Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.11.2007 at 17:27 #603070
Ja hérna, skv. Teknikens Värld sem vísað var í hér áður, þá eru Toyota búnir að kippa þessum bíl úr sölu í Evrópu útaf þessu testi !!!
En þeir segja að hann sé alveg nógu öruggur á 15" dekkjum og halda áfram að selja þá !?
[url=http://www.teknikensvarld.se/nyheter/071112-toyota-hilux-valta/index.xml:1ybqzxq0][b:1ybqzxq0]Sjá hér[/b:1ybqzxq0][/url:1ybqzxq0]Það kemur líka fram í leiðara þessa blaðs að þeir testuðu Hilux líka 1999 og fengu þá sömu niðurstöðu, en það var ekki vandamál þá því hilux var ekki gerður út sem fjölskyldubíll eins og hann er núna.
Þeir gera testin með það sem viðmið að þetta sé eins og hver annar fjölskyldubíll.Ég held að Toyota verði að gera upp við sig hvort þetta á að vera – vinnubíll eins og hingað til, eða fjölskyldubíll. Sennilega væri bara best að þeir byggju til tvær línur af pikkupum, eina sem vinnubíll og aðra sem fjölskyldubíll, þá gætu þeir sleppt öllu aukadraslinu sem gerir hann of dýran, og þá væri þetta kannski nothæft sem jeppi til breytinga áfram?
17.10.2007 at 02:36 #600146Sælir,
það voru tveir staðir á gamla vef veðurstofunar sem hafði vísbendingar um hvar væri helst snjó að finna. Ég hef ekki fundið þessar síður aftur á nýja vefnum, en sá gamli er til ennþá.
Hér er kort sem sýnir [url=http://andvari.vedur.is/athuganir/urkoma/snj0.html?:10qu9h48][b:10qu9h48]snjódýpt á öllu landinu[/b:10qu9h48][/url:10qu9h48][url=http://andvari.vedur.is/athuganir/sjalfvirkar/snjodypt/:10qu9h48][b:10qu9h48]Hér eru svo gröf [/b:10qu9h48][/url:10qu9h48] sem sýna snjódýpt á sjálfvirkum stöðvum hér og þar um landið.
Arnór
20.06.2007 at 19:09 #592678Svona var umhorfs á Mælifellssandinum um Hvítasunnuna.
Í kringum árnar sá maður líka vel að það var 1-2 metra snjódýpt þarna á þessum tíma.
Við fórum þarna yfir Mýrdalsjökulinn og vorum í Strút í tvær nætur um Hvítasunnuna í frábæru veðri.
Þrátt fyrir töluverðan hita og mjö þungan nýlega fallin snjó var lítill sem enginn krapi á þessu svæði – það kom okkur nokkuð á óvart.
[img:3tcpb22f]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/4796/43557.jpg[/img:3tcpb22f][img:3tcpb22f]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/4796/43558.jpg[/img:3tcpb22f]
08.05.2007 at 01:27 #590554Ok – ef þetta er CDMA 450 – var það ekki Síminn sem var að boða það á sínum tíma að byggja það upp ?
Af hverju sækja þeir ekki um þessa tíðni þá ?
Og hverjir eru Nordisk Mobil ehf ??
Fyrirtækjaskrá(skra.is) segir þá vera stofnaða 2006 og eru með heimilisfang á Stórhöfða 23.Ef flett er upp á Stórhöfða 23 í símaskránni, þá kemur bara upp Deloitte hf.
Er þetta bara skúffufyrirtæki og hver er þá á bak við það ?…ég held við verðum að fá einkaspæjara í þetta mál
07.05.2007 at 12:50 #590544Nei, er ekki bara verið að bjóða í að starfrækja kerfi á þessu tíðnisviði. Það þarf ekki að hafa neitt með NMT að gera.
Það þætti mér allavega mjög ótrúlegt.En ætlaði Síminn ekki að byggja upp kerfi á þessu tíðnisviði í stað NMT eða var það á annari tíðni ?
26.03.2007 at 14:54 #586120Að sjálfsögðu ömurlegt að lenda í svona, en miðað við að þetta hafi gerst á laugardag skv. því sem kemur fram hér að ofan, þá verður eftirfarandi frétt á MBL að teljast nokkuð athyglisverð – nema annar bíll hafi farið niður ??
