Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.12.2005 at 18:26 #536268
en það er bara verst að Kristján seldi sinn rússa, það var einkar mikill sjarmi fyrir þeim bíl, og sennilega töluvert léttari heldur en sá guli, þar sem hann var örugglega orðinn mjög þunnur
17.12.2005 at 18:17 #536264svo á húsvíkurdeild líka einkar glæsilegan cruiser, sennilega 40.
[img:ksezpsf1]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/3991/26777.jpg[/img:ksezpsf1]
og svo rússinn;
[img:ksezpsf1]http://tunga.net/4×4/Bilar_felaga/Jonas_Russi2b.jpg[/img:ksezpsf1]kv
Baldur
16.12.2005 at 03:00 #536092boltar eru nú svo skemmtilegir, en svona er fræðin sem minnst var á:
10.9 bolti hefur ‘Ultimate’ togþol 1000 MPa en 0.9 sinnum það í ‘Yield’ togþol eða 900 MPa
og þá 8.8 ‘ultimate’ togþol 800 MPa en 640 MPa yield togþol.
ég man nú ekki íslensku orðin fyrir ultimate og yield, en yield styrkurinn er það sem efnið þolir án þessa að forbreytast (þ.e. það gengur til baka) en ultimate er slitstyrkurinn.
Reyndar eru þessar tölur ekki alveg réttar hjá mér, þetta er það sem maður miðar venjulega við, en 10.9 er td. í raun 1040 og 940 og 8.8 830 og 660
en þetta er svo hægt að nota til þess að finna út hvað mikið átak bolti ákveðni gráðu og stærð þolir.
vona að einhver hafi gaman af þessu, gæti haldið eitthvað áfram 😉
15.12.2005 at 22:32 #536102sæll
ég keypti mín gulu gleraugu í Everest í skeifunni. Þau eru frá alpina. Þau eru eitthvað svona skíðadæmi með linsum sem filterar brotna ljósið frá snjónum svo þau eru tær snild í snjóblindu.
Þessi sem ég á eru reyndar með 3 mismundi linsum, þ.e. það hægt að skipta um linsur í þeim.
og þau kostuðu ekkert voðalega mikið heldur.
12.12.2005 at 19:25 #535684ég er líka með svipað vandamál, hefur reyndar ekkert með halla að gera, hann er bara leiðinlegur í gang ef hann hefur staðið legi, þarf að gefa vel inn með startinu, en hann gengur svo ekki á öllum þegar hann fer í gang. Ætli það geti verið svona svipuð rör á Hiluxnum? Annars var stefnan að tala við þá í framtak/blossa eftir próf.
12.12.2005 at 14:00 #535734spurning hvort þessir geti ekki hjálpað
http://www.trdusa.com/þeir eiga allavega örugglega supercharger handa þér 😀
10.12.2005 at 02:53 #535480svo er líka spurning hvort það mæti taka spíssanna upp, það hefur nú hjálpað mörgum gömlum díselvélum.
09.12.2005 at 20:29 #535336ég mæli með að þú skoðir bretland líka. Allavega rak ég mig á það í sumar þegar ég keypti talstöðina mína að það hagstæðara að versla hana frá bretlandi, bara af því að flutningurinn var mikið ódýrari
09.12.2005 at 18:32 #535462já akkúrat það sem ég átti við, þú ert bara nokkuð skarpur strákur
09.12.2005 at 16:15 #535452ég man eftir pre 1990 patrolum með þessari vel sem voru og eru að mökkvirka. og hún endist líka helling.
09.12.2005 at 02:20 #535316það sem þarf að gera að er breyta nýskráingarkerfinu, og setja upp bann/block á spjallið. Því ef það væri bara sett upp bann þá gætu þessir guttar bara nýskráð sig aftur með annað notendanafn.
Hins vegar ef nýskráningarkerfið væri þannig að starfsmaður/vefnefnd/einhversemræður þyrfti að samþykkja nýskráninguna þá væru minni líkur á því að menn gætu hagað sér svona á vefnum.En það eru til margar aðferðir í þessu, en það þyrfti sennilega að horfa á fjölda nýskráninga á tíma til að geta fundið bestu lausina. En ég legg þetta allavega til. Vona bara að vefnefnd lesi þetta
kv
Baldur skáti
09.12.2005 at 02:09 #535368ef hún er framleidd undir sama týpu númeri með 3 mismunandi tíðnisviðum, þá er að öllum líkindum hægt að breyta henni svo hún noti okkar tíðnisvið.
