Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.04.2004 at 18:34 #194223
Á heimasíðu Leó M. Jónssonar er grein um jeppabreytingar sem er nokkuð athyglisverð. Það eru valid punktar þarna hjá honum, en aðrir minna hugsaðir.
Það væri gaman að fá umræðu um þetta hér, og einnig væri áhugavert að heyra einhvers konar svör eða viðbrögð frá tækninefnd klúbbsins um þetta ?
17.04.2004 at 15:14 #498987Það er sjálfsagt að mótmæla – en ég væri ekki sáttur við að þið gerðuð það í nafni klúbbsins – því þetta er augljóslega ekki hagsmunamál allra í klúbbnum.
Það er ekki hlutverk 4×4 að taka upp mótmæli vegna þess að flutningskostnaður hækki – ef hann gerir það nú – þá fara menn og mótmæla með vöru- og flutningsbílamönnum – en ekki í nafni 4×4.
Ég hef fulla samúð með túrista-jeppa-mönnum en aftur, þetta er ekki rétti vettvangurinn fyrir þá til að mótmæla í gegnum, nema sem ‘venjulegir’ jeppamenn sem keyra innan við 20.000 km á ári.
Aftur – það er sjálfsagt að mótmæla hér eða annars staðar – en ekki í nafni allra í klúbbsins, því það er langt í frá að allir eigi sömu hagsmuna að gæta hér.
17.04.2004 at 14:59 #503089Hannes veltir fyrir sér hvers vegna þetta gekk í gegn núna, þó þetta hafi verið á dagskrá í 10 ár eða meir.
Ég er sammála þeirri kenningu að það hafa verið olíufélögin sem hafa staðið í veginum hingað til.
En mér finnst augljóst að það sem er að gerast núna er að ríkið hefur hreðjatak á olíufélögunum vegna samkeppnisrannsóknarinnar, og nýta sér það til að ýta þessu í gegn núna ?
17.04.2004 at 14:59 #495764Hannes veltir fyrir sér hvers vegna þetta gekk í gegn núna, þó þetta hafi verið á dagskrá í 10 ár eða meir.
Ég er sammála þeirri kenningu að það hafa verið olíufélögin sem hafa staðið í veginum hingað til.
En mér finnst augljóst að það sem er að gerast núna er að ríkið hefur hreðjatak á olíufélögunum vegna samkeppnisrannsóknarinnar, og nýta sér það til að ýta þessu í gegn núna ?
16.04.2004 at 14:48 #499061Svona í fyrsta lagi vil ég benda þér á ábendingu formannsins á forsíðunni.
Eeeeennn hins vegar ef maður lítur á hitatölu í Jökulheimum, þá hefur verið meira eða minna frost þar síðustu vikuna – spurning hvort það dugi hins vegar. Það þarf líka að keyra um svæði sem liggur lægra til að komast þangað. Í Veiðivatnahrauni hefur verið frost í ca. 4 daga, þannig að maður hefði haldið að þetta ætti að vera nálægt því að vera í lagi?
En lokað er lokað og það ber að virða ekki satt ?
14.04.2004 at 00:14 #498237Væri ekki nær að nýta peninginn í að styrkja eitthvað rútufyrirtækið í að vera bara með staðsetta rútu á staðnum, t.d. allar helgar yfir sumarið, frá kl. 15 á föstudögum t.d.
Og vera þá með fastar ferðir frá gömlu Markarfljótsbrúnni (eða Hvolsvelli) inn í Mörk á t.d. 1-2 tíma fresti.
Þar með er búið að leysa málið með "aðgengi fyrir alla" og menn geta samt haft frelsi um að forða sér af svæðinu þegar fólki hentar ef það er vont veður t.d. (það sé ég allavega sem helst gallann við rútuferðirnar – að komast ekki í burtu þegar mér hentar).Útivist, FÍ og Austurleið gætu nú kannski líka sameinast um að kaupa einhvern gamlan jálk (hvar eru t.d. Tommi og Jenni sem voru alltaf í Kerlingarfjöllum á sumrin 😉 ) til að hafa þarna á sumrin.
