Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.10.2005 at 21:37 #528500
ég er með þetta sama vandamál. 2.4 diesl hilux, leiðinlegur í gang ef hann er búinn að standa eitthvað. Eins og hann gangi ekki á öllum og fer ekki í gang nema ég gefi svolítið inn, og fyllir þá götuna af reyk.
Ég er hins vegar með ný glóðarkerti og það breytti þessu ekkert.
Ætli þessi búnaður sé svipaður hjá toyota? og getur einhver sagt mér hvar þessi loki er nákvæmlega?kv
Baldur
þ-455
29.09.2005 at 20:52 #528206ég held að sumir hérna séu eitthvað að misskilja þetta hugtak rásir.
En það er nú bara þannig að 4×4 hefur leyfi fyrir ákveðnum tíðnum, það má svo alveg kallaþær hvaða nöfnum sem er. En til hagræðingar er vaninn að þeim sé raðað á ákveðin hátt í minni stöðvanna, þannig að tíðir fyrir endurvarpanna séu á minni númer 44 og 46.
svo við tökum dæmi þá er opna veiðirásin með tíðnina 153.100 MHz og er vanalega sett á númer 45, en það er ekkert sem kemur í veg fyrir að einhver önnur tíðni væri sett á númer 45. (ég taldi í lagi að byrta tíðnina fyrir þessa rás þar sem hún er öllum opin)
þess vegna getur vel verið að hssk og icecool séu bæði með 69, en það þarf ekkert að vera að það sé sama tíðnin, og mér finnst það reyndar mjög svo ólíklegt.
talstöðvanördakveðjur
baldur skáti
23.09.2005 at 13:38 #196302daginn
ég er að leita að gúmmímottu sem ég ætla að setja í pallinn á Hiluxnum mínum. Ég hafði hugsað mér að nota þessar gömlu góðu með götunum eins og eru við flestar útidyr á íslandi. En ég hef bara ekki getað fundið þetta í henntugum stærðum.
Veit einhver ykkar hvort og hvar er hægt fá þetta í metratali? Ég veit allavega að einhverjir hafa ná að láta þetta passa í palla á hilux
18.09.2005 at 23:37 #527104mudderinn var á einhvern 35 kall fyrir utan afslátt
allavega var þetta 155 þús með mircoskurði og umfelgun komið undir.
18.09.2005 at 15:37 #527100Ég var að kaupa dekk í vikunni, og ég keypti mudder. Hugsaði reyndar mikið um að kaupa GH en þar sem ég veit hvað mudder eru góð og verð munurinn var ekki það mikill, þá ákvað ég að kaupa mudderinn.
15.09.2005 at 18:22 #526888ég vann í nokkur ár í útivistarverslun, og komst að því að petzl væri málið, sterkust, vatnsheldust og allt það.
petzl ljósin fást í flestum alvöru útivistarverslunum, svo sem; everest, útilíf og fjallakofanum, og gæti trúað því að intersport væri með þau líka.en ef það er 4,5 volta kubbur sem þú færð ekki í gamla ljósið þitt, þá færðu það í þessum sömu verslunum, í það minnsta everest og útilíf, en þetta fæst venjulega ekki á bensínstöðvunum.
30.08.2005 at 16:02 #525946það var nóg til af þessum vélum á ebay þegar ég skoðaði þetta í vor. kostuðu ekkert svakalega mikið úti, en svo eru flutningur og tollar þannig að þær kosta örugglega hellinn komnar til landsins.
29.08.2005 at 22:40 #525940ég er svolítið spenntur fyrir chevy 4.3 vortec vélinni. Létt og öflug og hægt að fá ótrúlega mikið af skemmtilegum hlutum í hana. Meira að segja hægt að fá tilbúin millistykki á mótorfestingarnar til að festa hana í Toyotu. Og sjálfsagt hægt að fá það fyrir fleiri bíla, ég hef bara ekki leitað að því.
16.08.2005 at 22:48 #525738þær passa, en ég hef reyndar heyrt þá sögu að þær séu sífari í dieselnum heldur en bensín bílnum, en mér finnst reyndar ólíklegt að það sé satt. Kannski einhver hér geti svarað.
Annars hef ég alltaf fengið pottþétt svör ef ég hringi í þjónustuver toyota og bið um tækniupplýsingar.
14.08.2005 at 19:36 #525676ekki það að ég sé eitthvað að verja Hummerinn, en hefði ekki verið gaman að sjá óbreyttan jeep á móti þessum óbreyttu hummerum? ég er ekkert viss um að þeir hefðu gert betur.
