Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.11.2005 at 01:23 #533344
Ég get ekki að því gert, en mér finnst þetta alveg óborganlega fyndið.
En þessu eru gerð betri skil hér – fleiri myndir og myndatextar – dáldið hægvirkt reyndar :
http://4xforum.co.za/cgi-bin/YaBB/YaBB. … 1126725233Arnór
31.10.2005 at 00:42 #530268Manni bregður nú aðeins fyrst þegar komið er inn fyrir Uxahryggjarafleggjarann, því þar er bara búið að ryðja !?!? en það nær nú bara að línuveginum – væntanlega fyrir Slóvakana sem eru að vinna þarna ennþá við nýju Búrfellslínuna – aumingja kallarnir í þessum kulda, -10 í dag – við sáum þá selflutta í hrönnum þarna uppeftir á einhvjerjum mjög gömlum flottum 3 hásinga austurevrópskum hertrukk úr seinna stríði – held ég hafi bara séð svona í bíómynunum – gleymdi myndavélinni – sorrý.
En það sem ég ætlaði að segja var að Kaldidalsvegurinn er nokkurn veginn sléttfullur af vel pökkuðum og hundleiðinlegum snjó sem þarf að hafa töluvert fyrir. Fínt til að leika sér í ef maður er orðinn þokkalega snjósoltinn
26.10.2005 at 00:59 #529950Það er reyndar til allavega einn annar á landinu – en hann er reyndar óbreyttur – og mér heyrðist á eigandanum að það stæði ekki til nein 38" breyting á næstunni.
Þessi bíll var með okkur Gundi í Gæsavatnaferðinni fyrr í haust. Eigandinn heitir Einar, man ekki hvers son, en hann er held ég formaður Tæknifræðingafélagsins.
Það er mynd af bílnum t.d. í myndaalbúminu hjá gundi, t.d. [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/?file=ferdamyndir/3801/25179:3muo8q7b]hér[/url:3muo8q7b] og [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/?file=ferdamyndir/3801/25186:3muo8q7b]hér[/url:3muo8q7b]
15.10.2005 at 23:31 #529400Er það kannski vitleysa í mér – eða er ekki eytt orðið meiri tími í veðurfréttirnar í 10-fréttunum en 7-fréttunum?
Mig minnir að ég hafi séð hreyfimyndirnar sem Freysi var að auglýsa eftir á þeim tíma ?……Ákvað að skoða þetta nánar meðan ég var að skrifa þetta og sé að það er eytt ca. 1 mín. í veður í 7-fréttum, en um 3 – 3,5 mínútum, með hreyfimyndum og lengri framtíðarspá í 10-fréttum.
En til að svara upphaflegu spurningunni hjá eik, þá finnst mér í sjálfu sér ekki mikill munur á þessu frá því sem var, þ.e. ef maður miðar við 10 fréttirnar.
En ég er sammála því að ef þetta skitpir mann máli, þá kíkir maður á netið – og svo ignorar maður það venjulega – það er þá helst til að vita ca. hverju maður á von á – en ekki til að maður breytir mikið plönum sem maður hafði
Arnór
12.10.2005 at 00:43 #529110…og reyndar [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=bilarogbreytingar/5664:34gr20a3]hérna[/url:34gr20a3] líka.
Á þessum þræði kemur fram að fyrsti gámur sé kominn til landsins og svo kemur líka fram verð o.fl.(…sko leitin á síðunni virkar fínt – ekki lengi að finna þessa þræði…. 😉 )
Arnór
12.10.2005 at 00:37 #529108[url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=bilarogbreytingar/33:1bbtp635]Hér[/url:1bbtp635]var tekinn snúningur á þessari umræðu nýlega.
02.10.2005 at 15:45 #196372Hvernig er það, er ekki örugglega fundur á mánudaginn 3 okt.?
Verðu hann þá á Loftleiðum eða í FÍ-húsinu.
Er einhver dagskrá (önnur en að ræða Fjárplógsstarfsemi 😉 )?Á gömlu síðunni var hlekkur þar sem maður gat séð hvað var næst á dagskrá – en ég sé ekkert slíkt á þessari nýju – nema reyndar dagatalið – og þar er ekkert sett á mánudaginn 3. okt. ?