14.04.2004 at 00:01 #498567Sammála – þetta er ömurleg hegðun.
Varðandi það sem Skúli nefnir með að það hafi verið til umfjöllunar í útvarpi að menn hafi hunsað lokanir Vegagerðarinnar, þá heyrði ég það reyndar ekki nema að litlu leyti og það á vissulega rétt á sér.
EN ég sá hins vegar fréttir Stöðvar 2 núna eftir páskana þar sem þeir fóru með Subaruinn sinn upp á Kaldadal til að sýna fram á skemmdir jeppamanna á veginum þar. 90% af myndunum sem sýndar voru, voru af úrrensli úr upphækkaða veginum frá Meyjarsæti upp að afleggjaranum niður í Borgarfjörð, en það er runnið úr honum á mörgum stöðum.
Þeir voru nú sennilega aðallega að gagnrýna að á einum stað var keyrt út fyrir veg til að komast fyrir eitt svona úrrensli, og að hluta yfir gróður (Subaru á skurðarskífum hefur sennilega skemmt gróðurinn 10 sinnum meira en jeppi á 38" dekkjum!)
Þeir gáfu líka í skyn að þarna hefðu menn keyrt alla páskana í leyfisleysi og af tómum ruddaskap ÞRÁTT FYRIR að Vegarðin hefði lokað veginum!?!Samt stendur á heimasíðu Vegagerðarinnar í sérstakri tilkynningu þann 7.apríl:
"Akstur er þó heimilaður inn í Þórsmörk, um Uxahryggi og Kaldadal, en þessir vegir eru einungis færir jeppum…"Í fréttinni var einnig sýnt skilti sem segir að vegurinn sé ófær og lokaður !? Hverju á maður að taka mark á.
Er þetta samt ekki alveg týpisk fréttamennska ?
Vegagerðin bendir sérstaklega á þessa leið – en síðan erum við gerðir að blóraböglum fyrir úrrensli á veginum, og því að keyrt er út fyrir vegin á gróðri, þó engin önnur leið væri möguleg (nema fyrir mikið breytta jeppa). Síðan mæta þeir á fólksbíl þó vegurinn sé bara opinn jeppum!
11.04.2004 at 17:37 #498016Ég klúðraði þessu greinilega eitthvað:
[url=http://www.pbase.com/world/iceland:2klo8zxj]http://www.pbase.com/world/iceland[/url:2klo8zxj]
11.04.2004 at 17:32 #498012Það eru t.d. þó nokkrir íslendingar sem eru með myndir á http://www.pbase.com (sjá t.d. [HTML_END_DOCUMENT][url=http://www.pbase.com/world/iceland] )
Það kostar reyndar vissulega eitthvað, ég er ekki alveg klár hvað mikið – ég fór þarna inn meðan þetta var frítt og var svo ánægður að ég borgaði eitthvað smotterí, þó það væri ekki skylda þá – bara æskilegt.
Ég virðist vera að njóta þess núna, því ég hef ekki þurft að borga aftur í þau 3-4 ár sem ég hef verið þarna, og er ég þó kominn með 350 Mbyte þarna inn
Arnór[/url]
04.04.2004 at 20:25 #503281Verð á Musso-breytingum er t.d. hér: [url=http://www.benni.is/Jeppar_nanar_musso_aukabunadur.htm:1fjdlkub]hjá Benna[/url:1fjdlkub]
Mig minnti reyndar að Arctic Trucks (eða Toyota) hefði gefið upp verð á breytingum á Toyotum ,en ég finn það ekki núna – hugsanlega búið að taka það út
En mig minnir að breytingar t.d. á pickup-bílunum (sem ég var nú helst að skoða á sínum tíma) hafi verið heldur dýrari hjá Toyota(Arctic Trucks) en á Musso hjá Benna.
