Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.09.2003 at 00:54 #476720
Í þessu samhengi er athyglisvert það sem fram kemur í tilkynningum frá Hrauneyjarbændum, þar segir m.a. :
"Þá er það helst í fréttum að það stendur til að setja hólka í ræsin inn með Þórisvatni nú í haust og er líklega nú þegar byrjað á framkvæmdum við það. Þar með eru allir krapapyttirnir úr sögunni þar með talinn 20 tíma pytturinn fyrir neðan bröttu brekkuna ofan í Rjúpnadalinn. Þetta gerir öllum mun auðveldara að komast í snjó sem er alltaf einhver þarna innfrá þó lítið sé af honum neðar í landinu."
http://www.hrauneyjar.is/press/default. … PublId=386Þá minnkar nú þörfin á Búðarhálsinum, þó vissulega sé hann skemtilegt ‘alternative’.
24.09.2003 at 22:50 #192901Hafa menn eitthvað verið að setja nýja(stærri) alternatora í Toy. DC.
Ég verð var við það með tölvuna mína að þegar ég er búinn að vera í doldin tíma á lágum snúningi (eins og gerist oft í slæmu veðri eða hjakki eða bara í bið meðan einhver er fastur) að tölvan mín hættir að fá rafmagn. Ég hef bæði verið með þar til gerðan 12V spennugjafa frá framleiðanda tölvunar, og núna er ég með 300W áriðil frá Aukaraf.
Þetta gerist í báðum tilfellum, eina skýringin sem ég hef er að spennan falli það mikið á geymunum að spennugjafi tölvunnar neiti að taka lengur þátt. Áriðilinn hefur farið að pípa líka og slökkt á sér, sem styður þessa kenningu.
Eina sem mér dettur í hug er að fá stærri alternator ??
Hvernig er best að snúa sér með slíkt, er einhver ákveðinn sem passar betur en aðrir ?Rétt að taka fram að geymarnir eru tiltölulega nýir, og eru í góðu lagi.
Einhverjar tillögur ??
Arnór
R-2088
24.09.2003 at 18:12 #476742Í Setrinu eru komnir tæpir 10 cm :-/
En Veðurstofan er búin að bæta aðeins síðuna hjá sér:
http://www.vedur.is/athuganir/sjalfvirk … index.htmlEf maður smellir á eitthvert línuritið (sem nær yfir 7 daga, þá fær maður nákvæmara yfirlit yfir síðasta sólahring.
01.09.2003 at 01:07 #475956Fyrst menn eru í sögustuði….
Ég varð þeirrar "ánægju" aðnjótandi fyrir tveimur sumrum að þurfa að bíða í sólahring við Grafará rétt norðan Herðurbreiðalinda vegna þess að hrútshornið brotnaði þegar ég kom upp úr ánni og vék full hressilega fyrir rútu. (já ég er á Double Cab, en fékk mér stýristjakk eftir þetta)
Þarna tjaldaði ég á árbakkanum – einn – las mína bók, horfði á DVD og fylgdist með útlendingunum í ánni meðan ég beið eftir nýju hrútshorni að sunnan.Þetta er nú ekki merkileg á en þannig háttaði til að ef maður tók boga niður á brotið, þá rétt bleytti maður felguna, en ef farið var beint yfir lenti maður í smá streng sem var ágætlega djúpur fyrir litla bíla.
Þeir einu sem ég sá taka bogann voru íslendingar á minni bílum – 36-44" bílar tóku bara beint strik yfir og hægðu varla á, enda svo sem lítil ástæða til fyrir þá.Útlendingarnir voru mismunandi varkárir, sumir stigu út og skoðuðu, tveir komu meira segja og spurðu ráða, einn ætlaði að fara að vaða, en þá skokkaði ég til hans og benti honum á leiðina – en flestir fóru samt beint yfir, ekki brotið.
En það sem var ótrúlega algengt – og mér blöskraði við að sjá – voru útlendingar, flestir á pínulitlu Suzuki Jimmy-jeppunum, sem keyrðu að ánni, bökkuðu svo aðeins og gáfu svo allt í botn, helst í annan gír og svo var dúndrað beint yfir þannig að áin lá öll á bakkanum hinum megin….og á þaki og húddi bílsins.
