Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
15.07.2011 at 13:32 #733717
Billinn er af gerðinni Subaru Forester Plus 2008 árg.
15.07.2011 at 13:30 #219755Hæ er að setja inn þennan póst fyrir félaga minn sem er í smá vandræðum:
Sæl öll sömul! Þannig er mál með vexti að ég er að leita að bíl sem að týndist þann 26.06 síðastliðinn! Talið er að bíllinn hafi fest sig á svæðinu milli uxahryggja og kjalvegs (gæti samt verið annarstaðar) og er verið að líta eftir honum hjá hálendisgæslunni þar! Mig langaði til að setja þetta hér inn og athuga hvort einhver hafi orðið hans var eða ef einhver verður hans var að láta þá lögregluna vita eða hálendisgæsluna! Bíllinn er af gerðinni Subaru Forrester og er steingrár með númerið DS B11. Allar ábendingar vel þegnar.
Með fyrirfram þökkum Einar Hjörleifsson.s 8610170
Uploaded with ImageShack.us
21.01.2010 at 01:23 #678134Úúff….coke eða pepsí??
Oft verða mjög heitar umræður á milli jeppamanna einmitt um þetta umræðuefni. Mikil trúarbrögð sem um er að ræða.
Það verður gaman að fylgjast með þessu spjalli. En mig langar að bera upp [u:funz61ez]mína skoðun[/u:funz61ez]. Ég á reyndar sjálur gamlan Patrol en hef smá reynslu af höndla svona bifreiðar og hef mikinn áhuga þessu, en hvort að ég hafi e-ð vit….það verða aðrir að dæma um. Það er reyndar mjög misjafnt hvað er orginal í þessum bílum.Oft búið að skipta út ýmsu dóti út eins og motor eða drifum og þess háttar á þessum aldri, þannig það er kanski svolítið erfitt að bera þessa bíla saman þegar það er búið að breyta þeim mikið. Toyotur komnar með Patrol hásingar og Patrolar komnir með Toyota vélar.
Toytotan er með öflugari mótor það er alveg á hreinu og hún er mun dýrari. Það var alltaf e-ð læsinga vandamál á þeim. Hún er annars mjög áreiðanleg, ágæt í endursölu. Fyrirtaks umboð, en maður sér kanski ekki alveg hvað verður um það á næstunni sökum hrunsins en það á víst að vera komið í söluferli. Ágætt að ná í varahluti notaða og nýja.
Patrolinn er með fyrirtaks fjöðrun, mun meira pláss, áreiðanlegur nema hvað að 2000-2002 árgerðirnar áttu við vélarvandamál að stríða, ágætur í endursölu þó svo að merkið hafi borið "smávægilega" hnekki síðastliðið ár. Umboðið að ströggla, eins og með Toyota þá sér maður kanski ekki alveg hvað verður IH í nánustu framtíð, en ég held að Nissan Patrol verður alltaf söluvara á Íslandi. Klárlega ódýrari kostur, færð kanski meira fyrir peninginn, ættir að geta náð í 44" einu eða tveimur árgerðum yngri Patrol fyrir Toyotuna. Mér finnst Patrolinn flottari.
Hinsvegar ef að ég væri með 3-3.5milz þá myndi ég reyna frekar að ná mér í góðan 44" LC 80 bíl, helst 24ventla.Snilldar bílar, oflugir ferðabílar, kanski svolítið gamlir en eldast vel.
Þetta er allavega mín sýn í grófum dráttum og vonandi ertu e-ð nær. Langbest að fara á bílasölur og skoða þessa bíla vel, velta upp kostum og göllum og prófa sig svolítið áfram. Þetta er stundum svolítið einstaklingsbundið hvort menn vilja.
kv atli
18.12.2009 at 10:36 #672128Algjör snilld þessar litlu tölvur.Lítið létt og fyrirferðalítið. Er með svona tölvu sem að ég man ekki hvað heitir, með 8-9 tommu skjá sem er bara notuð í þessi jeppaferðalög. Allt annað líf eftir að við fengum hana, var áður með stóra fartölvu og svona ram festingu og ég varla komst inní helvítis jeppann. Þessi talva er með lítið minni og dugar fínt með nRout og Mapsource, reyndar kemst ég á netið og þarf ekki mikið meira en það á fjöllum. Mæli með þessum dverg tölvum.
kv atli
14.12.2009 at 17:13 #671306Ég er með ´95 árg af Patta 2,8ltr, setti 2,5" púst og kooler í á sama tíma og ég fann fyrir mikilli aukningu. Er með orginal hlutföllinn ennþá í bílnum, en ég fékk fimmta gírinn alveg til baka við þessa breytingu. Er að ferðast mikið með öðrum Patrol sem að var ekki búinn að gera þessa breytingu og enn og aftur þá var mikill munur á bílunnum. Bílarnir voru mjög svipað uppsettir og á sömu dekkja tegundum og stærðum. Mér var sagt á sínum tíma að það væri enginn munur á 2.5" og 3" pústum í Patrolnum, nema hvað að það væri aðeins meira "sound" í sverara pústinu.
kv atli
08.01.2007 at 10:53 #573582Það væri vel þegið ef einver er með punkt af þessum stað sem að þessi leiðindar atburður átti sér stað ??
Er á leiðinni í Jökulheima næstu helgi og ég væri alveg til í að sleppa við svona vesen.
kv atli
-
AuthorReplies