Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.08.2008 at 17:52 #628332
Það kemur ekki fram hvenær þessu ferð er fyrirhuguð.
Smá athugasemd.
Í ferð nr 2 á að grafa fyrir sökklunum og í ferð nr 3 á að rífa frá.
Ekki ætla ég að skipta mér mikð af þessu en vantar ekki einhvern verkþátt inní þetta?
26.08.2008 at 23:08 #628276Mér skilst að það sé hætt að framleiða þetta, amk í patrol.
25.08.2008 at 08:38 #628168Sjálfur er ég með þetta undir 99 patrol og hefur reynst nokkuð vel hingað til. Hef ekki samanburð á neinu þar sem ég keypti bílinn á þessum dekkjum. Í akstri eru dekkin fín en þau eru auðvitað gróf. Ég hef látið líma dekkinn undir hjá mér og ekki lent í vandræðum.
14.08.2008 at 17:46 #627342Sæll
Sjálfur fór ég í Ægislokur, fyrir var ég með orginla Auto/free lokur sem ég ætlaði svo jafnvel að nota á sumrin en það hefur nú lítið orðið af því.
Ástæðan fyrir því að ég fór í Ægislokur var sú að mér sýndist reynsla annarra vera sú að orginal lokurnar brotnuðu ítrekað. Þess vegna fór ég á stúfana og keypti þetta Ægir áður en þetta brotnaði.
Hvað varðar suðu á lokum er ég ekki nógu vel að mér til að segja til um hvort það sé jafngilt því að vera með Ægisloku. En vil benda á það að öxull öðru meginn kostar í kringum 200 þús sem er dýrt spaug.
En það má vera að það sé ekkert betra að vera með Ægisloku frekar en soðna orginal hvað það varðar.En Ægislokan hefur reynst mér vel að öllu leyti, ekkert vesen.
10.07.2008 at 21:25 #625564Ég er búinn að vera á prime álfelgum á 39,5" í næstum 2 ár og ekk enn slitið bolta 7-9-13.
Alltaf hert með mæli og endurhert eftir smá keyrslu.
02.07.2008 at 15:20 #625294Þeir eru með allskonar bátahluti.
Allavega má á síðunni hjá þeim að þeir bjóða uppá tankalok
27.06.2008 at 09:06 #625048Lét yfirfara hjá mér tækið í vikunni og tók þá eftir að 2kg bíltæki kostar um 6500 kall í öryggismiðstöðinni í Borgartúninu.
26.06.2008 at 19:22 #62499418.06.2008 at 11:12 #624584Mætti einum í fyrra sem var búinn að pakka sínu inní pökkunarplast.
28.04.2008 at 18:25 #621624með áróðursnefnd
Upplýsinganefnd eða kynninganefnd eins og bent hefur verið á.
14.04.2008 at 13:15 #620408Sjálfur hef ég ferðast á hestum um hálendið og finnst þessar hugmyndir ekki gáfulegar. Flestum hestahópum sem ferðast á hálendi fylgja einhver ökutæki. Væri gaman að heyra hvað ferðaskrifstofur með hestaferðir segja við svona akstursbönnum.
Sú staða mun síðan koma upp að annaðhvort maður eða hross slasast eða veikist á þessu svæði. Manninn væri hægt að sækja á þyrlu en ég sé ekki fyrir mér að hestur yrði settur í þyrluna. Í þeim tilfellum þyrfti annaðhvort að fella hrossið eða sækja það á kerru. Sé ekki fyrir mér að þingmaður eða nokkur annar á miljónkróna hrossi sé tilbúinn að fella gripinn vegna smávæglegra veikinda eða helti.
14.04.2008 at 08:36 #620332Ég fór í gegnum þetta allt saman og þá kom í ljós að Benni var ódýrastur af þeim sem selja hérna innanlands. Innfluttnigur borgaði sig ekki miðað við þau verð sem ég fann erlendis ef bætt er við flutningi og vsk.
12.04.2008 at 09:05 #620324Jeppapartasalan Jeppahlutir 4×4 Íshellu 4
5556777
6624444
11.04.2008 at 09:43 #620318Ég þekki ekki munin en ég er búinn að vera í sömu pælingum núna og læsing í 99 bíl virðist ekki vera til á landinu en ARB er væntanleg hjá Benna eftir einhverja daga. ARB kostar hjá Benna um 90 þús sem er 25þús ódýrara en sá sem komst næst þeim. Veit ekkert hvað ísetnign kostar.
Mér skilst að það sé hætt að framleiða AL-grip nema eftir pöntun. Allavega voru það svör sem ég fékk þegar ég hringdi í K2 á Akureyri. Veit ekki hvað er til í því.p.s ef þig vantar í eldri bíl þá var einhver jeppapartasali í HFJ að rífa 93 bíl þegar ég hringdi þangað í gær.
10.04.2008 at 16:24 #620046Vill enginn af Tacoma eigendum sýna sína gripi. Skil það svo sem alveg hehehe .
En það væri nú ráð að sýna svoleiðis grip og svo kannski þessi 44" Durango.
09.04.2008 at 15:17 #202280Veit einhver hvernig þessar Algrips læsingar hafa komið út?
Er að hugsa þetta í patrol þar sem að ARB er ekki til eins og er á landinu.
08.04.2008 at 10:44 #619960Engin með hugmynd?
07.04.2008 at 23:08 #202274Þessa dagana er ég að vesenast í bílnum og er að velta fyrir mér hvort hægt sé að skipta um aftari pinjónsleguna í framdrifinu án þess að rífa framdrifið undan. Á teikningunni sýnsit þetta vera möguleiki en einhvernveginn grunar mig að það þurfi að rífa allt drasið úr til að ná legunni og hringnum. Ástæðan fyrir þessari pælingu er óhljóð hægrameginn að framan þegar ekið er í framdrifinu og aðeins þegar að bílnum er gefið inn, ekki þegar slegið er af. Mig grunar að þetta sé einhver lega í drifinu og langaði að skipta um aftari pinjónleguna til að ath hvort þetta væri meinið áður er í framdirfsuppskurð er haldið. Því ef maður fer í svoleiðis aðgerð kallar það á læsingakaup og tilheyrandi útgjöld.
Um er að ræða Nissan Patrol 99 árg.
31.03.2008 at 18:40 #618318Ekki veit ég hvaða hræðsla þetta er við bremsuvökva. Það má meira en vera að hann fari ill í gúmmí en eitt sinn bónaði ég gamla Mözdu sem ég átti með bremsuvökva og hún hafði aldrei glansað eins mikið í eins langan tíma. Einnig reyndist þetta sérdeilis vel á svarta stuðara sem voru orðnir gráir.
31.03.2008 at 09:45 #618306Hefur þetta dekk ekki bara verið yst eða efst í dekkjastaflanum og sólin náð að skína á þetta eina dekk en hlíft hinum. Bara hugmynd.
-
AuthorReplies