Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.06.2009 at 23:50 #645298
skráir þig inn, ferð í spjallið, finnur flokk fyrir auglýsinguna og smellir á "nýr þráður" hnappinn.
12.06.2009 at 10:36 #204616Þá er nýi vefurinn orðinn nokkurra daga gamall og eins og við er að búast eru skiptar skoðanir um ágæti hans.
Markmið þessa þráðar er að geyma á einum stað spurningar og svör /gagnrýni/hrós varðandi nýja vefinn. Vefnefnd mun vakta þráðinn og svara eins fljótt og vel og okkur er unnt.
Spurt hefur verið hvort ekki hefði frekar átt að nota tímann og peningana í að bæta ástand gamla vefsins. Því er til að svara að kjarni vefsins var fastbundinn við ákveðna útgáfu af gagnagrunninum og höfum við engan aðgang til að breyta því. Einnig voru ýmsir gallar á bæði Kerfisstjóra- og notendahluta, sem of langt mál væri að telja upp hér. Það varð því niðurstaðan að ekki væri fýsilegt að eyða meiri tíma gamla vefinn og frekar útbúa nýjan sem byggði á opnum hugbúnaði.
Smáauglýsingar. Eins og kom fram í frétt á forsíðunni þá var tekin sú ákvörðun að flytja ekki gamlar auglýsingar yfir, enda ekki mikið varðveislugildi í þeim og eins að notendur væru fljótir að smella innn nýjum auglýsingum. Hugmyndin er svo að auglýsingum eldri en 6 – 12 mánaða verði sjálfkrafa eytt úr kerfinu.
Bent hefur verið á að flokkarnir í smáauglýsingunum séu of margir og vonlaust að fletta í gegnum auglýsingarnar í tímaröð. Þessu erum við fyllilega sammála og er ætlunin að fækka flokkunum í þrjá : „Til sölu“, „Óskast keypt“ og „Fyrirtæki og þjónusta“.
Rétt er að taka fram, að í stað þess að setja inn sömu auglýsinguna aftur og aftur, þá er nóg að bæta við innleggi (bump) á auglýsingaþráðinn, þá færist þráðurinn sjálfkrafa efst á lista. Við treystum á að menn noti þennan fídus sparlega.Spjallið. Við völdum að nota phpbb3 sem spjallkerfi. Valið hefur verið gagnrýnt og sagt að verið væri að herma eftir öðrum vefum s.s. kvartmila.is o.fl. Því er til að svara að ef svo er, þá erum við einnig að herma eftir ljosmyndakeppni.is, kruser.is og ógrynni annarra vefsíðna sem til eru. Það er einfaldlega v.þ.a. allar þessar síður eru að nota phpbb eða önnur sambærileg spjallkerfi. Það er heldur ekkert annað en kostur að hafa spjallkerfi sem virkar eins og flest öll spjallkerfi á netinu gera í dag.
Þær breytingar / lagfæringar sem verið er að vinna í spjallinu eru m.a.:
- Hægt verði að sjá fullt nafn og félagsnúmer við innlegg á spjallþráðum – Þetta dettur inn á næstu dögum.
- Opna fyrir innanfélagsmálin fyrir félagsmenn – Dettur inn á sama tíma og birting nafna.
- Lagfæra hlekki á innleggjum frá gamla spjallinu. Þetta er afar þung keyrsla sem fer fram að nóttu til og væntanlega nú um helgina.
- Virkja leit á spjallþráðum og smáauglýsingum og laga teljara.
Bent hefur verið á að grái liturinn sé óþægilegur fyrir þá sem eru ekki með 100% sjón. Við munum skoða leiðir til að bæta úr því, en við val á litasamsetningu (litaleysi) var reynt að hafa til hliðsjónar að litir væru sem hlutlausastir og þægilegir. Of mikil litagleði er ekkert sérstaklega þægileg fyrir augun.
