Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.12.2004 at 23:52 #51159022.12.2004 at 23:16 #511502
ég var að koma heim til húsavíkur núna í kvöld, snjórinn hér er gríðarmikill, og virðist vera mestur í bænum sjálfum, því það er svona 6X meiri snjór en í Aðaldalnum, Mánárbakki er líka lengst út á Tjörnesi, svo þar getur verið miklu minni snjór.
Snjórinn hérna á bílastæðinu nær allavega upp á húdd á 38" Hilux. Og það er skafskafl!
ég skal taka myndir á morgun og sína ykkur. En allavega er ég viss um að við þurfum að fara aftur til ársins 1999 í það minnsta til að finna jafn mikinn snjó á Húsavík.Húsin hér eru í eðlilegri stærð, þið eruð bara öfundsjúkir
kv
Baldur
Þ-455
22.12.2004 at 00:00 #511342svo segir ekki watta talan allt, því það þarf líka að passa að hafa nógu svera og stutta víra að invertornum, félagi minn prófaði þetta á 300w invertor, man ekki hvað hann setti langan vír, en allavega náði hann ekki fullum afköstum á 100 watta peru með löngum vír. Eitthvað minnir mig að þeir í skólanum (rafmagnsverkfræðinemar) hafi talað um 1.5 metra max nema menn séu með einhverja ógurlega góða kapla.
20.12.2004 at 16:07 #511326já takk, ég talaði einmitt við bifvélavirkjameistara í dag, og hann sagði mér að skipta bara um olíu og forðast svo að nota bakkgírinn þar til ég gæti skipt þessu út. þannig að málið er dautt í bili
19.12.2004 at 18:40 #195076sælir
nú er bakkgírinn hjá mér líklega brotinn, allavega heyrist þannig hjól í honum en engum örðum gír.
Það er svo sem mál sem má redda, en það sem ég er að velta fyrir mér að hvað ég má keyra bílinn mikið með þetta svona? er í lagi að keyra hann bara áfram eða þarf ég að láta draga hann í skjól? er jafnvel hægt að ná brotunum út með því að skipta um olíu á kassanum og þá í lagi að keyra svolítið?og já, þetta er hilux, dísel
kv
Baldur
Þ-455
18.12.2004 at 19:49 #195073sælir,
ég þarf að láta ná hjörðuliðskrossi úr fyrir mig og setja annan í staðinn. Veit einhver ykkar snillinganna um eitthvað verkstæði sem gæti gert þetta fyrir mig samdægurs? Þarf nefnilega að komast norður fyrir jól, og hef enginn almennileg verkfæri í rvk!takk
Baldur
Þ-455
15.12.2004 at 11:47 #511086ég lenti í þessu, skipti reyndar ekki um mótor, en fékk engan straum fyrr en ég skipti um kúlurofan sem er þarna ofan á. Hann var fastur svo græjan sem stýrir þessu hefur sennilega ruglast eitthvað, er ekki alveg viss af hverju, en þetta virkaði ekki fyrr.
kv
Baldur
14.12.2004 at 20:25 #511038Davíð! hvering væri þá bara að koma með! mig vantar kóara
þú ert með númerið!
Baldur
14.12.2004 at 19:39 #511034eitthvað vorum við félagarnir búnir að tala um að fara á þann langa.
Baldur
14.12.2004 at 18:11 #511026pabbi gamli er með svona hilux klafabíl með 14 tommu mussofelgur, einhver kall í rvk sem breikkaði þær, kannski bara felgur.is? en mig minnir að þær hafi kostað 10 þús kall stykkið. Virka mjög vel, hefur aldrei affelgað og lítið sem ekkert beyglað. Þannig að í samanburði við 12,5 ál sem hann var með áður er þetta miklu betra.
Reyndar höfum við ekki getað séð mun á milli drifgetu á bílnum mínum og hans, en ég er með hásingabíl á 13 tommu.
og svo verður bíllinn líka vígalegri á breiðari felgum, en lúkkið skiptir jú líka máliBaldur
Þ-455
14.12.2004 at 18:05 #509640…ræðumanni! Mér finnst að menn ættu að vera duglegri við að mynda það sem gerist í skúrnum. Því þetta eru oft lang skemmtilegustu myndirnar að mínu mati, og oft mjög svo fræðandi. Allavega stefni ég á að setja inn myndir af öllu sem ég kem til með að gera við bílinn minn.
myndir af bílum í snjó? piff þær eru allar eins 😉kv
Baldur
12.12.2004 at 03:01 #509626strákar mínir! Að heyra til ykkar (reyndar ekki allra), breyta of mikið? er það hægt? Ef maður getur breytt meira þá á maður að gera það! Það myndi ég allavega gera ef ég ætti peninga. En þeir sem eiga peninga til að breyta eiga svo sannarlega að gera það, því eins og við vitum allir þá er þessi akstur bara svona aukabúgrein
þetta snýst auðvitað svona 80% um grúsk
Það er allavega mín skoðun.