Þetta hljómar eins og björgunaraðgerðir á mönnunum standi bara yfir núna – ég vona að þeir séu ekki búnir að vera uppá þaki síðan á laugardag
[url=http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1261221:2rfzlev2][b:2rfzlev2]Fréttin : [/b:2rfzlev2][/url:2rfzlev2]
Innlent | mbl.is | 26.3.2007 | 14:21
Bíll sökk í krapa á Gjábakkavegi
Útkall barst [b:2rfzlev2]í dag[/b:2rfzlev2] til björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar vegna tveggja manna, sem björguðu sér á þak bíls þegar hann sökk í krapa á Gjábakkavegi milli Þingvalla og Laugarvatns.Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu eru sérhæfðir bátabjörgunarmenn björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni komnir á staðinn og eru að hefja björgunaraðgerðir. Aðstæður til björgunar eru nokkuð erfiðar en veður er gott á staðnum og talið að mönnunum tveimur sé enginn hætta búin.
16.03.2007 at 15:58 #584740Ég get skrifað uppá nokkurnvegin allt sem Bjarni telur upp hér að ofan eftir að ég fór með jeppan minn til Jobba fyrir nokkrum mánuðum.
Ég reyndar náði í bílin í myrkri og sá þetta því ekki fyrr en dagin eftir, en ákvað því miður að fara ekki að kvarta heldur fara bara eitthvað annað næst.
Ég sé nú eftir því að hafa ekki kvartað, því mig grunar að Jobbi sjálfur sé áfram um að hafa þetta vel gert, en að þetta sé orðið of stórt hjá honum til að hann geti haft eftirlit með öllu sjálfur – þannig að hann vill nú sennilega vita af svona……Nú veit ég ekki hvort Bjarni er að tala um Jobba, en Jobbi á það einmitt til að setja límmiða í glugga.
Arnór
18.02.2007 at 00:33 #579100Jú Ofsi – ég hef allavega ekki mikið heyrt um venjulega skíðamennsku í Kerlingarfjöllum síðastliðin ár, meira um gönguferðir á broddum.
Svona var umhorfs á skíðasvæðinu fyrrverandi þann 2. ágúst 2004 – ekkert nema klaki.
[img:1hfytiej]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/4796/39909.jpg[/img:1hfytiej]Aðeins neðan við þessa mynd þar sem neðri endinn á lyftunni var oft hérna í þá gömlu góðu daga, þá var svona umhorfs – risastór svelgur.
[img:1hfytiej]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/4796/39910.jpg[/img:1hfytiej]
10.02.2007 at 17:45 #579916Tryggvi, þú spurðir um reglurnar sem segja til um þetta.
Ég fór inn á vef umferðarstofu [url=http://www.umferdarstofa.is/id/1074:2056ejib][b:2056ejib]hér[/b:2056ejib][/url:2056ejib]Þar er skjal sem heitir ‘Reglur um tengingu og drátt ökutækja nr. 394/1992’ – beinn linkur á það er [url=http://www.umferdarstofa.is/scripts/WebObjects.dll/US.woa/swdocument/846/Reglur+um+tengingu+og+drátt+ökutækja+nr.+394_1992.pdf][b:2056ejib] hér[/b:2056ejib][/url] .
Þetta er frá 1992, þannig að ekki er þetta alveg nýtt – merkilegt að hafa ekki heyrt um þetta fyrr.
Ég tók reyndar bílprófið fyrir 1992, en tók svo meiraprófið fyrir nokkrum árum og man ekki til að þetta hafi verið nefnt þar.Arnór
09.02.2007 at 17:02 #199632Mig rak í rogastans þegar ég sá neiðangreinda frétt á Vísi.
Skv. henni er hámarkshraði þegar bíll er dregin með tógi 30 km/klst. !!!!!! alveg sama hver hámarkshraðinn er annars á viðkomandi vegi.Ég stóð í þeirri meiningu að það ætti við sama um hámarkshraða eins og þegar maður hefur kerru í togi.
Ég hafði ekki heyrt af þessu áður og finnst þetta ótrúlegt og eins gott að endurskoða það að draga bilaða bíla í bæinn af fjöllum ef þetta er raunin.
Það tæki mann 5 tíma að draga bíl úr Hrauneyjum í bæinn !?!?!?
