Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.02.2004 at 12:39 #487320
Sæll félagi
Þú skalt vera undir það búinn að bíllinn eyðu talsverðu, ég á einn sjálfskiptan og þetta er dæmi uppá ca 20 að jafnaði.
Það minnsta sem ég hef farið niður í er 14 lítrar en það hefur líka runnið í gegnum hann um 30. En að öðru leiti kann ég bara mjög vel við gripinn.
kv
Austmann
02.02.2004 at 18:16 #486462Sælir félagar
Mikið er nú rætt um tommur hér á þessum þræði, og sitt sýnist hverjum.
En þetta er svo skelfilega afstætt allt saman og svo skelfilega misjafnt hvernig aðstæður eru.Ég veit tildæmis um ferð þar sem einn af ferðafélögunum gleymdi að skrúfa aðra driflokuna á að framan áður en hann hélt af stað en viti menn það kom ekki að sök hann komst samt á leiðarenda á einu drifi. (var reyndar á 38")
Í þessa ferð hefðu minna breyttir bílar átt fullt erindi, því færið var gott, en svonalagað vita menn ekki fyrirfram.
Þetta er bara spurning um að rata hinn gullna meðalveg í þessu máli sem og öðrum.
Stundum er ekkert mál að krúsa landið þvert og endilangt á Lödu sport á orginal börðum en þremur dögum seinna kemst ekki breyttasta bifreið landsins spönn frá rassi vegna slæmra skilyrða.
Því verða menn að þora að fara af stað séu þeir á minna breyttum bílum, og þeir verða þá líka að vera tilbúnir til þess að sætta sig við að hverfa jafnvel frá ef ekkert gengur. Auðvitað er það kanski erfitt stundum en það verður bara að hafa það.
Ég vil taka það fram að ég er á lítið breyttum bíl og vildi gjarnan að hann væri stórvaxnari, en þetta verður að duga til að byrja með.
Ég vona bara að félagar mínir innan klúppsins nenni einhverntíman að hafa mig með, á mínum eigin bíl þegar færið er gott, eða sem coara ef færið er vont, því að stundum er líka hægt að fá að fljóta með sem farþegi og það er líka fjör, þó auðvitað sé skamtilegast að vera á eigin farartæki.
Með vinsemd og virðingu
Austmann
02.02.2004 at 17:37 #486518Menn eiga að hirða upp eftir sig allt rusl sem þeir koma með, án undantekninga. Maður hélt að svona umgegni heyrði orðið sögunni til en svo virðist ekki vera.
Skammist ykkar og reynið að fullorðnast
(Taki til sín sem eiga)Með sorphirðukveðju
Austmann
02.02.2004 at 17:34 #487274Sæll
Skiptu sem fyrst því annars eyðileggurðu dekk og bætir álagi á allt sem er þarna samhangandi að framan.
Ég er búinn að prufa að trassa þetta og það borgar sig alls ekki.
Kv
Austmann
26.01.2004 at 16:57 #486026Hvað dugar fullur 7kg kútur lengi? Td ef maður væri á 35" og færi niður í ca. 2p hvað getur maður pumpað aft upp í svona ca12p??
kv
Austmann
26.01.2004 at 15:00 #193578Sá goodyear dekk undir bíl um daginn sem var 37×12,5×15
Hefur einhver reynslu af svona dekkjum?Gæti þetta verið hentugt undir léttari bíla, eða er þetta kanski bara ónothæft dót, ég man ekki hvað þau hétu en þau voru með krófu mynstri og hluti af hliðunum var með einhverskonar mynstri líka.
Kv
Austmann
26.01.2004 at 14:54 #193577Sælir félagar.
Hvernig er það þegar maður notar kolsýru í dekk, hvað er svona 7kg kútur að duga og fylgja þessu einhver vandamál??
Ég heyrði einhvern halda því fram að kolsýran skemdi dekkinn ef hún væri mikið notuð, er eitthvað til í því??
Væri gaman að heyra frá ykkur um þetta mál.
kv
Austmann
15.01.2004 at 02:04 #193457Sælir piltar (og stúlkur)
Getið þið gefið mér góð ráð varðandi breytingu á 4Runner 91, sem ég á.