Arnór
27.09.2005 at 01:36 #527502Ekki má nú gera of lítið of hlutverki Gunds í þessari ferð Hlynur – samskiptamálin voru t.d. alveg á hreinu hjá honum – bæði við norðan og sunnanmenn
En hann fer all frjálslega með staðreyndir blessaður – t.d. um hraðakstur á flæðunum – ekki sá ég hvor vann 44" kappaksturinn því ég skildi þá báða eftir í þvílíku snjóskýi að ég var mest hræddur um að þeir keyrðu á hvorn annan (reyndar er ég ekki viss um að neinn okkar hafi verið með á hreinu að þetta væri kappakstur – en það er nú allt annað mál 😉 )
En að öllu gamni slepptu vil ég að öllum öðrum ólöstuðum sérstaklega þakka Heiðari Jónssyni á 44" Patrol, sem leiddi hópinn og ruddi leiðina – alla leið – í mjög erfiðu færi.
Hann sýndi mikla fórnfýsi og munaði ekki um að taka hátt í 50 km rúnt af flæðunum og til baka upp á Dyngjuhálsinn upp við Kistufell til að aðstoða okkur Andrés eftir að við höfðum gefist upp við að tappa dekkið hans Andrésar.
Ekki veit ég hvort Heiðar sé 4×4 félagi, man ekki eftir að hafa séð nafnið hans hér – en finnst það mjög líklegt miðað við bílinn sem hann er á.Allavega – takk Heiðar, Gundur, og allir hinir, fyrir frábæra ferð – við Marta skemmtum okkur allavega konunglega.
Arnór
14.09.2005 at 20:04 #526668(nú er það bara heimtufrekjan sem gildir 😉 )
… fá val um fyrri og næstu mynd þegar verið er að skoða myndir í mynda-albúmi fyirr ofan myndina líka, ekki bara fyrir neðan.
Það er þessi texti sem ég er að tala um:
« Fyrri | Yfirlit | Næsta »Það þarf náttúrulega ekki að nefna að þetta var svona á gömlu síðunni og eykur þægindi sérstaklega ef myndin er full stór til að komast á skjáinn og ofangreint val lendir niðurfyrir á skjánum, þá þarf að fletta niður fyrst til að komast á næstu mynd – sérstaklega pirrandi þegar maður er á laptop með ‘touchpad’
Arnór
28.08.2005 at 23:42 #526018Týna menn sér ekki bara í myndasíðunni, og hafa engan tíma eftir til að skrifa ? 😉
Ég fer allavega iðulega hér inn með þann ásetning að skoða(og jafnvel skrifa á) spjallið, en dett ótrúlega oft inn í að skoða myndir eftir að hafa séð einhverja spennandi mynd undir "áhugaverðar myndir" hérna vinstra megin.
Arnór
10.08.2005 at 20:56 #525592Ég er sammála þessu og hef alltaf haft áhyggjur af þessum tölvuborðum sem ég verið að sjá hjá mönnum, hvernig þau geta farið með farþega ef eitthvað gerist.
Ég ákvað að prófa að kaupa lítinn 8" snertiskjá sem einhver benti á hér á vefnum fyrir nokkrum mánuðum.
Hann getur verið með 1024×768 upplausn, en 800×600 er ideal fyrir hann. 1024 upplausnin er ansi mikil, takkar (zoom in og out) og slíkt á skjánum verður ansi smátt, en þá fylgir með lítill penni sem hægt er að nota.Þessi skjár kostaði mig um 30þús kominn til landsins, ég keypti hann hér:
http://www.case-mod.com/store/lilliput- … d38b845d98Það er svo hægt að sjá í myndaalbúminu mín hvernig ég festi hann, en hann er alveg örugglega ekki fyrir neinum loftpúðum í svona útfærslu.
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file=breytingar/3754Ég hef prófað hann í ferðum í sumar, og það er reyndar veikur hlekkur í honum, í snúningshaus sem fylgir honum er heldur veikbyggður fyrir íslenskan hristing.
Ég geri mér þó von um að geta styrkt hann, en ef það gengur ekki, þarf ég bara að finna leið til að nýta lítinn RAM haus þarna.
Birtan af honum er alveg þokkaleg og það kom mér á óvart hvað ég sá vel á hann í sumarsólinni í gegnum sólgleraugun – þannig að hann ætti að verða fínn á veturna.P.S. ég er ekki að selja græjuna – þetta átti ekki að verða söluræða 😉
13.07.2005 at 17:35 #524878Vá – ég held ég hafi slegið Ofsa við í lengd á pósti – sorrý
13.07.2005 at 17:35 #524876Sammála því sem á undan er skrifað – það eru margar ósvaraðar spurningar í þessu – það væri áhugavert að vita hvort KEA – Andri Teitsson og félagar eigi einhver svör við öllum þeim spurningum sem hér eru komnar fram?
