Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.02.2003 at 21:56 #469416
Mér finnst vera komin það mikil hefð á þessa nafngift að það sé lítið við því að segja, þó vissulega sé hún röng – það eru allir sammála um það.
Þetta er hins vegar orðið það þekkt nafn og það vita allir um hvað er verið að tala, þannig að það veldur ekki neinum misskilningi. Það fer hvort eð er enginn upp á Lyngdalsheiðina sjálfa – þangað er enginn vegur svo ég viti til?
Þetta eru álíka hártogun eins og að segja að nafn skálans okkar Setur sé rangt, því fjallið Setur er 5 km. sunnan við skálann sjálfan (sem er álíka fjarlægð og frá toppi Lyngdalsheiðar að veginum) – hann ætti frekar að heita Kisubotnaskáli eða Blautukvíslarskáli enda eru þessi örnefni nær skálanum sjálfum !?!
Annað dæmi er að við erum alltaf að fara upp í Grímsvötn, þó svo við séum bara að fara upp á Svíahnúk eystri í skálann þar, en förum ekki endilega í Grímsvötnin sjálf !?Ég veit að þetta eru hártoganir, en það finnst mér þetta með Lyngdalsheiðarnafnið vera líka.
kv.
Arnór
21.02.2003 at 21:06 #469020Kíktu ofaní forðabúrið og ath. hvort það sé nokkuð rusl í síunni – það er það eina sem mér dettur í hug.
Ég lét nýlega setja stýristjakk í DC-inn hjá mér og þá komu svipuð einkenni fram og það versnaði þegar hann hitnaði(vökvin þynnist).
Það voru tvær ástæður fyrir því – annars vegar var forðabúrið hreinlega of lítið og hins vegar voru inn og úttakið of nálægt hvoru öðru, og svo sían fyrir, sem olli því að eftir að tjakkurinn kom, þá var það hratt gegnumstreymi á vökvanum að það myndaðist einhvers konar hvirfill í forðabúrinu sem olli því að hann saup endalaust loft inn á kerfið. Þetta lagaðist við að stækka forðabúrið og færa þá um leið inn og úttak fjær hvoru öðru.
Veit svo sem ekki hvort þetta er viðeigandi hjá þér – en segir nokkuð um virknina á þessu dóti.
11.02.2003 at 20:13 #468208Hvaða voðalegur þorsti og óþolinmæði er þetta í sögur – komast menn ekkert á fjöll hérna – á bara
að upplifa þetta í gegnum aðra ??
Allavega, við lögðum af stað fjórir á þremur bílum (góð nýting það), Fastur með föður sínum, Helgi Viðar og Arnór, tveir DC og Fastur á Wrangler, allir á 38".
Stefnan var að leggja af stað um 6 leitið á föstudegi og var stefnan tekin á Hveravelli, við enduðum á að komast af stað úr bænum um hálf níu, fórum Lyngdalsheiðina og að Gullfoss þar sem hleypt var strax í 8 pundin. Þar fór að snjóa all hressilega, þannig að útsýnið var eins og í góðri
Star Trek mynd á warp 10. Það voru nokkuð greinileg för sem fylgdum í blindni og uppgvötuðum skyndilega að við vorum komnir inn á Fremstavers-krókinn, við ákváðum þó að fylgja frekar förunum heldur en að reyna að leita að veginum sem var ekkert augljós alls staðar. Förin fóru þó út af
þessari slóð fljótlega og komu inn á Kjalveg á brúninni ofan við gilið við brúnna á Grjótá. Á leiðinni upp á Bláfellsháls yfirgáfu þessir ágætu menn veginn aftur og við fylgdum þeim í blindni – ákváðum að annað hvort leiddu þau okkur á réttan stað eða við fyndum hóp af mönnum einhversstaðar í mestu vandræðum. Sem betur fer var hið fyrra rétt og við komum allt í einu að Beinakerlingunni efst á Bláfellshálsinum – ofanfrá !!! Þvílíkt bull.
Eftir þetta var þó veginum fylgt nokkuð vel, en þetta gekk hægt aðallega vegna slæms skyggnis. Um rúmlega 2 vorum við komnir að Kerlingarfjallafleggjaranum og tókum við þá ákvörðun að gista frekar þar og fórna lauginni á Hveravöllum, því það var orðið ljóst að færið var þungt og ferðin yfir í Setur gæti orðið erfið dagin eftir – einnig var spáin þannig að það ætti að hvessa seinni partinn á
laugardaginn.
