FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir
You are here: Home / Baldvin

Baldvin

Profile picture of Baldvin
Not recently active
  • Prófíll
  • Groups 0
  • Forums
  • Topics Started
  • Replies Created
  • Favorites

Forum Replies Created

Viewing 20 replies - 61 through 80 (of 272 total)
← 1 … 3 4 5 … 14 →
  • Author
    Replies
  • 25.06.2008 at 12:30 #624926
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    er það ekki ennþá þannig að Olís kaupi eldsneytið sitt af Olíudreifingu sem er í eigu Esso í dag?
    .
    Er þá ekki heldur að versla bara við Atlantsolíu og leyfa þeim þannig að finna verulega fyrir þessu?
    Gallinn þar reyndar þá að þeir verða svo fljótt uppiskroppa með eldsneyti blessaðir þegar að mikið verður að gera hjá þeim.
    .
    En gott framtak, verður að gera eitthvað. En öðru fremur ættu samt snillingar þessa ágæta klúbbs okkar að einbeita sér að því að finna upp alvöru orkumikla vél sem gengur fyrir vatni svona eins og hjá þeim þarna í Japan.





    16.06.2008 at 15:34 #624554
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    Sælir félagar. Ætla mér að spara allar yfirlýsingar um hroka hérna, hef ekki enn fundið menn sem eru mér mikið verri í þeirri deildinni og því best að spara grjótið í glerhúsinu.
    .
    Langaði bara að koma því á framfæri að við sem erum í akstri með ferðamenn höfum vanist því til margra ára að spyrjast fyrir um lokanir vega á vori hjá Vegagerðinni og þá oftast er spurt um syðri hluta Kjalvegar og svo um Uxahryggi og Kaldadal.
    .
    Svörin sem við eigum að venjast eru gjarnan eitthvað á þá leið að blautt sé í veginum en menn geti svo sem farið það ef þarft er.
    .
    Án þess að ætla að bera sérstaklega blak af Helga félaga mínum, hann getur jú keyrt alveg eins og asni eins og við hinir, að þá hefur Helgi mikla þekkingu af ferðamennsku og þá er fjallabakið og Laugasvæðið þar með talið. Ég treysti Helga fyllilega til að meta það hvort að hægt sé að aka um svæði án eyðileggingar eða ekki. Lokanir eiga eftir sem áður fyllilega rétt á sér að sjálfsögðu, en skv. þessum samtölum við Vegagerðina sem ég og kollegar mínir höfum átt að þá virðast lokanirnar frekar vera til viðmiðunar.
    .
    Lögginn á Hvolsvelli var t.a.m. ekki að leita eftir ummerkjum um akstur um vegi, heldur akstur utanvega.
    .
    Lokaðir vegir eru eftir sem áður líka til þess fallnir að túristar (íslenskir sem erlendir) eru ekki eins líklegir til að ana einbíla á Yaris inn á haugblautan aurfarveg.





    03.06.2008 at 09:13 #623888
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    Þetta er einföld og jákvæð leið til að stýra fólki til að fá sér eyðslugrennri bíla. Það hvílir á ríkisstjórninni sú kvöð fyrir hönd landans að auka umhverfisvitund og að draga sem mest má úr losun koltvísýrings og annarra útblásturs tegunda sem menga.
    .
    Ef ég vill eiga bíl sem hefur mjög neikvæð áhrif á samfélagsþáttinn og afskrifar mig algerlega úr þessu átaki, já þá finnst mér sjálfsagt að ég borgi fyrir það.
    .
    Það er ekkert sem segir að ég verði að eiga eyðsluhákinn.





    30.05.2008 at 23:39 #623746
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    Þ.e. að vestanverðu. Þarft bara að passa þar afar vel ef þú ert einbíla að fara ekki út fyrir veg.
    Menn hafa lent í því þar á þessum árstíma að nánast týna bílunum sínum í hálfgert kviksyndi.
    Leynir á sér, virkar þurrt en um leið og maður hrærir aðeins of mikið í því, er bara nánast botnlaust dý.
    .
    Skálpanes megin er líklega ófært að jökli núna vegna mikils krapa í jökuljaðrinum. En ef maðurinn þarf ekki að fara á jökul heldur bara að snerta snjó er ekkert mál að fara upp Skálpamegin að snjólínunni.





    17.04.2008 at 20:57 #202321
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    Ætla að skella mér í dagsferð inn úr á laugardeginum, hefur eitthvað frést af færð þar nýlega? Er þetta bara krapasull eða rennifæri?