Einhverjir höktu nú aðeins eftir þetta, en allir komust þó áfram, en ég hugsaði með skelfingu til þess ef þeir notuðu sömu aðferðina í Linána (með einu n-i fyrir Vigfús )
Reyndar var komið með einn Bens-jeppa með Norsurum í drætti þarna fram hjá mér, en sá bíll hafði einmitt farið of hratt í Lindána og rústað mótornum.Mórallinn með sögunni: áróðurinn um hvernig á að umgangast ár, ef einhver er, kemst alls ekki til skila til útlendinganna.
16.08.2003 at 02:00 #475528Mig langaði til að rifja upp í þessu samhengi eldri þráð frá því í vor um sama efni, en þar vitnaði ég í viðtal í Mbl. við mótorhjólamann sem er einnig umsjónarmaður enduro-keppna Vélíþróttaklúbbsins.
Linkur í þetta er:
https://old.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=1517#9626
en í stuttu máli sagði maðurinn í þessu viðtali:"Hjörtur bendir á víða séu slóðir sem hverfi nánast alveg undir sand, milli þess sem þ.ær eru eknar og margir álíti ranglega að það sé utanvegaakstur. Þessar leiðir fari jeppamenn engur síður en mótorhjólamenn"
………
"Hjörtur telur einnig að í lögum sé heimilað að aka gamlar þjóðleiðir, s.s. Prestastíg milli Grindavíkur og Hafna og Biskupabraut milli Þingvalla og Skálholts. Lögregla hafi ekki amast við slíkum akstri hingað til. Aðspurður segist hann telja að þetta sé jafnvel heimilt þó að hin forna þjóðleið hafi aldrei áður verið ekin"Ef þetta er viðhorfið almennt, er ekki nema von hvernig umhorfs er eftir mótorhjólamenn!!
27.06.2003 at 12:53 #474544Sæll,
var þarna um síðustu helgi og keyrði á 60-80 í 12 pundunum mínum (38") yfir Kaldadalinn.
Ég verð að viðurkenna að hæfileikinn til að átta mig á hvernig áhrif svona vegir hafa á minni bíla hefur minnkað, enn þetta er algjörlega fært fyrir þig, helst að það sé soldið "stórgrýtt" og holótt á köflum – en engin vandamál, þetta hægir bara á þér.En ef þú ert hins vegar að hugsa um að fara inn á Línuveginn, þá myndi ég hugsa mig betur um, hann er mjög stórgrýttur og ósléttur sérstaklega vestast – hætt við að minni bílar þurfi að skrapa kviðinn eitthvað.
01.06.2003 at 00:24 #473818Það er smá umfjöllun í föstudagsmogganum (á miðopnu) um vandamál vegna utanvegaaksturs mótorhjóla og jeppa á Reykjanesi.
Þar er meðal annars viðtal við mann sem heitir Hjörtur L. Jónsson sem er "gamalreyndur mótorhjólamaður og umsjónarmaður enduro-keppna Vélíþróttaklúbbsins"
Hann segir meðal annars:
"Hjörtur bendir á víða séu slóðir sem hverfi nánast alveg undir sand, milli þess sem þ.ær eru eknar og margir álíti ranglega [!?!?!] að það sé utanvegaakstur. Þessar leiðir fari jeppamenn engur síður en mótorhjólamenn [!!]""Hjörtur telur einnig að í lögum sé heimilað að aka gamlar þjóðleiðir, s.s. Prestastíg milli Grindavíkur og Hafna og Biskupabraut milli Þingvalla og Skálholts. Lögregla hafi ekki amast við slíkum akstri hingað til. Aðspurður segist hann telja að þetta sé jafnvel heimilt þó að hin forna þjóðleið hafi aldrei áður verið ekin"
Ég veit ekki hvort ég er að misskilja eitthvað hér, en ég túlka þessi orð sem svo að það sé allt í lagi að keyra utanvega ef þar er bara sandur. Einnig að það sé í lagi að keyra yfir móa og mýrar, ef leiðin er skilgreind sem gömul þjóðleið, jafnvel þó að þar marki varla fyrir svo mikið sem gamalli gönguleið lengur ?!?!
Eigum við ekki bara að þakka fyrir að við eigum ekki svona talsmann (eða ég vona að svo sé) – þetta getur ekki verið neinum klúbb til framdráttar að láta hafa svona eftir sér??
kv.
Arnór
13.05.2003 at 23:31 #473332Það væri nú gaman að vita nánar hvaða tilgangur er með þessari söfnun Magnús ??