En þetta verður örugglega einn af flottustu bílum landsins, og ég ætla rétt að vona að hann verði á næstu sýningu? til lukku birdie!
kv
Baldur
10.12.2004 at 17:25 #510834já, látum hann hafa það! hehe mér fannst þetta bara svo fyndið:
Áhvílandi kr. 2.150.000
nú skil ég af hverju það er sett svona mikið á hann
09.12.2004 at 21:39 #510562svo væri nú gaman ef þetta gengur vel hjá ykkur að sjá hvort menn væru ekki til í að flytja inn 38 tommu dekk fyrir okkur litlu strákanna
ætli það væri ekki hægt að fá mudderinn ódýrari með svipuðu móti?
kv
Baldur
Þ-455
03.12.2004 at 22:52 #509976ég er skáti frá húsavík
Þú manst örugglega ekkert eftir mér, ekkert að marka því ég man eftir öllum
03.12.2004 at 22:44 #509972jæja strákar,
Ekki skil ég nú hvað þið eruð það þausa með þessu (reyndar skil ég tæknimálið hans Helga betur en ruglið í ykkur). hvaða djö… máli skiptir hvort 3 þræðir hafi dottið út? Ef þetta var svona bráðnausynlegt þá held ég að menn geti bara dru… til að skrifa þá aftur, hætta að væla og leyfa Helga að halda áfram að vinna sína vinnu í stað þess að eyða tíma í að eltast við nokkrar línur sem tæki miklu skemmri tíma að skrifa bara aftur inn!en Helgi? ekki ertu frá Dalvík?
kv
Baldur Skáti
þ-455
25.11.2004 at 18:40 #194938hæ
ég var að lesa frétt á http://www.kliptrom.is um að það væri að koma nýr hilux. Er einhver sem veit eitthvað meira?luxarakveðjur
Baldur
þ-455
25.11.2004 at 16:12 #508700samkvæmt mínum bókum ætti þetta að vera öfugt, þ.e. tölvan er með svo stóra upplausn að stafirnir verða svona litlir. Ég get allavega ekki sé betur en þessi síða sé sett upp í þessum standard 8-10 pt letri
allavega verða þeir stærri hjá mér ef ég sett minni upplausn á, meikar sens þar sem maður stækkar hvern punkt við að minnka upplausn.tölvunördakveðjur
baldur
23.11.2004 at 15:49 #194918hæbb,
hvernig fer maður að þegar maður er út á landi (Húsavík auðvitað) og fær endurskoðun á bílinn m.a. útaf óyfirförnu slökkvitæki? Veit einhver hvering maður bjargar því? Eða þarf maður að renna inná Akureyri til að fá þetta yfirfarið?
17.11.2004 at 22:09 #508810sko, ég hef reynslu af báðum þessum bílum, en ég hef ferðast mikið í 44" 3.0 patta bæði sjálfskiptum og beinskiptum, og svo einnig 38" Hilux díesel bæði hásingar og klafa bílum.
Miðað við litlar breytingar á föðrun hefur pattinn vinninginn (allavega fram yfir hásinga Hilux). Og reyndar í lúxus líka. En mér finnst best að hafa sem ‘minnstan’ lúxus, þ.e. allt þetta rafmagns dæmi í rúðum speglum sætum og það allt sem virkar ekki í frosti og svo teppi á gólfum. Ég vil bara dúk, góð sæti og góða miðstöð.
Miðað við vélarafl vs. þyngd þá hefur Hilux algeran vinning, því þessir pattar á 44 eru það latasta sem ég hef nokkurn tíman keyrt fyrir, utan 73 land rover. En nú á einhver pjattrollu eigandinn eftir að öskra
Fyrir utan það að mín persónulega reynsla af þessum bílum er sú að patrol eyðir svona rúmlega tvisvar sinnum meira en hilux…Annars væri ég alveg til í að eiga patrol, reyndar ekki með þessum mótorum sem boðir er upp á, en það er önnur saga. En ég myndi allavega dúkleggja hann
kveðja að norðan
Baldur
-
AuthorReplies