    23.03.2008 at 19:14 #618294
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    … og alls ekki til úrhleypinga. Bara tímaspursmál hvenær þau hvellspringa, svolítið svona eins og tifandi tímasprengja.
    .
    Afar skemmtileg reynsla að verða fyrir á hámarkshraða út á vegi :)





    23.03.2008 at 19:02 #574982
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    Eftir reynslu af akstri á ýmsum gerða dekkja myndi ég setja 44" DC dekkin aftast á listann, þau hafa að mínu mati ekkert sem mælir með þeim nema mikið flot.
    .
    Kostur: mikið flot
    gallar: mikið rásandi á vegi eftir örfáa þúsund kílómetra í akstri, afar lélegt grip, fara illa með hjólabúnað bílsins vegna mikils titrings.
    .
    Fljóta vel, en er óþolandi að mínu mati hversu illa getur t.d. gengið að bakka upp úr festum á þeim í t.d. blautu færi meðan að dekk með gripi eiga í litlum erfiðleikum með það sama.
    .
    Hef prófað ýmislegt og dríf bara ágætlega, en mun ekki fá mér aftur þessi dekk undir Patrol. Ef þessi nýju 44" radíal dekk verða ekki komin næsta haust (sem GVS er búin að vera að þykjast vera með á leiðinni í rúmt ár að mér skilst), þá mun ég fá mér 41" radíal. Hef séð þau í aksjón við ýmsar mismunandi aðstæður og heilt yfir finnst mér þau ekki koma mikið ver út en 44" DC. Bara mismunandi eftir færinu, en eru margfalt skemmtilegri keyrsludekk.





    23.03.2008 at 18:41 #617972
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    hef spurt einn og tvo mér lögfróðari menn og vilja þeir meina notkun Steinolíu sé ekki lögbrot meðan að lög skilgreini það ekki.
    .
    Þessi umræða fer þó væntanlega að líða undir lok líka ef Steinolían heldur áfram að hækka um 37 kr/ltr. á mánuði





    06.03.2008 at 01:01 #616626
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    þetta dót sem er nánast aldrei hreyft 😉





    20.02.2008 at 13:15 #614718
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    án þess að hafa nokkurn tímann ekið svona amerísk breyttu ökutæki, en mikið hefði nú samt hjálpað honum að vera ekki að keyra þetta fullpumpað.
    Hefði örugglega getað læðst yfir bjálkapyttinn í 5 psi vandræðalítið í stað þess að ætla að standa dótið bara þar yfir.





    19.02.2008 at 08:40 #614538
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    Ke pasa?





    18.02.2008 at 14:26 #201894
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    Hafið þið heyrt eitthvað af því félagar?
    Heyrði Ása í Gúmmívinnustofunni impra aðeins á því en gaf mér ekki tíma til að spyrja nánar út í það.
    Þekkið þið eitthvað til málsins?





    08.02.2008 at 21:51 #613424
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    er það Betra með Tetra?
    Það held ég ekki, miðað við þessar fréttir er mest heillandi að vera memm með GSM.
    .
    En að lélegum kveðskap frá, þá hlýtur þetta bara að vera hið allra besta mál :)





    06.02.2008 at 10:50 #612404
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    Gulli er kóngurinn greinilega 😉
    Þekki hann ekkert en man hvað ég góndi á græna Raminn sem að hann breytti á 44" á sínum tíma, það var nú töff græja líka á þeim tíma.
    En þessi er gríðarlegur.
    .
    En aðeins út fyrir efnið, Sæmi hefurðu ekkert þurft að taka upp vélina í Fordinum ennþá fyrir milljón kalla eða meira?? Er ekki bíllinn hans Benna í stöðugu viðhaldi hjá Breyti?
    Ég hef unnið mikið á Fordum með 6 lítra vélinni og það er eilífðar vesen með bæði hedd og dísur.
    Hefurðu ekkert lent í því sjálfur?





    06.02.2008 at 10:08 #613028
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    er þetta ekki bara altenatorinn?

    Það lýsir sér oft svona, fellur á geyminum þegar bíllinn er búinn að ganga aðeins með t.d. ljósin kveikt og kveikjan að taka sitt.
    Drepur á sér og geymirinn jafnar sig aðeins, oft nóg til að þetta ferli geti endurtekið sig ítrekað áður en geymirinn er alveg dauður.