Mitt hámark held ég að sé 115-120 á hájökli Langjökuls á leið heim eftir aldamótaferðina.
Þetta stutta kikk kostaði mig:
– eina handdrifna bensíndælu sem ég átti ekki,
– einn kolsýrukút (stúturinn af) sem ég átti ekki heldur
– heila kippu af bjór eftir að hún komst í kynni við ísaxirnar sem voru í hinu horni pallsins.
– góða dæld í pallinn eftir drullutjakkinn
– ýmislegt annað smáleg
– góða hláturrokur frá samferðamönnum og stöðuga stríðni æ síðan.Það skal tekið fram að þetta allt gerðist í raun neðar á jöklinum þar sem hann var ekki jafn sléttur, en það getur verið erfitt að sætta sig við að fara úr 120 niður í 30……
Eftir þetta hef ég farið á 2 vikna hleðslunámskeið og komist í náin kynni við áræðanleg strap-bönd, auk gorma í stað blaða undir bílinn að aftan.
30.04.2003 at 23:36 #472966Ljósið hjá mér blikkaði í þrjú ár, en læsingin virkaði alltaf þrátt fyrir það. Þá var brotinn pinni í skynjaranum sem skynjar hvort drifið sé inni eða ekki.
Síðan kom skemmd á snúruna að mótornum þannig að í einni ferðinni fór læsingin ekkert af – en ég tók ekkert eftir því, því ég vissi að ljósið og skynjarinn virkuðu ekki.
Það var ekki fyrr en morguninn eftir ferðina (eftir 200 km malbikskeyrslu) þegar ég keyrði út af planinu heima að ég fann að eitthvað var óeðlilegt – fram að því hélt ég að stífleikinn í bílnum stafaði bara af klaka og snjó.
Á einhvern ótrúlegan hátt tókst mér þó ekki að brjóta drifið hjá mér með þessari misþyrmingu ?!Mórall sögunnar: það getur vel verið að læsingin virki hjá þér þó ljósið blikki, það gæti bara þýtt að skynjarinn sé bilaður – en ég mæli sem sagt ekki með því að láta það vera þannig óhreyft 😉
28.04.2003 at 23:57 #472934Þarna er ég ósammála ykkur.
Það getur verið mjög tvíbent að setja svona í blöðin.
Hættan er sú að það verður sérstakt "challenge" fyrir þjófa og annan óþjóðalýð að sjá hvað þeir komast upp með mikið.
19.04.2003 at 18:47 #472606Ég fór í gær föstudag í átt inn að Landmannalaugum en snéri við stuttu innan við Hnausa.
Hraunið frá Sigöldu og inn að Hnausum innan við Bjallavað, er autt, fyrir utan nokkra stóra drullupolla – sumir með smá krapa.
Þar innan við er vægast sagt mjög blautt en hægt að þræða meðfram fjöllum.
Ég myndi þó mæla með menn færu ekki á þetta svæði næsta mánuðinn eða svo – það er mjög stutt í að jeppar fari að skemma verulega út frá sér – og þetta er gjörsamlega ófært sleðum – það er það lítill snjór þarna eftir.
Það er samt merkilegt hvað það er lítið blautur jarðvegurinn þarna, það er sennilega lítið frost í jörðu, og ég á von á að það eigi eftir að fara rakinn úr þessu mjög hratt þegar snjórinn er farinn?Arnór
16.04.2003 at 15:44 #471408Það geta svo sem allir lesið þetta sjálfir frá Sjóvá sem vísað er í hér að ofan – en vegna spurningu hér að ofan, þá er hér smá útdráttur um það sem mér fannst snerta okkur helst:
M.a. það sem EKKI er bætt – og mér sýnist að það eigi við hvort sem utanvegakaskó er til staðar eða ekki:
– Skemmdir er aðeins varða hjól, hjólbarða, fjaðrir, rafgeymi !?!?
– Skemmdir af akstri á ósléttri akbraut, hér með talin bilun á ásum, fjöðrum, gírkassa, drifi, rafgeymi og öðrum hlutum í eða á undirvagni ökutækisins, skemmdir vegna þess að hreyfillinn bráðnar saman, skemmdir á undirvagni
er hljótast af því að ökutækið tekur niðri á ójöfnum akbrautum, svo sem hryggjum eftir veghefla, jarðföstu grjóti
á akbraut eða við akbrautarbrúnir.– Þegar ökutækinu er ekið þar sem akstur er óheimill vegna opinberra fyrirmæla, svo og við akstur á ís, yfir óbrúaðar ár eða læki, um fjörur, forvaða eða aðrar vegleysur. Þó bætist tjón sem verða kann þegar ökumaður hefur neyðst til að fara út af akbraut, t.d. vegna viðgerða á henni.
