Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.02.2010 at 22:18 #680716
Hef ekki komist að niðurstöðu með það sjálfur Þorvaldur. Það þyrfti þó að vera á einhvern þann máta að menn héldu virðingu sinni óskertri.
Til dæmis mætti skoða hvort að menn gætu farið fram á að greiða aðeins hálft gald næstu 2 árin, eða að fá alfarið niðurfellt gjaldið vegna erfiðleika þetta árið. Þetta eru allt nýjir hlutir, nýjar hugmyndir og aðstæður. Eins og barátta til að mynda Hagsmunasamtaka Heimilanna hefur sýnt okkur skýrt fram á, að þá er verulegrar þörf á að hugsa út fyrir boxið þessi dægrin.Ef að það eru hagsmunir klúbbsins að halda sem flestum félögum innanborðs til þess að hafa sterkari röddu út á við hlýtur að vera eðlilegt að stjórnin fjalli um þetta. Þetta er að mínu mati eðlilegt að skoða þó ekki væri nema bara að samhyggð fyrir erfiðleikum náungans.
04.02.2010 at 21:46 #680712[quote="hmm":j5160bmu]Ég held að það væri ýmsum hér ansi holt að kynna sér hlutina almennilega áður en þeir skeiða hér fram á ritvöllin með þeim hætti sem að hér hefur verið gert. Það að reyna að klóra svo í bakkann og segjast hafa meint eitthvað allt annað dæmir sig sjálft…[/quote:j5160bmu]
Það að þú viljir lesa eitthvað út úr skrifum mínum Benedikt, einhverja ríkari meiningu en þar kom fram verður þú að eiga við þig. Hvernig svo sem þú vilt dæma það.
Það sem að síðan bæði Sveinbjörn og Ofsi hafa lagt hér inn í umræðuna staðfestir einmitt enn frekar það sem ég er búinn að síklifa á hér, ef klúbburinn fer að missa frá sér fjölda félaga vegna blankheita missir hann um leið vægi í umræðunni. Ofsi staðfestir ennfremur mín orð um að fleiri komi að hagsmunabaráttunni, en þar átti ég einmitt við meðal annarra Jeppavini sem er starfandi áhugahópur atvinnubílstjóra í jeppamennsku.
Þau orð Benedikts að ég og fleiri getum starfað við jeppamennsku fyrir tilstuðlan klúbbsins 4×4 eru hins vegar verulega orðum aukin. Klúbburinn hefur komið augljóslega ýmsum góðum málum í gegn og varið önnur sem fyrir voru. Það er hins vegar ekki einungis fyrir tilstilli hans að jeppar eru til á Íslandi.
En hvernig stendur á því að engin hættir sér út í þá umræðu sem ég tiltek ítrekað sem megin ástæðu skrifa minna, að koma til móts við þá félaga sem standa afar illa þessa dagana og hjálpa þeim til þess að vera áfram í klúbbnum?
04.02.2010 at 11:48 #680692[quote="valdur":b9u3dlqb]Án þess að til standi að gera lítið úr fjárhagsvanda heimilanna er það mín skoðun að það megi vera orðið verulega slæmt ástand til að hafa ekki efni á því að greiða 6000 krónur á ári til klúbbsins. Og, ef maður ber það saman við matarkörfu vikunnar, eins og síðasti ræðumaður, verður gjaldið hvorki meira né minna en 115,38 krónur á viku. Myndi sú upphæð ráða úrslitum um afkomu fjölskyldunnar? Og á dag færu þá 16,4 krónur, eða sem svaraði verði einnar brauðsneiðar án smjörs, til klúbbsins. Þeirri upphæð væri síðan hægt að ná ríflega til baka með því að slökkva á tölvunni í tvo tíma yfir blánóttina.[/quote:b9u3dlqb]
Þessi rök þín héldu ágætlega ef að staðreynd máls væri að fólk safnaði sér fyrir þessu félagsgjaldi jafnt og þétt yfir langt tímabil. Flestir gera það væntanlega ekki og eru því að horfa á það núna hvort að þeir hafi efni á því að setja 6.000 kr. í þetta eða að nota þær til þess að kljúfa um 50% af matarinnkaupunum.
