Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.11.2003 at 12:28 #479058
Ég var að skoða títt nefndan lista, og þar voru þeir sem voru á minna en 38" teljandi á fingrum annarar.
Ég held að hluti vandans sé sá að það er búið að prédika þvílíkt yfir okkur um það að ekkert dugi nema a.m.s.k. 38" á fjöllum að vetrarlagi, og því erum við sem erum á smágúmíinu smeykir við að skella okkur með í ferðir þar sem hérumbil allir eru á 38 eða stærra.Við verðum að vera óhræddari við það að vera með, ´sérstaklega ef það er gott færi, þá förum við drjúgt á litlu börðunum.
P.s:
Ég var að leita hér á síðunni að viðmiðunarreglum um þyngt og stærð dekkja, er ekki einhver svoleiðis listi hér einhversstaðar??Kv
Austmann
05.11.2003 at 17:32 #479718Halló Halló!!
Þetta er "consept" bíll sem þýðir að aðgerðalausir hönnuðir þessa ágæta bílaframleiðanda áttu smá frítíma (eða kaffipásu)og hönnuðu eitthvað sem gæti vakið athygli og umtal, og þar með orðið auglýsing fyrir fyrirtækið. Þessi bíll verður nær örugglega aldrei fjöldaframleiddur. Nær allir bílaframleiðendur leika þennan leik en fæstir "consept" bíla ná því að vera framleiddir nema í kanski eins og einu til tveimur eintökum.
27.10.2003 at 17:28 #478992Eitthvað voru menn að spekulera í felgubreiddum hér ofar.
Það er ekki spurning farðu í 12 tommur og 35 tommu dekk fyrir veturinn. Það svínvirkar ég get vottað það, ég á sjálfur 4-Runner á 33", var fyrst með 10" felgur undir honum og fanst það virka bara fínt,(svo langt sem 33" ná) svo áskotnuðust mér 12" felgur og ég ákvað að prufa að nota þær, og viti menn það virkaði mun betur úrhleypt. (ég notaði sömu dekk, færði þau bara á milli)
Taka 12" ekki spurning
24.10.2003 at 11:32 #479004Sælir félagar.
Þessi umræða á nú einhvern rétt á sér, ekki satt?
Ég hef tekið þátt í ferðum þar sem hafa verðið allar stærðir af dekkjum og viti menn stundum gekk 35" betur en 38" og svo öfugt.
Ef aðstæður eru þokkalegar og bíllinn líka þá fer maður drjúgt á minni dekkjunum, en við verri aðstæður vandast málið. Við "litlu kallarnir" verðum bara að sníða okkur stakk eftir vexti og einnig verðum við að treysta á góðvild og hjálpsemi "stóru kallanna".
Ég hef ekki rekið mig á annað en menn séu boðnir og búnir og ég hef meira að segja verið hvattur til að "drífa helv… bílinn á 35 tommurnar þá geturðu alltaf keyrt í slóð og svo verður bara kippt í á vondu köflunum" svo ég vitni í einn ágætan mann sem á verulega mikið öflugri bíl en ég sjálfur.Þannig að þetta er bara spurning um að drífa sig af stað og taka þátt.
kv
Austmann
26.09.2003 at 10:52 #476968Þetta er alveg skelfileg þróunn, gerir fólk sér ekki grein fyrir því hvað það kostar að halda úti skála, þó að hann sé án vatns rafmagns og hita? Mér finnst það alveg furðulegt að fólk sem ferðast um hálendið skuli ekki hafa þroska til að virð þær reglur sem settar eru í hverjum skála fyrir sig.
Þar eru reglur um umgegni og reglur um greiðslu, og fólk á bara að hafa þroska til að fara eftir þeim reglum, því hvað ætlar þetta ágæta fólk að gera þegar hvergi verður hægt að æja nema í bílnum?
Það er jú vel hægt en ansi þreytandi til lengdar (nema fyir húsbílaeigendur, eðlilega)
Nei við verðum að taka okkur saman í andlitinu og fara eftir settum reglum ef þetta á ekki að þróast enn meira út í lokaðar og læstar dyr á skálum á hálendinu.Taki til sín sem eiga
Austmann
-
AuthorReplies