Það voru engin för á veginum inn í Kerlingarfjöll og skyggnið slæmt, við þvældumst þetta þó einhvern vegin áfram eftir GPS-inu og hittum sem betur fer framhjá Gígjarfossinum og á brúnna yfir Jökulfallið. Það tók okkur rúma tvo tíma að læðast þetta. Við gistum í gamla ferðafélagsskálanum sem er nú ekki sá vistlegasti – en það er allavega skjól.
Ég hugsaði mér nú reyndar gott til glóðarinnar þegar ég sá að aðalhurðin inn í stóra Kerlingarfjallaskálann var opin, ég hafði mikið fyrir því að moka frá henni, opna hana og hrynja yfir timbrið í stiganum niður, bara til að komast að því að það er búið að steypa snyrtilega algjörlega fyrir þennan inngang í kjallaran
Um 11 á laugardeginum lögðum við af stað yfir í Setur og er það einhvert það þyngsta og erfiðasta færi sem ég hef lent í – kanski fyrir utan 4 ferða helgin yfir Langjökul í fyrra – við vorum eina 8-9 tíma að komast þarna yfir. Til að byrja með gekk á með dimmum éljum, en sem betur fer stóðu stikurnar víða upp úr, þannig að við gátum notað þær, seinna um dagin skánaði veðrið svo heldur og var mjög fallegt á köflum. Brekkurnar upp að Loðmundarsléttunni, og svo aftur brekkan upp af þeirri sléttu voru mjög erfiðar en höfðust með óhóflegri notkun á bakkgírnum og kúpplingunni.
Við gerðum þá "vísindalegu" uppgötvun að DC-grútarbrennararnir með læstu að aftan voru betri í að
skríða áfram á jafnsléttunni, en stutti bensín-Wranglerinn með læstu að framan var mun betri í brekkunum – þetta fundum við út því það hafði enginn okkar þolinmæði í að bíða meðan einhver annar var að hjakka, þannig að megnið af leiðinni hjökkuðum við hlið við hlið – hversu gáfulegt sem það er nú – en það er miklu skemmtilegra
Í Setrið komumst við upp úr kl. 19 um kvöldið, mátulega í súrmetið. Þar var etið og drukkið – sumir lengur en aðrir.
Heimferðin er varla í frásögur færandi fyrir okkur, enda fórum við síðastir úr skálanum um 10:30 ásamt skemmtinefndinni og eltum bara förin eftir hina sem höfðu farið af stað 2 tímum fyrr. Við náðum svo hópnum niður á Kvíslarveituvegi við Þórisós þar sem menn fórnuðu sér í
snjóruðningstækjahlutverkið við að ryðja sér leið gegnum púðurpollana í lækkununum á veginum þar sem hann liggur meðfram Þórisvatninu – ég sá varla út um gluggana í sumum ruðningunum, svo djúpir voru þeir.
Kærar þakkir til Skemmtinefndar – það er ekki hægt að segja annað en að þeir stóðu sig frábærlega í matnum, og ekki er hægt að kvarta yfir sambandsleysi í þessari ferð heldur, það var hringt mjög reglulega í okkur, bæði úr bænum og úr Setrinu til að ath. hvernig gengi og voru menn klárir í að
koma á móti okkur ef þess hefði gerst þörf.
Takk fyrir mig.
23.01.2003 at 23:13 #192042Ég tók um síðustu helgi mynd af veðurstöðinni við Setrið.
Ég verð því miður að tilkynna ykkur að hann sýndi „vitlaust“, þ.e. of mikið (ekki mátti nú við því), og myndin skýrir það betur, en það hefur reyndar orðið „leiðrétting“ á síðan.Ég tek það fram að ég er ekki að gagnrýna þennan snjómæli (bara skúrinn sem þarna er
), frekar að sýna hversu „fölsk“ mælingin getur verið – eins og kannski menn vissu ?
Ég vildi bara óska að það væru settir upp fleiri svona mælar, mér skilst t.d. að það sé einn slíkur á Hveravöllum en af einhverjum ástæðum, er hann ekki á netinu ??Myndin er í myndaalbúminu mínu:
http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.php?action=collection&albumid=30&collectionid=532&offset=0
23.01.2003 at 22:21 #466832Einn vinnufélagi minn var að kaupa sér móðurborð af eftirfarandi síðu sem líta þokkalega út í þessum tilgangi – eru með örgjörva, skjákort, sjónvarpsútgang, hljóð o.fl. á mjög litlu og nettu korti.
