Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
01.11.2013 at 22:20 #378687
Hmmm menn eru bara orðlausir
Gaman að sjá að það er eitthvað að gerast í gríðarflottu verkefni!
Mig langaði samt að forvitnast aðeins, ætlarðu að vera með balance stöng/stangir? þetta slaglöng fjöðrun hlítur að vera mjög lifandi á vegi
Svo í sambandi með flækjurnar, passa svona f-body flækjur í jeppagrind?
Jeppakveðja, Ásgeir
15.01.2010 at 19:49 #677072Jú ég er með svona í Land Rovernum hjá mér, notaði innri liði úr Ferguson og original liðina úti við hjólin. Þetta kemur mjög vel út núna eftir að ég boraði út magnventilinn í vökvastýrisdælunni því stýrið var svolítið seint. Annars bara frábært.
Athugið samt að dráttarvélaliðirnir eru ekki e-merktir og því skal ekki hafa hátt um þá, en er þó klárlega málið upp á styrk að gera.
Kv. Geiri
17.01.2009 at 13:12 #638204Hvað varð annars um Theódór meistara og krúserinn hans, bara eins og jörðin hafi gleypt þá
kv. Ásgeir
01.11.2008 at 18:06 #631984Hef séð þetta í willys, ég mundi halda að það væri betra að hafa bara einfalda liði, þar sem annars kemur skjálfti á skaftið með 1 einföldum lið sem er ekki beinn. Þetta eykur reyndar slit á krossum að hafa þá alltaf í broti, fer eftir lengd skafts.
Sennilega hafa einhverjir betri skýringu á þessu en ég
Kv. Ásgeir
11.10.2008 at 22:10 #630656Húddið á robbanum var opið í allan dag (laugardag) og verður á morgun líka.
Annar bíll á sýningu er svipaður og xj cherokee með ls1 árg. 1998 og virðist nóg pláss
Endilega skoða það
kv. Ásgeir
06.10.2008 at 20:20 #630638Sælir, það vill nú svo til að ég kannast aðeins við kauða og þetta ævintýri er eiginlega mér að kenna því fyrir rúmum 2 árum keypti ég LS1 minn vagn.
Þetta er LS1 og skipting úr camaro hjá honum
Langar samt að spyrja indjánann um þetta verkefni hans, hvað er það langt komið og hvort séu til myndir
Bensínkveðja, Ásgeir
15.09.2008 at 22:49 #628208Þú spyrð um extreme patrolinn þe. þennan með sílsapustið. Hann er víst með patrol 4.2 gírkassa held ég örugglega. Ég veit ekki hvaða verðhugmynd þú hefur í kollinum en ég mundi mæla með dýrari vél frekar en ódýrari. Eftir að hafa prufað að eiga GM mótor sem er ekki með gömlu hefðbundnu kveikjunni, heldur alveg elekrónísk og með innspýtingu þá falla eldri gerðir í skuggann. Ég mundi mæla með Vortec 6.0L, heita LQ4 og LQ9 og koma í GM jeppum mörgum og einnig Hummer H2, yfirleitt með 4L65E skiptingu sem er svipuð gömlu 700r4 nema rafstýrð, ekki það sterkasta en sama innvols og í 350 skiptingu. Ég mundi amk. mæla með kassa með overdrive, vegna eyðslu. gírkassarnir sem þú spyrð um eru new process/new venture NV3500 og NV4500
Kv. Ásgeir
P.s skemmtilegur þráður, gaman þegar menn eru að spá í svona hlutum
08.09.2008 at 10:47 #629056Sigfús, þú getur haft samband við mig í sambandi við LS1 ef þig vantar að vita eitthvað, þá kannski veit ég það, setti svona vél í robbann minn.