Mér heyrist annars að menn séu að spá í að sleppa við Bláfellshálsinn, þannig að það kostar nýja brú á Hvítá, væntanlega við Fremstaver, ef þeir ætla að nýta þann upphækkaða veg sem búið er að gera. Og svo þarf aðra nýja brú á Jökulfall/Jökulkvísl (sem farið er yfir á brú á leið í Kerlingafjöllin)
Ég held að það geti ekki komið til greina að bjóða ekki upp á valkost fyrir þá sem vilja ekki borga. Ath. að Vegagerðin kemur ekki nálægt þessu dæmi – þannig að mér finnst allar líkur á að Vegagerðin verði að halda við "gamla" veginum á sumrin, og ef eins og Ofsi segir að sá nýji krossi þann gamla, að þá er nú væntanlega frekar lítið mál að ryðja nýjan "gamlan" veg í einhvern spotta til hliðar við þann nýja – það er nú ekki flókin vegagerð þar á ferð.
Enn mér finnst áhugavert að vita hvernig þeir ætla að útfæra vegatollinn – hvernig ætla þeir að rukka mann, ef maður kemur t.d. af Haukadalsheiðinni, frá Svínárnesinu, Setrinu/Kerlingafjöllum eða einhverja af fjölmörgum öðrum hliðarleiðum sem hægt er að komast inn á Kjöl.
Einnig – ef það verður gamall vegur, verður þá ekki lítið mál að skipta yfir á gamla veginn stuttu áður en komið er að toll-skúr (það verða varla öfundsverðir vinnustaðir) ?En varðandi snjóalögin – verður nokkuð mikið meira mál að halda þessum vegi snjólausum en t.d. Hellisheiði, eða Öxnadalsheiði ef hann er rétt hannaður og nógu hár yfir landslaginu ? Sjáið t.d. Kvíslaveituveginn – það þyrfti ekki miklar hönnunarbreytingar á honum til að hann væri meira eða minna snjólaus við flestar aðstæður ?
Reyndar gæti svo umhverfismat komið í veg fyrir að þeir fái að hækka veginn nógu mikið upp yfir landslagið.En öryggismálin held ég að verði seint leyst almennilega – þessi vegur fer mest upp í tæpa 700 metra hæð og er yfir 600 metra frá Innri-Skúta og norður fyrir Hveravelli (ca. 30-35 km kafli)
Vegurinn liggur svo í gegnum tvö gjörólík veðursvæði, þannig að gott veður fyrir sunnan getur auðveldlega þýtt snarbrjálað fyrir norðan og öfugt.
Það eru um 60-70 km frá Bláfelli norður á Hveravelli – punktar sem væri hugsanlegt að hafa tékk-punkta (og skjól) á – þarna á milli er sem sagt hátt í klst. akstur – hvað er veðrið fljótt að breytast í þessari hæð á þeim tíma ? Þannig að þó þeir loki veginum á þessum punktum – þá geta margir verið orðnir innilokaðir þarna á milli í millitíðinni. Hvernig komast þá björgunarmenn á svæðið – þarf kannski að hafa snjóbíla tiltæka báðu megin við ?Og hversu tilbúnir verða t.d. flutningabílarnir að taka þá áhættu að vegurinn lokist með stuttum fyrirvara, þannig að þeir þurfa að fara aftur langleiðina til Rvk. til að komast gömlu leiðina norður – það gæti orðið kostnaðarsamt.
Ég get ekki ímyndað mér annað en að svona vegur yrði lokaður ca. 30-40% tímans yfir háveturinn (4-5 mánuðir)Ég er í sjálfu sér ekkert ósáttur við það, þannig lagað, að fá svona veg þarna yfir – það stækkar bara svæðið sem maður getur farið t.d. í dagstúra frá Rvk. og styttir t.d. leiðinlegasta kaflann á leið í Setrið – en ég held því miður að þetta sé alls ekki raunhæft – nema veðrið fari þá að breytast ennþá meira til hins betra (sem ég myndi reyndar kalla verra )
…"Nei, ég var bara svona að spöggúlera"….
