Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.01.2011 at 10:15 #708348
Skruppum yfir Langjökul á tveimur bílum í "leit að sprungum".
Meðferðis var nýtt sprungukort sem er að koma í sölu sem að ég fékk með til prufu.
Kortið er hreinasta afbragð og ég mæli eindregið með því í alla fjallabíla sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig í jöklaferðum.Tek fram að það virkar væntanlega ágætlega þó að menn séu með eldri útgáfu af Íslandskortinu. Ég notaði það fyrst og fremst til viðmiðunar.
"Gaman" frá því að segja að mörg gömul algeng trökk og rútur fara þvert á svæði sem metin eru á hæsta viðvörunarstigi samkvæmt þessu korti.
04.01.2011 at 17:27 #216679Sælt veri fólkið. Er með undarlegan kvilla sem angrar mig örlítið, þ.e.a.s. í bílnum
Þannig er að þegar að ég set bílinn í gang kviknar aðeins á ljósunum í hálfu mælaborðinu hjá mér og hangir þannig í fyrstu 10-20 mínúturnar yfirleitt og þá loksins kviknar á restinni.
Eru einhverjir draugabanar (rafmagnssnillingar) hérna sem hafa grun um hvað gæti verið að valda þessu?Kv. Baddi
03.01.2011 at 16:59 #714912Mér skilst á Gylfa hjá Vélsleðaleigunni að jökullinn sé enn að mestu snjólaus
09.04.2010 at 12:40 #690044Nokkrir sem hafa bila en bara einn sem að er að verða hluti af landslaginu þarna. Ford Ranger sem hefur líklega annað hvort brotið öxul eða stútað framhjólalegu.
Er einmitt farinn að velta því fyrir mér hvort að við ættum ekki að gefa honum nafn um leið og nýju fellunum, sem nýju kennileiti þarna á svæðinu
03.04.2010 at 12:58 #688964Já og þetta kalar öfga göngufólkið utanvegaakstur????
[url:2vuejd9c]http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/1037823/[/url:2vuejd9c]Ég ætlaði að fara að skrifa eitthvað hjá honum, en treysti mér ekki til þess að gera það án þess að verða okkur jeppamönnum til skammar með hroka. Mér finnst þetta svo arfavitlaust.
03.04.2010 at 12:57 #688962Sæl veriði. Svo að ég felli nú dóm hér líka í þessari "upplýstu" umræðu að þá er Atli hér að tala út frá gremju en ekki af yfirvegun og yfirsýn. Það þýðir ekki Atli að ég þoli ekki rökræðuna, mér finnst hún góð. Ég er einfaldlega bara að mestu leyti ósammála þér.
Ég er búinn að vera þarna uppfrá flesta daga frá því á síðasta sunnudag (er ekki í bj.sveit eða á þeirra vegum) og verð að hrósa bjrgunarsveitarfólkinu þarna upp frá af heilum hug. Það hefur oft verið ótrúlegt að horfa upp á ömurlega hrokafulla framkomu fólks gagnvart þeim þarna. Svona "hvað þykist þú vera þarna helvítis skátabjáni" viðhorf sem að við getum öll skammast okkur fyrir. Þetta fólk stendur þarna vaktina í nafni Almannavarna og er það skilgreint sem partur af hlutverki sveitanna að bjóða sig fram í þá vinnu þegar þörf er á. Eftir síðasta þriðjudagskvöld, þar sem að fólk stóð í hópum ofan á snjófönninni austan af hrauninu sannfærðist ég um að oft þurfum við einfaldlega forsjárhyggju. Nema að við viljum bara líta undan og leyfa náttúrulögmálinu að eyða nokkrum sem ekki eiga í raun skilið að lifa af út frá því. Ég myndi alveg vera til í að skoða þær rökræður líka.
Fönnin var að bráðna undan þeim og mikil hætta á gufusprengingum að sögn jarfræðinga þarna á svæðinu. Fólkið hlustaði engu að síður helst ekki á beiðni hjálparstarfsmanna þarna á svæðinu um að færa sig aðeins aftar, heldur hélt bara áfram að taka af sér og öðrum myndir. Þar á meðal var m.a. einn félagi minn sem að síðan varð alhvítur í framan þegar að brotnaði skyndilega undan honum og hann súnkaði 30 cm. niður í snjó. Honum til happs að hann spratt eins og froskur upp úr.Eina undantekingin sem ég vil gera við ánægju mína með störf björgunarsveitarfólksins þarna upp frá er sá sem að var þarna í gær á Ársæls Patrolnum austan við eldri gíginn. Hann ók eins og bandíti á fullu gasi, aftur og aftur fram og til baka þarna. Ók í veg fyrir fólk, bíla og vélsleða með mjög ógnandi hætti og hreinlega hellti sér yfir fólkið. Hver svo sem að hann er, þarf sá aðili verulega að endurskoða á hvaða forsendum hann kýs að "hjálpa" fólki.
