Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.03.2007 at 20:30 #585778
Mér skildist einhvern tímann að það væri veikasti hlekkurinn með alla þessa orku
24.03.2007 at 20:27 #585658Sælir félagar, alltaf gaman að svona "trúarbragða" þráðum.
Ég er ekki fyllilega sammála listanum hér að ofan.
Mér hefur gengið afskaplega vel á 38" dekkjum alveg upp að 90 Cruiser sem er um 2,7 tonn á fjöllum.
Allt fram yfir það er hins vegar án vafa a.m.k. 44" bílar.
En þetta er ekki alltaf spurning um þyngd eingöngu, Patrolinn t.d. þyngdist ekki neina óhemju þegar nýja boddíið kom, en breytt hjólabil virðist hins vegar hafa gert gæfumuninn og Patrol kemst ekkert í dag á minna en 44" dekkjum
24.03.2007 at 20:06 #585930Fóru bara 2 bílar síðast þegar ég vissi
24.03.2007 at 19:58 #585942Ég hélt að manngarmurinn ætlaði aldrei að hætta að spreyja. Hélt að þetta stefndi í eina ofsa "Fjalla" sprengingu.
07.02.2007 at 16:50 #579022Minni þá sem hafa áhuga á að auka vægi náttúruverndar á boðaðan fund Framtíðarlandsins á Hótel Loftleiðum í kvöld klukkan 20:00
Vona að þetta bitni ekki mikið á stjórnarfundinum okkar, en þarna er um AFAR brýnt mál að ræða. Þ.e.a.s. hvort og þá hvernig Framtíðarlandið eigi að fara fram sem pólitískt afl eða flokkur.
Kv. Baddi
04.02.2007 at 19:51 #578900Öndum með nefinu, ef menn vilja sporna við þá er það núna…..ekki komið í gegn samþykki fyrir þessu er það?
Ef félagið vill koma á framfæri athugasemdum félagsmanna þá er nú varla seinna vænna, um að gera að gera allt vitlaust núna meðan að þetta mál er upp á borðinu í fjölmiðlum.Kv. Baddi
29.01.2007 at 19:15 #577856Sælir félagar, ég veit reyndar ekki hvort að eitthvað gerðist óvænt í þessari ferð með breytingu á aðstæðum og/eða færi en langar samt að koma hér á framfæri minni skoðun svona til að fá frið í sálina
Það á engin að fara á fjöll með því hugarfari að einhver annar reddi honum ef eitthvað út af ber.
Maður fer ekki af stað án þess að vera sjálfbær (tískuorð) fyrir þær aðstæður sem að stefnan er tekin á. Það getur að sjálfsögðu alltaf komið eitthvað upp á og maður þurft á hjálp að halda, en planið á ekki að gera ráð fyrir því frá upphafi.Þegar ég var að byrja í fjallaferðum var ég svo heppinn að ferðast mikið með alveg gríðarlega hrokafullum "fjallagörpum" þar sem að stemmningin var sú að menn fengu bara hressilega að heyra það og jafnvel dögum saman ef að þeir gátu ekki bjargað sér sjálfir við flestar aðstæður. Ég er ekki að segja að þessi aðferð sé vænlegust til kennslu nýliða, en hún a.m.k. gerði það að verkum að ég lærði mitt og sett mér það að markmiði að ferðast ekki öðruvísi en þannig að ég ætti að vera undir flest búinn. Það er jú alltaf líklegt að maður sjálfur sé sá sem að stendur eftir á óbiluðum bíl og þurfi að redda hinum.
Lærum af reynslunni
Við erum allir líklega næsta hjálparsveit fyrir meðbræðurnar þegar við erum komnir á fjöll.
Kveðja,
Baddi
24.01.2007 at 11:39 #576986Benni kemur einmitt inn á hér að ofan það sem að mér finnst skipta hvað mestu máli varðandi þyngdardreifingu. Þ.e. helsta ástæða þess að ég vill hafa bílinn nokkuð þyngri að framan en aftan tilbúinn á fjöll er að reynslan sýnir að afturhluti þarf að hafa meira flot en framhluti við flestar aðstæður.
Framhjólin brjóta leiðina en minnka um leið oft flot á yfirborði og þess vegna reynist yfirleitt betra að vera ívið léttari að aftan.
Þegar þetta á ekki við og færið er þannig að framhjólin þjappa hreinlega nánast malbikað færi undir afturhjólin þá skiptir þetta að sjálfsögðu bara engu máli og ALLIR geta þá drifið eitthvaðMér hefur hins vegar oft reynst vel við erfiðar aðstæður að hafa svona eins og 1/5-1 pundi minna í bílnum að aftan á flestum bílum sem ég hef átt, en það er mjög líklega a.m.k. til helminga bara mín sérviska.