12.07.2005 at 23:15 #524848er ekki málið að fjólubláu gormarnir frá AT eru ‘prógressífir’, þ.e. eins og tveir raðtendir gomar með misjafnan stífleika (þéttari hringir efst) og taka þess vegna mjög vel við hleðslu og fjaðra vel við flestar aðstæður.
Ég er allavega með svona gorma að aftan í fiskasalabílnum mínum (reyndar gormar fyrir 4runner) og mér finnst þeir tær snild, betri en rover gormar allavega.
02.07.2005 at 00:32 #196074daginn
ég veit að þið vitið allt, og þess vegna spyr ég ykkur þó það sé ekki beint um jeppa. En ég þarf að láta stilla inn drif fyrir mig, ekki í jeppa heldur slátturvél (35 hestafla turbodiesel græja sem slær brautir á golfvelli). Hún er útbúin með einhverri spes dana hásingu sem knúinn er með glussadrifi, ég er með allar upplýsingar um það hvering á að fara að þessu, en við viljum fá alvöru fagmann í verkið.
Getur einhver bent mér á helstu snillingana í svona málum?fyrirgefið að ég sé að misnota spjallið svona.
kv
Baldur
Þ-455
24.05.2005 at 19:20 #195970hæ,
getur einhver sagt mér hvort og hvar er hægt að fá flottur ljósaboganna sem stendur LB-3 eða eitthvað álíka á. Hef sé þetta á Hilux, cruiser og jafnvel fleirum, og var að hugsa um fyrir hilux. er/var þetta selt hér á landi? og er kannski eitthvað annað nafn á þessu? fann lítið sem ekkert á netinu.kv
Baldur skáti
24.05.2005 at 19:17 #523412þetta hefur fólk þekkir ekki til þessa málefnis samið, og því mótmæli ég þessu
Baldur Gunnarsson 120982-3709
17.05.2005 at 18:44 #522812takk fyrir þetta. strokleður hljómar vel. Þolinmæðina hef ég, það er bara þessi vinna sem skemmir fyrir manni og ég nenni varla að hafa bílinn kantalausan mjög lengi
16.05.2005 at 22:45 #195947hæ,
getur einhver leiðbeint mér hvering er best að ná kítti af lakki, án þess að taka lakkið með? Er nefnilega að hliðra til köntum á nýsprautuðum bíl, og vildi helst komast hjá því að sprauta aftur.
Búinn að prófa olíhreinsi, en hann vinnur hægt á þettafyrirfram þakkir
Baldur skáti
þ-455
16.05.2005 at 13:06 #195942daginn
Ég á í svolitlum hitavandamálum með hiluxinn minn, sem er 91 árg með túrbó og intercooler. Vatnskassinn er orðin lélegur, lekur pínulítið og svo eru elementin í kassanum orðin légleg, hnoðuð að framan og svona.Svo ég ætla endurnýja kassann. En ætti ég að fara í stærri kassa? ég hef heyrt um að menn hafi lent í hitavandræðum með þessa bíla þegar er búið að kreysta meira afl útur þessu með túrbínu? Hver er reynsla ykkar í þessu? Á ég að taka stærri? orginal? eða hvað? Og hvar er best að versla svona?
fyrirfram þakkir
Baldur
Þ-455
13.05.2005 at 00:04 #522240ég sá svona svipaðar pælingar hjá strák á millilöngum cruiser með 350, hann var að mig minnir með chevy kúplingu og eitthvað kit frá usa svo gírkassi passaði á. Hann var held ég ekki búinn að skemma neinn kassa, en hins vegar man ég ekki hvað hann sagðist vera búinn með mörg afturdrif.
Ég man því miður ekki hvað hann heitir, ég keypti bara túrbínu af honum, hann var á verkstæði rétt fyrir ofan toyota í kópavogi, ef einhver kannast við hann
09.05.2005 at 15:25 #522296ég er sammála síðasta ræðumanni, mér finnst þessi vefur bara virka fínt. þó það komi upp ein og ein villa örðuhverju, það er bara eðlilegt þegar er verið að starta svona fjölþættu kerfi. Allavega hefði ég verið glaður ef kerfin sem ég hef skrifað hefðu vikrað svona ágætlega þegar þeim hefur verið startað!
reyndar eina sem ég set útá er að maður skuli þurfa að fara inn í auglýsingar til að skrifa auglýsingu, væri miklu eðlilegra að hafa það í ‘mínar upplýsingar’
kv
Baldur vefnörd
05.05.2005 at 23:35 #522236ég veit allavega að þetta hefur verið gert, en hvering endingin verður… það er annað mál. mér tókst allavega að skemma hilux kassa með 2.4 díselvél…
-
AuthorReplies