Arnór
04.04.2004 at 20:25 #495957Verð á Musso-breytingum er t.d. hér: [url=http://www.benni.is/Jeppar_nanar_musso_aukabunadur.htm:1fjdlkub]hjá Benna[/url:1fjdlkub]
Mig minnti reyndar að Arctic Trucks (eða Toyota) hefði gefið upp verð á breytingum á Toyotum ,en ég finn það ekki núna – hugsanlega búið að taka það út
En mig minnir að breytingar t.d. á pickup-bílunum (sem ég var nú helst að skoða á sínum tíma) hafi verið heldur dýrari hjá Toyota(Arctic Trucks) en á Musso hjá Benna.
Arnór
31.03.2004 at 15:56 #194115Ólyginn sagði mér að ákveðnir stóryrtir Pjattrollu-eigendur á 44″ hafi þurft að fá aðstoð til að komast af fjallinu núna eftir helgi ?
Þeir hafi bara setið þarna eins og hverjar aðrar mörgæsir og kallað mayday í stöðina ?Sagan segir að það hafi þurft margfættan stórbónda af Suðurlandinu á Amerísku trölli til að ná þeim niður, og það í tveimur ferðum.
Ég vil benda á að við fórum á nokkrum Fiskikerum á 38″ á 6 pundum upp og niður af fjallinu um helgina 😉
Getur þetta verið satt H… 😉 ?
25.03.2004 at 01:53 #493475Bara til að halda þessum þræði gangandi – ég hefði mjög gaman af því að vita hvar þetta er líka ?
Skv. fréttinni voru þetta vélsleðamenn þannig að maður ætti kannski frekar að spyrja á snow.is ?
anyone…anyone ???
25.03.2004 at 01:53 #500757Bara til að halda þessum þræði gangandi – ég hefði mjög gaman af því að vita hvar þetta er líka ?
Skv. fréttinni voru þetta vélsleðamenn þannig að maður ætti kannski frekar að spyrja á snow.is ?
anyone…anyone ???
18.03.2004 at 00:09 #498424Í nýjasta tölublaði Útiveru er fjallað aðeins um sprungur og hættur á jöklum (sem reyndar geta léttilega hrætt mann frá því að fara nokkru sinni á jökul aftur), en þar er m.a. fjallað um umhverfi Grímsfjalls, og gefin upp hnit á tveim punktum þar sem hætta er á ferðum.
Annars vegar er það jarðhitaketillinn suðvestur af skálunum, hnitið sem þeir gefa upp er: N64 24 044/V17 16 786.
Mér sýnist á trökkum sem ég hef farið þarna, síðast í mai 2003 að ég hef farið allavega 200 metrum sunnan við þennan punkt, ég myndi ekki fara nær en það ef skyggnið er lélegt, því þessi geil fer stækkandi.Hinn hættupunkturinn er þegar farið er austur af eystri Svíanhjúk (þar sem skálarnir eru) í útfallinu svokallaða, þar er ennþá einn sigketill, sem ég hef reyndar ekki séð með eigin augum, en hnitin á honum skv. Útiveru er: N64 24 171/V17 12 874.
Myndir af þessum sigkatli er t.d. að finna á Káravinafélagsvefnum (http://www.mountainfriends.com) – ferð þar undir "Ferðir"->"ýmis myndasöfn", "Vor á Vatnajökli" þar er mynd á síðu 2 hjá þeim.Ég á síðan track frá síðasta vetri frá Grímsfjalli í Hveragil frá þriðja aðila sem ég tek enga ábyrgð á – email-aðu mér á arnora@simnet.is og ég skal senda þér það.
En ef þið ætlið að kíkja við í Kverkfjöllum, þá hef ég bara eitt ráð – ekki gera það nema í björtu og góðu veðri, og fara varlega síðasta kaflann – ég tala af reynslu þarna 😉
Sjá: http://www.pbase.com/arnora/vjokull_hekla_mai_2003 – þarna aftast er kort sem sýnir hvar á EKKI að fara 😉Arnór
18.03.2004 at 00:09 #491514Í nýjasta tölublaði Útiveru er fjallað aðeins um sprungur og hættur á jöklum (sem reyndar geta léttilega hrætt mann frá því að fara nokkru sinni á jökul aftur), en þar er m.a. fjallað um umhverfi Grímsfjalls, og gefin upp hnit á tveim punktum þar sem hætta er á ferðum.