Þeir sem er vitnað í þarna eru svo margir að tengja við þetta litla ódýra sjónvarpsskjái – það er fínt fyrir t.d. músík og slíkt, en hentar nú sennilega ekki fyrir korta-forritin.
http://www.mini-itx.com/store/default.asp?c=2
og dæmi um notkun
http://www.via.com.tw/en/VInternet/carpc.jsp
05.12.2002 at 00:21 #464848BÞV, þú segir að þið hafið farið inn á Sylgjujökulinn.
Hvers vegna ekki á Tungnárjökulinn, leit hann illa út úr fjarlægð eða …
Ætti hann ekki að vera í góðu lagi á þessum tíma ?
10.11.2002 at 14:52 #191783Sælir félagar,
ég fór á Langjökul í gær laugardag ásamt nokkrum öðrum og héldum við að Þursaborginni eins og oft áður.
Ég hef reyndar yfirleitt bara komið þarna um hávetur, en ég er að spá í að fullyrða að snjórinn hafi sigið þarna núna um ca. 10 metra eða svo í sumar – getur það verið ??Austan við Þursaborgina, alveg efst þar sem geilin byrjar sáum við einhverja þúst þegar við nálguðumst og datt okkur helst í hug að þarna væri tjald. Þegar við komum nær leit þetta út eins og snjóhrúga, og datt mér í hug að hjálparsveitarmenn hefðu verið að leika sér á troðaranum sínum.
Þegar við loksins komumst alveg að þessu, kom í ljós að þetta var keilulaga klettur sem stóð ca. 5-8 metra upp úr snjónum. Ég man aldrei eftir að hafa tekið eftir þessum kletti áður – er einhver annar sem kannast við hann??Ég tók myndir sem eru í myndasafninu mínu hér: http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.php?action=collection&albumid=30&collectionid=306
Einnig var klettur í brúninni á geilinni sunnan við Þursaborginni, sem stendur núna töluvert upp fyrir brúnina, en ég man ekki eftir honum heldur – ég var þarna t.d. í janúar 2002 með Umhverfisnefnd 4×4 og myndir frá þeirri ferð eru hér :
http://um44.klaki.net/la02/m1.html
og þar eru ekki nein merki um að þessi klettur standi svona uppúr.Kannski er þetta bara eðlilegt ástand þarna á þessum árstíma en mér þætti gaman að heyra frá öðrum um þetta ?
P.S. Ef þið ætlið á Langjökul núna, passið ykkur þá á því að koma ykkur ekki í þá aðstöðu að koma niður af jöklinum í annahvort myrkri eða skafrenningi – og alls ekki hvorutveggja. Það er fullt af fínum svelgjum þarna sem bílar geta hreinlega horfið ofaní – við erum til vitnis um það. Við náðum reyndar að spila viðkomandi upp með tvö affelguð dekk og nokkrar beyglur á annari hliðinni, en það var ekki áhugaverð lífsreynsla.
05.11.2002 at 11:27 #463994Þetta voru mjög áhugaverð kort, en mikið vill meira þannig að ég myndi vilja leggja til eitt kort í viðbót sem ég saknaði þarna?
Það er að leggja kortin saman í eitt, þannig að sjáist á einu korti hvað VHF-endurvarparnir ‘covera’ stórt svæði af landinu ?
15.08.2002 at 21:06 #462624Lenti í svipuðu í vandamáli í Toyota DC – skipti öllum fjandanum út þar til einhver rak augun í að membran í túrbínunni, sem reglar túrbínuþrýstinginn, var föst, þannig að það var of mikill þrýstingur á soggreininni.
Þegar búið var að laga það, löguðust hitamálin !!!
Nú veit ég ekki hvort þetta er sett eins upp í Patrolinum, en það er vert að kíkja á þetta.kv.
Arnór
19.07.2002 at 00:27 #191610Nú er skv. Vegagerðinni búið að opna Dyngjufjallaleiðina, en gamla góða Gæsavatnaleiðin er ekki á ábyrgð neins lengur, þannig að það fást engar ‘opinberar’ upplýsingar um ástandið þar – sem þýðir væntanlega að enginn „lokar“ henni né „opnar“. (P.S. 4×4 ætti kannski að huga að því að taka að sér að halda við stikum á þessari frábæru leið – þeim fer fækkandi ??)
Er einhver sem veit hvort þessi leið sé orðin sæmilega fær – er mikill snjór ennþá ?? Þarf 38″ eða duga t.d. 33″ ?
einn í sumarleyfisskipulagningunni
06.06.2002 at 17:11 #461744Sammála með Laugavalladalinn.
