Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.02.2010 at 21:30 #211111
Sælt veri fólkið.
Var að velta því fyrir mér hvort ekki væri einhverjir fjallagarpar hérna sem væru með loftpúða undir bílunum hjá sér á framan og hvernig þettað væri að reynast, en þannig er mál með vexti að ég setti þessa 1200 kg púða undir TOYOTU extracap sem ég á og ég tek eftir því þegar ég er að leika mér að sprengja í skafla að það þjappast snjór undir púðana utan á plast botnin og oft komið drjúgt utan á þá, þannig að ég var að velta því fyrir mér hvort menn hefðu ekkert verið að lenda í veseni með þá útaf því eins ef verið er að berjast í krapa og ís hröngli hvort þeir væru ekkert að tjónast.
En svo er það líka að gerjast í mér hvort ég eigi að setja gorma í staðin því þessir 1200 kg púðar eru of sverir um sig þarna hjá mér að framan en virka flott að aftan, eða hvort málið væri ekki bara 800 kg púðar í staðinn.
Kv Atli
15.07.2009 at 20:04 #651540Ég verð nú eiginlega að taka undir með stebba, ef þessi síða er svona ómöguleg í guðabænum verið þið bara inná fésbókinni,
eða er það kannski málið að það er ekkert að gerast þar sem hægt er að skammast yfir þannig að þið þurfið að fá útrás á þessari
hálfkláruðu síðu, mig finnst þettað allvegna óþarfi en reyndar virðist þettað ekki vera stór hópur sem er með leiðindi og væri örugglega hægt að telja putta á annarri hendi fjöldan á leiðindapúkunum sem eru mest áberandi, og ef ég man rétt eru þettað þeir sömu og voru mest að þrasa á gömlu síðunni, blessuð sé minning hennar.
En hvað um það að þá er ég nú ekki sá duglegasti að tjá mig hér en hef hinsvegar mjög gaman af því að kjíkja hér inn og geri það stundum oft á dag, mig líst bara vel á þessa síðu og hlakka mikið til þegar myndaalbúmið verður klárt svo ég geti hent inn myndum að jeppanum sem ég er búinn að vera hamra saman.
Með baráttu kveðju úr sveitinni
Atli Sveinn Svansson Bóndi með stóru b og Toyotu maður með risa t.
04.05.2009 at 06:57 #647096og þar finna menn upp á ýmsu til að flýta fyrir sér og auka afköst t.d. að hengja saman tvo sturtuvagna til að flytja rúllur á sumrin, og það lítur þá eins út og kerrurnar á myndinni, þettað gengur svosem stór slysa laust fyrir sig að bakka þessu er dálítil kúnst, traktorinn stjórnar því í hvaða átt fremri fer og fremri í hvaða átt aftari fer, kemur bara með æfingunni eins og margt annað.
22.04.2009 at 12:45 #645846Er alls ekki sammála þessu vegna þess að smurglasið eða rakaskiljan í þessu tilfelli er bara rétt við dælu, kannski meters slanga þar á milli, þannig að raka myndun er allveg sára lítil ef þá einhver, ég er ekki að tala um að taka þrýstinginn úr kútnum inn á glasið, og hinnsvegar er glasið glært þannig að maður sér það strax hvort raki sitji neðst í því, og að síðustu kíkir maður alltaf á olíuna á kerfinu um leið og maður skiptir á bílnum.
Þannig að þettað ætti að vera allveg skothelt nema menn setji bara einusinni olíu á kerfið og kíki ekki á það fyrr en eftir 10 ár.
Kv Atli:)
22.04.2009 at 00:26 #645840Sælir
Er með ac dælu í húddinu hjá mér sem ég mixaði smurkefi við,fór í Barka og talaði þar við mann sem ég þekki og er kallaður Steini volvo, hann er alger snillingur í þessu.
Fékk hjá honum raka glas sem ég kom fyrir á lögnina frá dælu og inná kútinn, nema hvað að neðan á glasinu er stútur til að tæma glasið, fékk granna slöngu sem passaði þar uppá og leiddi hana inná loftinntakið fyrir dæluna, boraði bara nett gat á inntaks lögnina rétt við dæluna, tróð slöngunni þar inn og kittaði með og setti síðan olíu á glasið.
þannig að núna tekur dælan alltaf aðeins smá olíu inná sig þegar hún er að dæla og raka skiljan nær henni síðann að mestu leyti frá aftur, svona hringrásar þettað bara meðan dælan snýst og virkar vel.
Fékk svo hjá honum allt sem ég þurfti til að græja loftkerfi t.d. mæla, dót til að drepa á dælunni við ákveðinn þrýsting sem ég man ekki hvað heitir og margt fleira.