Stöðvaður á 105 km með annan í togi
Lögreglan á Akranesi stöðvaði bifreið í dag á Vesturlandsvegi á 105 km hraða. Ökumaðurinn dró aðra bifreið með taug og gildir 30 km hámarkshraði við þær aðstæður. Í reglugerð um tengingu og drátt ökutækja segir að sé bifreið dregin með viðurkenndum björgunarbúnaði megi ekki aka hraðar en 50km/klst, en ef dregið er með taug er hámarkshraði 30 km/klst.Ökumaður dráttarbifreiðarinnar var sviptur ökuleyfi á staðnum.
09.02.2007 at 12:58 #579860Á heimasíðunni hjá þeim er að finna [url=http://www.nordurvegur.is/static/NV%20steinn%20uppr.%20kort.ppt:2q574lka][b:2q574lka]powerpoint-skjal[/b:2q574lka][/url:2q574lka] sem sýnir nokkuð nákvæmlega hvar þeir ætla að leggja nýja veginn.
Skv. því, þá liggur nýji vegurinn ekki að nokkru leiti á sama stað og gamli vegurinn, en krossar hann hins vegar tvisvar sinnum, fyrst sunnan við innri-Skúta og svo hins vegar nálægt Hveravöllum, við Rjúpnafell.
Miðað við þetta ætti ekki að vera mikið mál fyrir þá að setja gamla vegin í brú/rör undir þann nýja og halda þannig gamla veginum óbreyttum fyrir þá sem það vilja.
En ekki skil ég hvernig þeir ætla að fara að því að koma í veg fyrir að menn "svindli" sér inná nýja vegin við þessar krossanir, eða í gegnum einhvern af þeim þvervegum sem hljóta að koma inn á hann á leiðinni?
Reyndar eru þvervegirnir kannski ekki svo margir ef maður skoðar þetta nánar. Kerlingarfjöll og Hveravellir eru augljósir staðir, en þurfa sennilega ekki að vera svo margir fleiri.
Þeir fara austur fyrir Bláfellið yfir Hvítá, og þar gæti komið til greina þvervegur í Svínárnes – en ekkert víst. Svo er spurning með Árbúðir og Hvítárnes, en sennilega yrði gamli vegurinn látinn duga til að komast þangað ?Bara svona pælingar – ég hef satt að segja mestar áhyggjur af því að hafa ekki valkostinn – að geta farið Kjöl á þokkalegum vegi eins og í dag, án þess að borga ef ég vill. En þá er spurning hvort Vegagerðin myndi halda honum við?
Arnór
07.02.2007 at 00:43 #579166Jú Atli, ég get ekki annað en orðið við svona áskorun.
Hér eru nokkrar [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=ferdamyndir/5202:6vp2icpf][b:6vp2icpf]myndir[/b:6vp2icpf][/url:6vp2icpf]
Arnór
10.01.2007 at 01:15 #573902Nei, nú er ég ekki alveg sammála þér AgnarBen.
Slysagögnin voru frá ’91-’00 ef ég man rétt.En könnunin með breyttu jeppana, þ.e.a.s. um hvað þeir séu mikið keyrði o.s.frv. var gerð 2001.
Eða er ég kannski líka að bulla???….að muna tölur eru svo sem ekki mín sterka hlið, en ég held að það hafi örugglega ekki verið nein gögn eldri en ’91.
09.01.2007 at 13:06 #573890Það vakti athygli mína að þarna sat Runólfur frá FÍB og spurði spurninga sem átti greinilega að draga fram neikvæða hluti um breytta bíla.
Þetta sjónarmið hefur svo sem komið fram hjá honum áður en merkilegt samt að sjá þetta svona – spurningavalið var svo áberandi.
Það snérist t.d. um hvort breyttir væru ekki valtari, og hvort ekki væri erfiðara að sjá gangandi og hjólandi úr breyttum bílum – hvorutveggja var þó sem betur fer hrakið, bæði af fyrirlesara og með ágætu innleggi Freysa.
03.01.2007 at 01:36 #573220Ég keypti 8" snertiskjá í gegnum ShopUSA sem kostaði á sínum tíma um 30þús hingað komin, en er núna sýnist mér um 36þús þar ($310).
