Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
30.06.2004 at 00:26 #194503
Er einhversstaðar hægt að kaupa nýjar flækjur á v6 4Runner án þess að það kosti mánaðarlaun fiskverkamanns??
Ef einhver á notaðar eða getur bent á hvar hægt sá að nálgast slíka hluti þá endilega deilið vitneskjuni til mín.
Kv
Austmann.
29.06.2004 at 23:59 #504312Jæja er engin hér sem veit eitthvað um þessi mál??????
Austmann
29.06.2004 at 18:46 #504256Fór í Þakgil í fyrra, og fannst það grenjandi snilld.
Fór meira að segja slóða sem lá frá Þakgili og upp að Mýrdaljökli, og svo skilst mér að það slóði frá Þakgili yfir að Heiðarvatni, en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Eflaust eru einhverjir menn fróðari en ég um það.
En ég mæli með gilinu þar er virkilega fallegt og fullt af gríðarlega fallegum gönguleiðum fyrir þá sem vilja rétta úr sér eftir að hafa setið í bíl allan daginn.kv
Austmann
29.06.2004 at 18:40 #194500Sælir félagar.
Var að skoða nokkur kort, og á sumum þeirra var vegur gegnum Vonarskarð suður með köldukvíslarjökli og alla leið í Jökulheima, en á öðrum kortum ekki.
Hvernig er þessi vegur yfirferðar ef hann á annað borð er þarna?Einnig var ég að velta fyrir mér með leiðir norðan Hofsjökuls milli Sprengisands og Kjalvegar, er það fært í byrjun ágúst?
Með von um góð svör
Austmann.
28.06.2004 at 23:35 #504166Sælir félagar.
Á þetta við um fjórrennir líka??
Ef einhver er svo fróður að vita það þá endilega látið mig vita, því að ég vildi gjarnan fá overdriveið inn í lágadrifinu.
Er skiptingin sneggri í háadrifinu ef þessu er breytt??
Kv
Austmann
28.06.2004 at 23:30 #504064Á einn svona handa þér á 450þ ekki eins vel útlítandi en í fínu lagi, og svo er hann reyndar sjálskiptur.
kv
Austmann
19.05.2004 at 01:00 #502586Sælir félagar
Það freistar mín skelfilega að skjótast með í Þórsmörk, enda aldrei þangað komið, en á reikna ekki með því að koma það er full langt fyrir mig.
En ég vona bara að menn skemmti sér vel og hafi gaman af.Með lærdóms og grill kveðju
Austmann.
18.04.2004 at 03:17 #498995Heilt og sælt veri fólkið.
Vitið þið hvað það hver km kostar í eldseyti og skatt´í dag og hvað hann kemur til með að kosta eftir breytingu???
Ef bíll sem eyðir 18l á hundraðið er með mæli og er keyrður lítið (segjum c.a.10.000) þá kostar það pr km kr 15,22 en ef sami bíll borgar 95kr fyrir olíulítran, þá kostar það kr 17,10
Ef við notum bíl sem eyðir 25l á hundraðið þá er munurinn 23 á móti 18
Munurinn er óverulegur og við skulum muna það að það borgar sig ekki að hætta með mælinn fyrr en akstur á ári er orðin meiri en 26.000 km.
Þá munar reyndar meiru, en hvað eru margir sem eru að keyra mikið yfir það á ári á sínum fjallabíl??Þannig að við sjáum að þetta er engin RISAHÆKKUN eins og sumir vilja meina.
Einnig er ég með fína lausn á því hvernig við náum þessu til baka, (þ.e. þeir sem eiga fleiri en 1 bíl) kaupa bara lítin dísilbíl fyrir heimilið til að nota með jeppanum, og þá er heildarpakkin ódýrari þegar upp er staðið.
Með grútarkveðju
Austmann
15.04.2004 at 22:46 #498315Það er voðalega "einsleitur´" tónn í skrifum hér í þessum þræði.