Myndasafnið. Unnið er hörðum höndum að koma myndasafninu í gagnið. Ætlunin er að nota Gallery2 (sem er eitt besta tólið í slíkt verkefni) fyrir þann hluta vefsins. Því miður getum við ekki gefið upp nákvæma tímasetningu á hvenær þessi hluti verður tilbúinn, en við leggjum mikla áherslu á að þessi mikilvægi hluti vefsins verði kominn í loftið sem allra fyrst.
Internet Explorer 6. Þessi ævaforni vafri virkar ekki sérlega vel á vefnum. Reyndar er hann svo gamall að það ætti að vera löngu búið að farga honum. Mælum með að uppfært sé í IE 7 eða 8. Eða bara að skipta yfir í annan vafra s.s. Firefox 3, Google Chrome eða Opera.
Hvað er svo framundan? Næsta skref er svo að skella inn GPS safninu, bæta við wiki tengingu, laga persónulegu síðurnar, laga nýskráningarsíðuna, laga þýðingar á textum og ótal margt fleira.
Allar tillögur um viðbætur / úrbætur eru vel þegnar svo framarlega sem þær eru á málefnalegum nótum. Upphrópanir og skítkast eru engum til framdráttar.
Fyrir hönd Vefnefndar,
Ásgeir,
R-3725.
12.06.2009 at 09:15 #648816[quote="trigger":pktmbm2u]Tveir hlutir í "Virkar umræður" kassanum til hægri á forsíðunni:
* Bulletin-ið mætti vera jafnað við efri hluta hverrar línu en ekki miðju (stundum erfitt að greina hvaða lína er hvað)
* Það angrar mig ekki sérstaklega en gæti pirrað aðra að talning á innleggjum per þráð byrjar í núlli en ekki einum eins og flestir eru vanir að gera. [/quote:pktmbm2u]
* búið að laga bulletin með því að takmarka fjölda stafa í fyrirsögn.
* smá misskilningur, þarna er verið að telja fjölda svara við innleggið.[quote:pktmbm2u]Á sumum spjallborðum er boðið upp á link sem sýnir "Nýtt síðan siðast" sem gæti verið ágætt að hafa þannig link t.d. neðst undir [url=http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228:pktmbm2u]yfirliti spjallsins[/url:pktmbm2u]. Þá sér maður óháð flokki alla þræði sem hafa uppfærst frá því maður kíkti á vefinn síðast (gott fyrir þá sem kíkja oft…).[/quote:pktmbm2u]
góð hugmynd.
11.06.2009 at 23:41 #648892[quote="GMC Subbi":2h7dt14a]já Ásgeir kemur eins hjá mér en ekki á forsíðunni. hægra megin.
Ef titill er mjög langur á þráðunum þar rennur þetta frekar mikið saman.Það mætti bjarga þessu með því að leyfa bara ákveðin stafafjölda í fyrirsögn á spjallþráðum.[/quote:2h7dt14a]
skil núna hvað þú átt við. þetta er eitt af því sem við eigum eftir að skoða betur.
11.06.2009 at 23:34 #648890þetta er allt til staðar (sjá myndir).
[attachment=1:3mcnhxai]login.jpg[/attachment:3mcnhxai]
[attachment=0:3mcnhxai]logout.jpg[/attachment:3mcnhxai]
11.06.2009 at 15:35 #649106skv. frétt á [url=http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/06/11/kjalvegur_opnadur/:23mt5r01]mbl.is[/url:23mt5r01], þá er búið að opna kjalveg.
11.06.2009 at 15:22 #648882[quote="KarlHK":2wverpp5]Prófaðu að smella á " spjallið" hér fyrir ofan.
Þá lúkkar þetta mikið betur :)[/quote:2wverpp5]Ég var aðallega að athuga hvort Bjarki sæi ekki línurnar milli spjallþráðanna eins og sýnt er á myndinni.
Ásgeir.
11.06.2009 at 14:31 #648878Sæll Bjarki.
