356Fann þetta með google:
http://groups.msn.com/NissanPatrolClubA … lbumlist=2
http://www.matarol.com/cars/2nissanpatrol.shtml
sést ekki hvort hásingin er þarna enn, en aftur á móti er greinilegt að look og innréttiing hefur breyst eitthvað smá. En það væri nú gaman fyrir nokkra menn hér á spjallinu ef hann kæmi nú með klöfum… og þá er ég ekki að tala um BÞV… hehehe
hásingakveðjur
Baldur
02.09.2004 at 18:17 #505262sæll,
eitthvað hef ég líka heyrt um að menn skipti um hásingar fyrir 44", geri það allavega þegar þeir eru búnir að brjóta nóg með orginalinumGott ef Freyr í AT var ekki búinn að skipta um hásingar undir sínum. Held það sé til gamall póstur frá honum um það hérna einhvers staðar.
kv
Baldur
30.07.2004 at 11:59 #505172þakka ykkur fyrir, ég ætla að athuga þetta.
En bíllinn er keyrður 175 þús, og ég geri ráð fyrir því að það sé ekki búið að skipta um kúplingu. Ætli maður skipti þá ekki um hana ef maður þarf að rífa þetta í sundur á annað borð.kv
Baldur
28.07.2004 at 18:58 #194585daginn
Hiluxinn minn hefur hagað sér undarlega síðustu daga. Það lýsir sér þannig að það verður mjög erfitt að skipta um gír, þ.e. mjög stíft að koma honum í gír. Þetta lagast svo venjulega eftir að bíllinn hefur verið settur í bakkgír, en þá skrollar, en hafst að lokum.Að örðu leiti finn ég ekkert við að keyra bílinn, annað en það að ég heyri ískur sem hverfur þegar maður er kominn á svona 30 km/klst, en hættir reyndar líka þegar kúplað er frá.
ég er búinn að yfirfara allt sem ég kemst að á þess að rífa mjög mikið í sundur, og allt virðist vera í lagi.
einhverjar hugmyndir?
með fyrirfram þökk
Baldur
þ-445
23.07.2004 at 13:46 #504736Einar minn…
hættu nú þessu rugli og fáðu þér bara Hilux, pallhúsið á þeim er mað svona hlera
ég held það stefni í þetta hjá þér, moby er líka alltaf að líkjast Hilux meira og meira.
nei ég segi bara svona
hvenær eigum við annars að fara í bíltúr?
kv
Baldur
Þ-455
-
AuthorReplies