Vitið þið hvernig þessum málum er háttað sumstaðar erlendis, eins og td í Noregi? Þar er þessum málum háttað þannig að ef þú kemst það ekki á fólksbíl þá verður þú að gjöra svo vel og labba, það er ekkert annað val.Ég hef alveg nákvæmlega jafn gaman af því og næsti maður að keyra yfir óbrúaðar ár og illfæra vegaslóða, en ég held að það eigi ekki að einkleyfisvæða eingöngu fyrir jeppamenn perlur íslenskrar náttúru eins og Þórsmörk, ekki frekar en að það eigi að banna umferð vélknúinna tækja á Vatnajökli.
Ef við viljum að það sé hlustað á okkur og tekið tillit til þess sem við höfum að segja þá verðum við að forðast öfgar (já ég kalla það öfgar) eins og þær sem eru innsettar hér fyrir ofan.
Öfgar eru slæmar alveg sama í hvaða átt þær liggja, við verðum að hafa það að leiðarljósi í okkar umræðu.
Með vegabótarkveðju
Austmann
12.04.2004 at 15:12 #498091Sælir félagar
Það er margt satt og rétt sem komið hefur fram hér að ofan, og ég er þeirrar skoðunar að menn verði að vanda sig þegar menn setja inn myndir á þessa frábæru heimasíðu okkar.
Það er einfaldlega alltof mikið af gömlum bílum og öðru dóti sem er til sölu og það tekur of mikið pláss.
Einnig finnst mér alltof algengt að það séu settar inn myndir þar sem varla sést hvað er á, hvernig er þetta þetta með okkur höfum við engan metnað??Nei við eigum að vanda okkur við þetta því þá verður heimasíðan enn meira lifandi og skemmtilegri.
Svo má líka velta því fyrir sér hvort að albúmin ættu að vera fyrir félagsmenn eingöngu?
Með myndakveðju
Austmann
11.04.2004 at 19:19 #194179Halló eitthvað er ekki að virka!!!
Ætlaði að fara setja inn myndir en fékk bara þetta:
„Fatal error: Unable to copy /tmp/phpcDaR2O to /mnt/blackhole/webs/kjolur.f4x4.is/photoalbum/images in /mnt/blackhole/webs/kjolur.f4x4.is/photoalbum/photoalbum.class.php on line 46“
Er ekki hægt að kippa þessu í liðin??
Kv
Austmann
04.04.2004 at 01:48 #502934Sælir félagar
Finnst einhverjum sem skrifað hefur hér á þennan þráð sanngjarnt að borga sama skatt af 500kg bíl og 5000kg bíl???
Eða er það kanski sanngjarnt að borga minni skatt eftir því sem menn keyra meira?? (pr km. að sjálfsögðu)Er það ekki svona svipað og að borga minni tekjuskatt eftir því sem tekjurnar verða hærri??
Nei, þetta er ekki sanngjarnt kerfi og það ætti fyrir löngu að vera búið að breyta því, og núverandi tillögur eru skref í rétta átt.
Þetta er líka sama hvað hver segir, þetta er "þjóðhagslega haghvæmt"
Dísilbíll eyðir u.m.þ.b. 25-30% minna br km en svipaður bensínbíll og ef við getum minnkað innflutning á eldsneyti um 15-20% (ef ég tek tilit til allra stóru bensínjeppana sem verða spólandi um öll fjöll eftur skattbreytingu) Þá er það mjög gott fyrir þjóðarbúið, maður þarf ekki að vera hagfræðingur til að sjá það!
Bara svona til upplýsinga þá keyrir undirritaður á bensínhák miklum sem ekki er neitt sérstaklega sprækur, og ég hef keyrt marga "grútarbrennara" sem eru mun sprækari en minn skrjóður, þannig að aflrökin hrífa ekki á mig.
Það er fyrir löngu tímabært að henda út þessum úreltu lögum um þungaskatt og taka upp betra kerfi.
Við skulum líka hafa í huga að þetta frumvarp er ekki orðið að lögum enn og það gæti breyst töluvert í meðförum þingsins, þannig að ekki eru öll kurl komin til grafar enn.
kv
Austmann
04.04.2004 at 01:48 #495604Sælir félagar
Finnst einhverjum sem skrifað hefur hér á þennan þráð sanngjarnt að borga sama skatt af 500kg bíl og 5000kg bíl???