Þannig er mál með vexti að búið er að lyfta dolluni um 3″ og skrúfa undir hann 33″ án allra úrklippinga eða annarra tilfæringa, það sem ég var að vona að þið gætuð sagt mér til um er það hvort ekki sé hægt að koma undir dolliuna 38″ með því einu að klippa úr og setja nýja kanta.Ég er nefnilega svo sérvitur að ég vil hafa græuna sem næst jörðu og vil því helst ekki lyfta meira. (og svo þarf líka að fjárfesta í aukahækkun)
Getið þið nú líst skoðununm ykkar á þessu athæfi hvort að það sé framkvæmanlegt eður ei.
Það er ekki heldur búið að skrúfa hann upp á klöfum eða leggja undir gorma að aftan
Með von um snörp viðbrögð
Kv
Austmann
04.01.2004 at 21:53 #482656Sælir félagar.
Ég setti svona í bílin hjá mér fyrir nokkru, og svo virðist sem gripurinn eyði meiru fyrir vikið.
Ég er svona að velta því fyrir mér hvort að það geti haft eitthvað með tölvustyrða innspýtingu að gera.Bíllinn hjá mér er 4Runner 91 með 6cyl mótor í þessum bíl er tövustýrð innspýting og mín ágiskun er sú, þar sem bensínmagn sem fer inn á vélina ræðst að hluta til af loftmagni sem er dregið inn á vélina, í gegnum svo nefndan air flow sensor, að þetta gæti aukið loftflæði og þar með eyðslu.
Þetta eru svona vangaveltur leikmansins.Hitt er svo aftur á móti annað mál að aflið jókst en ekki neitt gríðarlega mikið.
Það var einnig sett svona í annan bíl sem ég keyri, þar eru ekki komnar neinar eyðslutölur en það er túrbó dísill, en á þeim ágæta bíl kemur túrbínan inn umþb 2-300 snúningum fyrr og það er gott mál ekki satt??
11.12.2003 at 00:28 #482508Þú settir 6,5 í salinn, herslags mótor er það og hvar fékksktu hann og hvað kostaði hann??????
Kveðja
Austmann
25.11.2003 at 19:53 #481450Það eru svona umræður sem lífga upp á tilveruna og gera lesturinn skemmtilegan.
Þetta eru nú líka svo óttarleg trúarbrögð með tegundir að ef sumir þyrftu að skipta um tegund þá myndu þeir líklega frekar hjóla (þ.e. ef hjólið væri framleitt í réttu landi af réttum framleiðanda)
That’s the spirit
kv
Austmann
24.11.2003 at 18:51 #193223Sælir félagar.
Ég var að lesa spjallþráðin hér fyrir nokkru og þá voru menn eitthvað að ræða um aftengingar á balance stöngum í bílum, og ég er svona að velta því fyrir mér hvort að það skili einhverju og hvort að það sé æskilegt að gera það t.d. bæði að framan og aftan á bíl eða hvað??
Ég hef töluvert keyrt bíl sem er mikið breyttur og hann hefur gormafjöðrun að framan og aftan en ekki neinar stangir, sá bíll virkar fínt en hann leggst mikið í beygjum, get ég gert þetta á mínum bíl (33″ 4Runner) og komist upp með það??
Væari gaman að fá einhver svör eða vangaveltur um málið!!
Kv
Austmann
18.11.2003 at 10:52 #480674Við skulum bara taka það til athugunar að þeir sem ekki ætla sér að stunda vetrarferðir inn á okkar frábæra hálendi, þeir geta vel notað þennan Bimma eða Touareg eða jafnvel bara Legacy, því mjög margir af okkar hálendisvegum eru bara alveg nógu góðir fyrir þessa bíla.
Ég held reyndar að þessir nýju "Hraðbrautarjeppar" séu drulluseigir við slíkar aðstæður og standi þá óbreyttum Patrol, Land Rover eða Hi-Lux, svo einhverjir séu nefndir, ekkert að baki hvað snertir hæfni til aksturs á slíkum vegum.
