You are here: Home / Arnór Árnason
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Fyllilega sammála því – frábært framtak, það er gott að hafa eitthvað að gera (les. svekkja sig á einhverju) þegar maður þarf að sitja heima á svona helgi og geta ekki farið lengra en upp á Úlfarsfell :-((( – þó það hafi svo sem tekið aðeins á 😉
Sammála Jóni.
Einnig þegar kynntar eru svona mælingar, verður að fylgja með t.d. hvenær þær eru gerðar. Var segullinn hugsanlega settur í að vori, og er þá hugsanlega verið að bera saman sumar- og vetrar- eyðslu ??? sem allir vita að er ekki sambærilegt.
Hvernig stendur á að enginn getur sýnt fram á áræðanlegar prófananiðurstöður af þessu tæki ?? En hentugt að mengunarmælingarnar glötuðust ?!?!
Fæst þetta hjá Costgo 😉
Sælir,
þegar þið talið um 6-7 pund, þá eruð þið væntanlega að tala um psi(pounds per square inch) er það ekki?
Ég er með 2.4 lítra dísel-vél í D/C ’93 og það var túrbína og intercooler í honum þegar ég fékk hann svo ég þekki ekki hvaða gerðar túrbínan er og hef lítið spáð í það.
Ég er hins vegar með boost-mæli sem mælir í börum, og hann boostar yfirleitt hjá mér mest upp í 1 bar.
Skv. "conversion" síðum á netinu, samsvarar þetta 14.5 psi!!!
Er einhver sem getur staðfest þessar reiknikúnstir ?? og ef svo, væri þá ekki ráðlegt hjá mér að fara og láta skrúfa aðeins niður í túrbínunni??
Kv.
Arnór
Ég hef hvergi séð tölur um hve margir komu raunverulega á sýninguna – eru þær tölur tiltækar ??
Er Tetra-kerfið ekkert sem er raunhæft í þessari umræðu ??
Ég er nú svo vitlaus að vera frekar nýjungagjarn og ég féll fyrir söluræðunni á þessu, en ég á reyndar eftir að heyra ‘raunverulegur’ sögur af því – þ.e. ef einhver hefur eitthvað prófað þetta af viti.
Tetra stöðvar eru vissulega dýrar (ca. helmingi dýrari en VHF held ég), en það á nú væntanlega eftir að breytast fljótlega ef notkun eykst.