Svona lítur þetta út hjá mér þegar ég skoða þræðina, er þetta eitthvað öðruvísi hjá þér?
[attachment=0:290fq48w]threads.jpg[/attachment:290fq48w]
Kveðja, Ásgeir.
10.06.2009 at 19:56 #648798Ég vil nota tækifærið og benda öllum á að það styttist í að Microsoft hætti stuðningi við Internet Explorer 6 (alla vega IE-6 SP1). Því ættu allir sem geta, að uppfæra vafrann í t.d. IE 8 (lágmark IE 7) – eða það sem er betra, færa sig yfir í Firefox eða Google Chrome (eða jafnvel Opera).
06.05.2009 at 11:59 #646798rétt er það. búinn að laga.
05.05.2009 at 19:42 #646794Breytti framsetningunni þ.a. auðveldara ætti að vera að sjá hverjir sitja áfram og hverjir eru í framboði.
Lagaði einnig listana eftir þeim athugasemdum sem fram hafa komið.
Endilega komið með fleiri athugasemdir (ef einhverjar eru) þ.a. hægt sé að hafa þetta sem réttast. Einnig vantar upplýsingar um fjarskiptanefnd.
01.05.2009 at 18:18 #646780einföld skýring á þessu lella. bara aðeins of mikið copy / paste…
01.05.2009 at 10:10 #646772komið.
30.04.2009 at 14:30 #204330Listinn er að venju birtur með fyrirvara um villur.
.
Stjórn F4x4Sitja áfram:
Í framboði:
.
UmhverfisnefndSitja áfram:
Í framboði:
.
TækninefndSitja áfram:
Í framboði:
.
SkálanefndSitja áfram:
Í framboði:
Í framboði með sitjandi nefndarmönnum:
Í framboði sem hópur:
.
HjálparsveitSitja áfram:
Í framboði:
.
RitnefndÍ framboði:
.
LitlanefndSitja áfram:
Í framboði:
.
FjarskiptanefndSitja áfram:
Í framboði:
.
VefnefndSitja áfram:
Í framboði:
20.04.2009 at 10:57 #204275Skeljungur veitir félögum í Ferðaklúbbnum 4×4 auka 5 kr. afslátt af eldsneyti dagana 22-26 apríl ef greitt er með Staðgreiðslukorti / Félagsskírteini Ferðaklúbbsins 4×4.
Samtals er þá eldsneytisafslátturinn 12 kr. frá dæluverði á Skeljungsstöð og 10 kr. frá dæluverði hjá Bensínorkuni. Athugið að þetta tilboð gildir einungis ef nýja félagsskírteinið er notað þ.e. Staðgreiðslukortið. Áður en kortið er notað er nauðsynlegt að tengja það á heimasíðu Skeljungs.Jafnframt minnum við á að félagar Ferðaklúbbsins 4×4 fá afslátt gegn framvísun félagsskírteinis hjá eftirtöldum samstarfsfyrirtækjum Skeljungs:
07.04.2009 at 09:21 #645294Vefnefnd hefur fjarlægt auglýsingar viðkomandi úr öllum flokkum nema einum.
21.03.2009 at 18:13 #644056Var að heyra að hópurinn er núna kominn í þjónustumiðstöðina á Þingvöllum. Þar verður pumpað í dekkin og ekið rakleiðis í bæinn.
21.03.2009 at 16:51 #644052Þá eru allir bílar komnir yfir hindrunina og hópurinn farinn að nálgast Skjaldbreiðar afleggjarann.
21.03.2009 at 16:37 #644050Eitthvað ætlar Kaldidalurinn að reynast erfiður yfirferðar. Talsvert um festur o.þ.h. þannig að ferðin sækist hægt.
21.03.2009 at 14:50 #644048Það er nýjast að frétta að ákveðið var að skipta upp hópnum og fara stærri bílarnir Kaldadalinn heim en þeir minni fara um Húsafell.
-
AuthorReplies