Ef einhvað er þá eru þessir bílar skemmtilegri við slíkar aðstæður, því þeir hafa miklu meira afl betri fjöðrun og meiri þægindi í alla staði.
Ég hefði td alveg viljað keyra um á einum svona í sumar þegar ég fór í smá reisu með fjölskylduna um hálendið í sumar á mínum fjallabíl sem kominn er á fermingaraldurinn, því að alla þá slöða sem ég fór hefði mátt fara á svona bíl.
En ef það á að fara keyra að vetri til þá verða menn að athuga sinn gang, en vel að merkja þá erum við búnir að breyta nánast öllu sem hægt er að breyta í okkar túttujeppum, og spurningin er bara sú ef einhver treystir sér til að fara út í breytingar á þessum gerðum bíla, hvernig kæmi það þá út???
Ég held að við ættum ekki að dæma þá úr leik fyrir fram.
16.11.2003 at 18:46 #480500Bara aðeins til að fylgja eftir orðum mínum hér aðeins ofar, þegar var talað um gjaldtöku þá var að sjálfsögðu EKKI verið að tala um að taka gjald af fólki í neyð, heldur einungis verið að tala um björgun á verðmætum af einhverju tagi.
Björgunarsveitir eru til dæmis oft og iðulega kallaðar til þegar tryggingafélögin þurfa að láta bjarga verðmætum eða bara jafnvel hreinsa til eftir bruna og engum hefur fundist það athugavert hingað til.(allavega ekki á því svæði sem ég þekki til)Það er engin að tala um það að fara í samkeppni við einn né neinn heldur einungis verið að tala um að sinna sérhæfðum verkefnum, sem jafnvel engin annar er tilbúinn að sinna.
En það eru náttúrulega margir fletir á þessu máli og bara gaman og sjálfsagt að velta þessu aðeins fyrir sér
16.11.2003 at 18:32 #480778Hrollur á heima í Fellabæ og eigandi hans heitir Þórir Gíslason. Þórir er félagi í Austurlandsdeild 4×4, Þannig að ef þú ferð inn á síðu Austurlandsdeildar ættirðu að geta fundið Þórir og þar með fullt af myndum og upplýsingum um Hroll.
Kv
Austmann.
14.11.2003 at 13:02 #480484Þetta eru nú ansi líflegar umræður ekki satt?
Ég hef nú starfað í björgunarsveit til margra ára og þau eru orðin ófá útköllin sem ég hef farið í ásamt félögum mínum, og misalvarleg hafa þau líka verið.Þegar þarf að bregðast skjótt við og aðstoða fólk sem er í nauð þá spyr engin um það hvort viðkomandi hafi komið sér í þau vandræði með einhverjum fíflaskap eða hvort að hann hafi gert allt rétt en bara verið óheppinn, það er aukaatriði, fólk er í vandræðum og okkar hlutverk er m.a. að "redda" þesslags málum.
Við erum ekkert að velta okkur uppúr kostnaði þó að hann geti auðveldlega hlaupið á tugum og jafnvel hundruðum þúsunda (þetta er líka spurning um reikningsaðferðir)
Við viljum (og ég held að ég tali fyrir munn flestra bjsv. manna) eiga gott samstarf við þá hópa fólks sem stunda útivist af einhverjum toga, því að tölfræðin segir okkur að það sé helst útivistarfólk sem þarf að nota okkar "þjónustu" en það er auðvitað eitthvað sem menn vilja helst vera án að sjálfsögðu.
Björgunarsveitir eru nefnilega ekkert mjög ólíkar tryggingum, þú kaupir tryggingu en vonar að þú þurfir aldrei að nota hana, eins er þetta með björgunarsveitirnar, fullkomið ár hjá björgunarsveit er þegar engin útköll verða, en því miður er það nú ekki svo auðvelt að ná því marki.
En með góðu samstarfi við önnur samtök og með fræðslu og forvörnum þá hefur tilfellum eins og það sem sýnt var hér ofar á síðunni fækkað og heyra nánast sögunni til og það er ekki síst félagsskap eins og 4X4 að þakka.