Arnór
10.07.2005 at 21:32 #524744Helgi, ekki gleyma að reikna dæmið til enda.
Þetta hefur verið rætt hér margoft, en ég er ekki viss um að menn geri sér grein fyrir hvað þetta munar litlu fyrir flesta "venjulega" jeppaeigendur (þá á ég við bíla sem eyða innan við 20 á hundraði og eru keyrðir vel innan við 20þús á ári.)Það eru til ágætis Excel-skjöl til að reikna muninn fyrir og eftir (ég get sent þér eitt slíkt ef þú vilt), og sem dæmi með 2,4 hilux sem eyðir skv. minni reynslu ekki minna en 17 l/100km. Gerum ráð fyrir að þú keyrir 15þús á ári – þá er rekstrarmunurinn á ári heilar 28þús. kr.
En það skal svo alveg viðurkennt að ef þú keyrir mikið, þá fer að muna meiru, t.d. fyrir 25þús km á ári, munar 75 þús kr. á ári.
Þannig að ég held að það sé töluvert ofsagt að það sé búið að gera alla díselbíla, eða alla hiluxa verðlausa – það er ekki rétt, nema þú keyrir þeim mun meira?
Arnór
19.06.2005 at 01:04 #524010Enn er komið nýtt kort – ég átta mig ekki alveg á hvað er komið nýtt frá því síðast – nema jú það er búið að opna nyrðra Fjallabak, ásamt Dómadalnum. Jú svo er búið að opna nær allt austurhálendið austan Jökulsár á Fjöllum, þ.m.t. Herðurbreiðalindir og Öskju.
Enn er ekki búið að opna línuveginn frá Kaldadal yfir á Haukadalsheiði.
Það finnst mér óskiljanlegt, því ég fór þennan veg í dag laugardag og hann er eins og hann verður bestur.
Það er búið að endurgera hann, bera í efni, brúa læki, taka af beygjur o.s.frv. af Haukadalsheiðinni og ca. 3 km vestur fyrir Mosaskarðið.
Að vestan er svo búið að gera það sama austur að Tjaldafelli. Þannig að það er bara kaflinn fyrir norðan Hlöðufell sem er óuppgerður, en sá kafli er samt í góðu ástandi.
Það er einnig athyglisvert að það er bara lokunarskilti að austan – uppi á miðri Haukadalsheiði, en ekkert að vestan, sem ég sá allavega ?Arnór
15.06.2005 at 23:15 #524114Gunnlaugur spyr um vaðið á Stóru-Laxá.
Ég hef reyndar bara einu sinni farið þessa leið, og þaðvar núna í vor, og þekki þessa leið því ekkert allt of vel.
Mér skilst að það hafi verið 3 vöð á Stóru-Laxánni sem þurfti að fara yfir, og þau tvö vestari hafi verið erfiðari.
En nú er búið að breyta veginum þannig að tvö vestari vöðin klippast í burtu, vegurinn liggur norðan við bugðuna á ánni þar sem þurfti að fara yfir hana tvisvar.
Það er reyndar eitt vað eftir, það austasta, en það var allavega ekkert vandamál núna í vor, en það var reyndar frekar kalt þá ennþá.
Arnór
15.06.2005 at 00:33 #524100Ég var þarna á ferð fyrir 2 eða 3 vikum, við vorum á 2 38" bílum. Ég man ekki eftir neinum vandræðum sem ættu að valda óbreyttum bílum vandræðum, fyrir utan nokkra snjó-skafla sem er örugglega bráðnaður núna.
Það er bara búið að laga hluta vegarins, en þeir eru örugglega að vinna í því núna.En það verður að viðurkennast að eftir að keyra í 6-7 ár á 38" breyttum bíl, þá verður maður dáldið ónæmur fyrir aðstæðum fyrir minni bíla og það má vel vera að þarna hafi verið eitthvað sem gæti valdið óbreyttum bíl vandræðum – en ég held samt ekki.
Það er helst Fossáin sem er dáldið stórkallaleg, en ætti samt ekki að vera vandamál – ath. þó að hún er óstikuð, og verður það í sumar eftir þeim upplýsingum sem ég hef. Þannig að það er betra að þekkja vaðið.