kv. Ásgeir
trommuheili@best.is
07.09.2008 at 20:19 #629048Jæja, það væri nú gaman að sjá myndir af þegar menn eru að gera einhverja svona sniðuga hluti
kv. Ásgeir
21.08.2008 at 21:12 #620208Jú ætli ég verði ekki að játa að ég er eigandinn af grænum löngum land rover af ýmsum árgerðum, nýkominn á götuna eftir stækkun, jú hann valt í desember og þetta varð útkoman. Nýfluttur í bæinn til skólagöngu en held að sá græni verði nú frekar stirður á smábílastæðum
Vélin er Chevy 346 LS1
4L60E skipting, logír heimasmíðaður úr NP249 og range rover millikassi þar fyrir aftan
Maxi-drive læsingar, ef einhverjir vilja skoða þá er alveg hægt að hafa sambandkv. Ásgeir
s. 8479228
15.07.2008 at 14:33 #626056Hann er líklega með parkinson veiki =)
Skipta bara út fyrir V8 bensínvél, það er miklu hagstæðara nú á tímum…
Kveðja að austan, Ásgeir
04.03.2008 at 20:20 #616098Já ég er með!
Kv. Ásgeir
Z-051
15.12.2007 at 19:32 #606788Neinei hann er alveg ótrúlega lítið skemmdur miðað við að hann stóð á toppnum þegar hann stoppaði, var með álbox á toppnum og þau eru ekki einu sinni beygluð. Mótorinn er ’99 LS1 V8 bensín úr camaro, sett í fyrir um ári síðan. Annað er annaðhvort heimasmíðað eða orginal range rover ’75 model
Veit bara ekkert hvað ég á að bralla
15.12.2007 at 19:07 #201390Í dag ákvað sá gamli að keyra útaf í hálku og velta, og þá kviknaði sú spurning hvort ætti að yngja upp eða breyta meira. Þekkir einhver hvort 95-99 árg. af range rover hafi verið breitt að viti? Ef það yrði raunin þá mundi mig langa í vélarlausan bíl og færa flest yfir í hann.
Ekki kemur til greina að nota annað en breskt heimsveldi í þetta verkefni
Endilega koma nú með sniðugar hugmyndir
Kveðja að austan
Ásgeir
26.09.2007 at 12:47 #200860Langaði að forvitnast hvort einhver hér æki um Maxxis Buckshot 35×12.5r15 dekkjum og gæti sagt mér hvernig þau væru eins og til dæmis hvernig þau virka í snjó, hávaða og lögun og jafnvel felgubreidd.
26.10.2006 at 19:03 #565066hvernig er það, hefur enginn skoðun á þessum þræði? Það hlítur að vera einhver þarna úti sem hefur prufað þetta í firndinni handan hafsins
Ákvað amk að vekja þráðinn aftur
Kveðja Ásgeir
05.10.2006 at 22:18 #562308Hásing í Rover lítur alveg eins út og cruiser hásing, köggullinn boltaður í drifkúluna og þessi koparplatti er bara við hliðina á pinioninum. Veit samt ekki hvort það sé hægt að koma svona búnaði við. Það er nátturulega allt hægt hjá rover, en svona grínlaust þá er þetta snilldar lausn á veikbyggðum drifum..
Kv. Ásgeir
16.09.2006 at 19:36 #198557Góðan dag, langaði að spyrja um hvort reynsla væri á að nota eingöngu rafmagnsviftu til kælingar í jeppa. Sá myndir af wrangler með 4.6 ford og álvatnskassa hér í myndasafninu og langaði að vita hvort það dygði.
Er með 5.7 Chevy LS1 sem fer að skríða í samband og þar er ekkert gert ráð fyrir öðru en rafmagnsviftuEf Bjartmar Ö Arnarson vill tjá sig þá má hann alveg senda mér línu er í e-mailið mitt LS1power@best.is
Kv. Ásgeir
22.03.2006 at 21:06 #197600Sælir
Þekkir einhver hvort það sé hægt að setja Rover LT230 millikassa aftan á chevrolet sjálfskiptingu, held að ég hafi séð svoleiðis gert en er þó ekki viss þannig að ef eihver gæti miðlað úr viskubrunni sínum væri það vel þegið…Með fyrirfram þökk
Kv. Ásgeir
-
AuthorReplies