Kv Atli
18.04.2009 at 16:04 #645928Setti 1200 kg með plastpotninum, átti þá til undir sleðakerru og setti gormana í staðinn sem var undir crusernum, en þeir reyndar full linir þar.
Hugsa að 800 kg púðar myndu henta betur því það er agalega þröngt um hina, en mig sýnist eftir að vera búin að setja þá undir, prufa bílinn aðeins og breyta eftir það að þeir komi til með að sleppa þokkalega vel.
Setti síðan aftur dempara undan 4runner því ég tímdi ekki að kaupa mér nýja Koni.
Kv Atli
18.04.2009 at 12:16 #645924Ég er mát með það, setti loftpúða undir minn.
En reikna með því að þeir séu alltof linir undir hiluxin.
Kv Atli
17.04.2009 at 22:18 #645920Þú sérð það vel þegar þú leggu leguhúsið af 70 crusernum og hitt af klafabílnum hlið við hlið, þá sérðu að sætin fyrir felguboltana sitja einfaldlega utar á stútnum af klafa bílnum sem þýðir einfaldlega að dekkið færist utar.
Eins og ég sagði þá sérðu þettað bara þegar þú rífur draslið undan.
Kv Atli
17.04.2009 at 21:32 #645916Eina sem gerist með speiserunum á leguhúsunum er að diskurinn færist innar, gerði þettað nákvæmlega svona hjá mér, notaði 4runner leguhúsinn og setti svo speisera þarna á milli.
17.04.2009 at 21:31 #645914Eina sem gerist með speiserunum á leguhúsunum er að diskurinn færist innar, gerði þettað nákvæmlega svona hjá mér, notaði 4runner leguhúsinn og setti svo speisera þarna á milli.
17.04.2009 at 20:14 #645906breytast ekkert einsog Lallirafn segir, felguboltarnir sitja bara utar á leguhúsinu.
En með að fá aðra arma þekki ég ekki en við það að snúa stýrisendanum þannig að hann stingist ofan í arminn enn ekki undir hækkar hann helling,
svo er rétt að það komi framm að í fyrri pistli sagði ég að stýrisendinn í millibilsstönginni rækist í felguna en það er náttúrulega efri endinn, biðst velvirðingar á því.
Kv Atli
17.04.2009 at 20:14 #645904breytast ekkert einsog Lallirafn segir, felguboltarnir sitja bara utar á leguhúsinu.
En með að fá aðra arma þekki ég ekki en við það að snúa stýrisendanum þannig að hann stingist ofan í arminn enn ekki undir hækkar hann helling,
svo er rétt að það komi framm að í fyrri pistli sagði ég að stýrisendinn í millibilsstönginni rækist í felguna en það er náttúrulega efri endinn, biðst velvirðingar á því.
Kv Atli
17.04.2009 at 13:03 #645898Er ný búinn að vera ganga í gegnum þettað allt saman og er enn að leggja loka hönd á verkið.´
Fékk hásingu undan 70 crusier, fór með hana til rennismiðs sem ég ber mikla virðingu fyrir fyrir nákvæmni og góð vinnubrögð og lét hann taka hana í nefið frá a – ö.
Vorum reyndar í brasi með að finna varahluti í köggulinn í 70 crusier t.d rétt hlutföll vegna þess að þettað er revors drif, þannig að hann áttti drifhús uppi á lofti hjá sér undan hilux sem hann setti í staðinn en tók fyrst koggulinn sem var í afturdrifinu á sama bíl og var með diskalás og setti að framan, þannig að þá er ég kominn með drif sem er auðvelt að fá varahluti í þegar þar að kemur.
En vegna þessara breytingar þurftum við að færa millibilsstöngina framfyrir með tilheyrandi basli, t.d. rákust stýrisendarnir saman hægrameginn en til að redda því snerum við efri endanum við þannig að hann stingst núna ofanfrá eins og sá neðri og við fyrstu sýn þá virðist það sleppa.
ég notaði sömu leguhúsin og voru á klöfunum, lét renna millilegg til að færa diskana nær, notaði tvöföldu diskana sem eru í 4runnernum og fellur þettað saman eins og flís við rass, ráðlegg mönnum bara að raða skinnum milli disksins og leguhússins þanngað til það er komið rétt bil og láta renna eftir því.
Notaði orginal stýrismaskínu sem búið var að bora og armin úr 70crusernum en snéri honum aftur, held að það komin bara vel út, sá þettað svona á mynd einhverstaðar og leist vel á.
Lenti svo reyndar í því þegar ég setti dekkinn á að hægramegin lendir stýrsendin í millibilstönginni utan í kantinn á felgunni því ég er með innvíðar felgur(alltaf að læra eitthvað nýtt) en reddaði því með að láta renna millilegg og stinga uppá felguboltana, munaði 6 mm.