Annars vegar er það jarðhitaketillinn suðvestur af skálunum, hnitið sem þeir gefa upp er: N64 24 044/V17 16 786.
Mér sýnist á trökkum sem ég hef farið þarna, síðast í mai 2003 að ég hef farið allavega 200 metrum sunnan við þennan punkt, ég myndi ekki fara nær en það ef skyggnið er lélegt, því þessi geil fer stækkandi.Hinn hættupunkturinn er þegar farið er austur af eystri Svíanhjúk (þar sem skálarnir eru) í útfallinu svokallaða, þar er ennþá einn sigketill, sem ég hef reyndar ekki séð með eigin augum, en hnitin á honum skv. Útiveru er: N64 24 171/V17 12 874.
Myndir af þessum sigkatli er t.d. að finna á Káravinafélagsvefnum (http://www.mountainfriends.com) – ferð þar undir "Ferðir"->"ýmis myndasöfn", "Vor á Vatnajökli" þar er mynd á síðu 2 hjá þeim.Ég á síðan track frá síðasta vetri frá Grímsfjalli í Hveragil frá þriðja aðila sem ég tek enga ábyrgð á – email-aðu mér á arnora@simnet.is og ég skal senda þér það.
En ef þið ætlið að kíkja við í Kverkfjöllum, þá hef ég bara eitt ráð – ekki gera það nema í björtu og góðu veðri, og fara varlega síðasta kaflann – ég tala af reynslu þarna 😉
Sjá: http://www.pbase.com/arnora/vjokull_hekla_mai_2003 – þarna aftast er kort sem sýnir hvar á EKKI að fara 😉Arnór
06.03.2004 at 23:22 #490820Damn Maddi,
þetta var allt of einföld lausnÉg eyddi heilmiklum tíma hér fyrir nokkrum árum að fá botn í þessi ++ab…. en aldrei datt mér í hug að fjarlægja þau bara…aaarrrgghhhh.
06.03.2004 at 23:22 #497402Damn Maddi,
þetta var allt of einföld lausnÉg eyddi heilmiklum tíma hér fyrir nokkrum árum að fá botn í þessi ++ab…. en aldrei datt mér í hug að fjarlægja þau bara…aaarrrgghhhh.
05.03.2004 at 15:50 #490814Varðandi það sem Runar nefnir hér að ofan, þ.e. að skipta út punktum í Navtrec-skrá, þá var ég að reyna þetta heilmikið hér einhvern tíman, en þeir virðast vera með eitthvað Checksum í headernum (efst) sem náttúrulega passar ekki ef einhverju er breytt í skránni. Allavega fékk ég þetta aldrei til að virka.
Líka sammála Rúnari með að það vantar sjálfvirka samskeytingu á kortum = falleinkun.
En einnig finnst mér öll meðhöndlun á trökkum og rútum vera of flókinn til að maður geti gert það með góðu móti þegar maður er á ferðinni. T.d. mjög auðvelt að skrifa yfir síðasta track sem maður tók ef maður passar sig ekki.En að öllu öðru leyti er Ozi mun betra og sveigjanlegra forrit.
Arnór
05.03.2004 at 15:50 #497396Varðandi það sem Runar nefnir hér að ofan, þ.e. að skipta út punktum í Navtrec-skrá, þá var ég að reyna þetta heilmikið hér einhvern tíman, en þeir virðast vera með eitthvað Checksum í headernum (efst) sem náttúrulega passar ekki ef einhverju er breytt í skránni. Allavega fékk ég þetta aldrei til að virka.
Líka sammála Rúnari með að það vantar sjálfvirka samskeytingu á kortum = falleinkun.
En einnig finnst mér öll meðhöndlun á trökkum og rútum vera of flókinn til að maður geti gert það með góðu móti þegar maður er á ferðinni. T.d. mjög auðvelt að skrifa yfir síðasta track sem maður tók ef maður passar sig ekki.En að öllu öðru leyti er Ozi mun betra og sveigjanlegra forrit.
Arnór
-
AuthorReplies