Því að í þeim félagsskap eru gamlir refir sem miðla reynslu sinn til þeirra sem ekki eru eins langt komnir í jeppamenskuni.Og svona í blálokin, finnst einhverjum hér á þessari frábæru síðu eitthvað athugavert við það þó að björgunarsveit taki gjald fyrir að bjarga verðmætum fyrir einstaklinga og fyrirtæki, ef þess er óskað?
Því eins og ég benti á hér í byrjun þá erum við klárir með litlum sem engum fyrirvara ef bjarga þarf lífum og limum og leita að fólki, en svo þegar óveðrinu slotar og hættan er afstaðin, þá kemur eftirmáli sem oft er hægt að ígrunda í rólegheitum og ganga svo í málið.
Sú sveit sem ég hef starfað í hvað lengst og aðrar í nágrenni við okkur gera þetta iðulega, en að sjálfsögðu gegn MJÖG hóflegu gjaldi.
Með þökk fyrir lifandi umræður.
Austmann
14.11.2003 at 12:18 #480608Hvernig er jeppi skilgreindur í íslenkri tungu? Fer þetta ekki að verða spurning um að bæti við nýju orði eins og td. Súper-jeppi eða Snjó-jeppi, yfir þá bíla sem við erum búnir að breyta og bæta þannig að okkur líki?
Óbreyttur HiLux eða Troper eða Patrol, svo einhverjir séu nefndir, eru nú ekki til neinna gifurlegra stórræða í utanvegaakstri eða hvað?
Jeppi er einfaldlega ekki það sama og JEPPI, en það er voðalega erfittáð sjá munin bara á prenti.
kv
Austmann
10.11.2003 at 16:38 #479788Umræðu efnið er eldfimt það er satt, en þá er einmitt ennþá skemtilegra að velta því upp.
Ég var með gamlan 4runner á 33" í fyrravetur, fyrst var hann á 10" felgum, en svo skipti ég yfir á 12" og það kom heldur betur út (fannst mér)
Mér var eitt sinn tjáð að "góð þumalputtaregla væri að hafa felguna 1/2" mjórri en dekkið" þannig að ef dekkið er 38" Mudder sem er 15,5" þá (samkvæmt því) ætti felgan að ver 15"Ég tók einmitt eftir því í fyrravetur að þegar 33" (sem var 12,5" á breidd) var á 12" felgunni þá lagðist það betur þegar keyrt var úrhleypt, það kom ekki brot í dekkið við felguna eins og vill stundum gerast þegar keyrt er með mjög lítið loft í dekkjunum.
bíð spentur eftir fleiri commentum
Kv
Austmann
10.11.2003 at 16:25 #480100Ég á einn svona BENSÍNHÁK og líkar bara vel við tækið, hann er á 33 og fer vonandi á 35 bara á næstu dögum.
Það má vera að þessi græja eyði talsverðu en hjá mér hefur þetta verið niður í 14 og upp í 25 lítra á hundraðið (hann er sjálfskiptur) og ætli hann fari ekki í 30 lítra þegar maður fer að keyra úrhleypt.Ég setti 2,5" púst og tölvukupp frá Super Chips í bílinn og við það jókst aflið og togið eitthvað án þess að það kæmi niður á eyðslu, næst fara í hann 5,29 hlutföll og flækjur og þá ætti þetta japanska grey að fara virka þokkalega.
Þú ættir að geta komið undir hann 36" og jafnvel 38" með því að lyfta honum um 4" á boddíi. Einn kunningi minn græjaði svoleiðis upphækkun á bílaplaninu hjá sér á einni kvöldstund við annan mann svo að það ætti að vera tiltölulega auðvelt, en skoðaðu málið vel áður haldið er af stað það margborgar sig
Baráttu kveðjur
Austmann
07.11.2003 at 12:30 #479060Úpps….
Það sem ég meinti var þyngd bíls vs. stærð dekkja þ.e. hversu stór dekk þarf t.d. 1.900 kg bíll??Kv
Austmann
-
AuthorReplies