Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
26.11.2007 at 09:47 #604570
Ég þekki nú ekki reglurnar með afklippingarnar. En ég hef heyrt um menn sem hafa reynt þetta trix og fara því bara með bílinn í skoðun annaðhvert ár. Í öllum tilfellum sem ég hef heyrt af þá taka menn þetta ekki mál á skoðunarstöðvunum þó svo að þú viljir borga 2-falt skoðunargjald.
20.11.2007 at 17:49 #603978Söluskoðun og almenn skoðun eru tveir aðskildir hlutir.
Annars fer ég alltaf í aðalskoðun í HFJ og kvarta ekki.
20.11.2007 at 17:20 #604124Ef þú notar leitina þá er hægt að finna kílómetra af þráðum hérna um þetta sama efni.
15.11.2007 at 16:36 #603502Ég var að leita að 110w peru um daginn og einhver sölumaður laug þvví að mér að það væri ekki leyfilegt að nota það í 12v bíl. Ekki veit ég hvaðan þær upplýsingar komu. En það reyndist ómögulegt að finna 110w peru fyrir 12v (H1 pera) .
En ég fékk líka að heyra þetta í AT "55w virkar eins og 110w" var sagt við mig. Það var hlegið að mér þegar ég var að bera þetta undir fróða menn.
12.11.2007 at 16:50 #602894Ég fór eitthvað áleiðis inná hrunamannaafrétt á laugardag og þar var einhver snjór en það var bara rétt föl. En fjöllinn eru hvít og það virtist vera einhver snjór þarna. En ég myndi halda að hann væri takmarkaður.
12.11.2007 at 16:34 #201158Er að vandræðast með felugur und pattann hjá mér og vantar ráðleggingar um breidd á felgum fyrir 39,5″ Iroc.
Er ekki 14″ of mikið fyrir þessi dekk (og legur)?
07.11.2007 at 22:46 #602480Eytt sinn lent ég í því að nýlegur geymir tæmdist hjá mér. Ég hringdi í verslunina sem heitir öðru nafni í dag og spurði hvort þetta væri eðlilegt. Sölumaðurinn ágæti sagði að geymar þyldu það illa að tæmast algerlega og í flestum tilfellum myndu þeir eyðileggjast. Í lok samtalsins spurði ég sölumanninn hvort hann gæti ekki selt mér hleðslutæki. Hann sagði það lítið mál en hann átti fá svör þegar ég spurði hann tilhvers hann seldi hleðslutæki þegar geymarnir þeirra væru einnota.
30.10.2007 at 18:21 #601518Þú ert að tala um þetta sem maður handpumpar í þá er byko og hússmiðjan að selja þetta. Sá þetta líka á N1 við lækjagötu í gær og svo er þetta örugglega til í blómaval.
17.10.2007 at 23:57 #600268að nota leitina á þetta.
Það var að mig minnir e-ð verið að tala um þetta núna nýlega líka.https://old.f4x4.is/new/forum/default.as … ingar/1354
17.10.2007 at 13:17 #600186að ég sé að fara með rétt mál að á sínum tíma þegar eldru kom upp í Ísaga fyrir nokkrum árum þá týndust gögn yfir þá kúta sem voru í útleigu hjá ísaga. Málinu var reddað þannig að ef þú gast ekki sannað að þú værir réttmættur eigandi kútsins þá leit Ísaga þannig á málið að þeir ættu kútinn. Þannig eignaðist Ísaga í raun alla gaskúta landsins. Þetta heyrði ég frá manni sem gat lítið annað gert en að taka sína eigin kúta á leigu.
15.10.2007 at 23:49 #599960Ég gerði þetta við bíl sem ég átti og það var nú bara látið passa. Ef ég man rétt þá boraði ég ný göt í bracketið sem fylgdi nýja sætinu og notaði sömu boltagötin sem voru fyrir upprunanlega sætið. Pís of keik
24.09.2007 at 17:21 #597910Að skrifa heilmikið um nákvæmlega þessi vélaskipti áður.
https://old.f4x4.is/new/forum/default.as … tingar/455
Fann þetta í fljótheitum og eflaust hægt að finna miklu meira.
19.09.2007 at 11:28 #59735016.09.2007 at 16:00 #597236Fæst þar
21.08.2007 at 18:18 #595060Það fer nú soldið eftir því hvort þú ert að tala um Rúmtommur eða rúmsentimetra.
Geri samt ráð fyrir að þetta séu tommur. Hæpið að 1000 cm3 vél sé 1000 hestöfl, en maður veit aldrei.
17.07.2007 at 09:04 #593642Eru með einhverjar kúlur sá ég þegar ég var þar um daginn. Ekki viss hvort það er þessi tegund sem þú lýsir en lítið mál að taka upp tólið……þ.e símann.
13.07.2007 at 09:13 #593560um mánaðarmótin júní – júli lítið í ánum. Sá menn fara með fellihýsi ínní Bása og það ætti ekki að vera vandamál. Myndi ekki fara með það í húsadal, sýndist það illfært svona fellhýsum.
En ég sá einn sem hafði pakkað fellihýsinu sínu inní pökkunarplast, það hefur örugglega gert hellings gagn.
En á þessum tíma var lítið mál að fara í Bása og jafnvel hægt að fara yfir krossá langadals megin.
05.07.2007 at 13:00 #593164átti bronco 2,8 sem átti það til að haga sér svona. Í því tilfelli var það innsogið sem var að angra mig. Bíllinn ofhlóð rafmagni og sprengdi öryggi, ljósaperur en cutout-ið var víst farið sem var eitthvað tengt innsoginu (ekki spyrja mig hvernig) En bíllinn snarlagaðist hjá mér við þetta.
Þetta er kannski langsótt en þess virði að athuga hvort einhverjar perur séu sprungnar hjá þér eða mæla hleðsluna.
13.06.2007 at 20:26 #592448þetta lítur nú út eins og fremsti lestarvagn á alltof stórum dekkjum.
Það kom einhverntíman mynd í morgunblaðinu af hugmynd Stjána af "mesta fjallabíl íslands" sem aldrei hefur litið dagsins ljós.Hugmyndin var stór en framkvæmdin var eitthvað minni í sniðum.
07.06.2007 at 21:53 #592274Formverk.is
-
AuthorReplies