Hann fæst t.d. [url=http://www.case-mod.com/store/lilliput-809gl80npct-lcd-touch-screen-vga-monitor-black-p-1627.html?osCsid=bb0a262b711d7e576cbbb8d38b845d98:30lxvzg7][b:30lxvzg7]hér :[/b:30lxvzg7][/url:30lxvzg7]
Það er fín upplausn 1024×768 og birtan er bara alveg fín fyrir peninginn. Það hafa snertiskjá tekur náttúrulega í burt þörfina á mús og lyklaborði – það fylgir með hugbúnaður til að leysa lyklaborðs-vandann á snertiskjánum. Ég er svo bara með ferðatölvuna tengda við þetta, lokaða ofaní skúffu undir farþegasætiinu í LC90.Það eru myndir og skýringar á því hvernig hann er settur í hjá mér [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=breytingar/3754:30lxvzg7][b:30lxvzg7]hér :[/b:30lxvzg7][/url:30lxvzg7]
Reyndar verður að taka fram að festingin á honum er ekki alveg nógu góð – það er plast-snúnings-haus sem þoldi ekki átökin hjá mér og brotnaði – en ég er að vinna í að mixa mér betri haus. Festingin á skjánum sjálfum virðist vera í lagi.
Það var umræða um þetta áður t.d. [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=bilarogbreytingar/5434&calendar=2006-12:30lxvzg7][b:30lxvzg7]hér :[/b:30lxvzg7][/url:30lxvzg7]
23.10.2006 at 14:47 #564910Ég setti minn á vigtina við Hvalfjarðargöngin.
Sat einn í bílnum með fulla tanka (tvo=ca. 170 lítrar) + spil og slatti af útilegudrasli í skottinu.
Svona vóg hann nákvæmlega 2400 kg.En það sem mér fannst skemmtilegast að sjá að þyngdardreifingin var algerlega jöfn, 1200 að framan og 1200 að aftan.
Mér fannst hins vegar samanburðurinn við gamla Hilux DC-inn minn ekki jafn skemmtilegur, hann var rúmlega 1900 einhverntíman þegar ég setti hann á viktina….það útskýrir ýmislegt
20.10.2006 at 00:32 #564426Ég tók afturskaftið undan síðasta vetur uppi á miðjum Vatnajökli eftir að aftudrifið fór.
Er reyndar með Algrips-læsingu að framan, en ég gat keyrt nokkurn vegin hjálparlaust í bæinn án vandræða (fyrir utan í einum ál Tungnár þar sem ég festi mig á tvítugu dýpi í holu í klaka).
Sjálfsagt má deila um hollustu þess fyrir framdrifið, en það þoldið það
10.10.2006 at 09:25 #562824[url=http://www.pbase.com/arnora/image/11383379:2dk2mrki][b:2dk2mrki]Hér [/b:2dk2mrki][/url:2dk2mrki] er mynd af veðurstöðinni við Setrið.
Snjódýptarmælirinn er þrífóturinn hægra megin, næst Patrolnum.Ég tók þessa mynd svona víða eiginlega til að sýna hversu villandi þessi mælir getur verið í réttri(rangri) vindátt.
Það sést vel þarna hvað skúrinn getur myndað fína skafla í "kjölfarinu" á sér ef rétt vindátt er.
Í þessu tilfelli sýnir mælirinn sennilega 20-30 sm meiri dýpt en "rétt" væri.Arnór
06.10.2006 at 10:40 #198673Það er fréttatilkynning á mbl.is í dag um það að ÍSALP hefur ályktað gegn Kárahnjúkavirkjun.
Mér finnst þetta athyglisvert í ljósi þess að það hefur nokkrum sinnum farið fram hér umræða um hvort 4×4 eigi að taka afstöðu í þessu máli.
Hvað ætli Ísalp noti sem rök fyrir því að taka svona afstöðu, og hvernig eru þau frábrugðin okkar rökum?
Ég er persónulega á móti því að klúbburinn taki afstöðu í þessu máli, því skoðanir klúbbfélaga á þessu máli eru margar og misjafnar, auk þess sem það samræmist varla markmiðum klúbbsins að taka slíka aftöðu.
Mér fannst þetta allavega athyglisvert.
Hér er svo þessi frétt á mbl.is.Arnór
05.10.2006 at 14:07 #562064Hér er fréttin úr Blaðinu í dag:
[img:2vzuz0hz]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/4796/34450.jpg[/img:2vzuz0hz]
-
AuthorReplies