    23.01.2008 at 02:02 #611238
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    Benedikt, ég veit ekki hvort að ég er "einn af þessum kandídötum" sem að þér finnst sigurstranglegir í sandkassaleiknum. Hreinlega ekki dómbær á það hvað þér finnst, en ég vil ítreka það að ég hef í öllum mínum skrifum hér á vefnum vandað mig við að koma fram af ráðvendni og virðingu og hef ekki ætlað mér að hafa neitt nema heildar hagsmuni klúbbsins fyrir brjósti.
    –
    Einu "neikvæðu" skrif mín hérna eru þá líklega upphaf mitt að öðrum þræði (sem ég skrifaði án nokkurrar vitneskju um svokallað "Ellu mál", þar sem ég legg fram almennar hugleiðingar um samskipti á vefnum við stjórnina og hvort að stjórnin ætti ekki einmitt að vanda sig við að vera fyrirmynd í þeim samskiptum. Eins spyr ég þar hvort að væri ekki ráð að bæta upplýsinga streymi fyrir okkur þá sem hafa fá tækifæri til að mæta á opin hús eða aðra fundi klúbbsins.
    –
    Í upphafi þess þráðar hins vegar nefnir Einar að Óskar sé hættur í stjórn. Síðan segja Jón og Tryggvi af sér af ofangreindum ástæðum, þar sem fram kemur m.a. að ástæðurnar séu t.a.m. ólýðræðisleg vinnubrögð stjórnar, sem fyrir mitt leyti útskýrir aftur mikinn hluta þeirrar óánægju sem verið hefur vart hér á vefnum.
    –
    Ég hef starfað í félagsmálum víða og er reyndar enn starfandi stjórnarmaður í 3 félagasamtökum. Ég þekki gremjuna Benedikt sem fylgir því að fá aldrei klapp á bakið, að heyra aldrei frá neinum nema ef eitthvað gengur ekki að þeirra óskum. Störf í félagasamtökum, sem almennt eru sjálfboðastörf, verða seint full verðlauna. Við sinnum slíkum störfum af því að við viljum hafa áhrif og koma okkar hjartans málum á framfæri og í framkvæmd.
    –
    Ég geri mér líka fyrir því fulla grein að margt og mikið er skrifað á þennan vef sem ætti virkilega að ritskoða og jafnvel banna börnum yngri en 25 ára, en það réttlætir ekki að afgreiða allt sem hér er skrifað, sem er ekki beinlínis lof á öll störf stjórnar, sem kjaftæði og neikvæðni.
    –
    Látum þennan missi okkur að kenningu verða. Gerum nú allt sem í okkar valdi stendur til að koma starfi klúbbsins í góðan farveg með kraftmiklu fólki. Það eina sem stjórn þarf að gera til að hafa félagið sér að baki, er að koma fram af heilindum við félagsmenn. Þá á stjórnin allann minn stuðning vísan og örugglega flestra annarra með.





    22.01.2008 at 22:00 #611204
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    Ég tek undir orð þín Einar að að mínu mati hefur stjórnin með þessu misst þá tengingu við sportið sem stjórn klúbbsins hlýtur að þurfa að búa yfir.
    Ef sómadrengir eins og Jón og Tryggvi sjá sér ekki fært að starfa þarna áfram, já hvað er þá búið að ganga á í undanfaranum?
    –
    Í lögum félagsins er tiltekið að einungis 2% félagsmanna þurfi til, til að knýja á um félagsfund. Hvað þarf marga til að knýja á um auka aðalfund?
    –
    Það hlýtur hver heilvita manneskja að sjá að þetta eru váfréttir sem þó sýna skýrt hvernig stjórnarstarfinu hefur verið háttað. Er það ekki eftir allt saman einmitt framkoma stjórnar hér á vefnum sem hefur vakið hvað mesta gremju okkar félagsmanna?
    ‘
    Kv. Baldvin
    R-3487





    22.01.2008 at 00:13 #611142
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    Men o men, mig dauðlangar en er ekki að sjá að ég geti sett í þetta 18 kvöld á 9 vikum.

    Er kannski góð hugmynd að brjóta þetta aðeins upp næst?

    En svona er bara að hafa ekki tíma, gott framtak.





    20.01.2008 at 15:23 #610984
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    en líka að sjálfsögðu stór breyting orðin á sportinu þar sem meðalþyngd bíla hefur aukist um hátt í tonn að virðist.
    Það er ekki það sama að ætla að drífa eitthvað á Patrol sem viktar um 3,6 tonn og Hilux sem er um 2,3 tonn tilbúinn á fjöll.
    Spurningin hinsvegar hvort að breytingin fari ekki að ganga til baka aftur þegar "við öll" erum að tapa svona miklu á verðbréfunum.





    20.01.2008 at 14:39 #610970
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    hjá manni að nafni Einar inn í Hafnarfirði.
    Sérhæfis sig ekki í svona, en er afar sanngjarn í verðum við allar almennar viðgerðir, boddívinnu og járnsmíði.
    Hann er með 894 0408





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 61 through 80 (of 272 total)
← 1 … 3 4 5 … 14 →

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.