– Varðandi ofangreint gildir þó sérákvæði:
Sérákvæði um akstur utan vegar: Vátryggingin tekur þó til aksturs dráttarvéla, fjórhjóla eða snjósleða á snjósköflum, um fjörur eða aðrar vegleysur. (innsk. AÁ: sem sagt ekkert um sérútbúna jeppa og ég get ekki séð að utanvegakaskóið taki á þessu ??)– Þegar tjón verður rakið til stríðs, óeirða, óspekta eða uppþots. (AÁ: Sem sagt ekki rífast hátt í VHF-inu áður en þið klessið saman – það gæti flokkast undir óspektir 😉 )
kv.
Arnór
15.04.2003 at 02:06 #192486Sælir,
er einhver sem hefur farið í Esjufjöllin nýlega?
Veit einhver hvernig færðin er upp jökulinn sunnan frá?Mér finnst ég hafa séð eitthvað hér nýlega um einhverja sem ætluðu (eða fóru) þessa leið, en nú finn ég það ekki aftur.
…..bara svona verið að spökúlera í möguleikum fyrir páskana…..en veðurspáin lítur svo sem ekki vel út…..0 til +5 gráður á Hveravöllum allavega fram á laugardag
(spáin segir +15 gráður á Akureyri á föstudag !!??)
Maður ætti kannski frekar að spá í golf-ferð norður í land um páskana heldur en að reyna að fara upp á hálendið ??
Arnór
30.03.2003 at 18:11 #471666Sælir,
sennilega full seint svar, fór bæði í gær og í dag en sá ekki póstinn þinn fyrr – læt þetta samt flakka.
Allavega, færið þarna er frábært, það er(var) nokkurn vegin fólksbílafært upp að Bragabót, en eftir það er nokkuð þéttur og góður snjór með smá púðri yfir sem verður reyndar þyngri efir því sem innar dregur.
Í gær, laugardag, fór ég inn að Slunka og aðeins upp á Langjökul við Klakk, við snérum við þar vegna blindu og þungs færis, en það er töluvert púður þarna sérstaklega ofan í lægðinni mill Slunka og jökuls, ath. líka að það er dálítill krapi þarna niðri bæði strax neðan við Slunka og líka inn við jökul, þó ég yrði ekki var við hann, en sleðamenn töluðu um að þeir hefðu þurft að plana einhvern krapapytt þar. Við fórum alveg í fjallshlíðinni austan megin og þar var allt í góðu.
Í dag, sunnudag fór ég inn að Skjaldbreið og reyndi að hjakka upp á Skjaldbreið en það var mjög pakkaður og leiðinlegur snjór og gekk mjög hægt, þegar við áttum stutt eftir fór skyggnið endanlega og greinilegt að veðrið var að versna þannig að við snérum við. Það stóð heima að þegar við komum niður að Bragabót um 4-leytið, eftir nokkuð blinda ferð sem gekk þó sæmilega, þá skall á algjör blindbylur og ég ætla rétt að vona að það hafi ekki verið margir eftir inn á jökli þegar þetta skall á, því það er nóg af púðri til að feykja um þarna. Það var þó góður slatti af bílum með vélsleðakerrum eftir við Bragabót, sennilega eftir Kerlingarfjallafara, en þeir voru að týnast til baka í stórum hópum um þetta leyti.Arnór
29.03.2003 at 22:10 #461784Hvernig væri að fá veðurstofuna, eða einhvern þar sem hefur sérstakan áhuga á okkar starfi í 4×4, til að gera sérstaka túlkun á veðurfréttunum fyrir þau svæði á hálendinu sem við erum mest að ferðast um, t.d. Skjaldbreiður og sunnanverður Langjökull, Landmannalaugasvæðið, Kerlingarfjöll og Setur, Vatnajökukll o.s.frv.
Hugsanlega væri hægt að fá eitthver fyrirtæki til að styrkja þetta, t.d. Skeljung, Benna, Fjallasport, Arctic Trucks, o.s.frv………….