Ég er með þessu að segja að ég skil þá aðila afar vel sem þurfa að horfa í krónuna, og tel að við ættum fremur að horfa til þess hvernig við getum komið til móts við þá aðila og haldið þeim þar með sem félögum áfram, fremur en að gera lítið úr fjárhagsgreind þeirra hér ítrekað með söluræðum um hvað þetta sé nú gott málefni. Málefnið er vissulega gott, en val margra stendur hins vegar einfaldlega á milli bráðanauðsynja og munaðar.
Ég hef kosið að greiða gjaldið að þessu sinni og flest undanfarin ár einmitt vegna þess að mér hefur fundist að ég ætti að styðja við þá aðila sem hafa áhuga á að verja þessa hagsmuni, sem ég augljóslega nýt þá góðs af. Sem og vegna þess að ég nota VHF rásir félagsins mikið þegar ég ferðast á eigin vegum og finnst það auka á ánægjuna og öryggið.
Ég er kannski einfaldlega að reyna að koma þeim málstað á framfæri hér að við skoðum málið frá annarri hlið, sýnum samhyggð með erfiðleikum margra og reynum að finna leiðir til þess að halda þeim innan félags áfram.
04.02.2010 at 11:40 #680690Ég vil ítreka að hugrenningar mínar eru ekki settar fram sem gagnrýni á störf félaga í 4×4, heldur til þess að leggja á það áherslu að vægi klúbbsins í umræðunni er því meira sem félagar eru fleiri. Þess vegna setti ég fram þessa hugleiðingu um hvort að stjórn þyrfti ekki að fjalla um það sérstaklega hvort að sérstakir tímar eins og nú eru kalli ekki á sértækar aðgerðir til þess að halda félögum sem eiga erfitt með að greiða.
Með hugleiðingum mínum vildi ég líka leggja á það áherslu að öll þessi störf eru unnin af fólki sem hefur áhuga á að berjast fyrir eigin hagsmunum og frelsi til þess að ferðast um hálendið. Sú hagsmunabarátta væri veikari án klúbbsins væntanlega, en engu að síður án vafa til staðar og fer þegar fram á fleiri stöðum en aðeins hér. En svo ég endurtaki mig, klúbburinn þarf á því að halda fremur öllu að vera stór og voldugur vilji hann áfram hafa vægi í umræðunni. Að öðrum kosti verðum við mjög fljótt skilgreindir sem lítill frekur sérhagsmunahópur.
Ég bið alla þá aðila innilega afsökunar, sem telja að þessi skrif mín hafi brotið á þeim.
Ég geri mér grein fyrir að margt gott hefur verið gert og kann þér Skúli bestu þakkir fyrir að rifja það enn betur upp hér. Baráttan er varnarbarátta eins og þú réttilega nefnir, barátta sem mun tapast gegn Evrópubákninu ef við erum ekki þeim mun fleiri félagar sem þrýsta á stjórn landsins. Það er jú vægi atkvæða sem virðist heilla það fólks helst.
Sjálfur starfa ég við akstur með ferðamenn og nota ekki rásir klúbbsins við þau störf, það kom þó fyrir áður fyrr en nú eru fjölmargir aðilar komnir með sínar eigin rásir og notum við þær við vinnu. Ég tek hins vegar undir með Helga, þegar ég er einn á ferð á hálendinu, hef ég stöðina mjög gjarnan á skönnun til þess að geta mögulega komið einhverjum til aðstoðar ef kall um það berst.
04.02.2010 at 01:26 #680684Jæja, hér sé stuð.