Höfðabakkaafrétturinn er líka staður sem kom mér mjög skemmtilega á óvart þegar ég fór þangað fyrir tveimur sumrum.
Ég fann leiðarlýsingu í riti sem Arctic Trucks dreifði þá um vorið.
Þetta er sunnan Mýrdalsjökuls – farið af Þjóðvegi 1 rétt austan við Vík inn Kerlingardal.
Umhverfið er dálítið líkt Þórsmörk, mjög þröngt, bratt og vel gróið.
Það er meira að segja hægt að keyra alveg upp að jökli eftir frábærlega skemmtilegum slóða sem er ekki fyrir lofthrædda – sérstaklega ekki í bleytu.Það eru myndir og kort af þegar ég fór þarna undir http://www.pbase.com/arnora/hofdabakkaafrettur
kv.
Arnór
13.04.2002 at 01:24 #191447Nú sýnist mér á auglýsingum í blöðum að það sé verið að leggja fríkortið niður. Hvað þýðir það fyrir samning 4×4 og Skeljungs ?? Nýtt kort ?? önnur aðferð ??
Eru annars komnar einhverjar tölur um hvernig þetta sé að virka – eru menn að nota þetta – er klúbburinn að fá eitthvað út úr þessu?
13.04.2002 at 01:24 #460410Úps, þetta átti ekki að fara undir ‘ferðir’ – stofna þetta upp á nýtt annars staðar – vefstjórinn kannski hendir þessu út hér.
13.04.2002 at 01:22 #191446Nú sýnist mér á auglýsingum í blöðum að það sé verið að leggja fríkortið niður. Hvað þýðir það fyrir samning 4×4 og Skeljungs ?? Nýtt kort ?? önnur aðferð ??
Eru annars komnar einhverjar tölur um hvernig þetta sé að virka – eru menn að nota þetta – er klúbburinn að fá eitthvað út úr þessu?
15.03.2002 at 18:49 #459670Ég er ekki sammála abv.
Ef grannt er skoðað sést að jökulframburðurinn í sjónum er dökkgrænn (t.d. útaf Þjórsá og Ölfusá á Suðurlandi), en sandurinn er brúnn, og það sést vel á Skeiðarársandi hvernig brúna sand-slikjan nær vel upp á land, og græni liturinn frá jökulánum sést þar undir.Eða hvað ?????
Arnór
19.02.2002 at 22:41 #459182Ekki ætla ég að mótmæla því að Óli hefur nokkuð til síns máls, enda hefur hann greinilega meira vit á vélum en ég. Mínar skoðanir hér að ofan er svolítil samsuða á því sem mér hefur verið sagt úr ýmsum áttum kryddað með eigin reynslu.
Staðreyndin er samt sú að ég var búinn að keyra minn bíl í 1,5 ár eftir að ég keypti hann eða ca. 30.000 km (ég veit ekki hve lengi túrbínan var á honum þar áður) og hann svínvirkaði, fínn kraftur og engin hitavandamál. Síðan varð ég "allt í einu" var við að hann fór að hita sig undir álagi og mjög stuttu síðar fór ég í mjög þunga ferð þar sem þetta fór endanlega eftir að ég hleypti hitanum of oft nálægt rauða strikinu.
Eftir að vélin var tekin upp og löguð (gert á viðurkenndu verkstæði), hélt hann samt áfram að hita sig og heddpakkningin fór strax í næstu ferð á eftir. Það var ekki fyrr en mörgum mánuðum síðar þegar ég uppgötvaði og lagaði þetta með membruna sem hann hætti að hita sig.
Það má vel vera að það hefði mátt laga þetta eitthvað með að stilla olíuverkið, en halda boostinu háu – ef ég skil Óla rétt er það það sem hann er að stinga upp á?
Staðreyndin er samt sú að svona "tuning" á vélinni hlýtur að stytta líftíma hennar og auka áhættuna á svona uppákomum. Kannski er þetta bara spurning um hvað menn eru tilbúnir að taka mikla áhættu fyrir hestöflin – buddan mín þolir það allavega ekki – nóg er nú samt.
19.02.2002 at 13:00 #459178Af gefinni reynslu hjá mér og félag mínum sem erum báðir á svona bílum þá myndi ég taka þessu mjög alvarlega.
