Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
18.01.2008 at 22:39 #610682
Þegar ég hóf þessi skrif hérna fyrr í kvöld hafði ég ekki haft af því spurnir að ákveðnar konur í stjórn félagsins væru farnar að taka sér það alræðisvald að fara fram á við vefnefnd að hún loki án viðvörunar á félagsmenn. Kannski bara eins gott, ég hefði líklega ekki haft til þess þroska að skrifa svona yfirvegaðar vangaveltur með þær upplýsingar líka.
.
Ég vil þó taka fram með fullri virðingu fyrir Ellu, að þessi þráður á ekki að snúast um hana og eingöngu samskipti hennar við stjórn félagsins á spjallþráðum. Markmið mitt með því að hefja þennan þráð var að fá fram almenna umræðu um þessar vangaveltur mínar. Finnst þó að sjálfsögðu að vefnefnd eigi umsvifalaust að skammast sín og bjóða henni aftur til okkar. Fjölmargar reglur (okkar eigin) um notkun vefsins sem að vefnefnd braut með þessari lokun á Ellu. Þessi valdníðsla býður eiginlega ekki upp á neitt annað en að menn fjölmenni á næsta aðalfund og kjósi aftur lýðræði í félagið.
.
En aftur að efni þráðsins, hvað finnst þér kæri félagi að séu eðlileg samskipti á vefnum og hvernig viljum við sjá þetta þróast til að bæta vefinn og auka aftur hróður félagsins? Er ekki eðlileg krafa að stjórn farir þar fyrir flokknum og taki upp almenna sanngirni og kurteisi?
18.01.2008 at 18:36 #201656Sæl félagar, búinn að velta þessu of mikið fyrir mér í dag. Þarf að skrifa eitthvað hérna til að koma þessu úr hausnum á mér, er ekki mikið pláss þar fyrir.
.
Samskiptin hér á netinu hafa oft verið mér hugleikin, margt hef ég afgreitt sem vanþroska og eitthvað sem er ekki eftirtektarvert en ýmislegt tel ég hins vegar vera mjög undarlegt og umræðuvert hérna á vefnum.
.
Ég er einn af (að ég tel) þeim meirihluta félagsmanna sem sjást aldrei eða nánast aldrei í félagsheimili klúbbsins, hvort sem er á samkomum þar eða öðrum uppákomum. Kom reyndar í Mörkina bara í allra fyrsta skipti núna á miðvikudagskvöd á hreint ágætt MapSource og nRoute kynningarkvöld sem var haldið af Lalla á vegum Hjálparsveitarinnar.
Ég hef ekki séð mér fært að gefa af tíma mínum enn sem komið er til starfa fyrir klúbbinn og er það miður, kemur alls ekki til af áhugaleysi heldur bara þessi sama gamla afsökun með tímaleysi.
.
Ég gekk í klúbbinn á sínum tíma fyrst og fremst vegna þess að ég vildi styðja einu hagsmunasamtök jeppamanna á Íslandi með amk mínu félagsgjaldi. Mér hefur hins vegar fundist afar gott að nýta mér vefinn til að fylgjast með og stundum leggja orð í belg.
.
Ég veit ekki hversu margir félagsmenn 4×4 hegða sér eins og ég, en ég vil samt trúa því að mínir líkar eigi að hafa fullan rétt á við þá félagsmenn sem mæta betur á fundi. Ég geri mér grein fyrir því að kosningar o.fl. þvíum líkt geta ekki farið fram hérna á vefnum, en almennt upplýsinga streymi á engu að síður að vera hér afar gott og til ítarlegra upplýsinga fyrir félagsmenn 4×4.
.
Þessar vangaveltur hjá mér hófust í dag þegar ég var að lesa spjallþráð um miðjuferðina þar sem lögð var fram einföld kurteisileg fyrirspurn til stjórnar um þáttöku í ferðinni og kostnað, fyrirspurn sem var svarað að mestu með fyrirslætti og jafnvel svíðingshætti á persónuna sem bar fram fyrirspurnina. Ég geri mér sem fyrr segir 100% grein fyrir því að á fjölsóttum vef verður alltaf erfitt að halda umræðunum kurteisilegum og málefnalegum, en er ekki eðlileg krafa að stjórn og starfsmaður klúbbsins svari málefnalega og upplýsandi?
.