Benedikt, ég veit ekki hvað veldur því að þú og "allir sem höfðu samband við þig" vegna skrifa minna takið þetta svona persónulega til ykkar. Tilgangur skrifa minna var alls ekki að gera lítið úr störfum félaganna í F4x4, heldur að benda á að þetta eru allt mannanna verk og verða það áfram óháð því í hvaða félagsskap þeir starfa. Ferðaklúbburinn sem slíkur er áhugamannafélag um ferðamennsku og hafa félagar innan hans haft áhrif á afar margt í þróun breytinga á jeppum sem dæmi, sem ég nefni einmitt í fyrri pósti mínum. Klúbburinn hefur hins vegar ekki haft teljandi áhrif á þróun ferðamennsku á Íslandi, friðun stórra svæða, stækkun þjóðagarða og lokun fjölda slóða. Stjórnir klúbbsins hverju sinni hafa vissulega reynt að hafa á þá þróun sem mest áhrif. Þau hafa hins vegar því miður verið lítil á heildina litið hingað til. Ekki vegna vanefnda eða dugnaðarskorts stjórnarmanna, heldur vegna þess að það eru því miður allt of oft einhverjir allt aðrir hagsmunir sem ráða för hjá þeim sem að taka á endanum ákvarðanir. Sú þróun mun síðan áfram versna til muna á meðan að stefnan er enn sett á fulla ferð inni á báknið sem Evrópusambandið er. Nú eru meira að segja orðnar til þess miklar líkur að sjálfboðaliða starf Ofsa og margra annarra góðra félaga í slóðaverkefninu verði beytt gegn okkur og upplýsingar notaðar meðal annars til þess að loka fjölmörgum slóðum. Þetta hef ég beint frá Þórunni Sveinbjarnardóttur á meðan að hún var starfandi umhverfisráðherra.
Ég var að benda á þá staðreynd í skrifum mínum, ekki að gagnrýna störf félagsmanna. Hnekkti hins vegar á því með skýrum hætti að það er fyrir einstaklinga sem stíga fram til að berjast fyrir hugsjónum sínum sem hlutirnir gjarnan gerast. Svo er einnig með vel flest sem áunnist hefur undir nafni 4×4. Ég þekki sögu klúbbsins ágætlega og man margt af þeirri vinnu sem fór fram í upphafi til þess að koma á skilningi á þörfum okkar og breytinganna á bílunum. Margir hafa unnið mikið og gott starf. Það hefur þó enginn staðið í því árum saman, eða í jafnvel 25 ár eins og þú nefnir, einungis af þjónustulund. Menn taka þátt í svona starfi meðan að það gefur þeim einhverja ánægju. Afar fáir endast lengi í slíkum störfum eftir að ánægjan er horfin og ekkert nema þrasið eftir.
Rámar einmitt í að slík leiðindi hafi haft áhrif á það að þú gafst ekki kost á þér sem formaður áfram, en gæti misminnt þar.Var reyndar ekki með kastaragrinda málið í höfðinu akkúrat þegar ég skrifaði þetta, þar var vel að verki staðið. Ég hef hins vegar bæði afar mikla reynslu af ýmsum félagstörfum, nefndarstörfum og sjálfboðaliðastörfum og veit sem er, að slík störf hafa mjög gjarnan lítið vægi nema að þeim mun fleiri skráðir félagar séu ætlaðir fylgjandi þeim. Það eru jú hagsmunir fárra voldugra sem ráða mestu, þá næst hagsmunir þeirra sem þurfa á kjósendum að halda og svo hagsmunir fólksins og okkar þar síðast á eftir.
Það hefur kannski misfarist í hughrifum ykkar og vanþóknun á innleggi mínu að sjá þar punktinn sem ég vildi helst koma á framfæri. Ef 4×4 missir mikið af félagsmönnum nú á þessum samdráttar tímum vegna mögulegra blankheita fjölmargra, veikir það enn frekar stöðu klúbbsins í opinberri umræðu og í baráttunni við kerfisbáknið. Þess vegna lagði ég það til að stjórnin myndi fjalla um þessi gjaldamál sérstaklega og sjá hvort hægt væri að koma til móts við þá sem telja sig ekki ráða við gjaldið. Það er jú þannig gagnvart hinu opinbera að því fleiri félagsmenn sem hægt er að benda á að standi á bakvið eitthvað, þeim mun meira gæti vægi klúbbsins verið í umræðunni.
Vil síðan að lokum taka skýrt fram að engan hef ég þjófkennt í þessum skrifum eða sakað um óheiðarleika.