Eða er það kanski sanngjarnt að borga minni skatt eftir því sem menn keyra meira?? (pr km. að sjálfsögðu)Er það ekki svona svipað og að borga minni tekjuskatt eftir því sem tekjurnar verða hærri??
Nei, þetta er ekki sanngjarnt kerfi og það ætti fyrir löngu að vera búið að breyta því, og núverandi tillögur eru skref í rétta átt.
Þetta er líka sama hvað hver segir, þetta er "þjóðhagslega haghvæmt"
Dísilbíll eyðir u.m.þ.b. 25-30% minna br km en svipaður bensínbíll og ef við getum minnkað innflutning á eldsneyti um 15-20% (ef ég tek tilit til allra stóru bensínjeppana sem verða spólandi um öll fjöll eftur skattbreytingu) Þá er það mjög gott fyrir þjóðarbúið, maður þarf ekki að vera hagfræðingur til að sjá það!
Bara svona til upplýsinga þá keyrir undirritaður á bensínhák miklum sem ekki er neitt sérstaklega sprækur, og ég hef keyrt marga "grútarbrennara" sem eru mun sprækari en minn skrjóður, þannig að aflrökin hrífa ekki á mig.
Það er fyrir löngu tímabært að henda út þessum úreltu lögum um þungaskatt og taka upp betra kerfi.
Við skulum líka hafa í huga að þetta frumvarp er ekki orðið að lögum enn og það gæti breyst töluvert í meðförum þingsins, þannig að ekki eru öll kurl komin til grafar enn.
kv
Austmann
16.03.2004 at 19:57 #498510Jamm enn í Ólagi
kv
Austmann
16.03.2004 at 19:57 #491558Jamm enn í Ólagi
kv
Austmann
16.03.2004 at 19:49 #498725Er búið að fikta í airflow sensornum? eða er hann ekki að virka?
Ef það er búið að eiga við hann þá getur það lýst sér svipað og þú lýsir þessu, en samt skrítið með þennan smátíma sem hann gekk vel!!
kv
Austmann
16.03.2004 at 19:49 #491668Er búið að fikta í airflow sensornum? eða er hann ekki að virka?
Ef það er búið að eiga við hann þá getur það lýst sér svipað og þú lýsir þessu, en samt skrítið með þennan smátíma sem hann gekk vel!!
kv
Austmann
14.03.2004 at 18:18 #193986Þær eru ekki að virka!!!!
Stendur það ekki til bóta??Kv
Austmann
13.03.2004 at 12:58 #193974Það var einhver að auglýsa hér um daginn váe tl sölu á 30.000.- Dísill frá Toyota
Eg sá á http://WWW.midlarinn.is Toyota disil vél til sölu. ef einhver hefur áhuga.
Herna er slóðinn…
http://www.midlarinn.is/midlarinn/view_ad_large.asp?ad%5Fid=2551127
En ég fann aftur á móti þetta á netinu.
4×4 Offroaders Club Karachi
Toyota 1C and 2C: These two engines have been included here only as a warning. The 1C and 2C, pushing a whopping 1.8 and 2.0 liters of displacement respectively, are absolutely worthless for use in a Jeep. The only thing they are capable of powering with marginally acceptable performance is a Corolla, the vehicle they were originally designed for. Best used as boat anchor otherwise.
Já meira að segja jeppamenn í Pakistan dæma þessa vél lítt nothæfa nema sem akkeri
Þannig að betra er að skoða vel áður en fjárfest erEf menn vilja kynnast þessum fjarlæga jeppklúbb betur þá er þetta slóðin:
http://offroadpakistan.com/tech/motivation_equation.php
Kv
Austmann
01.03.2004 at 18:27 #496924Ef þér er alvara, þá segi ég bara ÚFFFFFF!!!! Þú ættir kanski að leita þér hjálpar (við breytingarnar)
En ef þetta er grín, þá er þaetta einn besti húmor sem sést hefur á þessum vef, það er alveg á hreinu.
Með breytingarkveðju
Austmann
-
AuthorReplies