Ef ég geri svona breytingu aftur þá finn ég mér strax hilux hásingu, þá ertu með millibilsstöngina fyrir framan, held að sporvíddin sé svipuð allavegna sagði rennismiðurinn mér að þettað væri allt eins nema að ytri öxlarnir væru styttri í 70 crusernum.Með baráttu kveðju Atli
P.s þettað er samt bara gaman að þessu.:)
30.03.2009 at 23:10 #644752Sælir Drengir.
Altaf hef ég nú jafngaman af loftpúða umræðu enda mikill loftpúða áhuga maður, en hvað um það að þá er ég með þessa púða undir mínum að aftan sem var einu sinni 4runner og er í þessu töluðu orðum að setja hásingu undir hann að framan og fara þessir sömu púðar þar líka.
En ég er á þeirri skoðun að demparar skipta öllu máli, er með öfluga koni undir mínum að aftan en þarf að fikta mig áfram með að stilla þá því hann er frekar hastur að aftan, og þrýstingur er um 40 – 45.
24.03.2009 at 19:54 #644308Ég myndi halda að það að tengja saman tvo púða sé allveg ómögulegt, t.d. bara að beygja þannig að þrýstingurinn sé meiri á aðra hliðinna að þá myndi þrýstingurinn fara úr púðanum sem ætti að þrýsta á móti og yfir í púðan sem væri þá að togna á þannig að bíllinn yrði þá mjög svagur og leiðinlegur og trúlega allveg ókeyrandi.
Ég tel að hver púði fyrir sig verði að að vera á sér lögn, en svo er alltaf spurning hvað menn vilja eyða miklu púðri í frágang á þessu, ég er t.d. með þettað hjá mér þannig að hægt er að stjórna öllu innan úr bíl, er með púða undir hjá mér að aftan og er að græja undir hann framhásingu sem verður með sama kerfi, svo er líka hægt að útbúa einfald kerfi sem byggist bara á krönum til að pumpa í og hleypa úr.
Kv Atli
16.02.2009 at 20:24 #641034Takk fyrir svörin, var líka að spá hvort ég gæti tekið diskalæsingu sem er í afturhásingunni sem ég hirti líka og sett í köggulinn sem er í frammhásingunni þangað til ég tími að kaupa loftlás, eða verður hann þá bara kannski ókeyrandi í framdrifinu.
Ég kem svo örugglega til með að hringja í þig Rúnar ef ég stranda á einhverju.
16.02.2009 at 15:18 #203830Þannig er mál með vexti að ég er með bíl sem ég er búin að vera dunda í að búa mér til og var orðin býsna góður, nema hvað að um dagin fer að söngla í framm drifinu á honum og þar sem ég ætlaði að skipta því út fyrir rör ákvað ég að drífa í því og er komin með fína hásingu undan 70 cruiser, það sem ég er að spekulera er hvort menn sem hafa gert svipað hafi verið að reka sig á einhver vandamál, t.d. heyrði ég einhvers staðar að sporvíddin væri ekki sú sama, eins var ég að spá hvort erfitt sé að fá varahluti í þessar hásingar. Væri mjög þakklátur ef einhver sem hefur gert svipað gæti miðlað af reynslu sinni.
Bíllin sem ég er með er í grunnin 4runner með 3l disel sem ég skipti um boddy og er hann með orginal aftur hásingunni ennþá en með 5.29 hlutföllum.
14.01.2009 at 09:28 #637172velkomin, alltaf gaman að spjalla við menn með svipaða áráttu og maður sjálfur, eins ef þú sérð rauðan extracap á ferðinni í nesinu með pall sem er ekki eins og gengur og gerist þá bara keyra í veg fyrir mig og skoða:)
13.01.2009 at 23:32 #637168fékk ég hjá vini mínum sem er rafvirki og hann kallaði þá "photosellur" eða eitthvað í þá áttina, en þettað eru bara nándarskynjara sem þurfa bara járn, verðmiða sá ég aldrei( átti inni hjá honum).
Eini gallin við þá er að þeir geta ekki verið lengra frá járni en 8 mm til að skynja og það getur verið hætt við að þeir skemmist ef að stýfurnar geta hreifst mikið eins og ég brenndi á þegar ég fór að prufa að láta bílinn teygja sig.
13.01.2009 at 22:46 #637164Gísli, þettað er búið valda miklum heilabrotum hjá mér og taka drjúgan tíma, sérstaklega það sem ég leitaði ekki á náðir annarra að neinu marki um ráð en kaus að finna upp hjólið sjálfur og hafði gaman af, eins tók það mig nú heilt á að gera bílinn eins og ég vildi hafa hann og mörg verk enn óunnin í honum.
-
AuthorReplies