Persónulega er mér alveg slétt sama hvaða fyrirmenni og/eða drifleysingjar fara með í þessa ferð, þetta og svona fyrirspurnir almennt snúast miklu meira um það að upplýsingastreymið sé gott til félagsmanna. Við erum nefnilega félag þar sem að allir félagar hafa sömu réttindi.
.
Ef að ekki er hægt að ræða hlutverk og verkefni klúbbsins á innanfélagsþráðum svo að vel sé, hver er þá tilgangurinn með þessum spjallþráðum yfirhöfuð? Ég tel alveg fullvíst að allir beri ábyrgð, en ef stjórnin fer ekki fyrir hópnum sem leiðbeinandi um góðar venjur á þráðunum af hverju ætti þá nýr félagsmaður (eða nýr heilaþegi) að vita hvernig er gott að hegða sér hérna?
.
Ég hef reynt að temja mér kurteisi og húmor í samskiptum mínum hérna á vefnum. En eins og samskiptin eru að þróast hérna undanfarið tel ég víst að vefurinn hafi meira afl til eyðileggingar, niðurrifs og fækkunar félaga en nokkurn tíma til uppbyggingar fyrir félagið og samskipti innan þess.
.
Væri ekki gaman ef öll dýrin í skóginum væru bara vinir? Já, og jafnvel á sama stallinum líka.
17.01.2008 at 01:25 #609744Vel framsett hjá Lalla, skýrt og skorinort.
Þakka fyrir mig, kvöldstund vel varið.
15.01.2008 at 23:52 #610182Snjóaði a.m.k. hátt í hálfan metra bara á Suðurlands undirlendinu í dag þannig að ekki hefur bæst minna við á hálendinu.
Hvernig er annars með þessa þingmanna ferð? Er aðeins stjórnarmönnum heimil þáttaka þar?
Kv. Baddi
08.01.2008 at 13:42 #609590Fyrir 50 árum þóttu umferðarljós nánast vera kraftaverk, þvílíkt tækniundur sem þau nú voru. Nú verðum við hratt gröm ef þau eru ekki almennilega samstillt um alla borgina
Þakka annars góð svör drengir, keyri að sjálfsögðu aldrei blint eftir annarra punktum, yfirleitt ekki einu sinni mínum.
En Þorgeir, hvernig sný ég punktum úr Hörsey yfir í WGS84?
08.01.2008 at 08:56 #201557Var að dunda mér við það að setja inn í Mapsource nokkrar leiðir úr GPS bókinni þeirra Sigurjóns Péturssonar og Magnúsar Sigurjónssonar sem var gefin út 1995.
Sé það mér til furðu að skekkjan er æði mikil frá bókinni á kortið í Mapsource’inum. Veit að punktarnir gömlu eru Hjörsey 1955 og nýja kortið er WGS84, en er ekki afar óeðlilegt ef skekkjan á milli er í hundruðum metra?
03.01.2008 at 08:26 #607958Það sem ég átti við með því að tala um að fela útgáfuna öðrum var ekki að greiða öðrum fyrir verkið, heldur að bjóða öðrum að taka verkið að sér gegn því að þeir hefðu tekjurnar af auglýsingasölunni.
Það ætti ekki að gera neitt fyrir okkur nema að skapa þægindi.
Kv. Baddi
02.01.2008 at 17:42 #608650en það var einn svona hérna lengi á götunni blár eða svartur að mig minnir, bensín bíll á 44" og hann fór sjaldan eða aldrei undir 30 lítra á hundraðið og það hjá a.m.k. 2 mismunandi eigendum.
Var sjálfur að spá í hann þá og talaði við fyrrum eiganda sem sagði mér þetta.
En munurinn á 20 ltr. á hundraðið af diesel og 25-30 ltr. á hundraðið af bensíni er lengi lengi að borga sig upp miðað við verðið á diesel í dag.
Ég myndi ekki hika held ég í dag við það að skella mér á bensín bíl ef hann biðiðst á góðu verði.
02.01.2008 at 13:52 #607940Til að taka af allan vafa að þá var ég alls ekki að gagnrýna blaðið hér að ofan, minntist reyndar bara ekki á það. Mér finnst þetta blað veglegt og flott og hin besta lesning meðan að maður hlýjar t.d. kamrinum einhversstaðar á fjöllum já eða jafnvel fyrir þá sem eru einhversstaðar í góðu símasambandi að bíða eftir Björgunarsveitunum.