Þessar stöðvar eru venjulega með alveg sama brettið, bara einsog ein díóða sem stjórnar þessu, stundum eitthvað meira.
Ég fann allavega upplýsingar um stöðina mína á http://www.mods.dk og henni var breytt. Ég er reyndar með amaturestöð, sem þín er ekki, svo það gæti verið erfiðara að finna svona um þína (almenningur má ekki breyta stöðvum, amatureréttindi gefa hinsvegar leifi til þess)Annars skaltu líka bara prófa að tala við rsh, hátækni og þessa gaura. Möguleiki á því að þeir geti forritað hana, annars ætti að vera hægt að finna teikningar af tölvusnúrunni einhvers staðar á netinu líka.
08.12.2005 at 22:13 #535312ég held að það sé kominn tími á að breyta aðgangi mann að þessum vef…
08.12.2005 at 22:07 #535360Nei, þú getur sennilega ekki notað þessa stöð á 4×4 tíðnunum. Þó er möguleiki að það sé hægt að breyta henni, ef þetta er amature stöð, sem mér finnst líklegt miðað við þessar tölur.
Hvaða tegund og týpa er þetta annars? Þú ættir að geta fundið það á netinu hvort það er hægt aðb breyta henni.
06.12.2005 at 23:55 #535182hljómar svipað og þegar það fór höfuðöryggi fyrir forhitara og fleira í Hiluxnum mínum.
Veit svo sem ekki hvering þetta er í datsun
05.12.2005 at 02:05 #535036Ef þetta er ekki þeim mun öflugri stöð á styrkurinn ekki að vera vandamál. Flest loftnet þola 50w í það minnsta. Lengdin hefur með það að gera á hvaða tíðinsviði stöðin er. Og ef loftnetið er ekki tjúnnað fyrir vhf, þá færðu örugglega hluta af aflinu til baka inn í stöð og getur skemmt hana. Hins vegar eiga loftnetin að vera rétt tjúnnuð þegar maður fær þau (og með ódýr loftnet klippt í rétta lengd).
Það sem mér þætti líklegra eru;
-spannsgræna í tenginu á loftnetinu
-illa frágengin tengi (bæði við stöðina og loftnetið)
-og svo eru margir með alltof langan loftnetskapal, hafa hann eins stuttan og maður kemst upp með, og sem fæstar krappar beygjur á hann.
04.12.2005 at 19:52 #534944sé það núna að þetta var tundra, ekki tacoma. EN það eru örugglega hægt að breyta honum líka 😉
04.12.2005 at 19:50 #534940það er auðvitað hægt að breyta þessu einsog örðu. Búnir að vera nokkrir þræðir um þetta.
Hér er einn
[url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=bilarogbreytingar/6037:25z596ii]https://old.f4x4.is/new/forum/?file=bilarogbreytingar/6037[/url:25z596ii]
04.12.2005 at 19:46 #535014stendur ádreparinn ekki bara á sér? auðvelt að prófa hann með því að setja straum af geymi á hann og hlusta eftir klikkinu.
EN þú heyrir auðvitað klikk í einhverjum relayum þegar þú svissar á. Mundi halda að það væri forhitara relay eða eitthvað.
03.12.2005 at 18:40 #534886já ég myndi halda að það væri best að tala við lögfræðing, ef þessi tryggingarfélög vilja ekki gera neitt fyrir mann, þá gera þau það venjulega þegar maður sendir lögfræðing á þau. Allavega hefur það verið reynslan hjá þeim sem ég þekki.
Svo mætti kannski benda þeim á að þú átt ekki einu sinni að fá skoðun á bílinn með mislitum perum. Það stendur nefnilega skýrum stöfum í reglugerð um búnað ökutækja að öll aðalljós skulu hafa sama lit.gangi þér vel
-
AuthorReplies