Í stórum dráttum ef þú kemur að vestan Gullfoss-megin frá, þá er farið nokkurn vegin beint yfir, aðeins uppá við til að byrja með, en alls ekki upp fyrir áberandi stein (sem er reyndar ekki mjög stór) sem á að standa uppúr, ofan við vaðið. Þegar þú ert kominn ca. 70-80% leiðarinnar þvert yfir beygir þú til hægri niður með bakkanum austan megin, og að slóðanum þar.
Það má gjarnan einhver leiðrétta mig ef þeir telja þetta ranga lýsingu – en þessi leið virkaði allavega fyrir okkur þarna fyrir 2-3 vikum.Arnór
12.06.2005 at 22:19 #196031Fannst þetta frekar fyndin frétt – snjórin bráðnaði undan bílnum
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1143342
Tékkneskt par festi bíl sinn í snjóskafli á Sprengisandi í gærkvöldi. Yfirgáfu þau bílinn og gengu þau tæpa 60 kílómetra eftir hjálp í Hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum. Þegar parið sneri aftur að bílnum 20 klukkustundum síðar ásamt aðstoðarmönnum frá Hrauneyjum var snjórinn bráðnaður.
Samkvæmt fréttum Ríkisútvarpsins kvartaði fólkið undan því að engin skilti bentu til þess að vegurinn væri lokaður.
Þegar komið var að bílnum var lítið annað að gera en að setjast inn í bílinn, ræsa hann og aka á braut.
12.06.2005 at 02:34 #523998Það er athyglisvert á þessu korti að línuvegurinn frá Kaldadal niður í Haukadal er sögð lokuð.
Ég var upp á Kaldadal í dag, laugardag, og þar voru engin skilti sem sögðu línuveginn lokaðan, en í staðinn sá ég að það er búið að laga hann heilmikið, bera í hann og byggja upp
Eða var þetta kannski gert síðasta haust ?Ég fór nú reyndar ekki langt inn á hann en áhugavert væri að vita hvað þessi uppbygging nær langt ? Ég fæ ekki betur séð en verið sé að undirbúa nýja rafmagnslínu þarna ?
Því sama tók ég eftir á línuveginum ofan við Háafoss við Þjórsárdal. Þar er verið að bæta veginn heilmikið, og t.d. er búið að klippa tvö vestustu vöðin af Stóru-Laxánni og leggja þar nýjan veg, sem er nú eiginlega synd?
Þetta er væntanlega sama rafmagnslínan, væntanlega niður í Norðurál – en frá hvaða virkjun ? stækkaðri Búrfellsvirkjun, eða nýju Búðarhálsvirkjuninni ?Ég nýtti mér hins vegar þann snjó sem enn er eftir og fór upp á OK í dag, það er ótrúlega mikill snjór þar uppi ennþá – þó reyndar sé að verða tæpt að komast af veginum (við Beinakerlingu) og upp í brekkurnar, en það gæti sloppið til í ca. viku í viðbót.
Það sama sýndist mér að gæti átt við um Skjaldbreiðina norðanfrá, af línuveginum, hún er mjög hvít þar ennþá og ef maður kemmst í snjóinn á annað borð, ætti að vera mjög greið leið þar upp? Hefur einhver prófað það nýlega ?
Arnór
09.06.2005 at 01:02 #523964Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki hvers vegna menn hrekjast svona frá vefnum – ég er voða hræddur um að mikið af því sé hype – einhver heyrir að þetta sé svo vont, nennir ekki að reyna og heldur áfram að breiða út neikvæðu röddina sem hann heyrði.
Nú er ég ekki að ásaka neinn, og þá á enginn að taka þetta persónulega – þetta vill jafnvel gerast óafvitandi.
Ég hef allavega ekki þessa upplifun sem margir hafa hér, og hef lítið lent í vandræðum, og finnst mjög margt miklu betra en á gamla vefnum….en það hefur vissulega tekið of langan tíma – allllllt of langan tíma.
En – það má alltaf snurfusa, og ég vil taka undir með Vals með flettihnappana í myndaalbúminu – ég vil geta haldið músinni fastri og smellt á milli mynda, en ekki að þurfa að eltast við ‘áfram’-linkinn, jafnvel niðurfyrir það sem er sjáanlegt á skjánum.
Og þetta með login-tíman er líka leiðingjarnt vandamál – en það var reyndar til staðar á gamla vefnum líka – ég var allavega búinn að læra vel á Ctrl-A og Ctrl-C rútínuna áður en ég sendi frá mér texta í spjallið.
Arnór
-
AuthorReplies