Ég hef hins vegar lítinn skilning á blindu MHN gagnvart aðstæðum fjölmargra í samfélaginu í dag. Þekki orðið marga sem standa frammi fyrir því að velja á milli þess að geta borgað matarinnkaup þessarar viku eða þess að greiða afnota- eða félagsgjöld einhversstaðar.
03.02.2010 at 14:18 #680622Vona innilega að Magnús dómharði MHN sé með vinnu og eigi afgang eða eitthvað nálægt því um mánaðarmót. Svo er hins vegar alls ekki farið með allt að fjórðung fjölskyldna í samfélaginu í dag og þarf að horfa í hverja krónu. Það er auðvelt að slá um sig hér stórkarlalega og gefa yfirlýsingar um drykkju og skemmtun. Þetta er hins vegar niðrandi tal og ekki umræðunni til bóta.
Því er einfaldlega svo komið núna hjá allt allt of mörgum fjölskyldum landsins að það vantar orðið upp á tugi eða jafn vel hundruði þúsunda um hver mánaðarmót og afar erfitt að réttlæta það á sama tíma að greiða félagsgjöld hingað og þangað fyrir tómstundir, sem jafnvel er engin möguleiki á að veita sér. Að mínu mati er 6000 króna félagsgjald fyrir afnot af rásum félagsins einfaldlega of hátt og finndist mér eðlilegt að það væri skoðað hvort að tekjur félagsins myndu ekki hreinlega aukast ef hægt væri að greiða fyrir afnot af rásunum sérstaklega.
Hagsmunabarátta fyrir ferðafrelsi á Íslandi mun halda áfram hér eftir sem hingað til. F4x4 munu eflaust spila þar eitthvað hlutverk en varla mikið stærra en hingað til, sem erfitt er að sjá að hafi haft nokkursstaðar einhver veruleg áhrif á ákvarðanir. Félagsmenn margir voru virkilegir brautriðjendur og lyftu grettistaki í til dæmis baráttunni fyrir réttindum til breytinga ökutækja til snjóaksturs. Félagið sjálft kom hins vegar á þeim tíma til þess að gera lítið að þeirri baráttu að öðru leyti en því að hún fór fram af aðilum sem einnig voru skráðir félagsmenn hér.
Stærstu sigrar fyrir rétti og frelsi hafa hingað til verið unnir af kraftmiklum einstaklingum sem að hafa safnað baráttumálum sínum fylgis. Svo mun einnig verða um slík mál áfram.
Legg að lokum til að stjórnin fjalli um það sérstaklega á næsta fundi sínum hvort að erfiðleika tímar eins og nú ganga yfir, kalli ekki á sértækar aðgerðir til þess að koma til móts við félagsmenn og þar með HALDA þeim áfram innan félags. Ef félagið ætlar að beita sér á einhverjum vettvangi til árangurs, þá er ljóst að fjöldi félaga í félaginu hefur þar úrslitaáhrif. Það hefur best sést á því undanfarið hvað furðu nýlegar Facebook grúppur hafa getað sumar hverjar komið miklu áleiðis, einungis með því að vísa í félagafjölda upp á þúsundir og tugþúsundir.
30.01.2010 at 19:33 #680206Tek heilshugar undir kveðjur til þeirra sem þarna lentu í þessu ömurlega slysi, og hvet alla sem þetta lesa til þess að læra af þessu og leita upplýsinga um stöðuna á jökli áður en ekið er þarna um. Það er því miður afar líklegt Gunni kafari að um sé að ræða mjög alvarlegt slys. Að öðrum kosti væri löngu búið að gefa upplýsingar um ástand þeirra. Berum virðingu fyrir þessu og förum ekki með þetta af léttúð. Upplýsingar um hnitin eru hins vegar að mínu mati bráðnauðsynlegar öðrum til varúðar. Fólk ætti að sjálfsögðu líka að hafa í huga að þessi tiltekna sprunga er afar stór og löng, og svæðið þarna í kringum tiltekinn punkt er alveg kross sprungið.
