You are here: Home / Atli Már Markússon
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Sælir félagar. Ég er að hugleiða að gormavæða fellihýsi og er að velta fyrir mér hverskonar gorma væri gott að nota undir 600 – 700 kg hús? Þá kemur spurning til ykkar, hvaða gorma mynduð þið nota.
KV Atli Már
6990610.
Óskar ég er að forvitnast um það jvar þú fannst þessa mynd hérna að ofan.
KV Atli Már
Sæll Bjarni ég er alltaf hrifinn af því þegar menn vilja reyna og prufa! almáttugur annars yrðu engar framfarir hjá okkur í þessum jeppabransa,þannig að ég kvet ykkur til dáða en eins að fara með ýtrustu varúð, ég hef farið yfir markarfljótið á c,a 6-8 tonna dráttarvél af sverustu gerð með loftinntakinu í u.þ.b 2,25 m hæð á leið úr Langadal niður á Hvolsvöll þá rétt skreið hann yfir og ekki mátti miklu muna ég hef líka gengið þarna yfir seint í ágústmánuði á vöðlum og þá náði sprænan (Markarfljótið) hvergi upp fyrir mið læri. Ef að ég væri í þínum sporum(veit ekki hvað þú þekkir vatnsföllin þarna) myndi ég hafa samband við Smára á Hvolsvelli og athuga hvort hann og félagar hanns komist ekki með ykkur inn úr.
KV
AMM
Sælir félagar
Ég skrifaði á síðasta ári grein um fartölvur í jeppum sem m.a var birt í Setrinu þar sem ég velti fyrir mér slysagildrunni sem fartölvuborðin geta skapað ef þeim er ekki haganlega komið fyrir þá var ég að benda á þá bíla sem eru með öryggisloftpúðum, mikilvægt er að koma þessum nauðsynjum þannig fyrir í nýrri bílum að ef bíllin lendir harkalega á rifskafli, sprungubrún eða öðrum bíl á fjöllum eða innanbæjar og púðin springi út að þessi borðbúnaður komi manni ekki í koll í bókstaflegri merkingu.
KV
Atli Már
Sæll Ég er með svona mótor í hilux og hann er að rótvirka, þegar búið er að skrúfa aðeins upp í olíuverki en hann er með orginal túrbínu og kæli. Hef hinsvegar ekki mælt hann en hann er að eyða svolítið.
KV AMM.