You are here: Home / Atli Unnarsson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Það er rafmagnsverkstæði í dugguvoginum, beint á móti endurvinnslunni sem hefur átt flesta hluti í gamla ameríska, eða geta gert við þá.
Ertu viss um að það sé startarinn sem er farinn, ekki bara relayið fyrir hann.
Sæll Jón
Rakst á þessa grein hjá þér og það virðist enginn ætla að svara þér.
Nú man ég ekki orðrétt reglugerðina um gerð og búnað bifreiða en í henni er reikniformúla fyrir þyngd farþega og auka þyngd þess vegna. Þessi formúla gerir það að verkum að pallbílar sem hafa góðann burð eru skráðir sem sendibifreiðar en ekki fólksbifreiðar. Lenti í þessu sjálfur þegar ég var að reyna tryggja gamlan ísuzu pallbíl sem var aðeins skráður fyrir 4.
Formúlan er svona
P – (M + 75 + N * 68) > N * 68
Þar sem
P = heildarþyngd bifreiðar
M = eigin þyngd bifreiðar
N = fjöldi farþega.
Þarna sést að ef bíllinn er með meiri burð en 75 kg ökumann og 68 kg farþega þá á hann að skrást sem sendibíll
Þarna hinsvegar eru aðrar tölur en þú gefur upp og væri gaman að vita hvaðan þeir fá þær.
Atli