Við höfum þurft að eyða mörgum hundraðþúsund köllum eftir að stimplar gáfu sig hjá okkur báðum og það þurfti að taka vélina upp og bora hana út, heddið sprakk líka hjá félaga mínum. Það byrjaði hjá okkur báðum með nákvæmlega þessum einkennum sem þú lýsir. Ég byrjaði einmitt líka á að skipta um kúplingu á viftuspaða, skipta um vatnslás og vatnskassalok en ekkert virkaði.Eftir margra mánaða leit og þrautagöngu, þá erum við nokkuð sannfærðir um að upphaflega ástæðan fyrir þessu var sú að túrbínan gaf of mikin þrýsting inn á vélina. Ástæðan fyrir því var í báðum tilfellum sú að membran á túrbínunni (sem sér um að regla þrýstinginn út af henni) bilaði(festist) og eftir að ég setti hjá mér túrbó-mæli kom í ljós að þrýstingurinn fór í 15 pund, en mér er sagt að hann megi alls ekki fara upp fyrir 8-10 pund.
Ef þessi hitavandamál byrjuðu skyndilega hjá þér, þá eru því miður líkur á því að hedd eða heddpakkning séu byrjuð að gefa sig – það þarf þó ekki að vera.
Ég myndi láta einhvern byrja á að kíkja á túrbínuna (t.d. Í Erlingsson í Dugguvog 3 – hann er sérfræðingur í túrbínum og mjög hjálpsamur), en hafa minni áhyggjur af vatnskassanum til að byrja með, það er peningaeyðsla – ef þessar vélar eru í lagi að öðru leyti þá eru þær ekki þekktar fyrir hitavandamál.
31.01.2002 at 16:01 #458712Ég fór þessa leið fyrir ca. 3 árum með félaga mínum sem var nýbúinn að kaupa sér nokkura ára gamlan Patrol. Ég get tekið undir það að þetta er ein sú glæfralegasta leið sem ég hef farið, sérstaklega þar sem þetta var í myrkri í ausandi rigningu. Á einum stað var stórt bjarg á veginum og þurfti að fara með 3/4 af hægra dekkinu út fyrir lausa brúnina – sem betur fer sáum við ekki hvað var fyrir neðan, aðeins neðar þurftum við að hlaða grjóti undir öðru megin, sem hrundi nátturulega um leið og bílinn fór út á það – en sem betur fer fór hann á smá ferð og flaug bara yfir….ekki spyrja mig hvernig – ég er ekki ennþá búinn að skilja hvernig hann fór þetta.
En það sem mér fannst nú fyndnast er að stuttu seinna sá ég lýsingu á þessari leið í eldgammalli Ferðafélagsbók, sennilega frá 1930-1940 þar sem er sagt að þetta sé eldgömul þjóðleið, sem ekkert hefur verið haldið við og að hún sé varla fær fyrir hesta !!!! Ekkert var minnst á bíla þarna.
15.01.2002 at 22:17 #458390Glanni,
nei, þetta er ekki orginal túrbó vél, en það er samt Toyota-túrbína í honum.
Það kom hins vegar í ljós þegar vélin var tekin upp, að það var búið að bæta við olíu-stútum fyrir neðan stimplana sem sprauta upp undir þá. Þetta skilts mér að sé partur af þessum orginal túrbínu-vélum.
15.01.2002 at 20:28 #458386Sælir,
er með 2,4l dísel með túrbínu og intercooler, 2,5" púst.
Eyðslan hjá mér er ca. 15-16 l/100km í utanbæjarkeyrslu að vetri í fjórhjóladrifinu.
Eitt varúðarorð til allra sem eru með túrbínu í þessum bílum. Ef þið eruð ekki með "bústmæli" (þrýstimæli á túrbínu), þá mæli ég með að fá sér svoleiðis.
Ég, og reyndar félagi minn líka, erum báðir búnir að lenda í því að rústa vélinni vegna of mikils þrýsting á túrbínu.
Ég get svo sem ekki fullyrt að það sé ástæðan, en það bendir allt til þess. Það kom í ljós að membran á túrbínunni (hún hleypir framhjá ef þrýstingurinn verður of mikill) var biluð og því fór þrýstingurinn hjá mér upp í 1 bar (ca.15 psi) sem mér er tjáð að sé allt of mikið. Vélin ofhitnaði og stimplarnir fóru.
Membran sér núna um að þrýstingurinn fer ekki uppfyrir 0,6 bar (ca. 9 psi) og ég verð ekki var við ofhitnun lengur.
Þetta kostar reyndar smá kraftminnkun…..en það verður að hafa það.
-
AuthorReplies