Við sem erum þarna á ferðinni reglulega allt árið í akstri með ferðamenn berum allir mikla virðingu fyrir öllum jöklinum orðið (karlatal fyrir logandi hræddir) og sérstaklega vestur hlutanum af honum ofan við og upp frá Jaka. Allt svæðið neðan undir Geitlandsjökli og langt í norður er þarna kross spurngið, vatnsskorið (þ.e. djúpar vatnsrásir) og með nokkra sæmilega svelgi. Þar af einn mjög hættulegan. Eftir því sem árin líða og meira hlýnar, minnkar snjóþykktin á jöklinum ár frá ári. Einbíla keyri ég ekki orðið þarna upp úr nema alltaf í sömu slóðinni og stoppa á svæðum sem ég hef í tækinu hjá mér og tel örugg til þess að leyfa fólki að spóka sig í kringum bílinn.
Það er af sem áður var og mikið af leiðum sem áður þóttu traustar eru nú orðnar mjög hættulegar á köflum og ætti engin að fara þarna um einbíla t.a.m. eins og staðan er orðin, nema að þekkja afar vel til.
Flestar þessar sprungur eru ekki nægjanlega stórar til þess að taka heilan bíl niður, eru oftast nær V laga, en þær eru afar margar þarna nógu stórar til þess að fólk geti auðveldlega fallið þarna niður.Það væri kannski hugmynd fyrir ykkur félaga í 4×4 að setja upp upplýsingasíðu fyrir hnit yfir hættur á jöklum. Ég get víst ekki tekið þátt í því í bili, þar sem veskið er ansi lágstemmt og aðgangi mínum að þessum vef verður því lokað á miðnætti í kveld.
Förum varlega og deilum upplýsingum.
30.11.2009 at 21:11 #669072Flott að heyra.
Var eitthvað sjáanlegt eða finnanlegt af sprungum öðrum hvorum megin?Kv. Baddi
29.11.2009 at 20:26 #654750Ég er alfarið á móti því að farið verði að selja sérstaklega inn á hvern áningarstað fyrir sig hér á landi, horfir hins vegar öðruvísi við gagnvart þjónustu sem veitt er á staðnum. Ríkið má heita aumingi ef að það getur ekki tekið örlítið brotabrot af þeim gríðarlegu tekjum sem komur erlendra gesta hingað til lands eru að skapa, og sett í að viðhalda áfangastöðum þannig að þeir geti sinnt þessu fólki sæmilega án stórkostlegra skemmda á náttúru eða miklu niðurbroti.
Mikil aukning í ferðaþjónustu er hins vegar farin að bitna mikið á fjölmörgum stöðum og vel þess virði að skoða hlutina þar í víðara samhengi. Er ekki til dæmis að nálgast sá tími þar sem þarf að a) setja takmörk á fjölda gesta í Landmannalaugum eða b) að fara þar í mikla uppbyggingu?
Svarið fyrir mér á helstu túristastöðunum eins og Geysi og Gullfossi til að mynda er augljóst b), en á afskekktari stöðum finnst mér það alls ekki augljóst og hallast mjög að því að takmörkun ætti heldur að verða þar ofan á.
Bæði við og erlendir gestir heillast mest af óspilltri náttúrunni við ferðalög innanlands. Ef að landið okkar á að anna þessum milljón ferðamönnum sem að er spáð að komi hér árlega innan fárra ára, þarf mikið að breytast. Og já, ég vil að það breytist á þann máta að sem flestir staðir fái að HALDA náttúrulegum sjarma sínum í stað þess að það verði sölustaðir, flott klósett og rúmgisting í boði allsstaðar.
22.08.2009 at 17:41 #654792Magnús, þaðð er langeinfaldast bara að hringja á ritstjórnir og bjóða þeim þetta.
Spyrja einfaldlega hvort að ekki séu einhverjir blaðamenn sem að langar með í fjallaferð.Kv. Baddi
09.03.2009 at 20:25 #642774Fór upp vestan megin upp frá Jaka.
Mikið skafið af jökli til vesturs en orðið nokkuð veðurbarið þannig að það var sæmilega þétt að mestu. Svona púðurtunnur á milli.Patrol á 44" var að síga alveg ágætlega áfram þannig að flestir ættu að komast.