Stöndum saman. Um leið og eitthvað alvarlegt gerist verður okkur hinum alfarið bannað að fara þarna, eða það reynt. Það er því hagur okkar allra að þetta fari fram með sem öruggustum hætti.
02.04.2010 at 12:37 #688622[quote="HÖS":314sm5ks]Getur einhver sent mér track upp að gosinu frá Sólheimajökli á hilmarorn78@hotmail.com
Ætla að skella mér á morgun.kv Hilmar[/quote:314sm5ks]
Hilmar, þú sækir bara rútuna hér hjá Landsbjörgu, í Winrar eða Winzip formi.
[url:314sm5ks]http://landsbjorg.is/Article.aspx?catID=466&ArtId=1422&showDate=true[/url:314sm5ks]
30.03.2010 at 10:39 #688526VAR líklega Jeppaspjallið, ER núna: Póstar samtals 3038 • Samtals umræður 626 • Meðlimir samtals 514 • Nýjasti notandinn er Lobbi
Er páskaegg í verðlaun??
29.03.2010 at 18:05 #688350Sælir, ég fer úr bænum um tvöleytið væntanlega.
Verð á skanninuFærið í gær var afar gott enda um 800+ för til þess að fylgja fyrir dekk af öllum stærðum. Búið að blása vel síðan og skafa væntanlega yfir allt.
Ferðatími yfir jökul í gær var 40 mín – 2 klst eftir því hva menn kjósa að skoppa mikið þegar þeir ferðast
25.03.2010 at 22:17 #688176Það fór víst jeppahópur yfir jökul í gær niður að Hrunagili.
Ef einhver hérna þekkir til þess hóps væri ég afar glaður með að heyra af því hvort að þeir hafi tekið track og hversu lengi þeir voru að aka þessa ca. 20 km sem eru þarna yfir.
25.03.2010 at 21:39 #687898Já, oftast farið yfir við endann á varnaðgarðinum þar. Veit að það var ágætt í gær, en ágætt í fljótinu getur að sjálfsögðu verið svolítið dýpra en menn eiga að venjast.
Ef að menn fara aðeins ofar eða neðar en á grynningum getur þetta hæglega verið upp fyrir miðjan bíl á t.d. 44" Patrol. S.s. langleiðina upp á húdd.
25.03.2010 at 21:14 #687894Má líka benda á að það er "opið" inn í Húsadal yfir Markarfljótið. Það er Þórsmerkurvegurinn sjálfur sem er lokaður. Hafa þó nokkuð margir farið þarna yfir undanfarið og gengið á Valahnúk.
Er fremur lítið í fljótinu, en það er þó að sjálfsögðu varasamt að fara þar yfir.
25.03.2010 at 19:59 #688174Vegagerðin á veginn, en að sjálfsögðu er um að gera að halda góðri sátt við snillinginn hann Benna.
Verum tillitssöm og þeir sem þarna ætla fari ekki að skálanum hans og á planið þar. Það liggur slóði til austurs rétt áður og þar er gott að fara út af og þar upp á jökul.Versta við mikla umferð er að blautur vegurinn þolir illa litla hjólbarða og það er mjög erfitt fyrir vélsleðafólk (sérstaklega óvana ferðamenn) að þurfa að aka með hjólförum jeppa á jökli. Höldum okkur því í hæfilegri fjarlægð frá þeim
25.03.2010 at 15:56 #688166[url:3v44bpu1]http://landsbjorg.is/Article.aspx?catID=466&ArtId=1415&showDate=true[/url:3v44bpu1]
25.03.2010 at 02:16 #687876Hvernig er það, er ekki opið enn yfir Mýrdalsjökul?
24.03.2010 at 09:12 #687306Jæja, hér færist allt meira og meira í átt til stöðunnar sem er uppi í Noregi í dag. Þar er ein helsta útivistar paradís í heiminum fyrir mótorsport en allt bannað og þurfa Norðmenn að sækja sitt sport og sína útivist (ef mótortengd) til Svíþjóðar. Því er hins vegar ekki til að dreifa hér að við getum auðveldla fært okkur yfir landamæri.
Ég er einn þeirra sem hef tekið heilshugar undir mikið af takmörkunar umræðunni yfir sumartímann. Akstur utanvega hefur staðið í stað, reyndar minnkað að mínu mati hlutfallslega miðað við þann fjölda ökutækja sem nú er á ferðinni yfir sumartímann, en það þarf að sjálfsögðu að draga úr slíkum skemmdum enn frekar.
Það er gríðarlegur fjöldi ferðamanna á göngu um hálendið á sumrin, og skiptir sá fjöldi tug þúsundum. Sem dæmi að þá ganga um 150 manns "Laugaveginn" á dag í um 9 vikur á árinu. Það gera um 9000 manns yfir sumarið bara á þeirri leið. Þar eru að megninu til útlendingar á ferð. Sömuleiðis er fjödli annarra leiða afar vinsæll og þá sérstaklega á fjallabakssvæðinu. Þess vegna hef ég skilning á þessari umræðu í því samhengi.En að ætla að LOKA Á VETRARUMFERÐ vegna þeirra kannski 50 manna sem kjósa að ganga langar vegalengdir á hálendinu EINHVERSSTAÐAR yfir vetrartímann er fásinna og gegn því verður að berjast af hörku. Það verður að gera utan þessarar nefndar Umhverfisráðuneytisins því að þar eiga gönguhóparnir allan rétt. Það er reyndar svo að stór hluti þeirra sem gefa málaflokknum athygli í Samfó og VG ERU göngufólk og því eiga þeirra hagsmunir mjög sterkt forskot til ráðamanna.