Þá mætti fara á 4×4 síðuna á fimmtudegi/föstudegi og fá spá fyrir þessi svæði fyrir næstu helgi/frídag.Ég sé að vélsleðamenn og evro.is(http://www.evro.is/default.asp?page_id=141) eru að gera eitthvað í þessum dúr, en þetta mætti vera enn ítarlegra, ef það er þá raunhæft. Mér fróðari menn um veðurspár geta kannski dæmt betur um það ??
Arnór
27.03.2003 at 22:36 #471318Ég fékk einhverja gorma með "upphækkunarkittinu" frá Arctic Trucks, mér skilst að þeir hafi verið úr Landcruiser – veit ekki meir – spurði ekki að því.
Allavega þeir voru allt of stífir, ég gat hreyft bílinn um ca. 5 cm. með því að standa aftan á stuðaranum og hoppa !!!
Ég keypti OldManEmu hjá Benna sem virka alveg þrusuvel – nú vantar bara gorma að framan.
En það er galli við það líka, bíllinn verður miklu svagari í beygjum, og þar með hættulegri út á þjóðvegum. Spurning hvort maður vill frekar geta keyrt "hratt" yfir hraðahindrun, eða "hratt" í hringtorg ??? 😉Arnór
10.03.2003 at 16:54 #192324Hmmm…..
ekki gott til afspurnar, vonandi ekki félagsmenn, en það skiptir svo sem ekki máli – þetta stimplast á okkur öll.
Þetta er eins og með kúnnann – löggann hefur ALLTAF rétt fyrir sér 😉Þetta birtist í mogganum:
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1021361Lögreglan á Selfossi segir að nokkrir ökumenn breyttra jeppabifreiða hafi verið ósáttir við að þurfa að sæta því að fara aðra leið en um Hellisheiði í gær þegar veginum yfir heiðina var lokað vegna fjöldaáreksturs og talið sér vandalaust að bregða sér út fyrir veg þegar að árekstrarsvæðum kæmi.
28.02.2003 at 13:20 #469650Hvernig væri að 4×4 beitti sér fyrir því að setja þarna upp aðvörunarskilti við Meyjarsætið og jafnvel mælistiku við veginn svo hægt sé að sjá hversu djúpt er ?? (Það gæti orðið erfitt að fá Vegagerðina til þess því þessi vegur er jú "lokaður" á veturnar – þá mætti taka þetta skilti niður á sumrin)
En reyndar held ég nú að 95% þeirra sem þarna fara að vetri til geri sér grein fyrir að þarna er vatn undir – spurningin er bara hvort ísinn haldi.
25.02.2003 at 22:39 #469422Sammála því Muffin, enda er ég bara að tala um vegin milli Þingvalla og Laugarvatns.
Síðan fer ég "frá Lyngdalsheiði" inn að Bragabót og í áttina að Skjaldbreið. Það er alveg á hreinu.P.S. en hvar er Lyngdalurinn ??
Arnór
25.02.2003 at 22:34 #469206BÞV-lastu lýsingu kanans á ferðinni sinni á vef Ísalp sem vísað er í hér ofar??
Mér finnst hann nú bara rökstyðja það þokkalega hvers vegna hann bað um aðstoð. Hann hringir og ráðfærir sig við tvo vana fjallamenn áður en hann tekur ákvörðunina. Aðstæðurnar orðnar MJÖG erfiðar – tjaldið að fenna á kaf og allt orðið mjög blautt.
Auðvitað er þetta matsatriði en mér finnst hann ekki minni maður að hafa kallað á hjálp frekar en að "taka sénsinn" á að hlutirnir redduðust, eða taka áhættuna á því að ramba fram af brúninni við skálann í engu skyggni – sérstaklega þar sem hann hefur ekki komið þar áður. M.ö.o. þó hann hafi ekki verið í lífshættu, þá þurfti lítið til við þessar aðstæður til að koma sér í lífshættu – og hann gerði sér grein fyrir því.
Það má svo alltaf deila um hversu gáfuleg ferðin var frá upphafi.En varðandi umræðuna hér þá finnst mér það ágætis regla og vel ásættanlegt að bjsv. rukki fyrir björgun á verðmætum, svo lengi sem ekki er um mann-nauð að ræða, og að verðið sé á hreinu fyrirfram svo menn sitji ekki uppi með einhverja bakreikninga.
-
AuthorReplies