Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.01.2005 at 00:52 #514858
Tökum við svo ekki annan gám næsta haust? svona þegar vér námsmenn erum búnir að safna eftir sumarið?
stúdentinn baldur
28.01.2005 at 21:00 #515106dc-boddýið sem kom 89 var fyrst bara til diesel með hásingu (kallað DX-útgáfa) svo kom SR5 bensín bíll með klafa á markað 92. Og þannig var það til 98 þegar SR5 turbo diesel bíllinn kom með klöfum.
reyndar voru fluttir inn nokkrir bensín bílar í DX útgáfu 92-93, en mig minnir að þeir hafi verið á klöfum líka (en dúkur á gólfum engin rpm-mælir og eitthvað þannig).XC-inn þekki ég nú bara ekki nógu vel…
en ef þú vilt bensín dc, þá færðu ekki hásingu. Díselinn er líka miklu skemmtilegri
27.01.2005 at 14:51 #514828já hvering væri það? Og hafa það þá mudder! ég verð allavega game í sumar…
baldur
þ-455
26.01.2005 at 23:36 #514822ég myndi hækka sem minnst á fjörðun, fara frekar í boddyhækkun (lægri þyngdarmiðja) en annars að klippa frekar en hitt
ég veit að það er hægt að gera þetta með 60 mm boddýhækkun og góðri úrklippingu, en það væri kannski auðveldra að hækka aðeins meira. En alls ekki fara í 10cm boddýhækkun eins og er svo algengt! bíllinn verðru miklu skemmtilegri í akstri ef hann er lægri (og flottari líka). Bíllinn minn (sem er DC) er hækkaður um 75 mm og það kemur mjög vel út, það ætti að vera svipað hjá þér.
23.01.2005 at 14:41 #509510samkvæmt því sem P.sam segir þá verður 3 lítra bíllinn ekki í boði hér á landi, en maður heldur í vonina, þetta er nú bretland, svo það er aldrie að vita
kv
Baldur
23.01.2005 at 05:44 #514476sæll
þessar vélar endast og endast ef það er farið rétt með þær. Ég talaði td. við einn núna í sumar sem var búinn að fara 400 þús km á þess að opna vélina og þó á 38" dekkjum.
en tími á upptekt? bara þegar draslið er farið að leka, er það ekki ágætis viðmið? blár reykur og vélin útötuð í olíu og þá þarf að fara að gera eitthvaðÉg ælta allavega ekki að hreyfa við minni vél fyrr en ég þarf þess til.
20.01.2005 at 21:51 #514046bara skrá sig í landsbyggðardeild! þar tekur þetta enga stund
kv
Baldur
þ-455
20.01.2005 at 21:43 #513634þú getur lækkað hægaganginn með stilliskúrfu sem er ofan á verkinu, hjá mér eru þær reyndar tvær, önnur á hitaskynjara og það var ekki skemmtilegt að stilla hana…
svo ég óska þér bara góðarar skemmtunarkv
BALDUR
18.01.2005 at 12:40 #513724ég mæli með mudder, því þetta bara endist og endist! og drífur líka. Ég er með 12 tommu felgur og finnst þær full mjóar. Ég myndi fara í 14 tommu ef þú ætlar að versla þetta á annað borð!
kv
Baldur
13.01.2005 at 22:22 #506954kort
ál eða stálfelgur?
11.01.2005 at 02:52 #513208ég verð að hrósa þér fyrir gott föndur
10.01.2005 at 17:21 #513146maddi minn,
ísfell var ódýrast síðast þegar ég gáði, og þú splæsir bara lykkjuna sjálfur, ef þú kannt það ekki skal ég kenna þér þaðverðum í bandi
Baldur
09.01.2005 at 12:51 #513096fór þarna í gær. það er töluverður snjór, en að fara upp á jeppa er eitthvað sem tekur dágóða stund. það er svo helvíti þröngt þarna upp, þ.e. á leiðinni upp að jöklinum.
06.01.2005 at 23:09 #512544sæll
Ég held nú að þessir bílar séu nú ekkert of mikið keyrðir, 220 þús km á 12 árum gerir u.þ.b. 18 þús á ári. Og ég hugsa að það sé nú bara nokkuð nærri meðalkeyrslu á svona bíl.
með heddinn er ég nú ekki alveg viss, eru álhedd í þessu? ef svo er mætti eflaust athuga þau, en svo sem ekkert nauðsynlegt fyrr en heddpakkning fer að leka.en ég myndi nú samt ráðleggja þér að skoða dísel! eyðslan er töluvert betri á þeim og að mínu mati skemmtilegri vél (ef þær eru turbo intercooler). Og svo er náttúrulega dísel frumvarpið að koma í gangið og þá verður enn hagstæðara að vera á dísel fyrir fólk sem keyrir minna
en aðal ráðleggingin mín er að skoða bara nóg! ég var 3 mánuði að leita og endaði líka með snildar bíl 91 módel ekinn 167 þús
Svo ekki kaupa það fyrsta sem þú prófar!
kv
Baldur
04.01.2005 at 13:41 #512394bættirðu ekki við hægaganginn þegar þú minkaðir í verkinu? Mér hefur sýnst eyðslan fara upp ef díselvél gengur of hægt í hægagangi (vélinn nötrar öll).
kv
Baldur
04.01.2005 at 13:38 #512388ég myndi skoða hvort gangurinn sé einfaldlega of hægur í hægagangi. Þannig var það á bílnum hans pabba gamla, en mér tókst að minnka eyðsluna með því að bæta við hægaganginn!
01.01.2005 at 19:29 #511998hilux 91, 38" mudder slitnir á 13 tommu felgum. Þessa daganna er ég með svona 12-14psi.
þjóðvegur að vetri; 16 psi
þjóðvegur að sumri; max 20 psimér finnst betra að hafa hann mjúkan, þar sem hinar bráðskemmtilegu blaðfjaðrir að framan og ekkert of góðir demparar láta bíllinn hoppa mikið til á vegi með meira loft
30.12.2004 at 14:41 #511980sæll, ef þú vilt hafa þetta nákvæmt þá er Fini Flash dælan að dæla 173 l/min
kv
Baldur
30.12.2004 at 14:33 #511918ég er með 38" dísel með 5.29. Ég er búinn að mæla hvern einasta tank síðan í ágúst, og er meðaleyðslan 11.5 l/100 km fyrir utan torfæruakstur. Ef einhver vill kalla þetta lygi hjá mér, þá vil ég benda þeim aðila á það að prófa að lækka í olíuverkinu, þar sem bíllinn minn reykir lítið sem ekkert. Ég hef samanburð við bílinn hans pabba sem er reyndar með 2L-T vélina en hann reykir meira og eyðir líka um 13 l/100 km
reyklausarkveðjur
Baldur
27.12.2004 at 20:54 #511704ég lenti í því um daginn að bíllinn hjá mér drap á sér í hægagangi, þá fór öryggi sem er á forhitaranum og ádreparanum. ég komst á slóðina þar sem forhitaraljósið í mælaborðinu logaði ekki.
en hvort sem þetta öryggi er farið hjá þér eða ekki, þá myndi ég allavega athuga ádreparann, hann gæti alveg verið fastur í ís eða eitthvað álíka.
kv
Baldur
-
AuthorReplies