Baráttan okkar þarf að fara fram á gamla góða mátann. Við þurfum að koma þeim skilaboðum skýrt á framfæri hversu gríðarlegur fjöldi fólks þetta er sem stundar vetrarferðir á vélknúnum farartækjum og þá meina ég HVERSU GRÍÐARLEGA MÖRG ATKVÆÐI það eru í húfi þar fyrir pólitíkusa og lobbíista.Ég veit að ferðafrelsisnefndin er byrjuð að vinna að málinu en þetta er svo stórt mál og alvarlegt að ég tel að stærstur hluti allra starfandi félaga klúbbsins verði að setja athyglina á þetta mál og fátt annað, að minnsta kosti þar til að störfum þessarar verndaráætlunar nefndar er lokið.
Er ekki hægt að halda formlegan fund fljótlega um aðeins þetta mál og koma í gang öflugum baráttuhópi til að styðja við ferðafrelsisnefndina í hennar starfi?
24.03.2010 at 08:40 #687990Hvet alla þá sem ætla sér að ferðast um Páskana að ræða við Vegagerðina og fá hjá þeim skriflegt leyfi til þess að fara um lokaðar leiðir.
Veit að menn hafa lent í verulegum kostnaði vegna tjóna í tilfellum þar sem að þeir óku um lokaða vegi. Tryggingarnar geta þar með komist hjá því að greiða hafi menn ekki formlegt leyfi til þess að vera þar á ferðinni.
23.03.2010 at 12:58 #687816Rakst á flott myndband af herlegheitunum frá Flubba strákum sem fóru þarna upp á sleðum.
[url:1t6q5gtc]http://www.facebook.com/?ref=logo#!/video/video.php?v=1240308489634&ref=mf[/url:1t6q5gtc]
03.03.2010 at 22:26 #211217Sælt veri fólkið. Langaði bara í framhaldi af því að hafa átt leið inn í Þórsmörk, eða Bása reyndar, um liðna helgi að benda á að akstur utan vega er okkur öllum neðan virðingar þegar að jörð er ekki snjóþakin og vel frosin.
Það er á örfáum stöðum á leiðinni inn úr nokkuð vel í veginum af snjó en ekki til hliðar við hann og þar hafa menn/konur brugðið á það ráð að aka bara út fyrir í stað þess að hleypa örlítið úr hjólum. Þetta sést mjög skýrt og mun sjást án vafa langt fram á sumar. Það kallar síðan á hættuna af því að enn fleiri aki þarna um og sé það gert í sumar verður af varanlegur skaði.Endilega hugsum lengra og gætum okkar. Jeppamenn sem forðast snjó í veginum?? hmmmm…….
12.02.2010 at 21:03 #674148Íshellirinn er rosa flottur en varasamur. Maður sér breytingar á honum milli vikna ef verða hitasveiflur. Þetta er náttúrulega allt á hreyfingu, en mjög flott að sjá hvernig vatnið hefur mótað þetta hátt uppi síðasta sumar.
Annars er trackið sem ert sýnt hér á undan á þræðinum, frá jökuljaðri neðan við Skálpanes og upp á hásléttuna að Þursaborginni líka varasamt. Eftir að hafa farið þessa leið ítrekað í haust á sleðum og séð allt sprungufarganið sem er þarna undir tel ég afar varasamt að þvælast mikið þarna um á þetta þunnum snjó. Fórum þetta þó á 2 löngum excursion á föstudaginn fyrir viku og gekk vel. Menn þurfa að passa sig þarna þegar nálgast brekkuna upp á hásléttuna (við suð-austur endann) að fara ekki of neðarlega. Það er vel sprungið þar sem og efst á hryggnum vestan við.
En eigið þið nýlegt track af Jaka – Þursaborg – Hveravellir? Hefur einhver hérna farið girðingarleiðina nýlega niður í Þjófadali og að Hveravöllum?
Er með slatta af ferlum fyrir þessa leið en flestir orðnir nokkurra ára gamlir eða meira. Keyri reglulega upp á söðul frá Jaka og jafnvel upp á fyrstu bungu svokallaða, en hef ekki farið austar en það á bíl í nokkuð langan tíma. Er sæmilega ósprungið á milli bungnanna? Vitið þið um það?
Er að spá í að skreppa á sunnudagseftirmiðdag yfir jökul á Hveravelli, Kerlingarfjöll eða jafnvel í Setrið. Og dúllast svo einhverja skemmtilega þvælu heim á mánudeginum.
-
AuthorReplies