Spurningarnar mínar hér að ofan voru hins vegar 2 og hafa ekki fengið svör enn.
1. Af hverju ekki að fela útgáfuna utanaðkomandi aðilum?
2. Hvaða 1500 þús. var Agnes að grínast með hér ofar?Kemur skýrt fram hér á undan hvernig útgáfan gekk fyrir sig og heyrist mér það nú bara hafa gengið afar vel miðað við stærð blaðsins, og sérstaklega miðað við að allt er þetta gert í sjálfboðastarfi.
En mér er spurn, ef tilgangur útgáfunnar er ekki að hafa af því tekjur ásamt því að vera til upplýsinga og skemmtunar fyrir félaga, af hverju þá ekki að fela einhverjum atvinnumönnum verkið?
30.12.2007 at 22:18 #608276😉
30.12.2007 at 17:34 #607910Einhverjum sem hefur tíma og áhuga og tekjumöguleika af málinu? Tekjur myndu alltaf vekja áhuga. Ég þekki til nokkurra aðila sem væru meira en til í að gefa út svona blað af vandvirkni trúi ég gegn því að þeir beri af því kostnað og tekjur.
.
Annað sem vakti hjá mér spurningar, Agnes hvaða 1.500 þús í vaskinn ertu að skírskota til?
Kv. Baddi
26.12.2007 at 01:40 #607692um þessar mundir nema þá með alveg gríðarlega gott spil og keðjusög í farteskinu 😉
En ef þú ferð, fylgdu þá holtunum en ekki lægðunum. Er væntanlega ágætlega frosið þarna núna, en þarna veit maður aldrei.
26.12.2007 at 01:37 #607626Hmm, hver ætlar að borga?
25.12.2007 at 14:02 #607622bara fastur í 2007?
Við strákarnir erum komnir fram yfir áramót nú þegar 😉
25.12.2007 at 03:17 #607618Er ekki málið bara að fara þá og að þú Ingi planir fyrir okkur óvissuferð úr gríðarlegum viskubrunninum?
24.12.2007 at 01:07 #607610nýárs, en nú skilst mér á mönnum að stefnan sé sett á byrjun janúar 2008.
.
Heyrist að a.m.k. Jói, Anton og einhverjir fleiri ætli þá.
Verður ekki bara allsherjar túristalaust flandur á hálendið þá?
22.12.2007 at 13:27 #607512Gleðileg jól og Guð gefi ykkur góða tíð og snjó í haga.
Látið nú ekki Skrögg gamla eyðileggja fyrir ykkur jólaandann þó að í augnablikinu líti út fyrir að þau verði rauð, tja í besta falli bleik, hérna sunnan heiða.
Kveðja, Baddi blái
19.12.2007 at 23:54 #605616en hvað varð um að nota bara gas ljós og eldun?
Er nauðsynlegt að framleiða þarna rafmagn í þessu mikla magni? Ef menn hafa verulega þörf fyrir notkun örbygljuofna geta þeir alltaf farið bara Magga Skó leiðina og verið með 1500W straum í bílnum
18.12.2007 at 09:15 #607138Voru ekki menn almennt að nota 40 metra teygjur hér um árið?
Annað, hvað þarf að biðja um í þessum lásum til að geta treyst því að lásinn eigi að þola álagið?Kv. Baddi
16.12.2007 at 13:44 #606844nefinu og ekki leggja af klúbbinn (eins og hér einhversstaðar kom fram á spjallinu) eða skoðanakannanir þó að einhverjir hafi skoðanir á skoðanakönnunum á síðunni
Iridium yrði málið hjá mér. Heyrði hjá einum ágætum félaga að hann keypti sér síma frá USA og borgar þar fast árgjald sem er held ég $600 með 500 mínútum inniföldum. Þetta er ódýrasti kosturinn sem ég hef heyrt af hingað til.
Ef að við setjum það upp í íslenskum krónum að þá er þetta ca. 37 þús. kall á ári eða um 3000 kall á mánuði sem er nokkuð lægra mánaðargjald en hefur verið boðið hérna heima OG með 500 mínútna notkun innifaldri.
Þegar öryggistæki eins og Iridium er haft í huga finnst mér afar ólíklegt að ég muni nokkurn tíman nota það meira en 500 mínútur á ári.
-
AuthorReplies