Kv. Baddi
11.01.2007 at 10:02 #573652Sýnist stefna í að félagið þurfi að versla neyðar traktor til að hafa stand by á hálendinu
Ég held samt (og vona að ég móðgi fá mikið með þessari yfirlýsingu) að ef ekki hefði verið um að ræða mikinn asa við að losa hvíta þá hefðu menn nú aðeins hugsað málið áður en þeir toguðu allt undan bílnum. Það er iðulega betra að brjóta ís og/eða moka meira en að bara dobla spil þangað til að eitthvað hreyfist. Segir sig sjálft að það kallar á vandræði. En ég geri mér að sjálfsögðu grein fyrir því að það eru oft góð ráð dýr við svona aðstæður og erfitt að meta allt rétt.
Með saknaðar kveðju til hvíta víkingsins
Baddi
06.01.2007 at 19:36 #573538Jói!!!! Hvað ertu búinn að gera við bílinn??
Getur fengið Fordinn aftur ef þú ert í vandræðum 😉En svona án gríns, ferlegt að sjá þetta. Samhryggist mönnum með óhappið, ömurlegt að "lenda" í svona.
Var engin leið að sneiða hjá sléttunni? Er ekki í bláma hægt að fara eitthvað ofar þarna?Kv. Baddi
21.12.2006 at 13:42 #572038Ál þolir ekki sömu herslu og stál t.d.
Ég var að herða 44" á léttmálmsfelgum undir Patrol hjá mér 126 Nm. og yfirfór amk einu sinni í viku, miðað við meðal akstur (byrjaði á því eftir að ég missti nánast dekk undan)
Kv. Baddi
17.12.2006 at 20:34 #571834Löðmundi og skoti úr Dómadalnum ef mér skjátlast ekki þeim mun meira, og svo skýst Murano bíllinn upp á þjóðveginn fyrir austan Klaustur sýnist mér líka.
En…. kemur þetta ekki bara aftur inn á þessa síendurteknu "skemmtilegu" umræðu um hvort að eigi að banna allt eða ekki.
Þetta kemur t.d. inn á það af hverju ætti ekki að vera löglegt að setja útslátt í bíla sem stoppar þá í 90 km/klst. Menn hafa sterkar skoðanir gegn því og útskýringar sem segja sjaldnast satt. Ég bíð eftir að komi einhver fram sem segir satt og viðurkenni bara að hann fíli bara svo vel að keyra á 120 km/klst utanbæjar.
Kv. Baddi
13.12.2006 at 21:51 #571072Mér var kennt það mjög snemma að venja mig alfarið af því að keyra í overdrive eða 5. gír í lágagírnum á hvaða bíl sem er. Þannig er að eins og nafnið ber með sér þá er overdrive orðið yfirgírun og það slítur skiptingunni mikið að því að mér er sagt að keyra svoleiðis um. Ég stútaði (þrátt fyrir góðar ráðleggingar góðra manna í byrjun) einum kassa í hilux á sínum tíma með því að keyra alltaf í 5. í lága vegna máttleysis sjálfrennireiðarinnar
Kv. Baddi
04.12.2006 at 20:49 #199093Lúddinn að missa það?
Sjá sorgina hérHmm, var þetta ekki „þar til dauðinn aðskilur okkur samband“ Lúther?
Kv. Baddi
26.11.2006 at 21:00 #569522Hefur mikið að segja í torki t.d.
24.10.2006 at 12:00 #565022Eftir því sem mér hefur skilist eru ansi margir kubbar á markaði sem gera lítið sem ekkert gagn nema u.þ.b. fyrstu 1-3 mánuðina.
Ég myndi ekki gera neitt sjálfur í svona málum nema hafa einhvern mér til halds og trausts sem veit meira um þessa kubba en ég.
Eru víst komnir einhverjir nýjir og betri kubbar sem skila meiri árangri, en ég þekki ekki í sundur hvað er hvað.Kv. Baddi
25.09.2006 at 16:11 #561218ég hélt að ég hefði gert nákvæmlega þetta en myndin kom þó ekki inn hjá mér??
Kv. Baddi
24.09.2006 at 22:14 #561202Virkar ekki þótt ég sleppi http:// fyrir fram ??
Kv. Baddi
[img:33ukefhn]http://www.f4x4.is/new/photoalbum/?file=ferdamyndir/4674/34145.jpg[/img:33ukefhn]
21.09.2006 at 22:26 #560798bílanna í myndaalbúminu sem þú sendir inn link á virðast nú samt vísa til þess að bíll A hafi verið kominn þó nokkuð langt út fyrir slóðann og niður að Farinu þar sem slóðinn liggur ekki??
Kv. Baddi
21.09.2006 at 12:13 #560774væri skelfileg kómedía að láta hirða svo stóran hóp félagsmanna í einu í "utanvegaakstri"
Kv. Baddi
-
AuthorReplies