17.01.2009 at 00:41 #638110Mér finnst þessi bíll í akkúrat réttum hlutföllum miðað við það að það var greitt fyrir hann með hluta af hagnaðinum sem virkjunar uppbyggingin skapaði á Austurlandi.
Miðað við þénustu mína á sama tíma ætti ég líklega að henda pattanum og vera bara á einum gömlum góðum Subaru FWD
21.12.2008 at 00:56 #634804hef sömu sögu að segja af endingu. Keyri um 50% í eitthvað úrhleyptu, en þá mest í svona 12-15 pundum.
Framdekkin hjá mér voru ónýt eftir rúmlega 10 þúsund km akstur. Mikið eftir af munstri, en stórar rifur komnar meðfram miðju kubbunum og farnar að myndast að aftan líka.
Merkilegt nokk, eftir að hafa lesið kommetin hér að þá kannaðist Ási í GVS ekkert við að þessi dekki færu að leka svona meðfram kubbum.
Láta vel á vegi, en endingin er engum bjóðandi í kreppunni.
09.12.2008 at 22:28 #634368og mæli eindregið með því.
Skjárinn finnst mér í fínni stærð til að aka eftir, skýr og góð upplausn. Keypti reyndar þessa stærð til þess að þetta færi vel á sleðanum líka, en hef 90% notað þetta í bílnum.
Mjög ánægður með þessa græju.Er ekki mikið dýrara en 70 þús. sýndist mér hjá R.S. núna í vikunni.
Fékk mitt á tæp 50 þús í fyrra frá USA með góðri sogklukku og sveigjanlegum fæti + 2 stórir minniskubbar en reikna með að verðið hafi hækkað mikið síðan frá útlandinu.
27.11.2008 at 02:17 #203275Sælt veri fólkið.
Er með bíl sem þarfnast orðið upplyftingar.Hvað er raunhæft að fá sprautun á bílinn fyrir lítið í öllu þessu krepputali haldiði og eru einhverjir sem þið mynduð mæla með fram yfir aðra?
Kv. Baddi
04.11.2008 at 22:14 #632220En svona fyrir mín 2 cent að þá er ég núna á 42" Irok nylon dekkjum og er alveg virkilega ánægður með hvernig þau eru að virka undir Patrol.
Var áður á 44"DC og var ekki ánægður með þau nema fyrstu 5-10 þús. km. Eftir það fóru þau að hoppa og rása um allan veg.
Þegar að menn þurfa flot og meira flot er líklega fátt sem slær 44" DC við, en þegar þarf grip skila þau afar litlum árangri.
Allt fer þetta jú eftir aðstæðum og aksturslagi
26.08.2008 at 08:42 #20282924.08.2008 at 20:25 #628030Við eigum ekkert að vera feimin við það að setja upp myndavél í Setrinu. Ekkert það sem fer fram þar fyrir utan eða í forstofu sem má ekki sjást á vefnum og væri m.a.s. held ég bara afskaplega skemmtilegt fyrir hin sem ekki komast í Setrið þá stundina.
Með nýkomnu þessu fína GSM sambandi í Setrið ætti að vera tiltölulega einfalt að koma upp þarna myndavéla búnaði sem gengur þá í netsambandi. Myndi halda að ætti að vera hægt að koma upp slíkum búnaði fyrir innan við 50.000 kall.
Spurningin er kannski bara hvort að sé ódýrara að láta skemma Setrið einstaka sinnum eða borga áskriftar gjöld af svona búnaði?
20.08.2008 at 14:30 #627560er náttúrulega bara japanska fyrir íslensku sögnina: "togí’etta?"
Spurning samt hvort að það eigi við um að toga í Toyotu eða Toyotu að toga í annað, hmm….
16.07.2008 at 00:14 #626090Reikna reyndar ekki með því að fara Gljúfurleitin heim, en verð aðra nótt í Kerlingarfjöllum og svo með Setrið næstu 2 nætur.
Verð væntanlega að mestu á rás 45 þarna upp frá.
Kv. Baldvin
-
AuthorReplies